Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Læsingar
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.04.2006 at 00:12 #197842
AnonymousKomiði sælir,
ég er að spá í að fá mér læsingar í bílinn og fjárhagurinn leyfir nú víst ekki meira en eina hásingu í einu. Hvort mynduð þið byrja að framan eða aftan. Er ekki með LSD að aftan held ég alveg örugglega.
Með kveðju
Sigurjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.04.2006 at 09:49 #550748
maður byrjar alltaf að læsa að aftan
25.04.2006 at 10:12 #550750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er það regla? Eru einhver rök fyrir því önnur en að menn byrji vanalega á því. Er það að skila manni betri árangri heldur en að byrja að framan?
Kv.
Sigurjón
25.04.2006 at 10:17 #550752Framleiðendur læsinga mæla eindregið með því setja læsingu að aftan fyrst. Ein ástæða þessa er að læst framdrif truflar akstureginleika bílsins mklu meira en læsing að aftan.
Þegar á reynir, t.d. þegar farið er upp brekkur á hlöðnum bíl, þá er meirihluti af þunga flestra bíla á afturhjólnum.
Læst afturdrif gagnast þó bíllinn sé ekki í framdrifi.-Einar
25.04.2006 at 10:25 #550754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
fyrir góð svör Einar en ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að læst framdrif myndi skila meiri bætingu en að aftan en það er ábyggilega vitleysa í mér eins og margt annað. Ein ástæðan er sú að auðveldara er að draga en að ýta og með því að hafa framdrifið öflugra að þá myndi það hjálpa mun meira en einungis með læst afturdrif.
Þú talar um brekkur og þunga bílsins ættu ekki að vera meiri líkur á því, þegar þunginn hvílir að mestu leiti á afturdekkjunum, að bíllinn taki á báðum afturdekkjum sökum þyngdarjöfnunar þó er það náttúrulega mismunandi eftir aðstæðum. Spyr sá sem ekki veit.Kv.
Sigurjón
25.04.2006 at 10:28 #550756Núna ætla ég að vera erfiði gaurinn og ráðleggja hinn kostinn. Ástæðan fyrir því að ég myndi byrja að framan er sú að í erfiðum snjó þá eru framhjólin að búa til förin meðan afturhjólin rúlla bara í kjölfarið.
.
Segjum sem svo að bíllinn sé farinn að spóla, þá er betra að bæði framhjólin vinni í að komast í gegnum snjóinn og annað afturhjólið ýti á eftir heldur en að annað framhjólið sé óvirkt og hin hjólin þurfi að sjá um að ýta því gegnum snjóinn.Freyr
25.04.2006 at 10:35 #550758Það væri hægt að skrifa heila bók um læsingar og virkni þeirra. Það er hægt að finna dæmi þar sem framlæsing hjálpar meira en aftirlæsing, og öfugt.
Ég held að á mínum bíl þá hjálpi framlæsing heldur meira en aftur læsing, það er aðallega vegna þess að fjöðrunin að framan er mklu stífari en afturfjöðruninn, og næstum 60% af þunganum hvílir á framhjólunum, þegar bíllinn er tómur.
Það hefur lengi verið stefna Rover að góð fjöðrun komi í staðinn fyrir læsingar, það er mikið til í því.-Einar
25.04.2006 at 10:41 #550760það er algengur misskilningur sem fram kemur hjá Frey, að þegar annað hjólið spólar þá sé hitt hjólið ekki að gera neitt gagn. Hið rétta er að í opnu mismunadrifi, þá er sama átak á á báðum hjólinum. Læsingar gera fyrst og fremst gagn í hliðarhalla eða þegar undirlagið er mjög óslétt eða grip mjög misjafnt, t.d. vegna svella. Í þungu færi þar sem bíllinn stígur álíka þungt í öll hjól, munar lítið um læsingar.
-Einar
25.04.2006 at 10:47 #550762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef verði í sömu pælingum og þú, og held að ég sé alveg ákveðinn í því að fá mér læsingu að framan fyrst. Þetta byggi ég á reynsu minni með félgum mínum, þar sem að kemur berlega í ljós að það munar mun meira um framlæsingu heldur en afturlæsingu (í flestum tilfellum). T.d. ef að maður pompar niður í gegnum ís, þá oftast að framan (aðalega vegna þyngdar og það eru jú frammdekkin sem að eru á undan í flestum tilfellum) þá er það framdrifslæsingin sem kemur að mestum notum þar, og einnig þegar að verið er að keyra á jafnsléttu, en hins vegar þegar að verðið er að fara upp brekkur, þá myndi ég giska á að afturdrifslæsingin myndi virka betur.
Kv Bjarki (læstur að framan)
25.04.2006 at 10:54 #550764Ég er ekki á sama máli og "eik" , mín skoðun er sú að það sé ekkert átak á öðru hjólinu þegar hitt er farið að spóla, og í hliðarhalla þá hefur mér reynst best að taka allavega úr afturlæsingunni því ef annað spólar þá hefur hitt grip á meðan. Þannig að mín skoðun er sú að þú eigir að byrja á því að fá þér læsingu að framan.
kveðja Beggi E
25.04.2006 at 11:00 #550766
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru menn ekki að lenda í vandræðum sem eru með læsta bíla í hliðarhalla þar sem hættan er sú að þegar þeir byrja að spóla að þá vilja þeir renna undan halla frekar en ólæsir þar sem hjólið sem spólar ekki heldur við
25.04.2006 at 12:01 #550768Læstur bíll skrikar miklu frekar til hliðar heldur en ólæstur, þetta getur skipt miklu máli bæði í hliðarhalla og þegar er hálka innanbæjar. Helsti kostur við handvirkar læsingar samanborið við sjálfvirkar læsingar, er einmitt að hægt er að taka þær af. Það er miklu auðveldara að stjórna ólæstum bíl í hálku, en læstum.
Ástæðan er sú að opið mismunadrif tekur jafnt á báðum hjólunum, þar sem gripið er sjaldan nákvæmlega það sama, spólar aðeins annað hjólið að jafnaði. Hitt hjólið hefur þá miklu betra grip til hliðanna en ef bæði hjólinn spóla, eins og gerist ef drifið læst, hvort sum um er að ræða 100% læsingu eða LSD.
-Einar
25.04.2006 at 12:11 #550770Ég held þú misskiljir mig eitthvað örlítið. Í jöfnu átaki á jafnsléttu er það alveg rétt að sama átak er á öllum hjólum. En um leið og þú ert t.d. að fara upp brekku, hvort sem er á gjöfinni eða lagni þá er mismunadrifið ókostur því ef annað hjólið spólar þá er ekkert afl á hinu- prófaðu að tjakka upp afturendann á bílnum hjá þér, setja hann í gír og halda svo öðru hjólinu, það er ekkert mál en á meðan snýst hitt 2x hraðar.
freyr
25.04.2006 at 12:24 #550772Sælir
Ég myndi halda að bæði sé best. En ef til stendur að setja fyrst eina og síðan hina myndi ég hugsa málið út frá þessum rökum.
Hugsanlega er afturdrifið tregðulæst. Eins mikið og menn eru á móti slíkum búnaði þá er hann ágætur til síns brúks. Hann er hvergi nærri því jafngóður og 100% læsing en hjálpar samt til. Með slíka læsingu að aftan myndi ég byrja á framdrifinu.
Eitthvað fær mann til að ætla að þegar maður þarf mest á læsingum að halda þá standi bíllinn að megninu til í afturlappirnar og þá mætti ætla að afturlás sé heppilegastur en sem betur fer eru bílar yfirleitt þyngri að framan og þess vegna betra að hafa lásinn í að framan.
Ef þú ætlar að læðast mikinn hliðarhalla er framdrifslásinn sá sem þú notar.
Hinsvegar er málið líka eins og Einar kveður á um að aðstæðurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og í ákveðnum tilfellum væri betra að hafa læsingu að aftan og öðrum að framan, en til að forðast þessa pælingu er langbest að hafa 100% læsingu bæði að aftan og framan.
Kv Izan
25.04.2006 at 13:14 #550774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er margt sem mælir með því að setja handstýrða læsingu í að framan fyrst, frekar en að aftan. Eitt verða þó menn að vera meðvitaðir um að framdrifrásin er almennt veikari í jeppum en afturdrifrásin og hættan meiri að brjóta eitthvað dýrt að framan við vissar aðstæður þegar afturdrifið er lítið eða ólæst, en framdrifið 100% læst. Það hjálpar mikið til að vita hvað má bjóða búnaðinum en auðvitað er best að vera með handstýrða 100% læsingar bæði að framan og aftan.
ÓE
25.04.2006 at 16:15 #550776Sælir,
eik, þú talar fyrst um að læsingar geri fyrst og fremst gagn í hliðarhalla
svo í næsta pósti segiru:
Læstur bíll skrikar miklu frekar til hliðar heldur en ólæstur, þetta getur skipt miklu máli bæði í hliðarhalla og þegar er hálka innanbæjar.
Ég hélt að það væri slæmt að skrika í halla eins og þú segir í seinni póstinum,
Hvað um það, ég tel að framlásinn sé betri kostur til að byrja á, á hvernig bíl ertu annars? Eins og Freyr benti á áður þá eru framhjólin alltaf að ryðja og búa til för, einnig nýtist framlásinn betur þegar fara þarf upp brattar brekkur, klóra sig upp úr ís og svo framvegis. Ég hef átt bíla bæði með afturlæsingu eingöngu og svo framlás og afturlás og ég er ekki í neinum vafa um það að ég myndi fá mér framlás fyrst, hann getur gert kraftaverk.
Einnig er stórmunur að setja framlásinn á þegar ekið er um jafnsléttu í mjög þungu færi, afhverju það er veit ég ekki…
Kafbátakveðjur
Otti S.
25.04.2006 at 16:39 #550778Myndir af jeppanum sem ég hef notað undanfarin 5 ár eru í myndalbúminu mínu. (smella á "eik" hér fyrir ofan) Nú er hann með ARB læsingu í afturdrifi, en var í tvö ár með slíka í framdrifi. Ég á ARB læsingu fyrir framdrifið, hún fer í i sumar.
Ég finn lítinn mun á gagnsemi læsingar að framan eða aftan, en framlæsing hefur meiri áhrif á aksturseginleika og eins og Óskar benti á, þá eykur framlæsing hættuna á að eitthvað brotni meira en afturlæsing.
Eitt dæmi: TLC-60 á 44" dekkjum brýtur öxulliði ef reynt er að taka beyju á auðrijörð með framdrifið læst.Í hliðarhalla hjálpa læsingar við að koma bílnum áfram en þær auka líka hættuna á að hann skríði til hliðar. Hvort vegur þyngra fer eftir aðstæðum.
Ég setti ARB í framdrifið fyrst m.a. vegna þess að bíllinn var með LSD í afturdrifinu.
Mér finnst menn almennt ofmeta gagnsemi driflæsinga. Við vissar að stæður geta þær þó komið í veg fyrir festur, t.d. þegar eitt hjól fer ofan í læk eða sprungu. Það þarf líka að beita nokkuð annari tækni til að keyra ólæstann bíl hldur en læstann.
Ef ég þyrfti að velja milli góðrar niðurgírunar í lægsta gír (hlutfalla) eða læsinga, þá myndi ég hiklaust velja niðurgírunina.
Góð fjöðrun dregur úr þörfinni fyrir læsingar og gerir aksturinn miklu skemmtilegri.-Einar
25.04.2006 at 17:58 #550780"ef lc 60 á 44 með læst að framan beygir á auðri jörð brýtur hann öxulliði". Ag hverju að hafa læst drif á auðri jörð? Ég a.m.k. nota bara læsingar í þungri færð en veit ekki með aðra.
Freyr
25.04.2006 at 18:55 #550782Stundum gleyma menn að taka læsinguna af, þegar hennar er ekki lengur þörf.
Það kemur oft fyrir mig að gleyma að slökkva á læsingunni. Hættan á að slík mistök verði til þess að menn missi vald á bílnum, eða að eitthvað brotni, er meiri fyrir læsingar í framdrifi en aftur.-Einar
25.04.2006 at 18:58 #550784Ætli eik hafi ekki nefnt þetta sem dæmi um að framdrif sé veikara en afturdrif.
Það kemur mér reyndar á óvart að það þurfi 44" dekk til að brjóta öxul í framdrifi sem er 100% læst á auðri jörð…. en það fer kanski líka eftir þyngdinni á bílnum og stærðinni á framdrifinu…. eða hvað?Kv.
Óskar Andri
25.04.2006 at 18:59 #550786ég hef s.s. verið að skrifa þegar eik svaraði…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.