This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Var á ferð inn í Þórsmörk um helgina. Þá gerðist þetta sem sjá má á myndinni hér að neðan.
Óbreyttur Ford Explorer jeppi sem kom stuttu á eftir mér yfir Krossá á móts við Húsadal feilaði aðeins á vaðinu svo nam einhverjum 20 m og afleiðingarnar urðu eins og sjá má hér að neðan. EF farið hefði verið á réttum stað þá hefði þetta verið barnaleikur, enda ekki mikið í ánni. En óreyndir verða oft stressaðir við svona aðstæður og gera því mistök þrátt fyrir að farið hafi verið á undan viðkomandi og rétta leiðin vörðuð.
Sem betur fer var ég með spotta tilbúin réttum megin við ánna og var því snöggur að koma í hann spotta og festa við bílinn hjá mér þannig að hann fór ekki ekki langt(dautt á bílnum og fastur í Park). Annars hefði hann verið fljótur að fljóta áfram niður úr, en nóg um það.
Lærdómurinn af þessu var hinsvegar sá að það var akkúrat ekkert hægt að festa spottan í framan á þessum bíl, nema hjólafestingarnar sem svo bognuðu þegar bíllinn var dreginn upp.
Því segi ég einfaldlega að ef menn ætla í eitthvað sull með bílana sína og ætlast til að þeir fái nokkurnveginn tjónlausan björgunardrátt. Að menn hafi alla vega eitthvað til að hnýta í, það er nefnilega helvíti kalt að liggja meira og minna ofan í kaldri jökulá, þreifandi fyrir sér með eitthvað til að binda í, þegar hver mínúta skiptir máli og ekki síst ef ekki á að stórskemma bílana.
Á endanum fór svo að ég varð að fá bíl til víðbótar til að hnýta framan í bílinn hjá mér og toga fórnarlambið á þurrt (ég prísaði mig sælan af hafa látið sjóða undir prófíltengi framan á bílinn hjá mér í vetur). En allir sluppu heilir og lítið blautir og tjónið á bílnum virðist vera með minnsta móti. En vonandi læra menn eitthvað af þessu.
stv.
You must be logged in to reply to this topic.