Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kútur fyrir MigMag vél.
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.12.2004 at 13:51 #194975
AnonymousHeil & sæl,
er með litla MigMag vél inní skúr. Málið er að kúturinn er orðinn tómur, og ég tími ekki að leigja kút hjá Isaga.
Mig langaði að forvitnast hvernig menn væru með þetta hjá sér, hvort þeir ættu kúta eða væru almennt að leigja þetta?
kv,
– btg -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.12.2004 at 15:40 #510132
Sælir
Hérna á forsíðunni á vefnum er tilboð frá JAK á mig/mag suðu, þar er talað um að 6kg kútur fylgi, það er spurning hvort þeir selji kútinn sér.
Kannski væri ráð að hringja í þá og spurjast fyrir.kv. O.Ö.
02.12.2004 at 16:53 #510134Ég er með kolsýru slökkvitæki!
02.12.2004 at 22:42 #510136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú hefur bara tvo kosti.
1) Leigja kút af einokunarfyrirtækinu AGA og taka því ómurt með bros á vör.
2) Kaupa þér kolsýru kút sem þú átt sjálfur en startið í því er náttúrulega svolítið dýrt.
Tel auðvitað ekki með að nota einnota kúta en það er alveg vonlaust.Ég er með tvær MIG(MAG)ur í skúrnum hjá mér, önnur með kolsýru en hin með 80/20 Argon / kolsýru. Það er ekkert að því að nota hreina kolsýru þó svo sumir haldi því fram vegna vanþekkingar að það sé alveg vonlaust. Ef þú ert með litla vél og þarf að sjóða í þykkt járn er það jafnvel betra því suða með kolsýru (MAG suða) er heitari og þú færð meiri innbrennslu en í MIG suðu.
Kolsýrukúturinn sem ég er með var keyptur hjá Kolsýruhleðslunni ef ég man rétt. Svo þarft þú líka nýjan mæli eða amk. millistykki fyrir þann gamla. Ef þú ákveður að leigja kút þá er lítil flaska af blandgasi + leiga í eitt ár hjá AGA ca. 16-17 þús.
kv.
03.12.2004 at 00:13 #510138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sløkkvitækjatjonustan ut a Karsnesbraut
03.12.2004 at 09:00 #510140
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn
Það er vefverslun (weldingsupply.com)sem er með tilboð á tómum hylkjum núna,kolsýru og argon,, mjög gott verð.http://www.weldingsupply.com/cgi-bin/ei … :OR:20-CYL
Ég kaupi reglulega af þeim þetta er heiðarlegt fyrirtæki
DUDE
04.12.2004 at 13:51 #510142Ef þú ert litla einfasa vél þá er jafnvel betra að vera með kolsýru því hún kælir efnið minna en blandgasið.
Ég nota kolsýrukútinn sem ég er með í jeppanum við rafsuðuna þegar ég þarf að sjóða og það kostar mig milli 3 og 4þús. að fylla á kútinn hjá slökkvitækjaþjónustunni hér í suður með sjó.
04.12.2004 at 15:44 #510144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem þú græðir mest á að nota blandgas frekar en kolsýru er hreinni suða ég er búinn að prófa ýmislegt í mig/mag suðu er suðumaður að atvinnu og hef komist að því að eitt skemmtilegasta gasið sem hægt er að fá í dag er mison 18 það er 80% kolsýra 18% argon og 2% köfnunarefni ef ég man rétta samsetningu. Kolsýra er svokölluð mag suða sem þýðir að kolsýran er virkt gas og hjálpar til við að halda suðubaðinu heitu og gengur að hluta til í samband við suðuna, blandgas aftur á móti er mig suða og er blandgasið óvirkt gas sem virkar bara sem hjúpur yfir suðubaðinu til að hindra að súrefni komist að suðubaðinu á meðan það er fljótandi.
Kolsýran hrækir meira (meiri suðulús), ég prófaði töfralausn sem aga kom með fyrir nokkrum árum sem var í því fólgin að hita kolsýruna upp um leið og hún kom úr kútnum, það er skemmst frá því að segja að munurinn var samasem enginn. Þar sem ég er dags daglega að eltast að suðurnar mínar séu hreinar og fallegar og þurfa að standast ströngustu prófanir sem gerðar eru í evrópu þá færi svo mikill tími í að hreinsa suðustykkinn eftir kolsýruna að við notum alltaf mison 18.
Kveðja Gunnar Már
04.12.2004 at 16:02 #510146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mási atvinnusuðumaður, rétt skal vera rétt:
MISON® 18
Sammensetning: 82% Ar, 18% CO2, <0.03% NO.kv.
04.12.2004 at 16:29 #510148
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og ég skrifaði var ég ekki viss en þarna kom það fram, maður er með marga svona kúta fyrir augunum á hverjum degi en að leggja þetta á minnið það er eitthvað erfiðara.
kveðja Gunnar Már
04.12.2004 at 19:14 #510150Ég er alveg sammála því að Mison 18 sé betra en kolsýra og suðurnar frá því sterkari, enda er ég sjálfur atvinnumaður með flest þau rafsuðu réttindi sem iðntæknistofnun hefur uppá að bjóða. En það var ekki aðalmálið því maðurinn er sjálfsagt ekki (að ég held)að eltast við gæðastaðla eða annað slíkt heldur að reyna að komast sem ódýrast frá þessu, því beindi ég orðum mínum að kolsýrunni.
Kveðja Gunnar.
04.12.2004 at 20:27 #510152Dude,
hvað eru þetta stórir kútar sem þú hefur verið að flytja inn og hvað hefur þetta verið að kosta komið inn í skúr hjá þér?
Ég veit um nokkra sem eru komnir með upp í háls af verðlagninguni hjá þessu einokunarfyrirtæki sem ÍSAGA er, þó að þjónustan sé fín þá er verðið allt allt of hátt.kveðja,
Glanni.
05.12.2004 at 17:42 #510154Það er hins vegar allt í lagi að þeir sem hafa atvinnu af þessu að borga þetta verð sem aga setur upp 16-17 þúsund en allt of dýrt fyrir einstaklinga sem vilja bara hafa þetta "stand by" inni í skúr ef ske kynni að það þyrfti að sjóða eitthvað til að redda sér. Eruð þið ekki sammála því?
Kveðja,
Glanni
05.12.2004 at 20:49 #510156
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að ræða þessi mál við slökkviliðsstjórann hér í mínum heimabæ og hann var að benda á að Slökkvitækjaþjónusta sem er í Kópavogi, við höldum að gatan heiti vesturvör er að selja Kolsýrukúta ætlaða til suðu og ýmislegs annars, þessir kútar voru víst á mjög góðu verði miðað við leiguna hjá ísaga og hann getur hlaðið þá sjálfur eftir því sem mér skilst. Ég tek það fram að þetta er allt haft eftir þriðja aðila og hef ég ekkert kannað þetta sjálfur en maðurinn sem á þessa slökkvitækjaþjónustu heitir Árni og síminn hjá honum er 892 4683
Kveðja Gunnar Már
06.12.2004 at 13:06 #510158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég er búinn að taka smá snúning á þessu.
Það er hægt að kaupa kút hjá JAK, 6kg kolsýrukútur kostar um 39 þús á þeim bænum.
Ég hringdi líka í Árna, en hjá honum kostar 5 kg kolsýrukútur 19 þús. og áfyllingin 320 kr á kg.
Ég er alveg sammála Glanna, ég nota þetta aðeins til að grípa í þannig að leiga er ekki option hjá mér.
Blandgasið heillar mig meira eins og Mása, en ef ekkert annað er í stöðunni, þá tek ég kolsýruna.
Er þetta kannski spurning um að koma sér saman um að flytja inn einhvern haug af kútum fyrir blandgasið?
kv,
– btg
06.12.2004 at 13:24 #510160
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir því sem best veit þá gerir Isaga mönnum það ókleyft að eiga eigin kúta, vegna okurhárra prófunargjalda sem þeir ákváðu allt í einu að setja á eignarkúta sem komu til hleðslu. Þeir sem áttu t.d. kúta undir súr og gas voru því þvingaðir af Isaga til þess að láta þá upp leigu og hleðslu og fengu jafngildi 3 ára leigu í staðinn.
Ég þekki menn sem eru svo æfir út í fyrirtækið að þeir gera hvað sem er af prinsip ástæðum til þess að þurfa ekki að eiga viðskipti þarna m.a. nota kolýru osfrv. Verra með súr og gas.kv.
06.12.2004 at 16:55 #510162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Glanni (smá miskilningur)þetta var ekki nógu skýrt hjá mér.
Ég hef ekki keypt hylki hjá þeim,heldur aðra smá hluti sem að ég nota mikið af.
En ég held að ég prufi að taka af þeim hylki og pósta þá sundurliðaðan kostnað.
KV
dude
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.