This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jæja, ágæta fólk. Nú er svo mál með vexti að talstöðin er að stríða bóndanum á leið upp á Hveravelli. Þetta lýsir sér á þann veg að hann heyrir óeðlilega óskýrt í mönnum sem eru fjærstir honum í „konvojinu“.
Þetta er Kenwood TK-760 (
sjá link http://www.kenwood.com/i/products/info/pmr.html ef trixið klikkar ). Þessi stöð hefur þann möguleika hægt er að stilla einhvern veginn sendistyrkinn eða það svið sem hún dekkar (skilst mér). Þetta myndi líklega kallast þetta á engilsaxnesku:Wide/Narrow Channel Bandwidth Per Channel (Multi-mode)
Nú, bóndinn er með þá þeóríu að stöðin sé stillt á Narrow Channel og er að spá í hvernig eigi að vera hægt að breyta þessu.
Ég er búin að skanna netið og hef enn ekki fundið leiðbeiningar sem fylgja þessari stöð á rafrænu formi og þessar orginal sem fylgdu passa sig á því að láta hvergi sjá sig. Svo nú spyr ég, er einhver sem veit hvernig á að stilla þetta?
Kv.
Alma Barbí-Benna frú
Akureyrarhreppi
You must be logged in to reply to this topic.