This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 12 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Fjölmennur fundur var hjá Suðurl.deild s.l. þriðjudagskvöld. Þar mættu 3 starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðar og kynntu skipulag og starfsemi þjóðgarðsins. Þórður framkv.stjóri mætti auk Kára Kristjánssonar og svæðisstjóra vestursvæðis sem ég man ekki nafnið á. Þeir svöruðu spurningum greiðlega og kom mér aðeins á óvart að þau öfgasjónarmið sem mest fer fyrir, koma ekki fram í málflutningi þessara manna.
Þeir virðast þvert á móti allir að vilja gerðir til að koma á málamiðlunum sem hægt er að una við.
Nú fer fram úttekt á Vonarskarðssvæðinu og er niðurstöðu að vænta um mitt ár. Endanleg ákvörðun verður í kjölfar hennar, hafi ég tekið rétt eftir.
Að vísu virðist vaxandi vægi á svæðinu og sérstöðu þess.
Í þjóðgarðinum gilda í meginatriðum sömu reglur og annars staðar hvað varðar akstur á snjó. (Einhver svæði þó undarskilin)
You must be logged in to reply to this topic.