This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Tolli 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég er með lc80 -94 sem er kraftlaus, og er að leyta að lausn við vandamálinu. ég er búin að skpta um spíssa, túrbínu og púst. túrbínan sem ég setti í hann er að blása heldur lítið ca 8, en mér finnst samt það ekki útskýra kraftleysið. Bílinn er ég búinn að eiga lengi og þetta gerðist bara svona hægt og rólega, hann fór upp í eyðslu ca. 20l á langkeyrslu og er algerlega mátt vana. mér finnst líklegast að þetta sé annaðhvort tími (hef heyrt að kílfarið fyrir tímakeðjuna geti slitnað og valið þessu) eða olíuverkið. Vandamálið er það að chekka á þessu á verkstæði kostar marga hundraðþúsund kalla og ég er búin að eyða þeim nokkrum í spíssa túrbo og púst án þess að neitt lagist. og langar ekki að henda meira féi í ekki neitt. Svo er spurning hvort geti verið að vélin sé bara svona slitinn? en hann brennir ekki miklum smur, bíllinn er ekinn 360 þús. Hefur einhver bjartar hugmyndir fyrir mig ? eða á maður bara að selja drusluna í varahluti ( bíllinn er stráheill að öðru leyti en þessu)
bestu kveðjur
ÁrniP
You must be logged in to reply to this topic.