This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Soffía Eydís Björgvinsdóttir 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sæl og blessuð, konur og karlar.
Mig langar að básúna út því sem þorrablótsnefnd Eyjafjarðardeildar ákvað að gera fyrir konur klúbbsmeðlima 4×4 Eyjafjarðardeildar. Þeir strákarnir, með Mumund í broddi fylkingar, hafa ákveðið að hafa Kvennaskóla þar sem konurnar taka jeppana traustataki og þeysa á brott í fylgd kennara eða öllu heldur skólastjóra. Það sem er á kennsluskránni, skilst mér, er að hleypa úr, binda pelastikk og sitthvað fleira sem er nauðsynlegt að vita þegar kemur að jeppaferðum.
Þetta finnst mér alveg til fyrirmyndar hjá þeim og vonandi verður til þess að konur norðan heiða verði nú virkari í félagsstarfinu.
Svo er það bara að fjölmenna eða fjölkvenna í skólann. Mér þætti afar gremjulegt ef aðeins 2 eða 3 myndu mæta þegar svo miklu fleiri jeppar myndu standa á hlaðinu á meðan strákarnir fara á ALVÖRU GPS-námskeið.
Jeppakveðja,
Alma
Barbí-Benna Frú
A-736
You must be logged in to reply to this topic.