Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › lækkun á 39,5 Irok
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.05.2005 at 20:31 #195933
ætlaði ekki að setja þetta hér
kv Ási
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.05.2005 at 10:24 #522546
Jæja Ási!
Er ekki komið nóg af óbeinum auglýsingum.
Hvernig getur þú ætlast til þess að þú getir auglýst hér á vefnum hvað eftir annað og án þess að borga krónu fyrir. Eða er ég að misskilja eitthvað ertu kannski að greiða fyrir þetta. Ég sem bæði félagsmaður 4×4 og eigandi fyrirtækis skil ekki alveg til fullnustu af hverju er ekki búið að stoppa þessar dulbúnu auglýsingar frá þér. Ég myndi sjálfur aldrei koma með svona tilkynningar um mínar vörur og þjónustu hér inn og ekki einu sinni í dálknum "auglýsingar". Þetta er fyrir 4×4 félaga og aðra jeppamenn til að auglýsa ef þeir þurfa að losna við einhverja varahluti eða annað dót sem viðkemur jeppamennsku. Ég hef oft séð hér á spjalli á netinu að menn eru velta fyrir sér hvar þeir fái hluti í bílana hjá sér og gæti auðveldlega skrifað og sagt þeim að allt þetta væri nú fáanlegt hjá mér. En þetta gerir maður ekki. Vefurinn hefur kostað alltof mikið fyrir klúbbinn og hann var ekki settur upp til að fyrirtæki út í bæ gætu auglýst sína vörur og þjónustu án endurgjalds. Ég mæli með því að stjórn klúbbsins komi með einhverja lausn á þessu máli annað hvort einhvern sér auglýsinga link fyrir fyrirtæki eða bara hreinar auglýsingar á forsíðu.Halli Gulli
Kliptrom ehf
A-111
13.05.2005 at 13:27 #522548Hvað kom fyrir þennan þráð? vantar ekki 2 svör við honum?
-haffi
13.05.2005 at 13:37 #522550Ég er búinn að skrifa þrjá pósta í dag og hlít að hafa skrifað eitthvað viðkvæmt því þeir eru allir farnir út.
vals.
13.05.2005 at 20:07 #522552Ég skil ekki allveg þessi upphróp útaf þessum þræði hjá Ása. Ef fyrirtæki geta haldið uppi málefnalegri umræðu um það sem þeir hafa uppá að bjóða fynnst mér bara gott að hafa aðgang að þeim hér. Mér fynnst td Ási hafa verið með mjög greinargóð svör og ekkert athugunarvert við það. Það er vel hæg að kalla þetta óbeina auglýsingu hjá honum, en ef það kemur okkur til góða, sem fylgjumst með á spjallinu, þá get ég hreinlega ekki séð neitt rangt við það.
Lifið heil
13.05.2005 at 20:15 #522554ég ætla að byrja á því að segja að ég er eingöngu starfsmaður hjá Gúmmívinnustofunni og er í 4×4 klúbbnum R-3549. það er meira en ár síðan að ég spurði starfsmann hjá 4×4 klúbbnum hvað þyrfti að gera til að komast í dálkinn áhugaverðar heimasíður þá sagði hann þið þurfið bara að halda bjórkvöld eða eitthvað álíka ,við erum búnir að halda tvö en ekkert gerðist,það er ekki spurning að ég er tilbúin að borga fyrir auglýsingar,mér skilst að það sé verið að vinna í því.GVS vill styrkja ykkar klúbb.
kv ÁSI
13.05.2005 at 21:34 #522556Ég veit ekki betur en þegar Ási félagi hefur verið spurður um verð og fleira í þeim dúr,að þá hefur hann svarað skilmerkilega öllum fyrirspurnum.
Hann hefur verið að bjóða félagsmönnum fín verð á dekkjum og einnig keypt Auglýsingar í félagsblaðinu okkar Setrinu.
Að vísu finnst mér að þegar félagsmenn eru að benda á fyrirtæki varðandi varahluti eða aðrar vörur vera óbeinar auglýsingar fyrir þarnefnd fyrirtæki.Því má Ási þá ekki plogga smá líka ég bara spyr??….. um leið og það birtist eitthvað frá GVS verður allt vitlaust..
Róið ykkur aðeins niður og fáið ykkur gómsæta snúða frá Korninu.;
14.05.2005 at 01:05 #522558Mér finnst persónulega í lagi að halda þessum umræðum sem Ási hefur startað hér á spjallinu í óbreyttu horfi. Yfirleitt hefur hann verið að spyrjast fyrir um dekk sem GVS er að selja en ekki verið að auglýsa beint tilboð eða verð að fyrra bragði.
Aftur á móti finnst mér að hann eigi að greiða fyrir síðustu auglýsingu sem hann setti í smáauglýsingarnar en þar er verið að auglýsa með beinum hætti verðlækkun á dekkjum. Fyrirtæki eins og GVS á ekki að standa í þannig vafstri heldur gera þetta almennilega með því að kaupa auglýsingu á heimasíðuna.
En í framhaldinu spyr ég, er boðið upp á slíkar auglýsingar þessa dagana þegar heimasíðan hefur verið svona "slöpp og með hita" ?kv
AB
14.05.2005 at 09:08 #522560það er ekki hægt einsog er en mér skilst að það verði innan tíðar, því mér finnst nauðsinnlegt að þegar við lækkum verð eða komum með eitthvað nýtt þá er best að tala um það hér.
kv Ási
14.05.2005 at 10:53 #522562Sæll Ási,
Þetta er ekkert persónulegt en þetta er bara ekki almennt að fyrirtæki séu að auglýsa svona óbeint eins og þú gerir. Ég sé að þú ert að hníta í það að ég skrifaði nafn einkahlutafélags míns undir en það gerði ég bara til að vera ekki að fela neitt því ég skrifaði að ég væri eigandi fyrirtækis og 4×4 félagi. Verslunin heitir t.d. öðru nafni og það kom hvergi fram. Ef þið hjá GVS hafið borgað þetta með bjórkvöldi þá eru fleiri aðilar búnir að opna fyrir aðgang líka. Ég veit ekki betur en að bjórkvöld hjá fyrirtækjum séu ekkert annað en risa auglýsing sem kemur fyrirtækinu til góða. Ef þið ágætu menn sem hafið verið að tjá ykkur um þetta teljið að þetta sé í lagi þá tel ég að þið séuð ekki alveg að hugsa málið til enda.
Geta þá ekki allir farið að tjá sig á netinu eins og t.d. Fjallasport, Bílabúð Benna, Hjólbarðahöllin, Arctic Trucks, Jeppasmiðjan Ljónstöðum, Breytir….og fullt af öðrum fyrirtækjum sem við erum að versla við. Ég er ekki viss um að þetta yrðu mjög skemmtilegir spjallþræðir þegar upp verður staðið. En öðru máli gildir kannski þegar fyrirtæki fá beinar fyrirspurnir hér á vefnum og svara þeim þá á þeim vettvangi.
Þetta þarf að ræða málefnalega og reyna að finna einhvern flöt á. Ég held að þau fyrirtæki sem eru að styrkja klúbbinn með einum eða öðrum hætti ættu kannski að vera á sér kjörum hér á netinu ef til gjaldtöku kæmi. En það þarf að vera einhver vinnuregla með þetta þannig að það sé á hreinu hvað má og hvað ekki.HG
A-111
14.05.2005 at 13:02 #522564Góðan daginn,
þetta mál sem og önnur angra mig ekki en hvernig væri að vera með pláss á síðunni sem heitir t.d. Fyrirtækjaspjall þar gæti Ási og aðrið sagt og auglýst það sem þeir vilja og enginn getur sagt neitt. Þeir sem ekki vilja skoða auglýsingar eða fræðast um eitthvað sem gott er t.d. ódýrari dekk eða eitthvað þess háttar þyrftu ekkert að skoða þann þráð.
Það er ekkert gaman að skoða síðu sem ekkert nema helv…. tuð er á, sérstaklega þessa nýju síðu hjá f4x4.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
14.05.2005 at 20:27 #522566sæll Halli Gulli ég var ekki að meina að fyrirtæki þyrftu að fá eitthvað í staðinn, ég veit að bjórkvöld eitt og sér er góð kynning ,það sem ég er búin að vera að reyna að segja er að ég er búin að reyna að koma inn auglýsingu svipað og artictruk hekla og fleiri höfðu á gömlu síðunni en ekkert gerðist.
kv Ási
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.