This topic contains 58 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2005 at 11:14 #195561
Þá er alveg að vera komið að því að við snjöllu konur leggjum af stað í stórferðina okkar. Eftir alla þessa fundi, fata mátun og hittinga þá er spenningurinn orðinn mikill hjá flestum konum. Það virðist vera að það sé komin smá karla fílingur í sumar komur, þær eru farnar að keppast um að vera komnar fyrstar í skála og heyrst hefur að einhverjar þeirra sem vilja vera öruggar um að komast í skála ætli að leggja af stað í kvöld.
Fyrr má nú vera keppnisandinn. En mér skilst að það sé alltaf gott að senda svona krapaleitartæki sólahring á undan öllum öðrum þannig að ég vona bara að þessum konum gangi vel.Kv. Hjördís
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2005 at 11:54 #517702
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég á ekki til aukatekið orð. Kerlingar að fara einar á fjöll. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að það geti gengið vandræðalaust? Það má vel vera að þær ?þykist? kunna þetta, og geti slegið um sig með flottum tækniorðum á borð við drifhlutföll og intercoolera, en að halda að þær geti bjargað sér sjálfar…..
Væri ekki nær að þær væru heima að þvo ferðafötin af körlum sínum frá síðustu ferð og eyddu tíma í að undirbúa næstu ferð með því að lesa uppskriftir að góðum mat. Svo mætti vel hugsa sér að hlúa að þeim með nuddi og öðru huggulegu. En að æða á fjöll……
Þið sem hleypið kerlum ykkar á fjöll hafið greinilega ekki alið þær vel upp. Eða eru það þær sem ganga í buxum á heimilinu? Maður bara spyr.
Ég ætla allavega að skella í mig nokkrum köldum um helgina í skúrnum, óhræddur um að jeppinn komi brotinn heim. Hann verður nebbnilega í skúrnum hjá mér, nýbónaður.Kv. Tryggvi.
24.02.2005 at 12:03 #517704Sæll Tryggvi.
Ég er ekki hissa á því að bíllinn þinn sé í skúrnum! Samkvæmt lýsingu þinni á bíl þá er það PAJERO og við vitum öll að svoleiðis bílar eru bestir í skúrnum og eigendur þeirra hætta sér ekki á fjöll nema í fylgd annarra.
Síðan áttu örugglega ekki konu til að senda í ferðina því PAJERO er ekki vænleg veiðigræja get ég sagt þér.
Patrolkveðja
Ella.
24.02.2005 at 12:16 #517706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég ætla sko að vona að þú eigir ekki konu því ekki mundi ég vilja fá svona kveðjur frá mínum manni þegar mér dettur í hug að fara á fjöll..
Drekktu bara ekki of marga bjóra í skúrnum með Pajeró þá getur valdið skaða
Patrolkveðja
Hlín
24.02.2005 at 12:30 #517708Stelpur, við hinir karlarnir stöndum með ykkur og ég vona að þið látið ekki svona æsinga fáráðlinga hafa áhrif á ykkur. Ég sá til kvenna í æfingaferð á Eyjafjallajökul síðustu helga og varð bara stoltur af þessu framtaki. Ég óska ykkur góðra ferðar og er viss um að þetta verði frábærlega gamann hjá ykkur.
Pajero kveðja , vals.
24.02.2005 at 13:16 #517710Ágætu konur.
Ég ætla að vona að þið fallið ekki í þá gryfju að halda að ALLIR karlar séu vitleysingar og hugsi eins og Tryggvi greinilega gerir út frá skrifum hans, þó reyndar held ég að hann sé nú meira að grínast og fá viðbrögð en hitt. Ég vildi að ég ætti stærri bíl til að geta boðið konunni minni að fara með ykkur en um það er ekki að ræða í augnablikinu því að ég veit að þetta eru hörku ferðir hjá ykkur, þar sem ég hef fengið lýsingarnar beint frá einni ykkar.
Sendi ykkur bestu kveðjur og gangi ykkur vel.
Kv
Peve
24.02.2005 at 14:19 #517712Haha, já, gangi ykkur allt í haginn í þessari ferð! Nú er bara að standa við stóru orðin því miðað við hve mikla stórfrétt er búið að gera úr því að konur séu að halda "einar" í jeppaferð á fjöll má búast við því að margur bíði spenntur eftir ferðasögunni

Það geri ég a.m.k…
24.02.2005 at 14:29 #517714Sælar allar.
Ég hef nú verið svo heppinn að fá að fylgjast "lítillega" með undurbúningi ferðarinnar. það er nú svo komið að ég dauð öfunda ykkur af henni, og væri meira en til í að vera að fara í þessari líka frábæru verðurpá. Í ykkar sporum myndi ég leita vel í bílunum áður en þið farið. Það er aldrei að vita nema það leynist eins og einn karl undi teppi eða í tengdamömmuboxi, sem þá héti reyndar eiginmannabox.
Ferðakveðja,
Emil
24.02.2005 at 15:05 #517716Ussussuss…. Það er greinilegt að þið karlar eru algerlega búnir að missa tökin. Þið eigið alla mína samúð. Þið hljótið að vera illa vaxnir niður eða eitthvað. Þvoið þið kanski upp líka? Þetta hefst upp úr öllu þessu jafnréttisbulli. Það er auðvitað löngu sannað að við karlar erum konum fremri. Þetta hefur mín viðurkennt fyrir löngu og er sátt við það og alveg hætt að nöldra þegar ég bið hana að færa mér öl út í skúr.
Skál,
Tryggvi
24.02.2005 at 15:08 #517718Þar klikaði ég. skráði mig inn á röngu nafni.
Þið hafið vonandi ekki tekið þessu illa.Emil
24.02.2005 at 15:21 #517720Þar klikaði ég. skráði mig inn á röngu nafni.
Þið hafið vonandi ekki tekið þessu illa.Emil
24.02.2005 at 15:24 #517722
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Djö……. þá er búið að koma upp um patrolman og tab. Sem voru nú einmitt tvær skemmtilegustu típurnar hérna á spjallinu……
kv Stefán
24.02.2005 at 15:32 #517724
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja Emil,
þarna skaustu þig í fótinn !það er kannski eins gott að konan þín er að fara í jeppaferð um helgina…….hehe
Kveðja
RAJ
24.02.2005 at 17:28 #517726Og skemmtið ykkur sem allra best á Fjöllum.
——–
Hvernig er það með þig Emil ertu strax byrjaður í bjórnum ?,er hún Hjördís ekki búin að ala þig nóg upp eða var þér hent í skúrinn til að bóna Toyero með tusku í annari og öllara í hinni.Skál í botn
kv
Jóhannes
24.02.2005 at 17:42 #517728Hvað ert þú að safna í kössunum úti á svölum,veit frúinn af þessu
Og hvort kemur frúinn heim með Toyero eða Toyero með frúnna??????????
Kv Klakinn
24.02.2005 at 19:29 #517730
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er það satt sem ég hef heyrt að einhverjir tveir hópar ætli að leggja af stað í kvöld? Á þetta að vera svona Lúther style????
24.02.2005 at 20:20 #517732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
segjum að það þurfi að kalla út björgunarlið, verða það þá að vera konur líka eða verða það kallarnir sem fa að koma og laga druslurnar?
24.02.2005 at 23:59 #517734"segjum að það þurfi að kalla út björgunarlið, verða það þá að vera konur líka eða verða það kallarnir sem fa að koma og laga druslurnar"
Þið skuluð bara halda ykkur heima við enda best geimdir þar, við norðanmenn verðum líkt og í fyrra ekki langt frá þeim og til í tuskið…
Stelpur við verðum svo í bandi þið munuð geta náð okkur á rás 52 eða 44 ef þörf er á.
Kv.
Benni
25.02.2005 at 00:32 #517736Og já hann má þakka fyrir að ég sé að fara á fjöll um helgina. Ég ætla ekki að fara að koma með neinar nákvæmar lýsingar á straffinu sem að hann fær fyir þetta en eitt er víst að það býður hans ekki kaldur bjór þegar hann kemur heim eftir vinnu og ég tók af honum öll skilríki þannig að hann kemst ekki í ríkið sjálfur ( Hann er svo unglegur og er alltaf spurður) Þið sem að þekkjið hann best ættuð svo að finna það á skapinu í honum hvernig refsinginn fer fram og hvenar hún er búin.
Kvennaferða kveðja.
Hjördís
25.02.2005 at 07:30 #517738Þarna hljópstu á þig kæri Emil en á skemmtilegan hátt þó! :o)
Já, það er ekki hægt að segja annað en að spenningurinn sé alls ráðandi. Góð veðurspá, snilldarundirbúningur hjá Hjördísi og kó og krapaleitarundanfarar spillir heldur ekki fyrir. Minn bóndi hefur verið ljúfur sem lamb og dyttaði að ýmsu enda kemur það honum bara til góða eftir viku fyrir Hofsjökulsferðina. Ekki fékk ég nú nýja hásingu fyrir ferðina en læt mér nýja tölvu nægja, þá veit ég allavega hvar ég verð stödd ef Súper Trúper dytti í hug að fara í bað eins og stundum vill gerast……
Ferðakveðjur,
Soffía
25.02.2005 at 13:40 #517740Og þá er bara smá stund í það að lagt verður af stað frá Select í ferð sem lítur út fyrir að ætla að verða SÓLRÍK og góð. Síðustu fréttir af veðri í Setrinu er sól, logn og -4°. Ef að það væri betra væri það slæmt. Þið karlar sem ekki fáið að fara með! Ekki svekkja ykkur á því að það sé útlit fyrir eitt besta ferðaveður í vetur og þið eruð bíllausir.
Kvennaferða kveðja og góða helgi.
Hjördís
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
