Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kraftlaus Ford F150
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 13 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.08.2011 at 19:28 #220072
Daginn, Er með ford f150 árg 99 4.6l og hann er ekki eins og hann á að sér að vera. Lítill kraftur og fer að ganga illa ef honum er gefið. Það eru ný kerti í honum, nýr loftflæðiskynjari og nýjir skynjarar í pústi. Er einhver fordsnillingurinn með töfralausn á málinu?
Kv Villi
villis@mi.is -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.08.2011 at 00:33 #735375
Fyrst það eru ný kerti og O2 skynjarar giska ég á að ástæðan sé að það hafi myndast á þeim rauð útfelling úr bensíni með "oktan boost" bætiefnum. Þessar vélar (bæði 4,6 og 5,4 l.) í ford voru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessu og það kom fyrir að spíssar eyðilöggðust einnig vegna þessa svo ég veðja á þá.
Freyr
18.08.2011 at 19:14 #735377Takk fyrir þetta. Ég hef reyndar ekki verið að nota nein bætiefni á hann en þetta kom í hann fljótlega eftir að ég keypti hann, prófaði að botnstanda hann í smástund og eftir það þá varð hann svona. kannski eitt enn, check engine ljósið logar, BVA á egilstöðum sagðist hafa tengt hann við tölvu og þetta væri loftflæðiskynjarinn og hann er nýr en ég losna ekki við ljósið. Það hefur komið fyrir að ljósið fer að blikka í akstri og þá versnar gangurinn til muna. En ætla að panta mér nýja spíssa að utan í hvelli
Takk fyrir
Kv Villi
18.08.2011 at 23:34 #735379Bætiefnin væru væntanlega ekki frá þér kominn heldur okkar ástkæru olíufélögum. Síðasta sumar seldu þau lélegt bensín sem sem uppfyllti ekki 95 oktan staðla og því var reddað með íblöndun af "oktan booster" bætiefnum. Þau bætiefni mynduðu rauða útfellingu á kertum í MJÖG MÖRGUM bílum, í sumum urðu O2 skynjararnir rauðir og eins kom fyrir (sérstaklega í 4,6 og 5,4 ford v8) að spíssar skemmdust. Þessi rauða útfelling gerir neistanum kleyft að hlaupa eftir postulíninu beint upp í hedd í stað þess að hlaupa yfir í jarðskautið og mynda alvöru neista, þekki hinsvegar ekki hvað það er nákvæmlega sem klikkar í sambandi við spíssana.
Athugaðu að þessi pæling mín með að spíssarnir séu að hrekkja þig gæti samt verið röng, ættir að skoða málið aðeins betur áður en þú kaupir nýja spíssa.
Freyr
18.08.2011 at 23:44 #735381Sæll aftur. Googlaði þetta og í tveimur þráðum sem ég fann lýsti bilunin sér eins og hjá mér og bilunin var í báðum tilvikum bensíndælan. Þegar að þú talar um rauða o2 skynjara þá man ég að mínir voru svona riðbrúnir þegar ég tók þá úr. Hvar mæla menn með að kaupa bensíndælu í svona bíl? Er ekki viss um að ég þori að bjalla í umboðið og fá upp verð, hef grun um að það verði allavega annar handleggurinn
Kv Villi
18.08.2011 at 23:53 #735383[quote="villi":3radntkn]Sæll aftur. Googlaði þetta og í tveimur þráðum sem ég fann lýsti bilunin sér eins og hjá mér og bilunin var í báðum tilvikum bensíndælan. Þegar að þú talar um rauða o2 skynjara þá man ég að mínir voru svona riðbrúnir þegar ég tók þá úr. Hvar mæla menn með að kaupa bensíndælu í svona bíl? Er ekki viss um að ég þori að bjalla í umboðið og fá upp verð, hef grun um að það verði allavega annar handleggurinn
Kv Villi[/quote:3radntkn]
Sæll
Ég myndi prófa að bjalla í umboðið, Ford eru búnir að lækka verðið á varahlutum allverulega, ég var að kaupa hjólalegu um daginn og kostaði hún um 70þús fyrir um 1.5 ári síðan en kostar í dag 40þús úr umboðinu.
K.v
Stjáni
18.08.2011 at 23:59 #735385það er ekkert smá lækkum, þeir eru kannski að átta sig á að þeir eru að missa viðskipti með þessari verðlagningu.
takk fyrir ábendinguna, prófa að heyra í þeim á morgunKv Villi
19.08.2011 at 09:17 #735387Ég á FORD með 5.4 vélinni og lenti í svipuðu og þú ert að lýsa fyrir nokkru síðan. Það var búið að skipta um bensíndælu, hreinsa upp alla skynjara sem náðist í, yfirfara kertin, reyna að hreinsa spíssana osfrv. Reyndar gerðist það alltaf af og til að vacum slanga losnaði sem hefur sennilega ekki gerst hjá þér. En hvað um það, bíllinn varð alltaf kraftlausari og kraftlausari. Að lokum datt einum snillingnum í hug að rífa þústkerfið undan og kíkja inn í stóra hvarfakútinn. Þá kom í ljós að það var eins og það hefði verið settur steypuklumpur inn í hann. Við náðum í stóra járnkarlinn og hreinsuðum allt út úr kútnum. Eftir það var allt í himnalagi og bíllinn aldrei sprækari.
Bara svona til að flækja málin aðeins.
19.08.2011 at 15:05 #735389Ljónstaðabræður og Stál og Stansar hafa reynst mér best í varahlutakaupum (í þau fáu skipti sem eitthvað hefur gefið sig/slitnað) og eru þeir samkeppnishæfir við flestar USA verslanir á netinu.
20.08.2011 at 00:23 #735391Eitt enn. Það er einhver tölva aftarlega í þessum bílum sem er boltuð beint á grindina. Tölvan er með ál húsi sem vegna tæringar springur og þá fer vatn inn í heilann. Spurning hvort þessi tölva stýri bensíndælunni???? Væri gaman ef einhver gæti komið með ýtarlegri upplýsingar um þetta mál.
Freyr
20.08.2011 at 13:26 #735393Jæja, fékk upp verð hjá IB á selfossi og svo brimborg, mæli með að fólk sitji þegar það les verðin frá brimborg
IB
Bensíndæla 15.900 kr
Bensínsía 2.500 kr
Spíss 13.900 kr per stkBrimborg
Bensíndæla 95.150 kr
Bensínsía 3686 kr
Spíss 30.432 kr per stkKv Villi
22.08.2011 at 16:25 #735395Jæja, Hafði samband við Brimborg aftur til að forvitnast um af hverju þessi verðmunur væri á dælunum og svarið var:
Hjá Ford er ekki hægt að fá dæluna sér, heldur kemur allt tank unitið með dælunni ,mótstöðunni, festingum og rörstútum.Svo var verðið á dælunni og öllu sem henni fylgir lækkað niður í 80406 og spíssinn niður í 24372
Þannig að miðað við verð á dælunni hjá IB kostar tank unitið ,mótsaðan, festingar og rörstútar hjá Brimborg 64506 sem mér finnst heldur mikið.
Kv Villi
23.08.2011 at 15:23 #735397Varstu búinn að skipta um bensínsíuna
Hefur þú talað við Ljónstaðabræður ?
23.08.2011 at 23:18 #735399Sæll, nei, er ekki kominn svo langt. Ætla að panta mér síu á morgun og sjá hvor þetta lagast eitthvað
Kv Villi
25.08.2011 at 15:31 #735401Sían lendir á morgun en ákvað að gera uppskurð á hvarfakútunum og þeir voru bara í fínu standi og bíllinn örlítið léttari eftir aðgerðina Fór svo hring og hann er alveg eins ennþá, maður finnur vel þegar hann er að missa einn og tvo cylendra úr í einu.
Kv Villi
25.08.2011 at 23:21 #735403Vilhelm minn, fer bara ekki að verða ódýrara að fara aftur á Togogýta? Liggur vandinn ekki í því að þetta er Ford? 😉
26.08.2011 at 17:24 #735405Ætli ég fari bara ekki aftur í patrolinn. En næsta spurning, er einhvert fyrirtæki hérna á klakanum sem að getur prófað fyrir mig spíssana? eða ætli það sé bara ódýrara að pannta þá bara strax að utan í staðinn fyrir að eyða peningum í að láta tékka á þeim
Kv Villi
26.08.2011 at 20:43 #735407Mér sýnist að nýr ford spíss kosti það sama og uppgerð á toyota spíss hérna á klakanum.
Man samt ekki hvað prófun á spíss kostar. Eru það ekki bara Vélaland og Framtak-Blossi sem eru í því ?
27.08.2011 at 17:41 #735409Já einmitt, var að hugsa um að kaupa bara notaða spíssa að utan sem er búið að yfirfara. þ.e þrífa, þrýstiprófa , lekaprófa og para saman eftir magninu sem þeir buna í gegnum sig, 25000 kall hingað komið
Kv Villi
28.08.2011 at 19:27 #735411Nokkuð viss um að háspennukeflið er farið, athugaðu hvort öll kerti kviekja
28.08.2011 at 21:27 #735413Hann gengur á öllum…… þangað til að þú ferð að beita honum eitthvað, fínn er þú lætur hann vinna sig rólega upp en ef hann er botnaður þá fer hann að prumpa.
Kv Villi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.