This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að vita hvort að það kosti að fá aðstoð frá björgunarsveitum ef að maður óskar eftir aðstoð þeirra upp á hálendið.
Málið er það að ég var að fara með túrista upp að Skálpanesi um helgina en þegar við vorum á leiðinni til baka þá keyrðum við fram á bílaleigubíl m pajero allveg óbreyttan með ,já með 9 könum um borð og það var bara ótrúlegt hvað þeir voru komnir langt á þessum dekkjum en hvað með það þeir voru á tvemur bílum og hinn var farinn til baka að ná í hjálp.
Sem sannur Íslendingur þá dró ég þá bara upp og þeir vildu endilega borga mér fyrir en ég tók það ekki í MÁL enda ekki mikið mál og svo líka bara smá skemmtun fyrir fólkið sem að ég var með í bílnum EN þegar að niður var komið að Gullfoss húsinu þá kom aðsvífandi Bíll merktur BJÖRGUNARTÆKI og stoppaði hjá könunum og spallaði við þá og síðan gerðist smá sem að fór fyrir brjóstið á mér er það að ég sá hvar einn kaninn rétti ökumanni BJÖRGUNARTÆKISINS peninga og síðan brunaði hann burt.
Ég spurði kanann hvað hann var að gera þá sagði hann að ökumaðurinn sagði að við sig að þetta kostaði 5000,- krónur.
það eina sem mig langar að vita hvort að það kosti að fá þá til að hjálpa sér og eru þetta ekki áhugamenn sem sinna þessu starfi og þeir snertu aldrei einu sinni mölina á þessu stífbónaða spánýja ökutæki sínu.
Einn forvitinn og smá hissa !!
kv Bono
You must be logged in to reply to this topic.