Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LADA Sport
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Sverrir Kr. Bjarnason 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.04.2008 at 22:28 #202272
Ef manni dettur í hug að fá sér Lödu Sport, er mikið mál að skipta um vél í þeim, og hvaða vél væri hægt að setja niður í staðinn? Væri gaman að prófa.
Kv, Flosi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.04.2008 at 22:40 #619926
Í gamla daga var verið að setja fiat 2000 vélar í þessa bíla. Pössuðu beint við kassann og þeir beinlínis öööskruðu áfram.
stórsniðug tæki,en leiðinlega ryðsæknir.
07.04.2008 at 22:59 #619928ég átti eina svona á sínum tíma með fíat vél upphækkuð og allt
algert rudda tæki endalaust hægt að misbjóða þessum bílum og einfalt að gera við kosturinn á þeim tíma við þetta allt var að það var endalaust framboð af ódyrum varahlutum en ég efast um að svo sé í dag þetta var allt sellt í rússatogarana fyrir vodka og lélegar bílskúrs frammleiðslu síkarettur
svo kom seinna 1800cc vél sem var nokkuð góð
mismunadrifið í þeim var nokkuð gottóg í lágadrifinu
var niðurgírunin svo að eingin var skortur á torki
07.04.2008 at 23:19 #619930Ég hlít að vera orðinn ruglaður því mér sýndist ég sjá í fyrradag rauða lödu sport sem var búið að lengja helvíti mikið. Var á 38"dekkjum og man ekki hvort hún var orðin 5dyra eða hvað. Maður hefur nú bara séð lödu á bronco grind en þetta var mikið lengra en það. Ætlaði að reyna ná mynd af henni en varð ekkert úr því. Stóð við mjóddina.
Á einhver mynd af þessu apparati eða veit kannski eitthvað meira um málið.
07.04.2008 at 23:28 #61993208.04.2008 at 05:22 #619934Átti á sínum tíma tvo svona bíla. Mér fannst niðurgírunin í millikassanum alltaf full lítil. Þ.e.a.s. lága drifið ekki nógu lágt, sem þýddi að maður misbauð alltaf kúplingunni í ófærð. En þetta var náttúrulega stórsniðug hönnun hjá ítölunum þegar þeir hönnuðu upphaflegu Lödurnar fyrir Togliatti – verksmiðjurnar hjá sovét. Reyndar voru fyrstu fólksbílarnir bara úreltir Fiatar, en það er önnur saga. Síðustu bílarnir sem voru fluttir inn (það ég veit) voru með 1.700 cc vél og hún var nokkuð aflmeiri en eldri 1.600 mótorinn. Enda var hún komin með beina innspýtingu og svoleiðis. Hef ekki séð nýja Lada Niva en mér skilst að þeir séu framleiddir enn þar eystra. Mér fannst alltaf gott að keyra þessa bíla, þótt krafturinn hefði mátt vera meiri. En varðandi ryðið, þá mátti minna líkurnar á því með því að bóna þá vel og vandlega með Mjallar-bóni og klessa því vel í öll samskeyti á bodyinu, og svo þurfti að fjarlægja svampa sem voru settir á nokkra staði innan í brettum og söfnuðu bara í sig raka og undan þeim ryðgaði.
08.04.2008 at 08:49 #619936heitir í dag Chervolett!!!, og eftir því sem Rússar segja þá hefur henni farið mikið aftur,
Nivan var framleidd löng 5 dyra og einnig sem extracab og doublecap. En það sést ekki mikið af þeim Úti.
Kv.TBerg
08.04.2008 at 10:10 #619938Veit um 2,0 fiat mótor ný uptekin ofl grams S:6632123
08.04.2008 at 15:27 #619940sá örugglega 6 stikki allar inná stæði uppá vallarsvæði fyrir svona mánuði síðan númerslausar held ég og allar í góðu standi
08.04.2008 at 18:36 #619942Er ekki neitt umboð fyrir Lada lengur hér á landi ? Ég veit að bílaleigan Geysir hefur verði með Lödu Sport, en ég hélt að það væri umboð á íslandi fyrir Lada. Ég er ekki frá því að mig langi bara í Lödu núna.
Góðar stundir
08.04.2008 at 18:40 #619944þessi er 2007 árg skvt þessari síðu
08.04.2008 at 18:40 #619946þessi er 2007 árg skvt þessari síðu
[url=http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=21&BILAR_ID=108657&FRAMLEIDANDI=LADA&GERD=SPORT/MEÐ%20VÖKVASTÝRI%20NÝTT&ARGERD_FRA=2006&ARGERD_TIL=2008&VERD_FRA=1090&VERD_TIL=1690&EXCLUDE_BILAR_ID=108657][b:36590raj]Niva JeppaBifreið[/b:36590raj][/url]
08.04.2008 at 18:51 #619948Ég hef nú átt nokkur stykki og Lada er og verður alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einhverjir bestu bílar sem ég hef átt.
Þessir EÐAL bíla eru ennþá framleiddir með gamla laginu en árið 1995 komu þeir með nýjum aftur enda og nýrri innréttingu og 1,7 lítra vél. Þeir bílar sem framleiddir eru í dag eru með þennan sama aftur enda en aðeins uppfærðri innréttingu. Á árunum 2000-2001 voru fluttir inn að mig minnir ein 50 stykki og voru seld að mestu leiti til bílaleiga oþh. Nú fyrir síðustu jól voru síðan fluttir inn enn fleiri bílar og er enn verið að selja þá.
Nivan sem við þekkjum hérna heima er líka framleidd fimm dyra og með dísel vél en hún stenst því miður ekki mengunarkröfur ennþá, en það er í vinnslu.
Chevrolet og AvtoVAZ tóku saman höndum og smíðuðu Chevrolet Niva, sem var upprunalega hannaður af Rússunum en Chevy menn hrærðu síðan aðeins í.
Ekki hefur verið starfrækt eiginlegt Lada umboð eftir að B&L gáfu þær upp á bátinn en Planið var allavega að selja þá fyrir mann sem heitir Sigurður og bílaverkstæði I Halldórssonar(minnir mig að það hafi heitið) var með varahlutalager og verkstæði fyrir þá.
Ég veit um eina til sölu á 33" dekkjum með Fiat 2000 mótor, hafðu samband ef þú hefur áhuga.Kv.
ÁsgeirLuxury
Auto
Don’t
Argue
08.04.2008 at 18:54 #619950Það er hægt að kaupa nýja Lada Sport í Þýskalandi, EURO 4, 81 ps og tómur lúxus. Grunnverð er 10950 EUR, en þá er lítið bling í honum. Ef maður fer í best útbúnu gerðina er komið fullt af blingi. Þá er krómgrind, tengi fyrir útvarp með tveimur hátölurum í hurðum og loftnet !!! Mottur á gólfið, flottari speglar og líklega límmiði á hliðina. Þá kostar græjan líka 11950 EUR. Þetta eru sko bílar með sál.
Góðar stundir
08.04.2008 at 22:26 #619952Svo er einnig hægt að fá lá sa í hásingarnar á þeim. Ég hef reyndar aldrei heyrt af neinum sem var komin með svoleiðis hér á landi.
08.04.2008 at 23:29 #619954Var með vel breytta Lödu fyrir 20 árum, m.a. lækkuð hlutföll, stífur á millikassann svo hann skylfi ekki í átökum og diskalæsingar frá ZF í Þýskalandi.
Læsingarnar voru 25% að framan og 75% að aftan, gáfu eftir áður en nokkuð brotnaði og voru alls ekki til óþæginda á malbikinu.Sverrir Kr.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.