This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Það hefur raunar komið fram áður, að í útvarpi ríksins, sem við verðum að borga afnotagjald af hvort sem við viljum eða ekki, hefur sennilega í allan vetur verið þáttur eftir hádegi á laugardögum sem stýrt er af Hjálmari nokkrum Sveinssyni. Útvarpsþætti þessum er trúlega ætlað að vera þjóðfélagsrýni öðrum þræði á forsendum fréttaskýringa. Svo sem allt í lagi með það. Hjálmar þessi hefur hinsvegar mikla ótrú á farartækjum með drifi á öllum hjólum og hefur notað þættina síðustu vikurnar til að koma þeirri skoðun á framfæri. Hefur honum tekist að koma sjónarmiði þessu að í þáttum um aðskiljanlegustu önnur efni, sem er kannski í lagi ef almannaheill er í veði. Í gær (26.4.2008) var viðmælandi Hjálmars sýslumaður nokkur á Suðurlandi, þekktur að röggsemi að mér skilst. Þeir ræddu umferðaröryggi og dauðaslys og voru ansi sammála um að alvarleg slys væru óhjákvæmilegur fylgifiskur breyttra jeppa og því þyrfti að losna við þá úr umferðinni. Nú má vel vera að þeir hafi undir höndum rannsóknir, sem staðfesti þetta, en ekki minntust þeir þó á neitt slíkt það ég gat heyrt. Hinsvegar vita ansi margir um rannsókn, sem gerð var af óháðum aðila fyrir tæpum tveimur árum að mig minnir, sem gaf allt annað til kynna. Fávís sveitamaður eins og undirritaður verður ansi langleitur undir svona lestri og spyr sjálfan sig hverju eigi að trúa.
You must be logged in to reply to this topic.