This topic contains 105 replies, has 1 voice, and was last updated by Sólveig Ásgeirsdóttir 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2009 at 11:49 #203683
Hæ stelpur
Við erum þónokkrar sem sáum okkur ekki fært á að mæta á fundinn í gær vegna óvenju mikilla anna.
Við viljum gjarnan fá að vita hvað fór fram á honum, ásamt fleiri upplýsingum varðandi ferðina.
Staðsetningu,þátttökulista,verð o.s.f.v.Væruð þið ekki til í að smella smá info á netið ?
kv
Íris Mjöll -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2009 at 14:22 #639386
Kvennaferðin verður kynnt sérstaklega á félagsfundi í Mörkinni 6 næstkomandi mánudagskvöld, sjá dagskrá fundarins í heild sinni á vef félagsins (fréttir), lr
30.01.2009 at 14:28 #639388Gott að karlpeningurinn sé með allt á hreinu varðandi kvennaferðina…
Hvað með konurnar á landsbyggðinni sem sjá sér ekki fært að komast á þann fund ?
Kemur auglýsing eftir fundinn ?
30.01.2009 at 15:05 #639390Næsti mánudagur sem lendir á 6. er í apríl. Á þessum fundum eru 98,6% karlmenn en margir af þeim eru vissulega kerlingar.
kv. vals.
30.01.2009 at 19:40 #639392Gaman væri að fá þáttökulistan hér á spjallið.
Eru ekki allar konur búnar að skrá sig, um að gera að mæta þó það sé kreppa.
kv
Agnes Karen Sig
01.02.2009 at 00:14 #639394Sælar allar konur við höfum verið smá uppteknar að reyna að koma þessum þátttökulista saman og þegar óvissuferð er í gangi þá er ekki hægt að segja til um hvert sé farið. En punktar um fundinn á fimmtudaginn og eftir mánudaginn verða settir á netið ásamt info um þátttöku og það sem að hægt er að segja. Við verðum virkar á spjallinu eftir mánudagsfundinn.
Fyrir hönd undirbúningsnefndar
Halldóra Drottning.
01.02.2009 at 13:08 #639396Takk takk.
kv
Agnes karen Sig
03.02.2009 at 22:12 #639398
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kæru samferðakonur, það er ekki mikið sem við getum fengið að vita um ferðina þar sem þetta er óvissuferð, en eitt veit ég, ég ætla með.
Kv. systir María
03.02.2009 at 22:28 #639400Inni gjaldinu er gisting 2 nætur, morgunmatur báða dagana. Kvöldmatur á laugardagskvöldi, límmiðar fleir en 2 og eitthvað sem allar verða með eins.
Staðfestingargjald kr. 5.000,- verður að greiðast fyrir 5. febrúar inn á reikning 0130-05-111900 kt. 701089-1549 og senda kvittun með tölvupósti á jona_bjorg@hotmail.com. Þetta gjald fæst ekki endurgreitt. Ekki er komin endanleg niðurstaða á heildarkostnað en hann mun aldrei fara yfir kr. 10.000,-.Erum að reyna að halda lágmarki og erum ennþá að reyna að veiða styrki en gengur ekkert.
Heildar skráning eins og staðan er núna eru búnar að skrá sig 56 konur og það kemur í ljós eftir staðfestingargjald hversu margar fara pottþétt.
kveðja Drottningin.
04.02.2009 at 09:37 #639402…þá ætlaði ég að segja frúnni frá þessari ferð, en get ekki með neinu móti fundið dagsetningu á ferðinni. Stúlkur, væri sjens að fá þær upplýsingar ?
kv
Palli
04.02.2009 at 10:07 #639404Palli er ekki allt í lagi “atburðatadagalið“ skoða það. En ég held að þær ætla að kynna ferðatilhögun 6. apríl !!!.
kv. vals.
04.02.2009 at 13:22 #639406Hlakka vel til ferðarinnar…og get ekki beðið eftir að fá að vita hvert við förum….
Og þetta árið þá dettum við ekki af sleðanum á miðri leið hehe
Hlakka til að sjá ykkur
Svarti sauðurinn frá Suðurlandsumdæmi
Lólóp.s Vals…..þá verður ferðin farin 27.feb nk,
með töluna 6 þá var verið að vísa til heimilisfangsins Mörkinni 6 en ekki dagsetningar :O)
05.02.2009 at 00:05 #639408Bara að reyna að halda þessu uppi en maður þyrfti þá að sitja við tölvun allan daginn og uppfæra.
Geri mitt besta, er alveg að fá skráningalistann til að setja inná vefinn.
kveðja Halldóra
05.02.2009 at 11:26 #639410Hvenær fáum við að vita hvert við förum ?
05.02.2009 at 17:43 #639412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hæ stelpur, bara að stimpla mig inn á spjallið og Agnes, auðvitað förum við í ferðina þó kreppi að. Hlakka annars mikið til

05.02.2009 at 19:56 #639414
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…og sæl Ragga mín, gaman að "heyra" í þér hér inni. Eru ekki fullt af kvennaferðapíum sem maður á eftir að heyra í hér inni…?
kv. Systir María
05.02.2009 at 23:33 #639416Ég get bara ómögulega ákveðið mig í ár.-) Dauðlangar með, er orðið fullt?
KV.Bryndís
06.02.2009 at 00:40 #639418Hæ hæ.
Það er ekki alveg orðið fullt en næstum því. Það er reyndar slatti eftir að greiða staðfestingargjaldið. Komasooo drífa í því stelpur og muna eftir að senda mér kvittun á jona_bjorg@hotmail.com.
Bestu kveðjur,
Jóna – sleðadrottning 2008 :o)
06.02.2009 at 10:51 #639420Sælar skvísur
Það styttist óðum í ferðina….:O)
Hlakka til að sjá ykkur
kv. Lóló
svarti sauðurinn
06.02.2009 at 11:45 #639422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hæ hæ.
Lítill fugl hvíslaði því að mér að það væru 70 pæjur búnar að skrá sig í ferðina. Það þykir mér alveg meiriháttar ef satt reynist.
06.02.2009 at 13:19 #639424Sælar allar.
Það er ekki alveg 70 skvísur búnar að skrá sig en það vantar ekki margar upp í þá tölu. En það eru bara 33 sem búnar eru að greiða staðfestingargjaldið svo við vitum ekki alveg hverjar ætla pottþétt að fara.
Bestu kveðjur,
Jóna
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
