Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › l200 vs hilux
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Þór Sigfússon 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.06.2008 at 19:54 #202565
nú spyr ég ykkur sem allt vita ..:)
hver er helstu munurinn á l200 og hilux,hiluxinn hefur verið vinsæll en er þetta ekki nokkurnveginn sami bíllinn ?
hvað hefur hilux frammifir demantinn og öfugt ? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.06.2008 at 20:05 #624598
Sæll Magnús
Hiluxinn hefur staðist árekstrarprófanir ég veit ekki með hinn.
kv gundur
19.06.2008 at 21:01 #624600L200 stóðst Elgsprófið
19.06.2008 at 21:01 #624602akkuru er hiluxinn samt eitthvað vinsælli til breytinga ?
endilega tjáið ykkur
19.06.2008 at 21:17 #624604ég veit ekki, er ekki bara meira af Hilux á götunni.
En ég á 97 módelið af L200 á 35" Hann hefur reynst mér mjög vel. Er búinn að eiga hann í sirka eitt og hálft ár. Hann hefur ekki bilað mikið en hann er nú keyrður 308 þús km. þannig að það er búið að vera smá viðhald bara. Nú hef ég ekki ekið Hilux með turbo vél og þekki ekki til með það en l200 bíllinn minn er nú ekki neitt alveg kraftlaus, hann er merkilega seigur.
19.06.2008 at 21:52 #624606Nú átti ég rauðan l200 í mörg ár. Það var hinn besti bíll. En þegar ég þurfti að skipta um drif í honum reyndust 1:5,28 drif illfáanleg og rándýr.
19.06.2008 at 22:03 #624608Þekki ekki Hilux,en L200 er líklega sá bíll sem ég get mælt hiklaust með fyrir utan kraftinn.
19.06.2008 at 22:08 #624610Hiluxinn er mikið notaður í breytingar vegna þess að það er mikið til að hlutföllum í drifin á þeim en lítið sem ekkert til í l 200.
Svo er lítið mál að breyta hilux þó svo að það þurfi að skera klafana undan og síkka.
Þekki þetta af eigin reynslu.Kv Eyþór.
20.06.2008 at 09:00 #624612Hvað er hiluxinn?
20.06.2008 at 09:18 #624614171 hp
togar 343NM frá 1400 og upp í 3400 RPM
20.06.2008 at 10:58 #624616Það væri gaman að sjá samanburð á
lengd á milli hjóla
þyngd á fram og afturás
beygjudradíus
eyðslu
stærð orginal eldsneytistanks.Sem fyrrum eigandi L200 þá sat maður ekki eins beint fram með lappirnar eins og í sambærilegri árgerð af hilux þe. ’94
Elvar
20.06.2008 at 11:54 #624618Er þetta ekki sami munur og er á traktor og formula I bíl ?
kv gundur
20.06.2008 at 11:56 #624620Það er nú óvirðing við hilux að kalla hann landbúnaðartæki.
Elvar
20.06.2008 at 14:14 #624622Það er óvirðing við landbúnaðartæki að kalla hilux landbúnaðartæki.
–
Bjarni G.
20.06.2008 at 14:42 #624624Hvaða árgerð ert þú að spá í? og ætlar þú að breyta bílnum?
20.06.2008 at 16:28 #624626veit að lengd milli miðju á felgu að framan og miðju á felgu að aftan á hilux nýja er 3.10
20.06.2008 at 17:20 #624628Hef sest inní báða þessa bíla, keyrt Hiluxinn en ekki keyrt L200 en setið sem farþegi. Hiluxinn heillar miklu frekar að öllu leiti, sérstaklega finnst mér munur á innrarými. Situr verr í L200 heldur en Hilux, sætisstaða ekki eins góð í L200.
Vélin í Hilux er miklu skemmtilegri og praktískari í svona bíl
Vélin í L200 er með minna slagrými og hefur það mikið að segja. Minni líkur á hitavandamálum og meira tog plús hestöfl. Vélin í L200 er 2,5 orginal 123 hestöfl en er settur tölvukubbur við hana sem setur töluna í 167 hestöfl samkvæmt Heklu. Hver vill hafa kubb að óþörfu við vélina hjá sér. Ef það eru ekki áhyggjur er hægt að fá kubb í Hilux sem er 3,0 171 hestafl orginal og er hann farinn að sjá 200 töluna í hestöflum og tog um 400+ og er þá búinn að rassskella þennan L200 rækilega þó hann geri það orginal nú þegar.
Hiluxinn er að að toga 343Nm @1400-3400 rpm en L200 er með hámarkstog við 2000 snúninga. Hiluxinn er 3,0 og 171 hestafl við 3600 sn miðað við L200 2,5 og 167 hestöfl við 4000 sn.
Hiluxinn er ívið léttari eða rúmlega 100 kg léttari
Hvernig er fjöðrunin að framan í L200, er það gamla klafasystemið eða sjálftæð gormafjörðun?? eins og í Hiluxnum sem er mikill munur á.
Hilux er breiðari milli hjóla, Hilux er lengri á milli hjóla. Hiluxinn er lengri, Hiluxinn er breiðari. Hiluxinn er hærri. Hiluxinn er eyðslugrennri samkvæmt tölum og trú. Hiluxinn er með Cruise Control. 😉
Hilux er með 80 lítra tank, hef enga trú á að L200 sé með svo stórann tank.
Ég meina, er þetta einhver samanburður, þarf að ræða þetta eitthvað 😉
Það er nú talað um lítið pláss að framan á Hilux fyrir stærri dekk sem er lítið mál að græja, hafa menn séð L200?? Millimetrar fyrir framan og aftur hjól , hvert ætla menn að fara hjólabúnað þar, fram fyrir bíl.??
Allt hráefni er til, til breytingar á Hiluxnum í ágætis úrvali sem er held ég ekki hægt að segja um L200.
Með vinsemd og virðingu
Kristján
20.06.2008 at 18:49 #624630er ekki eins fjöðrun að frama í nýja l200 og er í Pajero, ss. svona coilovers.
En tala nú ekki um hvað nýi L200 er virkilega ljótur miðað við Hiluxinn.
21.06.2008 at 00:23 #624632Það munar bara 0.4L á 100km í eyðslu innanbæjar á hilux og L-200 og svo þegar maður rýnir aðeins í tölurnar þá er hiluxinn rétt 8cm lengri á milli hjóla sem er afstætt í breytingum þar sem menn fara alltaf á flakk með afturhásingu. Hiluxinn er vel breiðari það má hann eiga en það munar skitnum 3,5cm á hjólhafi. Og það gleymdist að minnast á það að þegar að L-200 er farin að toga fullt þá eru það 402Nm í beinskipta bílnum sem er meira en aðrir pikköppar geta montað sig af. Svo má hann líka draga 500kg meira en hilux.
En maður situr alveg eins og fífl í L-200 og hann lítur út eins og 50 ára gamall ískápur hliðiná Hilux.
21.06.2008 at 00:50 #624634mitsinn er bara svo buttugly!
21.06.2008 at 18:08 #624636…það fór eitthvað alveg hrikalega úrskeiðis þegar útlitið var hannað á þennan nýja l200. Sá gamli er alls ekki svo slæmur, bara svona ,,ekkert" bíll, líkt og flestir pikkuppar. En þessi skelfing er alveg hreinlega út í hött. LADA Sport er bara glæsibifreið í samanburði !
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.