Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kosningin á síðunni
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 22 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.05.2002 at 22:30 #191538
Komið þið sæl.
Mig rak í rogastans þegar ég sá efnið sem verið er að kjósa um á síðunni núna (30.5.02)og hvernig niðurstöðurnar virðast ætla vera .Hverjum dettur í hug að krefjast meiraprófs til að keyra breyttan jeppa yfir 35″?
Er það til að hafa bílana útaf fyrir ykkur, eða eru makar ykkar allra með þetta próf?
kv. Jóhann Þ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.06.2002 at 14:25 #461430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála Fasti. Ég ek um á 38" breyttum bronco sem er rúmlega 400hö. hann er ca 2,5 tonn. Ef ég á að taka meirapróf til þess að fá að keyra hann, þá set ég hann barasta á 35" dekk. Er ég þá ekki minni hættulegur? haha þetta er fáránlegt.
Fara fréttamenn þá að segja í fréttum: "Maður liggur stórslasaður eftir að hafa keyrt framan á jeppa á 38" dekkjum"? eða: "Maður keyrði framan á jeppa á 33" dekkjum. Mikil mildi þótti að jeppinn hafi ekki verið á 38".
Það kemur dekkjunum ekkert við hversu hættulegur maður er í umferðinni
Eiga þá ekki þeir sem að eiga fólksbíl yfir 200hö þá ekki að hafa flugpróf á orustuþotur?
09.06.2002 at 14:01 #461432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er það, þeir sem eru að segja að þeir vilji tvímælalaust að það verði sett meirapróf á bíla á 35′ og yfir eru þeir ekkert að svara fyrir sig hérna? Ég vill endilega fá að heyra í þeim og hvaða rök þeir hafa fyrir því að vilja þetta bévítans meirapróf.
10.06.2002 at 10:22 #461434Ekki veit ég hversu mikið bíllinn þinn þarf að eyða til að gerast bensíndraugur, en mér þótti þetta ágætis uppnefni á mig þar sem ég ek um á 8 cyl bensín jeppa. Og eins svona til að halda uppi heiðri okkar bensín manna, við virðumst ekki vera neitt alltof margir. Mér hreinlega skil ekki afhverju menn vilja endilega keira umm á grút máttlausum olú brennurum og vera í keppni um hver fer HÆGAST í brekkum sem er smá snjór í 😉 Já nei maður hreinlega skilur ekki svona. Ef maður er á ALVÖRU jeppa með ALVÖRU vél þá þarf ekkert einhvern milli gír og extra lág hlutföll og einhvað svoleiðis. Sjáumst heilir og sælir á fjöllum
Hinn bensíndraugurinn
10.06.2002 at 15:49 #461436Sælir félagar
Í bandaríkjum norður Ameríku hefur dauðsföllum í umferð fækkað í réttu hlutfalli við aukna jeppa eign landans þar.
Mörg af þessum slysum sem eru að verða í umferðinni við árekstur á jeppa er þegar menn eru að röngum vegarhelmingi. Og þá yfir leitt fólksbíll sem er yfir á rangann vegar helming og lendir framan á jeppa. Í stað þess að allir láta lífið er það að gerast að einungis þeir sem í fólksbílnum eru að láta lífið. Jeppar og grindar bílar hafa oft bjargað fólki.
Mér finnst þessu umræða vera á röngum grundvelli. Dekkjastærð kemur því messt lítið við hversu vont er að lenda í árekstri við annann bíl. Ef bíllin þinn er ekki sterkur þá meiri líkur á að hann klessist ílla sama hver hinn bíllinn er.
En þetta með bensínið :
Ég er með 6 cyl 4L high output línu vél með flækjum og einhverjum æfingum held ég að ég teljist bensíndraugur.
En bíllin hjá mér er oft að eiða samam á hundraði og þessir olíu brennarar… Ég er alveg til í að borga meira fyrir meiri skemmtun, meiri spyrnu. vélin togar jafn mikið og 2.4 TDI þegar hún er óbreytt (240 NM). þannig að togið vantar ekki.. og hún svindlar líka.
Tölvustýrð innspíting er algjört svindl. Ef maður er í vandræðum má einfaldlega sleppa bensíngjöfinni og láta tölvuna rembast við að halda 700 snúningum .. sem hún gerir lista vel. Breytir blöndunni og leikur allskonar æfingar sem maður getur ekki gert með fótinn á bensíninu.
Kveðja Fastur (Bensín draugur)
11.06.2002 at 00:46 #461438Sæll fastur.
Þetta eru stórtíðindi hjá þér, þetta með að bensínvél togi á lágsnúningi. Í gegnum árin hefur það verið það sem félagar mínir á bensínbílum hafa verið í stórkostlegum vandræðum með, þ.e. að halda þessu drasli í gangi á lágsnúningi í þungu færi og hjakki.
Þetta djö.. drasl er endalaust að drepa á sér ef þetta dettur niður fyrir 1000 RPM. Í einum túr þar sem við hrepptum þungt færi fór félagi minn á 8 gata klósetti með þrjá startara !!! Hann er á diesel í dag…
Nei, ef þú vilt tog á lágsnúningi og áhyggjulaust hjakk í þungu færi, þá er málið diesel. Helst hæfilega slaglöng elska sem nuddar og nuddar á 500 RPM án nokkurra mannlegra afskipta.
Ferðakveðja,
BÞV
11.06.2002 at 01:36 #461440þann dag sem Toyota eða yfirleitt einhver af þessum slydduleppaframleiðendum smíðar diesel sem slær við heimskustu útgáfu af 350 cid chevrolet TBI eða Tpi í togi á lágsnúning, þá verður gaman hjá Glitni eða SP fjármögnun 😉
Mér væri það sönn ánægja að halda námskeið um lágsnúningstog fyrir félaga þína með ónýtu startarana Björn 😉
En svona í alvöru þá eru flestar nútíma 8 cyl bensínvélar alveg gríðarlegir togarar á lágum snúning og slá þar við nánast öllum dieselvélum á markaðnum í þeim efnum. 8 cyl bensínvélar hafa marga ágalla, skortur á lágsnúningstogi er samt alls ekki einn af þeim!
Kveðja úr bensíntunnuhaugnum.
11.06.2002 at 10:23 #461442Þessi lýsing þín passar bara fullkomlega við Patrol…:)
Kveðja
R2018
11.06.2002 at 11:00 #461444Sæll BÞV
þessi mynd sýnir aflið/togið fyrir vélina eins og ég er með án flækja og neinna breytinga. Enginn sérstakur munur yfir snúnings bilið.
http://ferdalag.nt.is/myndir/stakar/torqueChart.gif
Myndin er tekin af jeep.com sem er síða framleiðanda bílsins.
Mér finnst einhvað vanta í jöfnuna .. fyrst dísel bílar eiga að vera svona miklu betri vantar þá ekki einhverja aðra kennistærð?
Skoðið muninn á 2.4 bensín(vinstri) og 4.0(hægri) .. þetta er frekar mikill munur.
Ég hefði gaman að því að sjá svon gröf fyrir fleiri bílvélar.
Veit einhver fyrir víst hver breytingin við flækjur er ..
Er það jöfn auking í togi(Nm) og afli(hp) eða meira annað eða hitt?Kveðja Fastur
11.06.2002 at 14:04 #461446Sælir bensínfélagar.
Því miður skiptir engu máli hvernig einhverjir fræðingar og sölumenn hafa teiknað upp hinar og þessar kúrfur yfir tog bensínvéla, þeir hafa gleymt að sýna vélunum þessar teikningar, því þær eru ekki að vinna í samræmi við þessar blessuðu kúrfur. Nei drengir, það er hægt að setja ýmislegt á prent sem ekki stenst í raunveruleikanum.
Með dieselkveðju,
BÞV
11.06.2002 at 14:15 #461448Er ekki réttara að bera saman 4.0 bensínvél við 4.0 diesel vél, en ekki 4 lítra við 2,5.
11.06.2002 at 14:22 #461450http://www.marks4wd.com/misc.html
Skemmtileg síða sem tekur ýmsar vélar og sýnir afl og tog.
Kveðja Theodor.
11.06.2002 at 14:45 #461452Ég sendi nú bara myndina óbreytta
og hún er ekki saman burður frá minni hendi heldur en frá framleiðanda. Ég vildi ekki fara að setja saman tvö gröf með mismunandi vélinum og mismunandi kvarða.
BÞV: Það sem ég vildi bara benda á með þessu grafi er að togið minkar ekki svo mikið með lækkun á snúningi..
Ég vildi bara fá einhver slík gröf um dísel vélar til viðmiðunar en ekki til að taka sem heilagann sannleika.
Ég er ekki að reyna að svindla á neinum eða ota neinu fram sem ég tel vera ósannindi .. ég vill bara fá samanburð sem er ekki gerður á tilfinningum heldur með tækjum.
Hreinar tölur um kraft og kraftvægi(tog) segja síðan ekki alla söguna .. drifhlutföll og orku eyðsla í millikassa drifkassa og drifbúnaði dragast síðan frá og við fáum aðeins lítið hlutfall út í hjólin undir álagi hvort eð er.
Theodor: Takk fyrir síðuna ég ætla dunda mér við að líta yfir hana. Gaman að sjá þetta.
Kveðja Fastur
11.06.2002 at 14:50 #461454Sælir bensínfélagar.
Því miður skiptir engu máli hvernig einhverjir fræðingar og sölumenn hafa teiknað upp hinar og þessar kúrfur yfir tog bensínvéla, þeir hafa gleymt að sýna vélunum þessar teikningar, því þær eru ekki að vinna í samræmi við þessar blessuðu kúrfur. Nei drengir, það er hægt að setja ýmislegt á prent sem ekki stenst í raunveruleikanum.
Með dieselkveðju,
BÞV
11.06.2002 at 15:19 #461456Fyrst meistari BÞV telur að þessi umræða, tölur og gröf séu argasta vitleysa sé ég mér ekki annað fært en að draga mig út úr þessari umræðu.
Þar sem ég hef ekki samanburð meira en svo að hafa keyrt hiluxa með TDI en ekki einhverjar 6,5 lítra dísel sleggjur tel ég mig ekki vera samræðu hæfann.
BÞV: Svona í forvitni: Hvaða vél í bílnum hjá þér?
Kveðja Fastur
Svo er bensín líka gott
11.06.2002 at 15:38 #461458Fastur, ég held að þú þurfir nú ekki að taka BÞV allt of hátíðlega, hann er bara að æsa þig aðeins upp.
Hvað um það þá er hér video sem er gaman að sjá. Þar er diesel og bensín að keppa í kvartmílu og hvað gerist??
http://www.duramaximizer.com/videos.htm
11.06.2002 at 16:05 #461460he he
Ég tók alveg eftir því hjá BÞV .. ætlaði nú ekkert að hendur falla yfir því að hann sé farinn að kunna á copy paste. Og heldur ætla ég ekki að falla í þá grifju sem Snake er í .. á háa C-inu.
Helvíti flott vídeo
En hvar kemmst maður í svona mæli á klakanum? er hann til?
Ég hef nú lennt við hliðina á gámaflutningabíl og ætlað að skjóta mér framm fyrir hann .. en sá ekki að hann var gám laus og stakk mig af Hef ekkert að segja í 500 hestafla dísel vél dauðans (en var á lödu sport þá )
Kveðja Fastur
ps. Stærri og þyngri vél .. ný fjörðun nýjar hásingar bla bla bla .. if it aint broken don’t fix it..
11.06.2002 at 16:08 #461462Hjá þessum getur þú látið mæla hvað vélin hjá þér er í raun og veru að gera.
Tækniþjónusta Bifreiða Hjallahrauni 4 220 Hafnarfjörður 5550885
BMW og Benz þjónusta
– Fax 5658504
– Farsími 8625008
– Netfang bifreid@bifreid.is
– Veffang http://www.bifreid.is
11.06.2002 at 16:17 #46146412.06.2002 at 00:38 #461466Takk Theodor ..
þótt BÞV hafi ekki þorað að segja mér þá þessu ert þú nógu hugrakkur.
Jamm þær toga slatta segji ég nú bara ..
og ef bíllinn minn 50% þyngri þá myndi ég þurfa svona vél
en með 1680 kg bíl ætla ég að bíða um stund og eyða bensíniKveðja Fastur
og svo er bensín líka gott
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.