Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kostar að fá aðstoð frá Björgunarsveitum
This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2003 at 11:29 #192222
AnonymousMig langar að vita hvort að það kosti að fá aðstoð frá björgunarsveitum ef að maður óskar eftir aðstoð þeirra upp á hálendið.
Málið er það að ég var að fara með túrista upp að Skálpanesi um helgina en þegar við vorum á leiðinni til baka þá keyrðum við fram á bílaleigubíl m pajero allveg óbreyttan með ,já með 9 könum um borð og það var bara ótrúlegt hvað þeir voru komnir langt á þessum dekkjum en hvað með það þeir voru á tvemur bílum og hinn var farinn til baka að ná í hjálp.
Sem sannur Íslendingur þá dró ég þá bara upp og þeir vildu endilega borga mér fyrir en ég tók það ekki í MÁL enda ekki mikið mál og svo líka bara smá skemmtun fyrir fólkið sem að ég var með í bílnum EN þegar að niður var komið að Gullfoss húsinu þá kom aðsvífandi Bíll merktur BJÖRGUNARTÆKI og stoppaði hjá könunum og spallaði við þá og síðan gerðist smá sem að fór fyrir brjóstið á mér er það að ég sá hvar einn kaninn rétti ökumanni BJÖRGUNARTÆKISINS peninga og síðan brunaði hann burt.
Ég spurði kanann hvað hann var að gera þá sagði hann að ökumaðurinn sagði að við sig að þetta kostaði 5000,- krónur.
það eina sem mig langar að vita hvort að það kosti að fá þá til að hjálpa sér og eru þetta ekki áhugamenn sem sinna þessu starfi og þeir snertu aldrei einu sinni mölina á þessu stífbónaða spánýja ökutæki sínu.
Einn forvitinn og smá hissa !!
kv Bono
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2003 at 22:44 #469146
Sæll Freyr.
ég sé í pistli þínum að þú ert að íja að því að þegar flutningabílar velta, þá sé hringt í bjöggarana til að spara pening. Þú þarf nú aðeins að vita eitt og annað áður en að þú setur svona bölvaða þvælu niður á blað.
Mér er málið skylt, því ég vinn hjá einu slíku flutningafyrirtæki, sem hefur sem betur fer ekki lent mikið í þessu þrátt fyrir stóran flota. En ég get sagt þér það að við hringjum í okkar tryggingarfélag og þeir hringja í næstu björgunarsveit til að hjálpa til við að bjarga farmi. Veit að þessar björgunarsveitir fá hellings pening fyrir að vinna þessi störf….. sem er að sjálfsögðu bara allt í fína….
og hana nú…
kv
Palli
24.02.2003 at 22:59 #469148Ég skil nú ekki alveg suma hér á þessum þræði. Kíkja í budduna áður en kallað er í björgunarsveit??.. mætti ég ráðleggja mönnum að kíkja í budduna áður en þeir halda til fjalla…hafa þeir efni á að eiga yfirleitt druslurnar sem þeir aka… Auðvitað er erfitt að vera í dómar sæti og dæma um hver lenti í vandræðum af óviðráðanlegum orsökum og hver fyrir hreinan aulaskap… á svo að rukka menn fyrir að vera aular, er það í sjálfu sér ekki nógu slæmt þó það fylgi því ekki líka sérstakt gjald. Einusinni sem oftar var ég nettur auli og festi gamla Broncoinn minn í drullu inn á Hellisheiði. Það komu þrír björgunarsveitarmenn úr Hveragerði og mokuðu og mokuðu og mokuðu áður en við náðum honum upp. Þetta var fyrir sirka 20 árum og ég ungur og staurblankur. Þegar við komum loksins upp á veg þá spurði ég þá hvað það kostaði, og þeir sögðu að í raun kostaði svona lagað ekki neitt, en allur stuðningur við rekstur sveitarinnar væri vel þeginn. Ég bara snéri við vösunum og afhenti þeim allt sem ég átti, og leið mjög vel með það. Hefði örugglega móðgast ef þeir hefðu a) sagt nei takk eð b) sagt þetta er of lítið. En þeir bara brostu, og síðan hef ég líka passað að kaupa allt mitt púður hjá björgunarsveitum en ekki hjá einhverjum gámaköllum út í bæ. Bottom line… Auðvitað á okkur að finnast sjálfsagt að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem bjarga okkur. Ef ég lendi í vandræðum er yfirleitt einhver úr félagahópnum sem kemur til hjálpar. Ekki hvarflar að mér að láta viðkomandi bera stóran kostnað af því. Ég fékk símtal frá vini mínum sem var í vandræðum í haust fyrir innan Svínárnes. Ég var í startholum í björgunarleiðangur, en hann ákvað að hringja frekar í sveitina á Flúðum. Þeir komu uppeftir til hans, en þá var hann nýbúinn að basla sig út úr vandræðunum. Hann bauð þeim borgun samt, og þeir sögðu að stundum væri tekinn einhver bensínpeningur fyrir svona reddingar, en vildu samt ekki taka við peningum, sögðu að ef það yrði metið svo að það ætti að rukka fyrir þetta tilvik þá fengi hann sendan gíróseðil því þeir mættu persónulega ekki taka við neinum peningum. Veit svo reyndar ekki hvernig það mál endaði.
Strákar verum flottir …TÍMUM AÐ VERA TIL…
Kveðja
Pétur Gíslason
24.02.2003 at 23:01 #469150Sæll Freyr.
Þú áttar þig ekki á því að það að vera bjöggari er eins og að vera landgönguliði. Liðsforinginn þarf ekki að réttlæta ákvörðun sína fyrir hinum óbreyttu, sem hafa samþykkt að fara að skipunum hans án þess að krefjast rökstuðnings. Ef þú ert ósáttur við þetta, þá skaltu hætta að vera bjöggari. Annars heldur þú bara áfram að tína rækjur úr vegaköntum með bros á vör ef þér er sagt að gera það…
Þeir sem stjórna svona batteríum verða að fá að gera það á eigin forsendum, ef samviska "alþýðunnar" býður henni að það sé röng stjórnunarstefna, hætta menn einfaldlega. Það er hægt í "íslenska hernum " en ekki þeim herjum þar sem herskylda ríkir.
Ferða- og rækjukveðja,
BÞV
24.02.2003 at 23:13 #469152Sælir.
Þessi lýsing hjá PBG er áhugaverð og tekur að hluta á því sem ég velti upp áðan. Hver á að dæma? Hafa menn rétt til að dæma? og ef svo er, hver veitir slíkan rétt?
Auðvitað verður seint hægt að flykkja sér um þá skoðun að bílstjóri sem verður "pisst" eigi að hafa slíkan rétt, ef það á þá yfir höfðu nokkur að hafa hann.
Auðvitað styrkja menn björgunarsveitir, en "veldur hver á heldur" í Því efni og þar hlýtur þeirra framkoma og taktík að spila stærsta hlutverkið.
Ferðakveðja,
BÞV
24.02.2003 at 23:18 #469154Það er nú lífleg umræða um þessi mál á vef landsbjargar. Sjá [url=http://www.landsbjorg.is/umrbj.nsf/str/B751FFC15017DA2500256CCC004B5D87?OpenDocument:v20cogaw]hér[/url:v20cogaw]
24.02.2003 at 23:21 #469156Af því að Björn Þorri minntist á strípuóðan ríkislögreglustjóra, þá má benda á [url=http://www.landsbjorg.is/umrbj.nsf/str/5B69C6572A44826300256CBE0043D570?OpenDocument:5e06l839]þennan[/url:5e06l839] þráð hjá Landsbjörgu, en þeir munu vera í startholunum í að strípuvæða allar björgunarsveitir.
kv.
Eiríkur
24.02.2003 at 23:26 #469158Ég held að það myndi skila sér ágætlega að rétta mönnum gíroseðil eftir reddingar/björgun, að þeir færu í bankann eða á pósthúsið með fulla vasa fjár.
Það er enginn munur á því og flugeldasölu(að mínu mati)
kv.
Palli
24.02.2003 at 23:37 #469160jæja ég sé að fleiri hafa álit á þessu en ég og gott mál, ég er engann veginn á því að einhver bílstjóri sem verður pisst rukki bara af því að það fauk í hann, ja allavega er það ekki þannig hjá okkur, það er yfirleitt ákveðið áður en við leggjum af stað hvort á að rukka og þá hvað mikið, við vitum jú alltaf staðreyndir málsins áður en við leggjum af stað vegna þess að þarna erum við ekki að tala um fólk í bráðri lífshættu, í öllum tilfellum sem ég man eftir nema einu sem við höfum rukkað fyrir hefur það verið jeppi, einn á ferð, ekki með skóflu og eigandinn yfirleitt í strigaskóm meira að segja, semsagt maður sem ekkert veit hvað hann er að gera…. en ok, þær sveitir sem hafa efni á því að skreppa og redda mönnum hægri vinstri án þess að taka krónu fyrir það eru góðar og ábyggilega vel staddar fjárhagslega og ég skil þeirra sjónarmið vel… ekkert nema gott mál, en litlu sveitirnar úti á landi sem ekki geta gert svona lagað ókeypis einfaldlega vegna þess að þær þurfa að eiga pening fyrir dísel olíu, ég skil þær sveitir mjög vel fyrir að rukka fyrir aðstoð, spáiði í einu hérna, er ekki betra að borga smá fyrir aðstoðina og hjálpa sveitinni að lifa en að kannski sveitin beri sig ekki og þurfi að hætta störfum… þá er engin sveit… hver á að bjarga þá…???
24.02.2003 at 23:44 #469162Sæll.
Þú svarar engum af spurningum mínum í pistli 312.
Ég hef meiri áhuga á svörum við því en einhverju peninga- og réttlætingarvæli frá bjöggurum í "fátækum björgunarsveitum". Þetta er pólitískt mál og varðar framkomu og stefnu allra þeirra sem koma fram undir merkjum Landsbjargar.
Tek hins vegar undir með Palla, auðvitað býður samviska allra almennilegra ferðamanna að þeir taki þátt í kostnaði, en það gerist þá á öðrum forsendum en Muffin lýsir.
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2003 at 00:02 #469164Fyrst ég dett hérna inn aftur verð ég að reyna að leggja eitthvað markvert í púkkið…
Ekki það að þetta sé rétti staðurinn til að stinga upp á þessu, (og þó…) en hvað þætti mönnum (og konum) um að hringja í björgunarsveit eftir aðstoð, þurfa að svara t.d. 3 spurningum og fá svo að vita, áður en sveitin leggur af stað, hvort reddingin kosti eitthvað?
Spurningarnar gætu t.d. verið:
-Telur þú að þér stafi hætta af því að bíða eftir hjálp annarra ferðalanga eða einhverra sem þú getur fengið til að koma til þín?
-Eru allir vel á sig komnir, sæmilega hlýtt og með nægan mat?
-Er bíllinn staddur á öruggu svæði, t.d. ekki í skriðu eða úti í miðri á?Svo svarar maður já eða nei og ef allt er í tómri steypu kemur liðið bara og reddar manni, en ef maður er bara í tímaþröng eða getur skilið bílinn eftir og sótt seinna, þá fær maður bara að vita að útkallið kosti, samkvæmt vegalengd og útlögðum kostnaði, t.d. 10.000.
En þá þarf assgoti gott kerfi til að meta hver á að borga og hver ekki.
Væri fólk tilbúið að beygja sig undir þetta?
Annars er þetta kannski bara innanfélagsmál hjá SL. Þar á bæ eru auðvitað ekki til ótakmarkaðir sjóðir frekar en annars staðar, en þeir sjóðir verða samt eingöngu til vegna velvilja sem sveitirnar njóta hjá landanum – velvilja sem tengist þeirri trú að þegar maður er í vanda, þá sé hægt að leita hjálpar.
Kveðja,
granigaml
25.02.2003 at 00:02 #4691661000 kall á tímann/mann.
Hellings peningur?????
25.02.2003 at 00:03 #469168Jæja Björn.. ég skal svara þessu eins og gerist í minni sveit…
BÞV spurði: Hver metur þetta? Fer mat á þessu fram eins og Bono lýsir því, þannig að ökumaðurinn á bjöggarabílnum metur þetta í snarhasti og réttir síðan lófann út um bílgluggann? – eða ekki??Hjá okkur hafa hlutirnir hingað til verið ákveðnir áður en lagt er af stað í leiðangurinn, er þetta smá redding uppá heiði eða er þetta ferð sem mun taka okkur 10 tíma, við semsagt tökum ákvarðanir um hvort eigi að rukka og þá hvað mikið áður en við leggjum af stað, við þekkjum okkar umhverfi og vitum hversu lengi tekur að fara á hina ýmsu staði, hlutirnir eru ekki ákveðnir í snarhasti og við förum ekki í fýlu og rekum hendina út um gluggann og heimtum fimmþúsund kall alls ekki, við látum viðkomandi yfirleitt fá reikningsnúmer sem við biðjum hann um að leggja inná (oft hefur það gerst að viðkomandi hefur lofað því og svo… já sleppt því).
BÞV spurði: Eru til reglur um þetta innan Landsbjargar og ef ekki, eru menn þá að vinna að björgunarstörfum á mismunandi forsendum út um allt land?
Ég ræddi þetta einu sinni við einn af föstu starfsmönnunum hjá landsbjörgu og hann vildi meina að þetta mætti ekki samkvæmt reglum landsbjargar, þessi peningur sem væri "rukkaður" yrði að skrást sem styrkur til sveitarinnar, sem hann náttúrulega er að vissu leyti, og þá já sveitirnar eru að vinna á mismunandi forsendum, allt eftir því hversu vel sveitirnar eru staddar fjárhagslega skilst mér.
BÞV spurði: Af hverju er það látið bitna á þeim sem biðja um aðstoð ef skipting peninganna frá Landsbjörg er "ósanngjörn" eða " óeðlileg"?? Af hverju vinna menn ekki frekar að lausn málsins innan samtakanna??? Er ekki mistök að reyna að búa til eitt heildstætt björgunarbatterí úr Slysó, Skátunum, Flubbunum, Slökkviköllunum, Landhelgisgæslunni og Almannavörnum. Auk þess er búið að bæta strípuhneigða ríkislögreglustjóranum inn í þetta ef ég skil þetta rétt????? Auðvitað getur aldrei verið sanngjarnt að þeir sem ekki lyfta litla fingri fái fyrir það eitt einhverjar milljónir…
látið bitna og ekki… þessir aðilar gætu ekki hringt til dæmis í okkur og beðið um aðstoð ef við ekki fengjum eitthvað borgað fyrir það vegna þess að við værum ekki til staðar… eitthvað verðum við að gera til að halda starfsemi sveitarinnar í gangi…, við erum búnir að berjast mikið fyrir því að breyta málum hjá landssambandinu en lítið gerist… og jú ákveðin mistök finnst mér vera með sameininguna… menn standa ekki á sama grundvelli eftir sameiningu og ég veit nú ekkert um lögreglustjórann…
BÞV spurði: Ég þekki fullt af áhugasömu og góðu fólki sem starfar innan hinna ýmsu þessara samtaka/embætta og þetta fólk á það eitt sammerkt að það er gersamlega að gefast upp á valdagræðginni og framapotinu í sumum aðilum sem þykjast "æðri eða merkilegri" en hinir innan þessa björgunargeira. Er þetta ekki allt í tómu bulli?
sammála … ég er búinn að gefast upp… leiðinlegt að segja það en nú er ég kominn í ykkar hóp og ætla að skemmta mér á fjöllum með 4×4… þetta er allt eitt stórt leiðindarugl í landsbjörgu… (mitt álit)
BÞV sagði: Mér finnst ekki fara saman hljóð og mynd hjá þeim sem hvetur fólk til að "endilega að kalla eftir aðstoð" en vera jafnframt tilbúinn að dæma það eftirá hvort ferðinn var glapræði eða skynsamleg og láta þá "aulana blæða"…
ahhhh… soldið hart… ég lít ekki á hlutina svona.. eins og þú getur séð hér að ofan… ég get ekki útskýrt mitt mál betur en ég hef nú þegar gert… kannski… er ekki opið kvöld á fimmtudaginn… þá getum við hist og spjallað…
kv. Axel Sig…
25.02.2003 at 00:06 #469170jæja björn… ég er búinn að svara 312 … það er aðeins ofar… kíktu á…
25.02.2003 at 00:26 #469172Sæll Muffin.
Takk líka fyrir svarið þitt.
Samt er þetta svolítið spurningin um að vera eða vera ekki. Annað hvort koma menn fram á sömu forsendum allsstaðar eða hvergi… a.m.k. ef þeir tilheyra sama félagsskapnum.
Mig tekur sárt að heyra að þú staðfestir þessa óeiningu og valdabaráttu (stríðpuhneigðina benti Eiki okkur á fyrr í kvöld) innan björgunargeirans á Íslandi sem fjölmargir vinir mínir og kunningjar hafa sagt mér frá á liðnum misserum. Því miður finnst mér þetta virka eins og skipulega sé verið að vega að grasrótar- og hugsjónastarfi björgunarsveitanna, með nýjum og nýjum skipuritum og titlatogi sem færa kerfisköllum innan ríkisins og sveitarfélaganna stöðugt meiri (og óverðskulduð) völd.
Vonandi klúðrar grasrótin ekki sínum málsstað í þessari valdabaráttu með því að koma fram með þeim hætti sem Bono lýsti í upphafi þessa þráðar.
Aftur: Velkominn í klúbbinn!
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2003 at 00:58 #469174Ég veit ekki hvort að ég sé bara hörundsár, en eftirfarandi orð "muffin" í þræði 23 er ég ekki alveg sammála. Þá sérstaklega ekki þessum síðustu.
"…að við fáum nánast enga styrki frá þeim annað en t.d. reykjavíkursveitirnar sem fá tvær millur í vasann á ári án þess að lyfta litla putta,"
Þetta er svolítið djúpt í árina tekið, sennilega bara sagt til að leggja áherslu á orðin.
En ég segji ekki meir..Kv. Davíð
25.02.2003 at 01:37 #469176
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það hefur verið og er stefna landsbjargar að þyggja ekki borgun fyrir björgun. Menn eiga ekki að vera hræddir við að kalla eftir aðstoð þegar þörf er á jafnvel þó þeir hafi komið sér í "heimskuleg" vandræði og jafnaði eru sendir út fleiri til bjargar en þörf er á til að hafa allan varan á.
Ef út í það væri farið að reikna kostnaðinn væri hann líka fljótur að hlaupa á háum upphæðum, 100 manns að leita á helgar og nætur taxta, 20 fimm milljóna jeppar, snjóbílar, vélsleðar og heila klappið.
Ef hins vegar sá sem leytað var að myndi finna hjá sér þörf til að senda stuðnings framlag til samtakanna eða einstakra sveita yrði því væntanlega vel tekið, en engan vegin er þess krafist, það ákvörðun hvers og eins eftir því sem þeim stendur hugur til.
Flugeldasala er LANG stærsta fjáröflunarleið hjálparsveita og er ábygð hverrar sveitar fyrir sig. Landsbjörg hefur ekki úr mjög miklum fjármunum að spila og þeim er aðallega skipt út eftir stærð og búnaði sveita, kannski væri þörf á að taka þar meira tillit til smárra sveita sem búa við mikinn eril af aðstoðar beiðnum frá nærliggjandi heiðum og fjallvegum.
Fyrir utan flugeldasölu eru ýmis smáverkefni sem sveitirnar taka að sér og fá greitt fyrir, greiðslan gengur alltaf til sveitarinnar, ekki til þeirra sem vinna verkið.
Það gæti verið að mála þaksperrur í iðnaðarhúsnæði, jú af því að það hleypur ekki hver sem er eftir sperrum í 20 metra hæð og það gæti verið að sækja bilaðan jeppa upp á fjöll. Hvort tveggja eru þetta þjónustuverk í fjáröflunarskyni, það er engin neyð á ferðum og því skildi annað vera greitt en hitt vera ókeypis?
25.02.2003 at 05:36 #469178Mér kom það á óvart, sem kom fram hjá Muffin hér að ofan, að til væru björgunarsveitir sem rukkuðu þá sem sýndu af sér, að mati björgunarsveitarinnar, skort á fyrirhyggju.
Nú er það svo að hægt væri að komast hjá flestum þeim uppákomum þar sem menn þurfa að fá aðstoð, með meiri fyrirhyggju, hér er stigsmunur en ekki eðlis.Það hefur mátt heyra í fréttum og lesa hér á spjállinu fréttir af ótal ferðalögum, mörg tengd klúbbnum, sem menn hafa lagt í, án þess að taka tillit til veðurspáa. Samanber spaugstofuna um síðustu helgi. Verður ekki næst hjá þessari björgunarsveit að rukka þá sem ákveða ferðir löngu fyirirfram, og breyta áætlunum ekki, þegar í ljós kemur að það verður ekkert ferðaveður?
Mér sýnist að hér þurfi Landsbjörg að taka til í sínum málum.
25.02.2003 at 05:36 #469180Mér kom það á óvart, sem kom fram hjá Muffin hér að ofan, að til væru björgunarsveitir sem rukkuðu þá sem sýndu af sér, að mati björgunarsveitarinnar, skort á fyrirhyggju.
Nú er það svo að hægt væri að komast hjá flestum þeim uppákomum þar sem menn þurfa að fá aðstoð, með meiri fyrirhyggju, hér er stigsmunur en ekki eðlis.Það hefur mátt heyra í fréttum og lesa hér á spjállinu fréttir af ótal ferðalögum, mörg tengd klúbbnum, sem menn hafa lagt í, án þess að taka tillit til veðurspáa. Samanber spaugstofuna um síðustu helgi. Verður ekki næst hjá þessari björgunarsveit að rukka þá sem ákveða ferðir löngu fyirirfram, og breyta áætlunum ekki, þegar í ljós kemur að það verður ekkert ferðaveður?
Mér sýnist að hér þurfi Landsbjörg að taka til í sínum málum.
25.02.2003 at 08:44 #469182Aðeins í framhaldi af þessu.
Það kom mér og mörgum öðrum á óvart fréttin af björgunaraðgerðum Landsbjargar núna rétt fyrir sl. áramót, þar sem fram kom að 38 manns á fjölda björgunartækja var sendur í ´Grímsvötn til að sækja erlendan göngumann. Þó var ekkert að hjá þessum manni, hann var með nægan mat, vistir, staðsetningarbúnað og var einnig í fjarskiptasambandi.
Gerðir voru út leiðangrar bæði úr vestri og austri (áhlaup úr báðum áttum eins og hjá herjum…) og virtist eftirá sem eitthvert kapphlaup hafi verið sett í gang.
Hvað skyldi gönguhrólfurinn hafa þurft að borga fyrir allt þetta tilstand? Af hverju var settur í gang þvílikur viðbúnaður, maðurinn hafði jú allt til alls (nema félagsskap) og gat gefið upp nákvæma staðsetningu.
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2003 at 09:04 #469184Mennirnir sem urðu kveikjan að þessum þræði voru villtir. Merkingar á Íslenskum þjóðvegum eru alveg fáránlega lélegar, numer vega eru aðens merkt á vegamótum.
Fyrir nokkrum árum það var kona úti vegna þess að hún ætlaði að aka Kjósarskarð en fór inn á Uxahryggjaleið. Ef þessi kona hefði haft farsíma, hvað ætli sveitin hans Muffins hefði sett upp fyrir að aðstoða hana?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.