This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.02.2011 at 09:32 #217641
Stofnað fyrir TnT sem drífur ekkert enda konan búin að taka af honum jeppan.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.02.2011 at 09:38 #721240
Rétt hjá Benna ,ég kemst ekkert! En að fréttum stelpunum þá fór konan mín við annan bíl af stað kl 6 í morgun og er að nálgast bBláfellsháls í slæmu skiggni (engu)frammundan eru einhverjir krapapittir -og voru Selfoss stelpurnar sem lögðu af stað í gær stopp í nótt á hálsinum vegna skiggnis og færis svo var sá guli víst eitthvað í óstuði -þannig er staðan núna ss skiggnið er að plaga þær,meira síðar
26.02.2011 at 11:02 #721242í gær komust þrír 4Runner bílar inn í Gíslaskála, eða 3/5 hluti af nefnidinni sem ætlaði að skreyta skála í kellingarstíl og græja til mat og búa um rúm Þær lögðu af stað á fimmtudagskvöld og náðu innúr í annari tilraun.
Þær sem lögðu af stað í gærkveldi (föstudagskvöld) sváfu í bílum í nótt í krapapitt upp á Bláfellsháls.
Niðurstaðan hjá þeim er sú að þær leggja ekki í Kjalveg vegna bleytu og lélegs skyggnis og hafa því snúið við.Nú eru 4Runnerarnir þrír komnir í bakkgírinn, kellingarnar búnnar að sprengja allar blöðrur og pakka öllu niður og skella í lás í Gíslaskála og bruna niður Kjalveg.
Búið er að panta gistingu í nótt í Hólaskóg, enn þangað ættu allir að komast á hvaða Subaru sem er.
Það var sannarlega kominn tími til að þessar kellingar lentu í einhvejrum ævintýrum.
Kv. Atli E.
26.02.2011 at 18:15 #721244stelpurnar komnar í Hólaskóg -já Hólaskóg ,þær sáu ekkert á Bláfellshálsi þannig að stefnan var tekin á Hólaskóg ,og verður eflaust eitthvað gaman þar í kvöld.
PS svo sáu þær frammá það að þurfa kanski að hleypa kanski lofti úr þannig að þetta hlaut að vera ófært-nei smá grín-þær vita yfirleitt fyr en við kallremburnar kvenær skal hætta leik og hafa bara gaman.
26.02.2011 at 18:39 #721246Ekki allar, því 3 bílar eru enn inn á Kili. Ekkert heyrst af þeim.
26.02.2011 at 18:56 #721248Endurvarparás 44 á Bláfelli dekkar þetta svæði algjörlega. Eins næst endurvarparás 58 á Hlöðufelli eitthvað á þessu svæði. Þótt að það sé GSM sendir upp á Bláfelli, er mín reynsla að samband á GSM sé frekar stlitrótt fyrir sunnan Árbúðir og upp á Bláfelsháls.
Góðar stundir
26.02.2011 at 19:09 #721250Sveinbjörn Formaður kom á sambandi í gegnum kunningja sína frá Skálpanesi.
Þær hafa sennilega ekki verið með skannan á.Þær eru amk. komnar yfir Hvítá.
26.02.2011 at 19:23 #721252Sælir félagar
Er ekki bara full ástæða til að þróa sjálfvirkni búnað á utanáliggjandi úrhleypibúnaðinn fyrir næstu kvennaferð, þá verða þær ekki varar við það þó þær séu komnar í 2 pund nú eða þá 15 allt eftir aðstæðum.
kv. gundur
26.02.2011 at 19:27 #721254Held reyndar að það hafi ekki verið málið.
Amk. eru 4Runner bílar búnnir að fara innúr og aftur til baka.
Ánægður með mína kellingu að hafa brölt þetta á 18 ára hálf ónýtu 4Runner-hræi.kv. Atli E.
26.02.2011 at 21:13 #7212564Runnerarnir þrír eru komnir á malbik og eiga eftir um 45 mín. í Hólaskóg.
Lentu í 4 tíma krapapitt sem kostaði þrek, tár, spotta og afturhléra…
Annars nokkuð greiðfært frá Gíslaskála niður á Gullfoss.Enn það er allavega búið að flytja Kvennaferð frá Gíslaskála í Hólaskóg.
(lesist: frá fjöllum niður til byggða)kv. Atli E.
26.02.2011 at 22:31 #721258Vertu nú ekki að gera lítið úr kvennaferðinni Atli, þótt þær hafi flutt sig í Hólaskóg. Þessir 1000 metrar frá malbikinu og að húsinu geta stundum verið svo krefjandi af fólksbílar eiga í vandræðum þar
27.02.2011 at 18:08 #721260https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_view= … alNumber=2
https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_view= … alNumber=2
https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_view= … alNumber=2
https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_view= … alNumber=2
Myndirnar eru ættaðar frá Þórey.
Það var ekki hægt að láta myndirnar koma upp á spjallinu vegna þess að "stærðin var óþekkt".
kv. Atli E.
02.03.2011 at 01:36 #721262Hérna er tengill á [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=296455:316a5jdr]myndasafnið[/url:316a5jdr]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.