Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Koso afgashitamælar
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.03.2009 at 12:54 #204119
Daginn, hefur einhver prófað svona digital Koso afgashitamæla?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.03.2009 at 13:13 #644552
kem ekki inn mynd þó að ég sleppi http://
Jæja , hafðist
Kv Villi
27.03.2009 at 17:39 #644554Hvar fær maður svona og hvað kostar hann?
27.03.2009 at 19:34 #644556Verslaði þennan útí ameríkuhreppi, en er að vísu ekki búin að fá hann. mælir 0-1200°C , getur stillt ákveðin hámarkshita og ef hann fer yfir það þá skiptir hann úr bláu ljósi yfir í rautt blikkandi ljós. Kostaði rétt um 24 þúsund úti, væntanlega rétt um 30 hingað kominn. er að vísu upphaflega meintur í mótorhjól en ekkert að því að setja hann í bíl
Kv Vilhelm
27.03.2009 at 23:31 #644558Hver á svo hámarkshitinn að vera?
28.03.2009 at 16:21 #644560verðið er 24þ úti þá má reikna með ca 35þ hingað komið með vsk og öllu því dóti, ég reikan með að í þessum 24þ sé sendingakostnaður. Langar að benda á í þessu samhengi að Kaupfélag 4$4 er að daka inn í næstu viku mæla með LED lýsingu og þeir eru á 7.600,- hingað komnir með öllu (sjá mynd neðar). Digital mælar eru alltaf skemtilegir EF stafirnir eru vel upplýstir annars sést ílla á þá í sól, stafirnir á þessum mæli er ekki upplýstur en "bakgrunnur" er það og ég þekki ekki hvernig það virkar í sól en ef vel ætti að vera ætti þetta að vera öfugt, Dakoda Digital er með gríðalega góða Digital mæla og ekki með þetta helv…drasl nemadót sem fylgir þessum mæli gér að ofan, bestu nemarnir eru mikklu minni og eru líka mun fljótari að koma með uppl. Að öðru leiti er náttúrlega aðal atriðið að vera með mæli og ekki verra að sjá þokkalega vel á hann. Einnig hefur samrás verið með Digital mæla.
[img:2vizpaqa]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3095/58328.jpg[/img:2vizpaqa]
28.03.2009 at 16:53 #644562Hvernig sést á digital klukkurnar í bílum? þetta er væntanlega svipað þar sem að bakgrunnurinn í þeim(kannski ekki öllum) er upplýstur en tölurnar ekki, sé allavega ágætlega á mína klukku og kílómetrastöðuna. þessi verður staðsettur í stokknum uppí topp þar sem áttavitinn var áður þannig að ég hef ekki áhyggjur af sólinni. þessi mælir sem ég pantaði er sagður svara hitabreitingum mjög fljótt. Samrásar mælarnir eru á 26000 kr og eru einnig með upplýstan bakgrunn en mér finnst þeir bara ekki spennandi
Kv Villi
28.03.2009 at 17:25 #644564er bara ein leið að komast að þessu, bara versla draslið og prufa.
28.03.2009 at 21:05 #644566Jú takk !!!
Hvar á maður að panta þetta hjá ykkur?
29.03.2009 at 22:09 #644568mér finnst skipta töluverðu máli að það sé gott að montera mælinn í bílinn, mér sýnist mælirinn hérna eftst á síðunni ekki vera góður til að fella inn í mælaborðið, vírarnir hangandi út úr hliðinni á honum og allt það…
[img:3s8t32vq]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5551/43897.jpg[/img:3s8t32vq]
30.03.2009 at 01:55 #644570Sé nú svosem ekki fram á mikil vandræði með það, bara smá vinna og tími
þar sem snjórinn er enginn á mínu svæði þá hef ég nóg af hvorutveggja
Kv Villi
04.05.2009 at 01:36 #644572er mælirinn kominn í og ekki var erfitt að koma honum fyrir. Álplata, lítill handfræsari , svart sprey og 40 mínútur og tókst bara nokkuð vel. og já verðið var 30 þúsund og einhverjar krónur, ekki 35 eins og menn vildu meina. Kem ekki inn mynd af þessu þó ég sleppi öllu sem á að sleppa fyrir framan slóðina, helv… drasl
Kv Villi
04.05.2009 at 14:30 #644574"35 eins og menn vildu meina" reikna með að þetta sé skot á mig en ekki illa meint samt sem áður en rétt skal vera rétt!.
Þú sagðist hafa verslað mælin á rétt um kr 24þ úti ok. 24þ x vsk = 29.880,- x gjöld sem eiga að vera 12% á mælum = 23.465,- + tollskýsrlugerð sem ég er venjulega rukkaður um kr 800 á þá endar þetta í kr.34.366,- Nú ef heimakstur er á þessu á er þetta ca 35þ.
En já gott að þetta slapp ódýrara hvernig á svosem á því stendur sem skiptir ekki öllu máli…..
04.05.2009 at 17:24 #644576Alls ekkert illa meint en ég hef verið að borga 450 kr fyrir tollskýrslurnar hjá mér.
Kv Villi
04.05.2009 at 19:23 #644578lúkkar flott hjá þér!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.