This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
af og til hafa verið umræður hér á vefnum um það hvort fært sé yfir þessar eða hinar árnar, hvernig vöðin hafi verið um síðustu helgi, hvort „ég“ komist á 33″ xxx með tjaldvagninn hitt eða þetta. Að mínu mati þá ber þessi umræða vott um óþarflega mikla vanþekkingu á vatnsföllum okkar, þessum spurningum er einfaldlega ekki hægt að svara svo gagni.
Eina leiðin er að spyrja að leikslokum (óþarflega dýrkeypt stundum), og þá er kannski bara gæfulegast að afla sér sjálfur þekkingar og reynslu, -annað hvort með því að fá sér vöðlur og vaðstaf og kanna vötnin ströng, eða þá að nema af viskubrunni þeirra sem hafa reynsluna. Það er nú reyndar þannig að hver á, hver staður og hver árstíð hefur sinn karakter, sem tekur vissulega tíma að átta sig á.
Ég ferðast nánst aldrei án vaðstafs (íssporjárn) og nota gjarnan grjót sem ég hendi út í árnar til að kanna möguleg vöð, get oft kannað botn og vatnsdýpt með því og spara mér þannig snúningana.
GÓP hefur boðið upp á námskeið þar sem kennt er að vaða ár, að velja vöð og að aka yfir árnar. Sjálfur hef ég gert dálítið af því að smíða fyrir menn vaðstafi og jafnframt íssporjárn, vöðlur fást eflaust víða.
Það er semsé engin ástæða fyrir okkur ferðamenn að spyrja aðra spurninga sem kannski enginn getur svarað betur en við sjálfir.
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.