This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2007 at 15:54 #199688
Sælar dömur
aðeins 15 dagar til stefnu….
Eru allir bílar í lagi
hvernig er stemmninginKv Lóló
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2007 at 17:38 #580488
Karlinn og litli bróðir hans, Eyþór, Villi og fleiri ætla að taka svo vel á bílunum um helgina að þeir þurfa að koma á vörubílspalli í bæinn svo að þeir geti verið að gera við þegar kvennaferðin á sér stað. Ef þetta verður þá er ég búin að segja karlinum mínum að hann geti fengið sér bara nýja konu. Hvað segið þið um það?
kveðja Karítas
15.02.2007 at 18:04 #580490Stelpur þið sem eigið eftir að greiða staðfestingagjaldið ekki gleyma.
kv
Agnes
15.02.2007 at 18:12 #580492Ég er aukafélagi og get ég ekki skrifað undir mínu nafni?
kv. Karítas
15.02.2007 at 22:06 #580494Þessir karlar….halda alltaf að jeppar séu aðeins þeirra eign…hvað er málið…
Gott hjá þér Karítas…þú hefur væntanlega gert hann aðeins Kjaftstopp eða hvað hehekv Lóló
15.02.2007 at 23:29 #580496Bíðiði nú aðeins við…..haldiði að karlmenn skilji við jeppann á undan konunni, He,he það er svo gaman að ykkur stundum.
LG
16.02.2007 at 09:01 #580498Kæra Nína ég lofa að koma með bílinn heim eins og hann hefði aldrei farið úr umboðinu. Þinn Bjössi.
ps. fæ ég ekki að koma örugglegga heim aftur. Mótmælin eru þau að ég er ekki litli bróðir enda á ég bara minni bræður.
16.02.2007 at 09:17 #580500Bjössi litli þú ert nú yngstur og verður alltaf litli bróðir, þó að þú sért hærri.
Ég þarf að gera upp við mig um helgina hvort að viðaldið eða konan séu mér kærari.Kveðja Trausti sem á erfitt með að skilja við jeppann.
16.02.2007 at 22:26 #580502…hér er mynd úr æfingabúðum kvenna.
[img:plex5ypq]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4472/39893.jpg[/img:plex5ypq]
17.02.2007 at 00:59 #580504… að björgunarsveitir landsins séu búnar vera í strangri þjálfun undanfarnar vikur og allur tækjakostur hefur verið vel yfirfarin þar sem búast má við miklu álagi hjá þeim helgina 2-4 mars næst komandi.
17.02.2007 at 16:32 #580506Hvað eru eiginlega margir bílar skráðir núna?
Ég frétti að það væru eithvað um 50 búnar að koma og máta peysur.Kveðja
Sigga Sig.
18.02.2007 at 17:46 #580508Hæ Agnes,
‘Eg komst ekki inná síðuna á nýja notendanafninu mínu. Gætir þú reddað mér. Er núna með notendanafn kallsins og það gengur ekki, er það nokkuð?
19.02.2007 at 08:56 #580510To go !!!
Fjandi góð mynd þarna af æfingabúðum kvenna. Spurning hvort einhver væri til í að skrá mig í þessar búðir…bara til öryggis ef ég skyldi gleyma drullutjakknum og skóflunni heima…
Fínt kannski að fá bara þessa konu lánaðaEr ekki stóra stemmingin í gangi hjá ykkur ?
20.02.2007 at 11:10 #580512Hvað eru margar konur skráðar í ferðina ?
Agnes mín, þú kannski veist eitthvað um það.
21.02.2007 at 14:36 #580514Já það styttist óðum í ferð..
Á maður eitthvað að vera að spjalla um bensínmál hér…fær maður það ekki bara beint í hausinn..:) Ég ætla að taka aðeins aukatankinn með sem er 130 og svo bara aðaltankinn…er það ekki bara feikinóg hehe
Hvað segið þið um það stelpur
Kv Lóló
22.02.2007 at 16:51 #580516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl Elena mín, ertu nokkuð að fara á límingunum fyrir ferðina? Allt að verða klárt og svona?
22.02.2007 at 21:49 #580518Sælar Dömur bara að ná þráðnum upp aftur og allt að verða klárt.
kveðja Drottningin
22.02.2007 at 23:40 #580520Ja ég er með alla aukatanka fulla og kem til með að tæma þá alla í setrinu huhuhuujejejj…say no more…
23.02.2007 at 19:37 #580522Jæja stelpur er ekki allt að verða klárt fyrir næstu helgi, ég bara vona að veðurguðirnir gefi okkur meiri snjó. En annars hvenær er verið að hugsa um að leggja af stað á föstudaginn?
P.s verst að Raminn verður ekki kominn á eins stór dekk og ég vil hafa hann á!
Kv-Valla
23.02.2007 at 20:44 #580524Ég fór í hellings verslunarferð í dag til að versla allt sem mér datt í hug að vantaði í bílinn minn og hefur setið á hakanum að klára og er búinn að skipuleggja bílskúrsdvöl góðra manna yfir helgina til að klára að gera allt sem ég bið um kem svo og færi þeim kaffi og kökur og læt kvatningarorð flæða. Var að hugsa um þennan fína 12V koktelhristara og poppvél en þar sem ég var komin með hárblásarann og sléttujárnið frestaði ég því aðeins.
Ég segi fyrir mig að ég vil helst leggja sem fyrst af stað á föstudeginum ekki seinna en 2 jafnvel fyrr.
en á ekki einhver handa mér miðjupunktinn, eða getur sagt mér hvar hann er að finna.Kveðja Sigga Sig.
23.02.2007 at 21:48 #580526Jæja, karlinn kom með bílinn heilan heim en hann reyndi samt að affelga eitt dekk og fleira. Ég verð að segja að þetta er sterkur og góður bíll enda er hann viðhaldið mitt.
kv. Karítas fjallkonan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.