This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Nanna Pétursdóttir 9 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá er komið að hinni árlegu kvennaferð f4x4 en að þessu sinni hefur verið ákveðið að fara í Hólaskóga helgina 20. – 22. febrúar. Að sjálfsögðu verður laugardags-jeppatúr þar sem að við munum ná að jeppast fullt (jafnvel spurning að skella sér í Landmannalaugar :), hin frábæra sleðakeppni verður á sínum stað og heyrst hefur að verið sé að æfa skemmtiatriði til að toppa fyrri ár.
Verið er að skipuleggja verkstæðisferð sem verður líklega þann 18. febrúar þar sem að farið verður yfir ýmis skemmtileg atriði eins og að tappa dekk og fleira sem er nauðsynlegt að kunna í svona ferðum. Einnig er verið að ræða við útivistarbúð um heimsóknarkvöld og mögulega afslætti.
Endanlegt verð mun koma í ljós þegar að nær dregur en fer það eftir fjölda kvenna og þeim styrkjum sem við náum að fá. Við munum biðja þær konur sem skrá sig að greiða staðfestingagjald upp á 5.000 kr p. konu og verða bankaupplýsingar sendar á þær sem skrá sig.
Skráning fer fram hérna og stendur til sunnudagsins 8. febrúar
Endilega fylgist líka með okkur á Facebook grúppunni KVENNAFERÐ 4X4 þar sem að spjallað er um fyrirhugaða ferð og fram munu koma fleiri upplýsingar þegar að líður nær ferðinni https://www.facebook.com/groups/10150124097050241/
Kveðja
Nefndin
You must be logged in to reply to this topic.