Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Læsingar
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.04.2006 at 00:12 #197842
AnonymousKomiði sælir,
ég er að spá í að fá mér læsingar í bílinn og fjárhagurinn leyfir nú víst ekki meira en eina hásingu í einu. Hvort mynduð þið byrja að framan eða aftan. Er ekki með LSD að aftan held ég alveg örugglega.
Með kveðju
Sigurjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.04.2006 at 19:16 #550788
Hvað varðar spól á mismunadrifi þá misskilja það margir á þann hátt að bæði dekkin fái sama afl. Þau fá í raun jafnt átak (eð tog, til að vera nákvæmur), eins og hér hefur komið fram, og þar sem það þarf meira átak til að láta hjól snúast á fleti en spóla – snýst bara spólhjólið. Þetta er vel útskýrt hér:
http://auto.howstuffworks.com/differential6.htm
25.04.2006 at 20:00 #550790Já ég verð nú að vera sammála því að framdrifin séu veikari, auk þess er meiri munur á vegalengd h. og v. hjóls að framan en aftan í beygju.
Freyr
25.04.2006 at 20:53 #550792Ekki veikari í öllum bílum, ég er búinn að stilla inn fullt fullt af drifum og eru þau td ekki veikari í lc 60, patrol 98-99" dana 44, dana 60 og fl….
25.04.2006 at 21:23 #550794Drif með lágum pinjón er veikara sem framdrif en afturdrif, nema þegar bakkað er þá er það sterkara!
Þetta er vegna þess að pinjónninn tekur á rangri hlið á kambinum.
T.d. er D44 með lágum pinjón veikara en D44 afturdrif, en D44 með háum pinjón er jafn sterkt!Ég held t.d. að framdrifið í LC60 sé alveg sama drifið og að aftan, s.s. með lágum pinjón. Ef það er rangt þá verðið þið að leiðrétta mig…
LC 70 (stutti) var hins vegar til með 8" reverse (hár pinjón) framdrifi sem er þá jafn sterkt og afturdrifið. En það eru mjög fáir jeppar sem eru svoleiðis, oftast ef þeir eru með reverse framdrifið þá er kamburinn smærri en að aftan, eins og t.d. í LC 80, Wrangler & Cherokee, og kannski Patrol en ég er ekki með á hreinu hvað drifið í honum er stórtkv. Kiddi kjáni
25.04.2006 at 21:33 #550796Otti: betra að hafa framlæsingu í brekku… Það er rangt, þegar þú ert kominn í bekku er meyrihluti þunga bílsins að hvíla á afturhásingunni og hún er að drífa bílinn þannig það er betra að hún hafi læsinguna.
Ég tel það almennt betra að hafa afturlás fram yfir framlás, framhjólin flóta yfirleitt ofaná meðan afturhjólin eru að sökkva og því er betra að hafa afturlásinn
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/892/5527:21kzb8fx][b:21kzb8fx]Dæmi[/b:21kzb8fx][/url:21kzb8fx]
Ég er með læstann bíl að framan og aftan og er hann alltaf læstur að aftan þegar í snjó er komið og þegar ég lendi í þungu færi þá set ég framlásinn á, hann gerir að vissu leyti gagn en ég gæti verið án hans. Framlásinn er hins vegar alveg nauðsynlegur þegar annað framhjólið dettur niður um ís.
En byrjaðu á afturlásnum, allir framleiðendur gera það.
25.04.2006 at 21:35 #550798Ég myndi byrja að aftan, það er nokkuð oft sem ég hef staðið jeppann að því að ýta framdekkjunum yfir fyrirstöðu sem afturdekkin festast síðan á!
kv. Kiddi kjáni
25.04.2006 at 21:45 #550800Snorra eða Steinar hjá SS Gíslason 587 2060 eða renndu við hjá þeim,þeir eru snillingar í Landrover bílum og geta ábyggilega sagt þér eitt og annað um þá eðalvagna.
25.04.2006 at 21:51 #550802
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka ykkur fyrir þessar vangaveltur eins og flest í þessu sporti að þá geta menn verið á öndverðu máli nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og taka ákvörðun. En hef samt á tilfinningunni að bíllinn hjá mér yrði töluvert öflugri með læsingu þó ekki væri nema á annari hásingu er nokkuð viss eins og áður hefur komið fram að hann hafi ekki komið með limited slip enda var það aukahlutur í Land Rover eins asnalega og það hljómar. 😉 Helsti gallinn er að bíllinn er einungis með sídrifi sem veldur því að ég get ekki látið sjóða hann að framan eða farið í no-spin eða álíka læsingu.
25.04.2006 at 22:21 #550804Talandi um læsingar.
100% læsing hefur þá kosti umfram aðrar læsingar að það er hægt að velja, hvort maður notar þær eða ekki. Reynsla mín af læsingu er þó nokkur og er þessi í stuttu máli:
Í keyrslu í snjó snýst málið um að halda bílnum sem mest á floti ofan á snjónum, ef ferðalagið gengur þokkalega er engin ástæða að nota læsingar þær auka álag á allan drifbúnað verulega. Aftur á móti á skörum eða festu geta þær skipt sköpum um áframhaldandi ferðalag. Í þungu færi þar sem erfitt getur verið að ná floti getur þurft að spila nokkuð á læsingar þ.e. stundum læst að aftan og stundum að framann.
Ef þú ert að eyna að ná bílnum upp að framann má hann als ekki spóla sig niður jafn óðum. Þá er mun betra að hafa hann ólæstan að framan þannig að hann nái að labba upp og troða undir sig án þess að spóla sig niður (þá virkar mismunadrifið oftast betur) í Því tilfelli getur verið heppilegt að hafa hann læstan að aftan. Aftur á móti ef bakkað er, er oft gott að læsa að framann og aflæsa að aftan. Þetta er að sjálfsögðu háð aðstæðum hverju sinni.
Sem sagt aldrei að læsa einu eða neinu nema sérstakar aðstæður krefjist þess.
26.04.2006 at 00:11 #550806Hef átt bíl sem bara læstur að framan og annan sem er bara læstur að aftan. Veit ekki hvort það sé svo mikill munur á því á hvorum endanum hún er. En það munar mjög miklu um að hafa allavega eina læsingu. Persónulega myndi ég þó setja hana að aftan. Ástæðan er sú að yfirleitt þegar maður virkilega þarf á henni að halda þá er það afturendinn sem stendur sem fastast niður.
Einn kostur við að geta læst bara að framan er í hliðarhalla. Með bílinn læstann að aftan skríður afturendinn alltaf undan hallanum. Með stýrinu getur maður stýrt framendanum betur og forðast niðurskriðið að einhverju leiti.Afturendinn er einnig yfirleitt þyngri en framendinn á bíl í ferðalagi. Held að margir yrðu hissa ef þeir færu með fákinn á vikt lestaðan og tilbúinn á fjöll, og sæu þyngdardreifinuna.
Hilux, lengdur um 30 cm er bara frekar nálægt því að standa 50/50 fyrir góðan túr…..!
Drif eru yfirleitt miðuð við að snúast í aðra áttina og eru sterkari í þá átt. Fer eftir skurðinum á tönnunum. Hefur ekkert með high-pinnion eða low-pinnion að gera, nema þá það að öll high-pinnion drif eru hönnuð til að vera að framan……
Þannig er t.d. framdrif í hásingar-hilux sterkara afturábak en áfram (er afturdrif), meðan framdrif í 80-cruiser er ágætlega sterkt áfram en hrikalega veikt afturábak…kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.