This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 20 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Ég vil vekja athygli ykkar allra á fyrirhugaðri kvennaferð helgina 26.- 28. mars nk. Undirbúningur er hafinn og vonumst við eftir góðri þátttöku. Við viljum hafa þessa ferð sem glæsilegasta og vonumst eftir því að þeir karlar sem eru duglegir að lesa spjallið og heimasíðuna bendi konum sína á þessa ferð og hvetji þær til að fara. Nú er ekki tíminn til þess að vera eitthvað nískur á fjallajeppann, þetta er einmitt kjörið tækifæri til að auka líkurnar á því að þetta sport verði áhugamál allrar fjölskyldunnar. Ég garantera það að veskin opnast meira og oftar ef eiginkonan fær þó ekki nema örlítinn skerf af jeppadellunni.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið tilkynna þátttöku sendið okkur Agnesi endilega tölvupóst (sjá tilkynningu).
Gleðilegan bóndadag!
Ferðakveðja
Soffía
You must be logged in to reply to this topic.