FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Kvennaferð

by Bergþór Júlíusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kvennaferð

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 23 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.04.2002 at 21:25 #191434
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant

    Heyrst hefur að Reynir hafi sést við hárkolluleiguna við laugarveg í morgun. Nei annars hef ég áhyggjur að konurnar okkar ákveði að halda aðra ferð að ári liðnu.
    BÖMMMMMER mig langar með…………….:(

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 06.04.2002 at 21:51 #460286
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Beggi.

    Þú situr heima og nagar neglurnar sé ég. Alveg ómögulegur eins og aðrir makar sem eru búnar að missa kellurnar til fjalla. Ég var að heyra það áðan að Soffía væri búin að panta "44 breytingu á Isuzu. Lét hún þig vita?

    Annars er frábært hvað þetta gengur vel hjá þeim og eins hvað þátttakan í ferðinni er góð. Það þarf endilega að viðhalda þessari kvennaferð í framtíðinni.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    07.04.2002 at 13:35 #460288
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Hurðu BÞV ég er búin að fá fjárveitingu fyrir læsingu og það var á leiðinni upp eftir.Mér hlakkar til þegar þær fara til baka …………..44" hummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm





    07.04.2002 at 13:46 #460290
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir þjáningarbræður hér eru fl eginmenn sem eru að klára negglur og fl það er orðið hart þegar meður er farinn að þrífa á fullu bara til að hefa eitthvað að gera. Bið að heilsa öllum grasekklonum sem eru í sömu sporum, bestu kveðjur til stelpnana þær bjarga sér þegar á reynir.





    07.04.2002 at 18:32 #460292
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Fyrstu bílarnir eru að renna í hrauneyjar en restin er um 2 tíma á eftir rétt við girðinguna.
    Þær eru alveg meiriháttar klárar þessar kellur og eiga rósir skilið og læsingar. Bara að hafa farið alla leið og ekki gert 1 gat á dekk finnst mér meiriháttar,og að hafa komið 44" dekki á felguna aftur er frábært og hefðu örugglega verið létt verk fyrir þær, við fuskarnir værum allavegana búnir að tappa í 1 dekk miðað við okkar aksturslag.
    Ég tek ofan fyrir þessum dúllum.

    Steikin bíður kellan mín.





    07.04.2002 at 22:12 #460294
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já strákar við ættum að vera stoltir af konum okkar þeim er ekki fisjað saman. Síðast þegar ég frétti af minni þá var búið að dæla í öll dekk og fl til og gera allt klárt til heimferðar frá Hrauneyjum.





    08.04.2002 at 11:09 #460296
    Profile photo of Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Soffía Eydís Björgvinsdóttir
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 296

    Ég verð að játa að ég er svolítið þreytt í dag. Allir vöðvar aumir og stífir. Höfuðverkur vegna svefnleysis er eitthvað að banka á bakvið augun. En ég hef samt sjaldan verið eins ánægð eftir jeppaferð eins og nú. Þetta var frábær túr!!! Bara gaman eins og sumir segja, þrátt fyrir krapann og pollana og pyttina og stöðuvötnin og sundin. Og hliðarhallann…úff. Halli sem áður hefði þeytt mér hálfskrækjandi í fang bóndans mun héðan af varla ýfa við einni taug. Og fj.. hraunið. Að það skyldi ekki hafa komið lófastór göt á dekkin..hraunnybburnar voru alls staðar – oní hverjum pyttinum á fætur öðrum. Hjartað var meira og minna oní buxunum, sérstaklega á leið inn í Laugar.
    Og stelpurnar – þær stóðu sig allar svo vel – ég á varla orð til að lýsa því. Jújú – við höfum stundum fengið að keyra en bara í góðu færi. Þarna voru sumar að taka í jeppa í fyrsta sinn inn á hálendi í snjó (krapa). Og við gátum þetta!! Og gerðum vel! Það er stór áfangi að losna við hræsðluna og fá aukið sjálftraust. Svo ekki sé minnst á að læra inn á bílinn! Þetta var í fyrsta sinn sem minn ástkæri Trooper lenti í krapa fyrir alvöru. Stóð sig bara vel – og betur á leiðinni heim því þá kunni ég betur á hann. (mig langar nú samt í læsingar að aftan og breytt hlutföll…)
    Þegar ég kom heim rúmlega níu þá beið mín steik og nudd. Það var ánægð jeppakona sem lagðist á koddann, Stína og Ester stóðu sig alveg frábærlega – af öllum stórum ferðum sem ég hef farið í – með svona marga bíla – þá gekk þessi ferð langbest. Þær stöllur kunnu svo sannarlega að sjá um hópinn og eiga margar og miklar þakkir skildar fyrir. Ég sé það fyrir mér í framtíðinni þyki það ekkert tiltökumál þótt konurnar skelli sér á fjöll og skilji bara eiginmennina heima með börn og bú. Áfram stelpur!!

    Kveðja, Soffía.





    08.04.2002 at 11:34 #460298
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Til hamingju stelpur og ekkert annað. Eitt þó, það hefur einvher tekið brúna gönguskó blauta og fína í misgripum inn í laugum gott væri að frétta af þeim einhverstaðar uppl í síma 897-4043





    08.04.2002 at 14:03 #460300
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæl Soffía og þið hinar líka.

    Bestu hamingjuóskir með frábæran árangur um helgina. Ég (og fleiri) áttum alls ekki von á því að þið mynduð klára þetta verkefni eins og færðin var.

    Sjáumst á fundinum í kvöld.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    08.04.2002 at 16:18 #460302
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það hefur verið talað um frábæra þátttöku í kvennaferðinni en mig langar að vita hversu margir bílar voru í ferðinni, getur einhver svarað því ?





    08.04.2002 at 18:20 #460304
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæl SÞ.

    Bílarnir voru 22. Það höfðu 24 áhafnir skráð sig í ferðina er tvær þurftu að hætta við vegna veikinda. Annars hefði mér fundist að þú hefðir sjálf átt að vera með í för… ",

    Til gamans vil ég benda þér á tilkynningarnar sem settar voru á vefinn frá hádegi á laugardegi til miðnættis á sunnudegi (alls 10 pistlar), en þar var sagt frá því hvernig gekk í túrnum. Þú smellir á "meira" á einhverri tilkynningu á aðalsíðunni og svo "sýna allar tilkynningar" á síðunni sem þá opnast.

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    08.04.2002 at 18:56 #460306
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir svarið, ég var búin að lesa fréttirnar en það kom hvergi fram hve margir bílar voru í ferðinni, aðeins að það hafi verið metþáttaka. Gaman að heyra að þetta voru 22 bílar, helv…gott.

    (ég hafði hugsað mér að fara en komst því ver og miður ekki þessa helgi en verð auðvitað með næst…)





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.