FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Kraftleysi í 2,5 Navara

by Gísli Rúnar Kristinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kraftleysi í 2,5 Navara

This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson Jóhann Þröstur Þórisson 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.11.2008 at 13:59 #203250
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant

    Jæja þannig er mál með vexti að ég var að klára ganga frá Nissan Navara 2,5 2003 sen fór með trínið ofan í sjó og það flæddi inn á vélina og er búinn að láta taka heddið í gegn, nýjir knastásar ventlar, spíssar og glóðakerti og allt komið á og bíllinn kominn í gang en er svo djöfull máttlaus. kemst ekki yfir 3000 sn. bíllinn fór í sjóinn fyrir 2 árum síðan og er búinn að standa mikið. er vélin var samt skoluð út eins og bíllinn. kjallarinn á vélinni er í toppstandi opnaði allt og yfirfór. enda búið að skipta mörgum sinnum um olíu. túrbínan er nýupptekin. búinn að bústmæla hana og hún blæs 11 pund á 5000 sn álagslaus. (held að það sé eðlilegur blástur) tíminn er 100% réttur. yfirfór tímann extra vel. búinn að blokka EGR ventilinn. (ef að hann stæði kannski fastur).
    svo þegar ég er að keyrann þá dettur krafturinn inn og út. er kannski með olíugjöfina í botni og sn læðist rólega upp í 3000 sn og heldst þar í smá tíma og svo allt ó einu er eins og það losni um stíflu og snúningur ríkur upp og kemst bíllinn á botn sn. nokkuð hress en ekki 100% (ca:70% afl myndi ég skjóta á) er bíllinn er að skila kannski 10% afli kaldur og þegar sn fer ekki yfir 3000 sn.
    Er búinn að skipta eldsneytinu út og hreinsa allar lagnir og skipta 2svar um eldsneytissíu. ekkert breittist við nýtt eldsneyti.
    búinn að tékka á síubollanum við olíuverk. enginn bolli þar.
    og þá spyr ég hvað fleira get ég prufað áður en ég ríf olíuverkið úr honum.

    finnst þetta lýsa sér eins og olíusvellt eða e-h. Bíllinn reykir ekkert, ekki einu sinni kaldur

    HJÁLP HJÁLP

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 22.11.2008 at 14:24 #633226
    Profile photo of Brynjar Örn Þorbjörnsson
    Brynjar Örn Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 55
    • Svör: 286

    hve mikið fór á kaf? Eru þessir ekki komnir með soldið tölvu rusl sem þolir sjó ílla.





    22.11.2008 at 15:05 #633228
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Er búið að tékka á öllum skynjurum og svoleiðis dóti, gæti t.d. verið loftflæðiskynjari eða jafnvel inngjafarsýstemið sjálft. Ef þetta er eitthvað svipað og í Terrano 2000 módelinu þá er inngjöfin rafstýrð og það gæti einmitt líst sér á þennan hátt. Þetta kerfi er í rauninni bara svona stilliviðnám (eins og styrkstillir á útvarpstæki) sem inngjafarpedalinn snýr og einhverskonar servomótor sem snýr inngjafarspjaldinu, ef óhreinindi eða annað komast í þetta er fjandinn laus. Lenti í því að það voru kominn óhreinindi í þetta á Nissan Terrano frúarbílnum og hann lét eins og ótemja á lítilli inngjöf en skánaði þegar meira var gefið inn. Ég gat hreinsað þetta og þá snarlagaðist hann, en guð hjálpi þér ef þú þarft að kaupa nýtt í þetta því mig minnir að þegar ég tékkað á verði á þessu, þá kostaði það 60 þúsund og það er meira en ár síðan.

    Kv. BIO H-1995





    22.11.2008 at 16:02 #633230
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    sælir. ég skipti um víralúmið eins og þas leggur sig, tölvuna og allt. kom úr eíns bíl (veltum). og með inngjöfina þá minnir mig að hún sé barkastýrð. það er einginn loftflæðiskynjari





    22.11.2008 at 17:24 #633232
    Profile photo of Brynjar Örn Þorbjörnsson
    Brynjar Örn Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 55
    • Svör: 286

    kíktiru aldrei á olíuverkið? og var hann í gangi þegar hann fór í sjóinn ventlabilinn eða fattar ef það er vitlaust verður hún hálf léleg?





    22.11.2008 at 18:47 #633234
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Á bágt með að trúa að það sé ekki skynjari fyrir loftflæðið inn á vélina (Mass Air Flow Sensor) það er á nánast öllum nýlegum dísilvélum. Sensorinn er yfirleitt staðsettur við lofthreinsarann á lögnini að vél. Ef þessi skynjari bilar fer vélin að ganga illa sérstaklega á lágum snúningi eða í hægangi og eyðslan ríkur upp. Þetta þarf ekki að vera neitt tengt þessu vandamáli hjá þér en væri rétt að athuga það. Er hann með olíuverk eða commonrail? EF hann er ekki með olíuverk getur þú allavega útilokaða það.

    Kv. BIO





    22.11.2008 at 19:04 #633236
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    nei bíllinn var ekki í gangi þegar hann fór í sjóinn. og það er einn skynjari lítill svartur sem er stungið inn í loftleiðarann fyrir framan síu. en man ekki hvað hann gerir, súrefnisskynjari eða e-h. en hann mælir ekki loftflæði held ég.
    hann er með olíuverk ekki commonrail.
    hann gengur flottann lausagang.





    22.11.2008 at 20:25 #633238
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ef að það er sjálfvirkt kaldstart á honum eins og svo mörgum japönskum þá gæti það verið að rugla í olíuverkinu. Það ætti að vera annaðhvort rafmagnsmótor eða vax-element sem tengist kælivatninu og er á hliðini á olíuverkinu. Spurning um að prufa að aftengja það.





    22.11.2008 at 22:24 #633240
    Profile photo of Hafsteinn Davíðsson
    Hafsteinn Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 28

    Sæll ég myndi skoða skynjarann fyrir túrbínu þrístinginn, mynnir að hann sé hægra meginn á intercoolernum.

    Kv.
    Haffi





    22.11.2008 at 22:38 #633242
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Lennti í svona kraftleysi í vinnubílnum, sem er 2005 módel. Kraftleysið var reyndar bara í 3ja og 4ða gír eins fáránlegt og það er. það reyndist vera einhver rofi við gírkassann sem var farinn að klikka. Skipt um hann og nýr bíll.

    Kv.

    Heiðar





    23.11.2008 at 13:36 #633244
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    er búinn að boostmælann og hann blæs mjög vel 11-12 pund. álagslaus





    23.11.2008 at 22:50 #633246
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Búinn að athuga hvort að jarðtengi hafi náð að losna vegna tæringar útaf seltu eða eitthvað álíka?
    Það gæti verið að trufla eitthvað varðandi skynjara varðandi inngjöf fyrir háa snúninginn.

    Haffi





    24.11.2008 at 08:02 #633248
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Þða er frígírs rofinn í gírkassanum sem getur orsakað þetta einnig ef hann verður kraftmeiri þegar haldið er við gírastöngina, en þessi rofi á að passa að gefa ekki fullt afl í frígír ef gjöfin er staðin í botni án þess að vera í gír.
    Gísli





    24.11.2008 at 18:43 #633250
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    er búinn að tengja framhjá gírstangarskynjaranum. breittist ekkert. búinn að prufa skipta um viðnámsnemann í petalanum (ekki barki sem stjórnar inngjöf) það breitti engu. bíllinn fer upp í ingvar í lestur á morgun. Grunar samt eins og e-h sagði hér ofar að sogþrýstingsneminn á intercoolernum sé e-h að klikka
    kemur í ljós hvað tölvan hjá ingvari segir





    25.11.2008 at 21:27 #633252
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    bíllinn er búinn í lesningu og eini skynjarinn sem er e-h að er vatnshitaskynjarinn fyrir tölvuna. var samt að skipta um kælivatnshitaskynjarann fyrir mælinn í mælaborðinu. greinilega sitthvor skynjarinn. en þeir fullyrða að hann sé vandamálið. ef tölvan skynjar hann ekki þá fær hann ekki olíu.





    27.11.2008 at 01:16 #633254
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Láttu vita hvað var að :-)





    27.11.2008 at 19:15 #633256
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    skal gera það. en svona til umhugsunar þá sótti ég bílinn í gær uppí Ingvar H og var að drattast heim á innan 2500 sn og sá að hitamælirinn reis ekkert og ákvað þá að stoppa á miklubrautinni og tékka á tengjunum og sá að þeir höfðu gleymt að báða kælivatnsskynjarana og ég plöggaði þeim inn. viti menn bíllinn bara eldhresstist við og keyrir á 80% afli ca og dettur ekkert inn og út krafturinn. allavega hægt að keyrann og notann þó að það sé ekki full power en það er greinilegt að þessi skynjari er merkilegur. Fæ nýjann á morgun (föstud. 28 nóv) og bind miklar vonir að hann sé lausnin og ég fái 100% afl. læt ykkur vita sem eru að fylgjast með hvernig fer.





    28.11.2008 at 00:11 #633258
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Erfiðustu bilanirnar eru sennilega þegar skynjarar "skekkjast", þ.e. skila vitlausum mælingum í stað þess að hætta að virka.





    01.12.2008 at 11:54 #633260
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    Jæja það er kominn ný skynjari í og bíllinn kemst á snúning og allt það en er samt of máttlaus enþá.
    það er bara svona jafn kraftur í honum. maður finnur t.d. aldrei túrbóið koma inn. og ótrúlegt en satt er eins og vélin sé töluvert hressari þegar ég er á kúblingunni. alltaf þegar ég stoppa á ljósi og er í kúblingunni þá er eins og hann sé kominn með eplilegt afl og svo þegar ég tek af stað vantar allt tog

    2 sem mér dettur í hug.
    1)Sogþrýstingsskynjarinn. hann sé bilaður og skynji ekki túrbóblásturinn

    2) að það sé e-h skynjari við kúblingu sem er ekki að virka rétt.

    finnst bara skrítið að bíllinn er nýbúinn í lesningu og þeir mátu alla skynjara í lagi nema þennan sem ég var að skipta um. en það er greinilega ekki þannig





    01.12.2008 at 20:15 #633262
    Profile photo of Gísli Rúnar Kristinsson
    Gísli Rúnar Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 161
    • Svör: 390

    jæja það er kominn nýr sogþrýstingsskynjari og enn batnar bíllinn ekki. hvaða fleiri skynjarar geta orsakað kraftleysi





    20.11.2009 at 01:12 #633264
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Jæja hvernig er staðan á þessu máli núna? Ertu með YD25DDTi vélina?

    Kv Magnús





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.