FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Kvennaferð

by Hjördís Sigrún Jónsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Kvennaferð

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Inga Dröfn Jónsdóttir Inga Dröfn Jónsdóttir 20 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.01.2005 at 21:42 #195349
    Profile photo of Hjördís Sigrún Jónsdóttir
    Hjördís Sigrún Jónsdóttir
    Participant

    Sælar konur. (og forvitnir karlar)
    Þá fer að koma að þessari árlegu frábæru ferð. Og fyrir mig sem ekki hef farið í svona ferð áður fanst mér allveg tilvalið að gera smá vefspjall um hana. Það gæti jú verið að það væru fleiri þarna úti sem ekki hafa farið í svona ferð áður og hefðu einthverjar spurningar eða þær sem reyndari eru vildu deila einthverju með okkur hinum. Svo er líka hægt að ræða daglega hluti eins og t.d. dekkjastærðir, felgubreiddir, hestöfl, Hiclone, skriðgír o.s.fr.eða bara hver ætti flottasta bílinn. Það er ekki vafi á því að ég verð á einum af þeim frumlegri í ferðinni.
    Látið í ykkur heira.
    Kveðja Hjördís

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 26.01.2005 at 22:13 #514770
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    sæl Hjördís
    Á ég virkilega að trúa því að þú ættlir að fara á minnismerkinu sem staðið hefur hérna á horninu fyrir neðan mig
    Mé hefur alltaf þótt svo gott að hafa það þarna til þess að minna á gömlu góðu dagana þegar menn gerðu alveg furðulegar breytingar á tækjum sínum og tegund og árgerð voru ??????? og ertu viss um að hann fari í gang
    Með von um góða ferð hjá ykkur konum
    Klakinn





    27.01.2005 at 10:05 #514772
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    í ferðinni upp í Setur núna fyrr í janúar (þegar þetta hvíta var ennþá út um allt)! Hún þrusaði alla leið frá Setri niður Búðarhálsinn og keyrði eins og herforingi. Gat ekki betur séð en að þessi samsoðningur sem hún keyrir á hafi virkað ansi vel!
    Enn þið munið þumalputtaregluna…þetta er 30% bíllinn og 70% ökumaðurinn!!!!

    Kveðja
    Soffía





    27.01.2005 at 10:17 #514774
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    er farið?????????????

    Hilsen
    Kalli





    27.01.2005 at 11:58 #514776
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Sælar Frú Soffía
    Ég er löngu búinn að sjá það að konum er allt fært ef þær vilja það er bara svo notalegt að sjá minnismerkið þá veit ég að ég á stutt eftir heim,
    Kv Klakinn





    27.01.2005 at 14:36 #514778
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Mér þykir dálítið að mér vegið í þessari umræðu. Minnismerki hvað??? Jeppinn minn sem er hreyfður daglega. Eitthvað annað en ?sumir? jeppar ofar á planinu sem virðast hafa staðið í sama stæðinu síðan í haust.

    En það líður augljóslega að kvennaferð. Á hverjum morgni heyri ég þegar ég fer útum dyrnar: Emil, farðu varlega með jeppann minn og þvoðu hann áður en þú kemur heim. Og fyrst þú ferð í skúrinn máttu mæla olíuna og bremsuvökvann. Og hvernig er það. Ætlarðu ekki að fara að koma þessum millikæli í bílinn? Þú veist ég þarf að nota hann.

    Er ég sá eini sem bý við þetta, eða er svipað uppi á teningnum á fleiri heimilum? Eru þið kynbræður mínir líka úti að bóna?

    Kv.
    Emil





    27.01.2005 at 15:12 #514780
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Jú Emil svona er þetta á fleiri heimilum frúin heimtaði að skipt yrði um vél í pattanum svo að hún gæti örugglega farið í kvennaferðina með stæl og valdi hún hvorki meira né minna en 6,5l chevrolet vél í gripinn og við hana (vélina) valdi hún svo sjálfsk af því að hún nennir ekki að skipta um gír sjálf!! (kvennfólk) svo sit ég sveittur öll kvöld við að máta skóhorn til að skófla öllum ósköpunum í gamla grána.
    kannski var þetta aðferð til að losna við mig út af heimilinu! þetta næst nú allt fyrir kvennaferð og kannski smá bón´líka baráttukveðja Gísli Þór





    27.01.2005 at 15:40 #514782
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Jú, ég fæ fyrir náð og miskunn að nota jeppann. Helst vildi frúin að hann væri geymdur inni í bílskúr fram að ferð, miðað við reynsluna í fyrra.

    Kv. – Kjartan





    28.01.2005 at 09:32 #514784
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég var að velta fyrir mér hvernig allir þessir "Farmenn" (konur) ætla að fara í fjallaferð án þess að hafa Snælandið með (hlynur)???





    01.02.2005 at 16:51 #514786
    Profile photo of sigurfari
    sigurfari
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 257

    Sælar dömur :O)

    Já é er að fara í mín fyrstu kvennaferð og ég er farin að hlakka mikið til, veit ekki með ykkur. Ég hef reyndar aldrei farið ein á bílnum en hef nú verið að keyra hann upp á jöklum.
    Hlakka til að hitta hópinn aftur á fimmtudaginn.

    Strákar !!
    Já, það er bara þannig drengir að þegar við konurnar förum í ferð á viljum við að bílarnir séu í topp standi því að við nennum ekki neinu viðgerðarveseni eins og þið á fjöllum, við viljum ferðast og skoða okkur um í stað þess að eyða tíma í að skipta um öxul og þess háttar. Þess vegna erum við að reka karlana okkar til að gera bílana klára svo að við getum notið ferðarinnar.

    Kveðja
    Inga Dr





    01.02.2005 at 17:16 #514788
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sæl Inga.

    Auðvitað viljum við að þið séuð á sem best útbúnum bílum í þessari ferð og leggju allt kapp á að svo sé.
    Enn hvert sendum við reikninginn???





    01.02.2005 at 17:29 #514790
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Lúther hefur þú heyrt um fyrirvinnu. Að sjálfsögðu verður hann sendur þangað…..





    01.02.2005 at 18:59 #514792
    Profile photo of sigurfari
    sigurfari
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 257

    Lúther….. eru þið hvort sem er ekki alltaf að dinta eitthvað að bílunum… Þíð ættuð bar að njóta þess að fá að vera að því í ró og næði og sleppa við uppvaskið í staðinn…hihihihihi ;O)

    Inga





    01.02.2005 at 21:45 #514794
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sko Inga mín, venjulega er bíllinn hjá Guðna í toppstandi og yfirleitt ekki sá bíll sem tefur fyrir hópnum vegna viðgerðarhlés svo láttu hann alls ekki sleppa við uppvaskið eða skúringarnar vegna afsakana um að hann þurfi í skúrinn, hann hefur bara gott af því að hlaupa um með tuskuna og uppþvottaburstann.

    Enn svo er bara spurningin sem allir karlmenn spyrja sig þessa dagana, er ekki bara vitleysa að skipta út öxlum, legum, pakkdósum, hjöruliðskrossum og öðrum hlutum sem komið er slit í, til hvers að láta konurnar brjóta nýju varahlutina ef þær kaupa hvort sem er nýtt fyrir það sem þær brjóta??? Er ekki t.d. bara betra fyrir Toyotu eigendur að senda kellur á stað á ónýta drifinu og fá þær til að borga í nýrri Patrol hásingu undir Toyið?

    Ég veit allavega um 2 sem ætla að leika þennan leik.

    KV.
    Lúther





    01.02.2005 at 22:19 #514796
    Profile photo of Magnús Óskar Guðnason
    Magnús Óskar Guðnason
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 34

    Mér finnst hálf sorglegt að sjá hvernig karlpeningurinn lætur fara með sig til þess að konurnar geti skroppið á fjöll eina helgi. Menn liggja sveittir við að skipta um vélar og kassa og drif til þóknast konunni í einu og öllu. Ég spyr er þetta eitthvað trix til þess að menn fái að eyða eihverju í bílana sína??? Eða eru menn bara svona bugaðir af konunum sínum? Ef mig vantar eitthvað í minn bíl kaupi ég það bara. Annars finnst mér gott mál að senda konurnar á fjöll einu sinni á ári.

    Ps.ætli það verði mælanlegur munur í sölu á vodkaflöskum á meðan kvennaferinni stendur?





    01.02.2005 at 22:22 #514798
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Lúter farðu nú að drífa þig af stað í Setrið með þorramatinn svo þú verðir kominn aftur áður en YFIRVALDIÐ á þínu heimili þarf að nota skrjóðinn í Kvennaferðina, það hefur ekki verið slíkur ferðahraðinn á þér undanfarinn ár.

    PS það var leiðinlegt fyrir Rottu skvísurnar, þær komast sennilega ekki með, vegna vinnuferðar Rottugengisins í Illugaver á meðan á Kvennaferðinni stendur. Ótrúlega leiðinlegt og óheppilegt að ferðirnar skildu skarast svona, en það er víst ekki við öllu séð. en þær skrá sig bara að ári ef við karlarnir lendum ekki í þeim leiðindum að þurfa að fara akkúrat á fjöll þá helgi

    Góðar stundir ´

    PS Ég er húsbóndi á mínu heimili og skríð undan rúminu þegar mér hentar.





    01.02.2005 at 22:27 #514800
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Svo er bara að muna að liggja ekki á vinstri akgreininni inn eftir öllum Kvíslarveituvegi ef fleiri skildu vera á ferðinni.

    PS Soffía taktu með rafsuðuvír og hjálm með þér





    13.02.2005 at 22:48 #514802
    Profile photo of Inga Dröfn Jónsdóttir
    Inga Dröfn Jónsdóttir
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 24

    12 dagar í kvennaferð…….

    Þetta verður bara gaman





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.