This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 20 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2004 at 11:05 #193554
Ég vil vekja athygli ykkar allra á fyrirhugaðri kvennaferð helgina 26.- 28. mars nk. Undirbúningur er hafinn og vonumst við eftir góðri þátttöku. Við viljum hafa þessa ferð sem glæsilegasta og vonumst eftir því að þeir karlar sem eru duglegir að lesa spjallið og heimasíðuna bendi konum sína á þessa ferð og hvetji þær til að fara. Nú er ekki tíminn til þess að vera eitthvað nískur á fjallajeppann, þetta er einmitt kjörið tækifæri til að auka líkurnar á því að þetta sport verði áhugamál allrar fjölskyldunnar. Ég garantera það að veskin opnast meira og oftar ef eiginkonan fær þó ekki nema örlítinn skerf af jeppadellunni.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið tilkynna þátttöku sendið okkur Agnesi endilega tölvupóst (sjá tilkynningu).
Gleðilegan bóndadag!
Ferðakveðja
Soffía -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2004 at 14:29 #485588
Jú ég ætla að reyna hvað ég get að komast í þessa ferð ég er nú þegar byrjuð að betrum bæta Broncan aðeins.
Kveðja
Rúna
26.01.2004 at 14:43 #485590Hurðu Soffía má ég fá jeppann lánaðann um helgina, bara smá dagstúr. Þú sást að ég bónaði hann er það ekki
29.01.2004 at 10:05 #485592
29.01.2004 at 14:54 #485594Beggi minn. Ekki trúi ég því upp á þig að þú verðir ekki búinn að kaupa annan bíl fyrir frúna áður en kvennaferðin verður farinn.
Ég sjálfur tók gríðarlega stóra áhættu þegar ég sendi frúna á Toyotu í fyrra, enn svoleiðis sénsa tekur maður ekki 2 ár í röð.
Er þetta ekki 3 eða 4 árið sem frúinn fer á Íshúsinu í þessa ferð, ég meina maður hefur nú skyldum að gegna gagnhvart okkar nánustu og þetta jaðrar nú við hámark kæruleysis kallinn minn.
Kv. Lúther
29.01.2004 at 17:00 #485596Sæll, Lúther minn.
Það virðist nú ekki vera nóg að kaupa bíl fyrir frúna þegar bóndinn sjálfur fær hann svo lánaðan og brýtur á honum framhásinguna í kappakstri við Patrol. Það skal tekið fram að ég hef fulla ástæðu til að trúa Benna mínum þegar hann sagði að Svaðilfari minn hafi saltað Pattann! Verst er að Svaðilfari kallinn er enn á "sjúkrahúsinu"…
En þakka þér (og öllum hinum) fyrir að aðstoða hann áleiðis til byggða.
Mbk,
Alma
29.01.2004 at 17:02 #485598Ég gleymdi að taka það framm Beggi að þar sem konan þín er einn fararstjórana (sem er gott mál) þá er svolítið neyðarlegt ef Patrolinn þarf að koma með frúna þína í spotta í bæinn er það ekki?
Kv. Lúther
29.01.2004 at 19:49 #485600…það er upp á þér typpið núna…
Annars veit maður aldrei hvað getur gerst á næstu 2 mánuðum fram að kvennaferðinni. Búin að sjá tvo ansi huggulega bíla sem smellpassa fyrir mig. Verst að annar þeirra kostar bara svo helvíti mikið, er ekki búin að starfa í einkageiranum nógu lengi til að hafa efni á honum, en ætla þó að dást aðeins að honum á laugardaginn niðrí Heklu. Á hinn bílinn er ekki komin nógu mikil reynsla en það verður fróðlegt að sjá til hans Sumarliða þegar hann sprettur úr spori…
En þangað til fer ég það sem ég vil á mínu Íshúsi og líkar það bara vel. Enda er hann ekki eins gamall og trúðalegur og þinn…. :o)
Fjallakveðja
Soffía
29.01.2004 at 21:01 #485602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað er að eru menn að tapa sér í bulli þið skuluð þakka fyrir að eiga okkur jeppakonur að ef að við værum ekki til að hvetja ykkur til að fara á fjöll og kaupa ykkur "betri" jeppa fram og til baka þá væruð þið ábyggilega allir ennþá á einhverju gömlu fjósi sem væri bara til trafala. Við höfum alltaf ratað heim hvað sem á gengur og erum ekki hættar því ennþá. Veðurhræddar erum við ekki og förum af stað þvi "óbyggðirnar kalla og við verðum að gegna þeim, við vitum ekki hvort eða hvernig……" og svo höldum við bara heim aftur.
Kveðja
Drottningin
29.01.2004 at 21:02 #485604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Og hættið svo að væla eða við lánum ykkur ekki bílana meira!!!!!!!!!!!!!
Again Drottningin
30.01.2004 at 02:11 #485606Hæ öll,
mér þykir leitt að það séu bara þær sem eiga 38" dekk sem fá að fara í þessa áhugaverðuferð. Því miður þá þýðir þetta einfaldlega eitt í mínum huga – 38"-44" er elítuklúbbur sem ekki sér ástæðu til að aðstoða félaga sína (hvort sem borga félagsgjöldin sín eða ekki …) til að komast á fjöll. Karlar eða Konur – ákaflega leitt m.v. hlutverk félagsins f4x4. En auðvitað skil ég allt þetta – það er náttúrulega leiðinlegt að vera miskunsami samverjinn heila helgi…
Soffía leyfir sér að segja í upphafspósti að "að þetta sport verði áhugamál allrar fjölskyldunnar". Ég, fyrir utan að vera ákaflega pirraður, leyfi mér að segja (og fullyrða) að þeir fjölskyldufeður sem fjárfesta í jeppum eru ekki að hugsa "eingöngu" um sjálfan sig (þó þeir séu karlmenn)- heldur fjölskylduna – en það kann etv. að vera misskilningur hjá mér ?
Eins þykir mér það ákaflega leitt að fjölskylduvandamál Soffíu séu þess valdandi að ekki fá allir að koma með í þessa ferð, sbr. "Ég garantera það að veskin opnast meira og oftar ef eiginkonan fær þó ekki nema örlítinn skerf af jeppadellunni". Á mínu heimili, og fleirum sem ég þekki til, að þá er markmiðið að öll fjölskyldan hafi gaman af – ekki Einn fjölskyldumeðlimur.En til að gæta hlutleysis þá á þetta við um okkur karlpeningin líka – og þykir mér það ákaflega miður. Reyndar hef ég verið svo ákaflega lánsamur og ferðast með
Góðum félögum sem hafa ekki útilokað mig þó ég hafi byrjað á 31", asnast í 32" bruðlað og breytt í 33" og skælist nú á 35". En, leitt þykir mér að vetrarferðir klúbbsins séu bundnar við 38"+ -en þá væri nú kannski eðlilegra að fara eitthvurt annað en í Setrið… ef "þeir karlar sem eru duglegir að lesa spjallið og heimasíðuna bendi konum sína á þessa ferð og hvetji þær til að fara." -skyldu asnast til að fara eftir þessum fyrirmælum, enda hefur það ávallt legið ljóst fyrir að Allir (velflestir, 38+ ?) félagar eiga þar heimangengt.Ég hef ekki hundsvit á 35" Runner, en ef það er fjölskyldugræjan – jafnvel með Glitnis hjálp – hversvegna er FERÐAFÉLAGIÐ 4×4 að gefa það út að það sé nánast handónýtt faratæki til fjallaferða ? (Er hægt að fá afslátt út á slíkt, t.d. 33" Jeppi (lingur) – 3% afsláttur af félagsgjöldum – enda bara 3% líkur á að hann komist í Setrið ??)
(SBR., Í raun er lágmarksdekkjastærðin 38", ekki nema um sé að ræða lítinn og léttan bíl sem virkar vel á minni dekkjastærð, sbr. þær viðmiðunarreglur sem stuðst hefur verið við í nýliðaferðum. 4Runner á 35" kæmi t.d. ekki til greina nema að vel athuguðu máli. Fer allt eftir bílnum, þyngdinni og leikni ökumannsins.") – hefur jafnvel þyngd ökumanns eitthvað um þetta að segja ?En til að horfa á björtu hliðarnar að þá er ég ákaflega glaður að sjá þráð eins og "Fjölskyldu ferð 31" og uppúr um næstu helgi" og "Fjölskylduferð á laugardaginn" – sem augljóslega eru runnir undan rifjum annara en þeirra sem eru í stjórn klúbbsins.
Því miður – þá hefur kvennaferðin og jafnvel aðrar skipulagðar ferðir félagsins misst marks á mínu heimili – sem er hreint út sagt leiðinlegt og hreinlega skemmir út frá sér.
Gleðilegan bónda-, konu- og mæðradag
Sigurður Magnússon – R3196
30.01.2004 at 10:49 #485608Ég vil taka undir það sem Sigurður segir hér að ofan. Það hefur lengi loðað við ferðir á vegum klúbbins, að þeim sem eru á léttari bílum og minni dekkjum en 38" er mismunað. Þetta hefur gengið lengst í kvennaferðum þar sem allt minna en 38" hefur verið bannað.
Þetta er fáránlegt, ég hef ekki orðið var við annað en að þungir bílar eins og nýlegur Patrol eða Landcruiser 80 fái að fara með á 38". Í flestu færi fer slíkur bíll mun minna en Terrano eða 4runner á 35".
Það er of snemmt að spá fyrir um aðstæður eftir 2 mánuði, en eins og snjóalög eru núna, treysti ég mér til að fara um Sóleyjarhöfða inn í Setur á 31" dekkjum undir meðalþungum jeppa.
[url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2474#16393:10jk6k9p]Hér er ein aðferð[/url:10jk6k9p] til að bera saman flot mismunandi dekkjastærða eftir þyngd bíls.
-Einar
30.01.2004 at 11:31 #485610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi umræða er orðin nokkuð regluleg ef skipulögð er ferð þar sem 38" er skilyrði. Það eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi þessa umræðu.
Vissar aðstæður kalla á að bílarnir séu búnir á tiltekinn hátt. Þegar stór hópur ætlar að ná inn í mitt hálendið á þeim tíma sem helst er hægt að búast við þungu færi og erfiðum aðstæðum á einni helgi, er um að ræða tilvik þar sem bílarnir þurfa að vera búnir þannig að dekkin veiti gott flot. Þetta er ósköp einfaldlega staðreynd sem menn verða að sætta sig við og sú staðreynd hverfur ekki þó stjórn 4×4 myndi álykta um það eða gefa út slíka tilskipun, það er bara ekki í þeirra valdi. Það má hins vegar velta fyrir sér hver sé rétta aðferðin eða viðmiðunin og örugglega rétt hjá eik að léttur bíll á 35" flýtur mun golfurum. Ég hins vegar tryggði þátttöku minnar spúsu í meira en Patrol á 38". En það er bara spurning um hvernig viðmiðun er sett, ekki hvort hún er sett.
Svo er hitt að það sé ekkert gert fyrir minna breytta bíla í klúbbnum. Nýlega var skipulagt þorrablót með það í huga að jafnvel óbreyttir jeppar kæmust á leiðarenda, staðsetning valin með það í huga. Þessa uppákomu þurfti að fella niður vegna ónógrar þátttöku.
Nýliðaferðirnar í ár voru þrjár, hver og ein skipulögð með mismunandi kröfur til búnaðar í huga. Þar á meðal stóð Hlynur fyrir fínum túr á Hveravelli fyrir minna breytta bíla. Nú veit ég ekki hvort það fylltist í þá ferð, en vissi að skömmu fyrir brottför var ekki orðið fullt. Engu að síður, vel lukkuð ferð og mér hefur jafnvel sýnst að þar hafi orðið til hópar sem síðan hafa verið að hóa sig saman í ferðir um helgar. Þannig á jú F4x4 að virka, þ.e. menn kynnast og ferðast saman.
Og loks. Ég vil helst geta komist í allar þær ferðir sem mér dettur í hug á hvaða tíma árs sem er, hvert sem er, án þess að þurfa að óttast að verða dragbítur á þá ferðahópa sem ég ferðast með. Þess vegna er Breska heimsveldið (Landróverinn) núna inn í skúr í upphækkun. Hefði vissulega verið ágætt að geta haft hann bara eins og hann var og komast samt allt sem ég óska mér en þannig virkar þetta bara ekki!
P.s. þetta með hvort jeppamennskan sé fjölskyldusport eða ekki, það er nú bara einstaklingsbundið, rétt eins og hjá sportinu með því að láta hana keyra á 90 km hraða eftir spegilsléttum og hörðum Vatnajökli eitt vorið. Konurnar fá auðvitað ekki áhugann ef þær fá ekki að taka þátt!
Kv – Skúli H.
30.01.2004 at 11:38 #485612Það mættu minnir mig 3 35" bílar í þann túr. Restin var á 38" og 44". Áhuginn var nú ekki meiri en það, þegar til átti að taka.
Einn af þessum 35 tommurum er í dag kominn á 38".Kveðja
Rúnar.ps. Svo erum við FERÐAKLÚBBURINN 4×4 en ekki FERÐAFÉLAGIÐ 4×4, og það er STÓR munur það á.
30.01.2004 at 11:53 #485614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sé að setningahluti hefur dregist til á milli málsgreina hjá mér og gert suma hluti óskiljanlega þannig að ég skelli þessu bara inn aftur.
Kv – Skúli
Þessi umræða er orðin nokkuð regluleg ef skipulögð er ferð þar sem 38" er skilyrði. Það eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi þessa umræðu.
Vissar aðstæður kalla á að bílarnir séu búnir á tiltekinn hátt. Þegar stór hópur ætlar að ná inn í mitt hálendið á þeim tíma sem helst er hægt að búast við þungu færi og erfiðum aðstæðum á einni helgi, er um að ræða tilvik þar sem bílarnir þurfa að vera búnir þannig að dekkin veiti gott flot. Þetta er ósköp einfaldlega staðreynd sem menn verða að sætta sig við og sú staðreynd hverfur ekki þó stjórn 4×4 myndi álykta um það eða gefa út slíka tilskipun, það er bara ekki í þeirra valdi. Það má hins vegar velta fyrir sér hver sé rétta aðferðin eða viðmiðunin og örugglega rétt hjá eik að léttur bíll á 35" flýtur mun meira en Patrol á 38". En það er bara spurning um hvernig viðmiðun er sett, ekki hvort hún er sett.
Svo er hitt að það sé ekkert gert fyrir minna breytta bíla í klúbbnum. Nýlega var skipulagt þorrablót með það í huga að jafnvel óbreyttir jeppar kæmust á leiðarenda, staðsetning valin með það í huga. Þessa uppákomu þurfti að fella niður vegna ónógrar þátttöku.
Nýliðaferðirnar í ár voru þrjár, hver og ein skipulögð með mismunandi kröfur til búnaðar í huga. Þar á meðal stóð Hlynur fyrir fínum túr á Hveravelli fyrir minna breytta bíla. Nú veit ég ekki hvort það fylltist í þá ferð, en vissi að skömmu fyrir brottför var ekki orðið fullt. Engu að síður, vel lukkuð ferð og mér hefur jafnvel sýnst að þar hafi orðið til hópar sem síðan hafa verið að hóa sig saman í ferðir um helgar. Þannig á jú F4x4 að virka, þ.e. menn kynnast og ferðast saman.
Og loks. Ég vil helst geta komist í allar þær ferðir sem mér dettur í hug á hvaða tíma árs sem er, hvert sem er, án þess að þurfa að óttast að verða dragbítur á þá ferðahópa sem ég ferðast með. Þess vegna er Breska heimsveldið (Landróverinn) núna inn í skúr í upphækkun. Hefði vissulega verið ágætt að geta haft hann bara eins og hann var og komast samt allt sem ég óska mér en þannig virkar þetta bara ekki!
P.s. þetta með hvort jeppamennskan sé fjölskyldusport eða ekki, það er nú bara einstaklingsbundið, rétt eins og hjá golfurum. Ég hins vegar tryggði þátttöku minnar spúsu í sportinu með því að láta hana keyra á 90 km hraða eftir spegilsléttum og hörðum Vatnajökli eitt vorið. Konurnar fá auðvitað ekki áhugann ef þær fá ekki að taka þátt!
Kv – Skúli H.
30.01.2004 at 12:03 #485616Ég vil ítreka það sem ég sagði áður, það fer eftir þyngd bílsins og leikni ökumannsins og síðast en ekki síst færðinni hvort bílum á minni dekkjum er hleypt í kvennaferðina. Við útilokum alls ekki minni bíla. Við erum ekki einu sinni byrjaðar að skrá formlega í ferðina, þótt óformlega hafi fjöldamargar haft samband við okkur nú þegar.
Lára á litlu súkkunni stóð sig með mikilli prýði t.d. í krapakvennaferðinni fyrir 2 árum, það er því ekki rétt hjá þér Einar minn að allt minna en 38" hafi verið bannað. það er eiginlega bara bull og vitleysa. Þær hafa verið á minna breyttum bílum, en þá hafa þær líka yfirleitt verið alvanar að keyra bílana í snjó og krapa.
Einnig vil ég benda á að tilgangurinn með kvennaferðinni er að hvetja fleiri konur til að taka virkari þátt í þessu sporti, en það er, þvi miður og það ER staðreynd, frekar álitið "karlasport" en fjölskyldusport. Þótt ég grínist með það að kvennaferð verði til þess að konurnar opni frekar veskið – þá er það nú frekar sagt til að ýta við þessum körlum sem halda að þeir eigi þetta jeppann og sportið einir. Ekki til að styggja einn eða neinn. Það eru ekki allir jafn jafnréttissinnaðir og þið…Einnig vil ég benda á að í kvennaferð eru yfirleitt margar mjög óvanar að keyra sjálfar á hálendinu þótt þær hafi farið oft á fjöll. Ég viðurkenni það fúslega að ég er alls ekki það sleip í þessu sjálf að ég treysti mér til að vera fararstjóri í ferð með mjög mörgum minna breyttum bílum í slæmu færi. Ég veit ekki með aðrar í undirbúningsnefndinni, en mig grunar að þær séu sammála mér. Ég myndi vilja að viðkomandi kona væri alvön að keyra bílinn ef hann er minna breyttur. Þið hafið ekki verið í kvennaferð – þar hafa konur mætt sem í fyrsta lagi höfðu aldrei keyrt jeppa áður, hvað þá í snjó. Ég hef þurft að kenna þeim að hleypa úr, finna fjórhjóladrifið og setja á læsinguna. Svona grunnþekkingu sem ég varla hef vit á sjálf, því ég hef látið karlinn um þetta…þótt ég sitji kóaramegin. Þess vegna hef ég sjálf mjög gott af því að fara í kvennaferð og treysta á sjálfa mig, ekki bóndann. Og einu vil ég bæta við þetta – í kvennaferðirnar hafa mætt konur með mjög illa útbúna bíla, varla með spotta eða skóflu. Úr þessu viljum við m.a. bæta og höfum því skipulagt undirbúningsfundi og smá kennslu.
Og Einar, ef þú værir af rétta kyninu myndi ég líka bjóða þig hjartanlega velkominn með upp í Setur á 31" í góðu færi, enda ertu alvanur jeppamaður, þú getur bjargað þér. Þeir segja það líka – ökumaðurinn telur mest, leiknin skiptir öllu máli þegar það kemur að því að aka jeppa í snjó. En það er ekki mjög ábyrgt að mæta óvanur á 31" og ætlast til þess að fá að fara með án þess að fararstjórar fái að hugsa málið vel fyrst.
Þetta er í fyrsta sinn sem konur í stjórn klúbbsins skipuleggja ferðina ásamt stjórnarmönnum úr Vesturlandsdeild og Suðurlandsdeild, síðan kvennaferðirnar hófust á ný. Við erum rétt að byrja að undirbúa ferðina, vinsamlegast gefið okkur tækifæri til þess án þess að byrja að gera okkur upp einhverjar fyrirætlanir o.þ.h. Allar ábendingar eru vel þegnar, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Einar, ég sá þig t.d. niðrí Mörk í gær – ég hefði alveg þegið að fá góð ráð!
þetta varð alltof langt hjá mér…
Með kveðju,
Soffía
30.01.2004 at 12:15 #485618Sælt veri fólkið,
Hvað kvennaferð varðar get ég ekki séð að það skipti neinu máli hvaða dekkjastærðar takmörk eru. Var ekki ferð hjá konum í vestulandsdeildinni nýverið þar sem óbreittur bíll hefði vel getað tekið þátt, en þar var ekið um uppsveitir Suðurlands.
Ég heyrði í konum sem höfðu miskilið upphaflegt ferðaplan og fannst leiðaval ekki krefjandi, enda fóru þær snemma á sunnudag, á og yfir Mýrdalsjökul til þess að fá almennilegan jeppatúr út úr helginni.
Varðandi dekkjastærðir almennt er það nú svo merkilegt að þeir sem eru búnir að prufa 31" 32" 35" og síðan enda á 38" eru nokkuð sammála vegna reynslu, að það hentar ekki alltaf að blanda þessum dekkjastærðum saman. Og stundum er það alls ekki viðeigandi!
kv,
Viðar
30.01.2004 at 13:50 #485620vegna undirmáls Rúnars, mér er fyrirmunað að átta mig á því að það sé stór munur á ferðafélagi og ferðaklúbb – í okkar samhengi.
Svo lengi sem innheimt eru [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]gjöld – og þau nýtt í sameiginleg verkefni, ferðir og rekstur ýmiskonar til handa [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]mönnum að þá er eðlilegt að [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]menn hafi jafnan aðgang að þeim kostum.
Kannski það ætti að hafa mishá [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]gjöld, t.d. eftir dekkjastærð 😀 (en þetta er bara hártogun í mér).
Og nokkrar línur varðandi áhuga þeirra sem eru ekki á 38"+ að þá er erfitt fyrir þá að sjá að nokkur leið fyrir þá sé að fara í ferðir þegar yfirskrift og umfjöllun er á þá lund að þeir séu ekki æskilegir.
Ég veit að kvennaferðin verður ákaflega skemmtileg og óska ég þeim góðrar ferðar og biðst jafnframt afsökunar á því að leiða þennan þráð á þessa götu – hér eiga vitaskuld að vera skemmtilegar fréttir og hlakkar mig til að sjá myndir úr ferðinni.
kv.
Sigurður M. [u:8f7y7pjx]félags[/u:8f7y7pjx]maður nr. R-3196
30.01.2004 at 13:58 #485622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem ég held að Rúnar sé að árétta er munurinn sem er á Ferðaklúbbnum 4×4 og svo t.d. F.Í. og Útivist. Þessi félög skipuleggja ferðir fyrir félagsmenn, sem og aðra, bjóða þar upp á fararstjórn og séð um allar helstu þarfir þeirra sem vilja fara í ferðir undir leiðsögn. Ferðaklúbbur er hins vegar félagsskapur þar sem menn fara saman í ferðir og njóta reynslu hvers annars. Það er ákveðinn eðlismunur þarna á þó hvor tveggja innihaldi félagsmenn.
Skúli H.
30.01.2004 at 14:43 #485624Mér datt í hug að tilgreina hérna dagskrá Ferðaklúbbsins 4×4 frá því í maí í fyrra fram í maí á þessu ári en þess dagskrá gefur nokkuð góða mynd af starfsemi klúbbsins.
2003:
Maí 28. maí Bjórkvöld
Júní 14. – 15. júní Vinnuferð í Setrið
Vörðuferð á Hveravelli
21. – 22. júní Jónsmessuferð í ÞórsmörkJúlí 19. – 20. júlí Sumarhátíð – Bæ í Reykhólasveit
á VesturlandiÁgúst 23. -24. ágúst Fjölskylduhátíð í Setrinu
Sept. 6.-7. sept. Stikuferð
19. sept. Bjórkvöld
26. sept. BaggaferðOktóber 11. okt. Landsfundur í Setrinu
18. okt. ÁrshátíðNóvember 29.-30. nóv. Nýliðaferðir
2004:
Janúar 31. janúar Þorrablót í byggð
Febrúar 7. febrúar Þorrablót í Setrinu
Mars 12.-14. mars 4ra ferða helgi
26.-28. mars KvennaferðMaí 3. maí Aðalfundur
20. maí Grill í Þórsmörk í boði
Gallery KjötÞegar lesið er yfir þessa dagskrá er hægt að segja að skipulagðir viðburðir á vegum klúbbsins séu eingöngu stílaðir inn á bíla á stóru dekkjunum??
Það virðist nefnilega vera nokkuð algengt að ruglað sé saman viðhorfum á spjallinu og viðhorfum klúbbsins sem slíks. Það er alltaf verið að hvetja menn til að taka þátt í starfinu og það er misskilningur að helst sé eitthvað um að vera í janúar, febrúar og mars. Reynt er að gera öllum til geðs og kannski mættu félagsmenn jafnvel vera duglegri að koma með hugmyndir. T.d. eru nýliðaferðirnar vinsælu upphaflega komnar frá félagsmönnum en ekki stjórn.Mér heyrist þú, Sigurður, vera með fullt af hugmyndum og vera með mikinn áhuga. væri t.d. ekki alveg kjörið að þú og þínir félagar tækju að sér að skipuleggja eina af 4 ferðunum, og þá fyrir minna breytta jeppa? Stjórnin var einmitt að auglýsa eftir slíku á netinu í dag.
Kær kveðja
Soffía.
30.01.2004 at 15:40 #485626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
strakar hvar finnur maður konur með áhuga á jeppum og hvað þá aðnota þá, eitt sem ég fór aðvelta fyrir mer með fjölskyldu sport sá eg fyrir mer minar fyrri ferðir og eg get ekki seð að eg hefði viljað hafa krakka með mer inná halendið ekki nema því stærri hópur sem væri að fara, maður hefur lent í mörgu bullinu eins og að fara niður umm ís sett bil a hliðina og allt eftir götunum, oft hefur verið sagt við mig að eg se bara klaufu að keyra enn það sem eg hef komið bílunum minum hefur oft synt annað auðvitað þarf maðr að reka sig á og gera vitleysur enn þá vil eg helst að börnin seu heima ef maður á þau a annað borð,
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.