This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Frelsi.
Vegna allrar umræðunnar að undan förnu um utanvegar akstur, virkjanir og vegalagningu m.m. Er ýmislegt sem maður veltir fyrir sér. T,d hvort það sé ekki að verða of mikil paronoja vegna allrar þessara mála. Það mætti t,d nefna það að nú er Landhelgisgæslu þyrlan notuð til þess að hafa upp á þeim sem taldir eru standa að utanvegar akstri. Sem maður kannski getur sagt að sé gott og vel, þó svo að kostnaðurinn sé mikill. Miðað við sektirnar sem menn fá fyrir utanvegarakstur. Í raun lít ég einungis á þessar aðgerðir sem fælingarmátt við utanvegarakstri. Eitt mál, vekur mig til umhugsunar vegna þessara þyrlu mála. En það er að nú hafa menn verið teknir og ákærðir fyrir það að vera á slóðum. ( slóð sem er öll greinileg og hjólför 10-30 cm djúp, og vegurinn ruddur að hluta ) Því veltir maður fyrir sér, hvað gögn nota löggæslumennirnir í þyrlunum, til þess að ákveða hvað sé slóð og hvað ekki. Lögreglan segist notast við kort Landmælinga Íslands meðal annars. Þó virtist mér á þeim að þeir notuðu kort yfir höfuð ( sem gæti falið í sér kort frá Loftmyndum eða M og M ) . Og sjónræna ákvörðun, þ.a.s hvort slóð sést eða ekki. Nú vitum við það sem erum á fjöllum að oft er erfitt að greina ýmsar slóði samanber slóðir í Jökulheima ofl. Á meðan það er ekki sólklárt hvar má aka og hvar ekki. Komast svona mál aðeins á flækju stig, löggæslumönnum og meintum afbrotamönnum til mikilla óþæginda. Því er brýnt að ljúka því verkefni að afla gagna um allar slóðir á landinu og flokka þær eftir notkunar gildi. Til þess að hægt sé að taka vitræna afstöðu til tilvist þeirra, í framtíðinni. Annars kemst aldrei raunhæft skikk á þessi mál og menn halda áfram að búa til nýjar slóðir á meðan aðrir reyna að loka eldri slóðum.
Aðeins meira um þetta þyrlu mál. Þar sem þær eru notaðar svona grimmt í dag. Ef við segjum að þyrla taki jeppamann á slóð á Fjórðungssandi á leið í Setrið. Og hann verði ákærður fyrir utanvegaakstur. Þá er það spurningin: hver á að meta það hver af þessum fjórum leiðum í Setrið er lögleg eða hvort þær sé kannski allar ólöglegar. Einnig mætti t,d benda á hluta af leiðinni að Hófsvaði norðan frá sem eyðist út jöfnum höndum.
Og aðeins meira um Utanvegar akstur. Nú er sífellt tönglast á því að utanvegar akstur hafi færst í aukanna. Og eru nokkrir 4×4 félagsmenn vafalaust í þeim hópi. Reyndar er ég ekki í þeim hópi. Nú er ég búin að vera u.þ.b 6-7 vikur á fjöllum og tel mig nokkuð dómbæran á að meta það á vissum svæðum hvort utanvegar akstur hafi minkað eða aukist. Mitt svæði er Sprengisandur og nágrenni, tel ég mig þekka hann betur en önnur svæði. Þar sé ég einungis aukningu á afmörkuðu svæði. Þ.a.s í kringum Þórisvatn og Kvíslaveitur. Þetta eru slóðir eftir veiðimenn sem sækja í vötnin. Á öðrum stöðum sé ég ekki aukningu. Þarna eru vissulega svæði sem menn aka utanvegar og gera það árlega. Það er þegar menn koma upp á Eyjafirði , þá virðast menn tryllast og er algengt að menn aka þar hring eftir hring í sandinum og gerist það árlega. En á sama tíma virðist akstur utan slóða hafa minkað á Forsetavegi og Dragaleið, þó svo hjólför síðan í fyrra sjáist vel á Dragaleið.
Öfgar í hálendismálum virðast stöðugt færast í aukanna og má vel greina það hérna á vefnum okkar, þar sem menn fullyrða af myndum að menn séu ekki á slóð. Og er það að verða nokkuð algengt. Því vill ég bara minna menn að það, að falla ekki í þá gryfju að verða eins og þeir sem hvað öfgafyllstir eru og vilja helst að við skoðum hálendið einungis úr lofti.
Arnavatnsheiði. Aðeins um það mál. Ég var á báðum áttum vegna þess. Og gat illa tekið afstöðu í málinu enda búin að vera á fjöllum og vissi illa tildrög þess. En burt sé frá gagnaöflun vegna málsins. Þá er hægt að taka afstöðu byggða á öðru. Þ.a.s hvort maður sé þess sinnis að leifa yfir höfuð framkvæmdir á hálendinu af einhverju tagi. Ég er t,d á móti uppbyggðum Kjalvegi eða Sprengisandsleið og vill ekki fleiri vatnsaflsvirkjanir og fleiri uppistöðulón. En ég set spurningamerki við nýjan eða endurbættan jeppa veg um Arnavatnsheiði ( sem er reyndar kominn upp úr Miðfirði og svo endurbættur vegur suður Víðidalstunguheiði suður að Fellaskála, sem að vísu fylgdi gömlu slóðinni ) Þarna hafa farið fram framkvæmdir sem eru reyndar meira en á gráu svæði, frekar á mjög dökk gráu eða svörtu. Og þar að auki er svæði á náttúrumynjaskrá, ef ég hef tekið rétt eftir. Og svo er víst slóðin meir en uppdubbuð, og frekar nægt að tala um nýbyggingu. En ef maður á að bera í bætiflákann fyrir vegbyggjanna. Þá hafa þeir ýmislegt til síns máls, sem kannski. Réttlætir ekki aðgerðirnar en er engu af síður, nokkuð sem menn ættu að leiða hugann að.
Nú hefur þessi slóð frá Norðlingafljóti, meir og minna verið hálf ófær vegna drullu ef rignir, og fara menn helst bara einu sinn á ævinni Arnavatnsheið, nema þeir eigi brýn erindi. Auk þess mætti velta fyrir sér þessu með náttúruverndarsvæði ?. Eru þau ekki að verða út um allt. Friðlönd hér og þjóðgarðar það. Hver steinn að verða svo heilagur að hvergi er hægt að fara eða gera eitt né neitt. T.d mátti ekki hreifa við helvítis hrauninu í Hafnafirði til bygginga, þó svo að ísland sé nánast ein hraunbreiða. Hraun á hraun ofan. Allt orðið svo vermætt. Enda menn allmennt ornir á eitt sáttir um það að íslands sé flottast og best í heiminum á öllum sviðum. Þvílíkur hroki sem í okkur er.Að lokum látum það ekki henda að menn verði hengdir fyrir það að vera ekki á kortamerktri slóð. Því víða eru þekktar slóðir, sem eknar hafa verið áratugum saman sem ekki hafa ratað á kort, og eiga vegfarendur og ferðamenn ekki að líða fyrir þann skussaskap sem viðgengist hefur í kortagerð á íslandi. Vegna fjársvelts þeirra stofnanna og fyrirtækja sem eiga að halda utanum þau mál.
Góða nótt
You must be logged in to reply to this topic.