This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Grétar Traustason 12 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja stelpur, þá er komið að árlegu ferðinni okkar, og verður hún farin 24.-26. febrúar 2012. Eins og flestar muna þá gisti stór hópur eina nótt á Bláfellshálsi síðast, sælla minninga. En núna munum við að gera aðra tilraun, og ÆTLUM að fara alla leið í Gíslaskála og hafa gaman saman þar.
Stefnt er að því að halda kynningarfund 13.-16. febrúar. Það er ekki alveg komin nákvæm dagsetning, en við látum vita fljótlega með hana ásamt staðsetningu fundarins.
Það verða sömu hópar/litir og í fyrra.
Þið getið byrjað nú þegar að skrá ykkur inná : 4x4kvennaferd@gmail.com.
Staðfestingargjaldið er kr 3000, og greiðist inná reikning xxxx-xx-xxxxxxxxxx fyrir 3. febrúar 2012.
( Við setjum reikningsnúmerið strax hér inn þegar það er klárt )
Nánari ypplýsingar gefur Guðný í síma 8493752.
Svo má auðvitað ekki gleyma sleðakeppninni margfrægu, sem verður að öllum líkindum ( höfum við heyrt ) alveg rosaleg 😉
Aðrir eins sleðar hafa víst ekki sést áður. Eða er það ekki ?
Koma svo stelpur, sleppum okkur í sleðabrekkunni !
Gaman saman.
Kveðja frá suðurlandsdeildinni.
You must be logged in to reply to this topic.