Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kosningin á síðunni
This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 22 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.05.2002 at 22:30 #191538
Komið þið sæl.
Mig rak í rogastans þegar ég sá efnið sem verið er að kjósa um á síðunni núna (30.5.02)og hvernig niðurstöðurnar virðast ætla vera .Hverjum dettur í hug að krefjast meiraprófs til að keyra breyttan jeppa yfir 35″?
Er það til að hafa bílana útaf fyrir ykkur, eða eru makar ykkar allra með þetta próf?
kv. Jóhann Þ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.05.2002 at 23:04 #461390
Jamm, ég reikna með að þeir sem greiða atkvæði með meiraprófinu þyki það jafn hættulegt að aka breyttum jeppa
og rútu ef það að aka rútu er þá hættulegt,en hvaða próf á þá unga fólkið að taka sem aka um göturnar á sportbílum
sem geta verið allt að 200 hestöfl og oft rúmlega það.Er
minni hætta á ferðum að 17 ára unglingur þeysi um göturnar á upptjúnuðum sportbíl eða 35 eða 38" jeppi sem oftar enn ekki er með vanan bílstjóra undir stýri?
það að aka á breyttum bíl krefst alltaf ýtrustu varkárni
hvort sem um er að ræða sportbíl,jeppa eða rútu. því það
er ökumaðurinn sem ræður hvert bíllinn fer en ekki bíllinn.
Mig grunar nú að því miður sé það unga fólkið sem lendi í flestum slysum og einnig grunar mig líka að það aki ekki mikið um á jeppum.
31.05.2002 at 00:28 #461392Ungir ökumenn og eldri sem aka um á sportbílum og/eða GT bílum virðast vera almennt sammála um það að það eigi að setja meiraprófsskyldu á breytta jeppa og mikill hluti þeirra sem tjá sig á netinu er almennt illa við ökumenn jeppa og kalla þá öllum illum nöfnum.
31.05.2002 at 01:16 #461394Sæll Stebbi.
Það er ljóst að jeppamenn þurfa að sjálfsögðu að huga að því að ávinna sér gott orðspor í umferðinni, enda erum við pínu áberandi á þessum stóru og breyttu bílum okkar.
Hins vegar fer ég nú ekkert á taugum þó þessir unggæðingar á GT bílunum sem eru að tjá sig á neikvæðum nótum í garð okkar jeppamanna á Hugi.is og öðrum unglingaspjallrásum, enda sýnist mér að þar séu menn almennt ekki komnir af fyrra gelgjuskeiðinu, bókstaflega fúlir og reiðir út í allt og alla…
Ég sé líka að þú ert sjálfur allur að þroskast, enda farinn að tjá þig upp á kraft á þessari fínu síðu okkar og er það vel. Hins vegar finnst mér þú hallærislegur að tíma ekki að borga félagsgjaldið til klúbbsins, þar sem þú ert að njóta ávaxtanna af starfi hans, bæði sem jeppamaður og internetnotandi (veit ekki hvort þú mætir á fundina og opnu húsin).
Ferðakveðja,
BÞV
31.05.2002 at 03:13 #461396Sælir félagar.
Ég verð nú bara að segja að ég er nú ekki nema 18 ára gamall og hef átt 3 bíla og hafa þeir allir verið með millikassa og ekki undir 33" breyttir núna er ég loksins kominn á bíl sem ég vil eiga og er það Hilux D/C með xcab palli og lengdur milli hjóla 38" breyttur og ef að ég á að þurfa að taka meirapróf til þess að geta keyrt bílinn minn þá finnst mér allveg jafn mikil skynsemi í að leyfa ekki manneskjum undir 20 ára aldri að keyra bíl sem er yfir 20 hestöfl þetta er bara rugl jújú bíllinn minn er yfir 5 metrar á lengd og er stór og mikill en þrátt fyrir það hef ég fulla stjórn á honum og veit hvað ég er að gera þegar ég keyri bílinn hvort sem það er innan bæjar eða utan (þó ég sé nú alltaf að læra í hverjum túr) og þar að auki ef við tökum mig sem dæmi og einhvern GTI töffara sem er með upptjúnnaðann bíl ég keyri til dæmis á þjóðveginum í mestalagi á 100 km hraða til að hafa allmennileg tök á bílnum og hita ekki dekkin of mikið á meðan er GTI töffarinn að taka þjóðveginn ekki undir 140-150 nema þegar radarvarinn pípir og af hverju eru flest umferðarslys bæði innanbæjar sem utan jú út af of hröðum akstri og fólk er ekki að hafa stjórn á bíl sem er á 160 á miklubrautinni en þetta er mitt álit.
Ferðakveðja :Hraðfari R-2856
31.05.2002 at 10:44 #461398Sem meiraprófsmaður þá verð ég nú að viðurkenna að lítið eða ekkert af því sem ég lærði í meiraprófinu nýtist manni nú við að keyra þessa mjög svo sérstöku, og breyttu jeppa.
Þrátt fyrir mikla leit undanfarið, þá hef ég ekki ennþá fundið hvað það er sem er svona miklu meira öðruvísi við að keyra breyttan jeppa en fólksbíl. En það er örugglega bara vegna þess hvað ég er vitlaus…! Verð víst bara að halda áfram að leita.
En ég verð nú samt að viðurkenna að félagi Benni kom með helv. góða punkta um breytta jeppa í umferðinni, í síðasta Setri. Skrifaði þar punkta sem maður hefur aldrei spáð neitt í.
kv
R 2018.
31.05.2002 at 12:05 #461400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta með meiraprófsumræðuna þá held ég að margir vilji bara takmarka fjölda þeirra sem hafa leyfi til að aka breyttum jeppum.
Ég vill ekki vera með fordóma en 19 ára stelpa í umferðinni á Patrol á 38 er eitthvað sem gerir mig skíthræddan.
31.05.2002 at 13:24 #461402
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svaði, því miður verð ég að segja að þetta síðasta sem þú skrifar er ekki allveg laust við fordóma.
Það að 19 ára stelpa á Patrol hræði þig svona mikið í umferðinni segir kannski meira um það hvort ykkar á meira erindi í umferðina, þú eða stelpan.
Með kveðju,
Daníel Gíslason
31.05.2002 at 14:18 #461404Ef þið þekkið einhvern sem hefur orðið öruggari eða betri bílstjóri við að taka meirapróf þá vinsamlegast sendið mynd af viðkomandi hér inn takk. Ég man ekki eftir því að hafa breyst sem bílstjóri við að taka meiraprófið á sínum tíma. Það eina sem eftir stóð af þeirri vitleysu allri var að ég var 100Þús fátækari og gramur í þokkabót út af því hversu innihaldslaust námskeiðið var. Ljósir punktar við námskeiðið voru þó til..sem dæmi má nefna að bráðfalleg kona fjallaði um eitthvað sem ég man raunar ekki lengur hvað var.
Eftir þessa reynslu finnst mér hlægilegt að tala um að það þurfi meirapróf á jeppaskrjóða á tiltekinni dekkjastærð eða þar yfir. Fólk verður hvorki betri né verri bílstjóri eftir að hafa setið á svokölluðu námskeiði til aukinna ökuréttinda. Vissulega eru stórir bílar öðruvísi í akstri en þeir minni og það er meiri ábyrgð sem fylgir því að bramboltast á 3 tonnum í umferðinni en á Yaris, sú staðreind breytist aftur á móti ekkert við það að ökumaður stóra bílsins sé með fleiri stimpla í skírteninu sínu.
Þessar hugmyndir eru til þess eins fallnar að þrengja að frelsi borgaranna og auka gjaldtöku á jeppafólk. Þær eru síst líklegar til að stuðla að auku öryggi og eru því handónýtar sem slíkar.
Góðar stundir og jeppaferðir
Bensíndraugurinn
31.05.2002 at 17:02 #461406Mikið er ég nú sammála þér Óli. Það að setja meirapróf á breitta bíla er tómt rugl. Það væri þá frekar að gera þetta einsog hefur verið gert með mótorhjólin. Þea 500 og undir færðu strax og síðan eftir x langan tíma færðu ótakmarkað. Man ekki alvef hvernig þetta er, en er í megin atriðum svona. Og þetta ætti þá að gilda yfir ÖLL vélknúin ökutæki, ekki bara jeppa eða mótorhjól. En þessi umræða er að verða álíka heimskuleg og ný sett reykingar lög, þar sem sumar gerðir af tóbaki voru bannað en aðrar ekki, hef ekki vitað það heimskara. En það er afturámóti staðreind að breittir jeppar hafa verið í annsi morgum slysum undanfarið og ef maður skoðar það þá er svosem ekkert skrítið að fólk skuli ræða þetta. En mér finnst samt ákaflega duló að bara ein gerð af bílum skuli tekin útur umræðunni. Ekki hef ég heirt að sport bílar séu teknir svona í gegn, eða þegar öll rútu slysin voru hérna um árið. Ekki heirði ég neitt talað um að hækka aldur ökumann þeirra. Ég hef kannski ekki verið að fylgjast með.
Hinn bensíndraugurinn
31.05.2002 at 19:24 #461408Jæja BÞV…..
Þessir "unggæðingar" eru fólk í umferðinni líka og verða ekki alltaf krakkar. Ef þeir mynda sér skoðun á jeppamönnum og stimpla okkur alla sem einhverja vitleysinga á drápstólum í umferðinni núna þá eru litlar líkur á því að það breytist eitthvað í bráð. (þetta er stærri hópur en þig grunar).
Ég get ekki séð hvernig minn þroski tengist þessar síðu á einn eða annan hátt og það að ég njóti ávaxta klúbbsins eins og þú sagðir þá geri ég það ekki.
Ég fæ ekki afslátt í nafni ferðaklúbbsins
Ég fæ ekki setrið sennt heim
Ég fer ekki í skipulagðar ferðir á vegum ferðaklúbbsins
Ég mæti ekki á fundi eða opin hús
Ég hef ekki aðgang að VHF kerfi klúbbsins.Ég skoða heimasíðuna af og til og læt eitt og annað flakka hérna og það er það eina sem ég geri sem tengist klúbbnum.
Hvað er svona hallærislegt við það?
Við ræddum í þetta í bréfaskrifum okkar á milli og þar sagði ég þér hvað ástæðuna fyrir því að ég er ekki félagsmaður.
Hallæriskveðja
Stebbi
01.06.2002 at 18:46 #461410Kæri Óli…
Þú ættir kannski að kynna þér á hvaða aldri þessir menn eru og voru sem urðu fyrir þessum óhöppum á rútum áður en þú segir svona…. eða fylgast með og tala svo….
Hlynur R2208
01.06.2002 at 18:48 #461412Óli hvað………….
02.06.2002 at 11:33 #461414Sæll Stebbi.
Þér hefur ekki tekist að sannfæra mig varðandi þá sportbílaeigendur og GTI ökumenn sem þú segir að séu neikvæðir í garð jeppamanna og telji að það eigi að setja meiraprófsskyldu á breytta jeppa. Ég alhæfi ekkert um þetta fólk frekar en jeppamenn almennt, en sá hluti þess sem tjáir sig á endalausan neikvæðan hátt í garð jeppamanna (með alhæfingum) á unglingaspjallrásum er að ég held mikill minnihlutahópur. Ég stend einnig við það að málefnaflutningur þessa minnihlutahóps byggir að verulegu leiti á upphrópunum og neikvæðum ályktunum útí allt og alla (ekki bara jeppamenn). Ég mynni á umræðuna vegna jeppaferðar gaujajul á Kjöl sem varð hér á síðunni, en þar kom berlega í ljós fullyrðingagleði þessa fólks.
….En, ég er heldur ekki sammála þér með að skoðanir þessa fólks muni ekki breytast í bráð. Það er nú einu sinni svo að öll þroskumst við hægt og bítandi (vissulega með mismiklum árangri) og ég held að flestir sem komnir eru af fyrra gelgjuskeiði geti verið sammála um að hafa á því æviskeiði sínu sagt eða gert eitthvað sem þeir myndu ekki segja eða gera nú. Það er því heilmikil von fyrir þetta fólk og allar líkur á að það nái sér af þessum ranghugmyndum sínum.
Nú… Þá er það hallæri þitt og þroskamerki… Ég álykta sem svo að þú sért allur að þroskast vegna þess hve mikla intressu síða Ferðaklúbbsins 4×4 nýtur hjá þér (þú ert þá varla að spjalla við bólugrafna GTI ökumenn með upphrópanir á meðan). Það er ótvírætt þroskamerki 😉
Hallærið er það að reyna að telja sjálfum þér og öðrum trú um að þú njótir ekki ávaxtanna af starfi klúbbsins.
Þú ert… internetnotandi og það meira að segja þokkalega öflugur og fylgist með spjalli og tekur þátt í umræðu á vetvangi félagsins. þar hefur þú aðgang að Setrinu og öðru útgefnu efni félagsins, svo og öllum öðrum upplýsingum sem þar hafa verið dregnar saman fyrir jeppafólk.
Þú ert… jeppamaður og nýtur þar með ávaxtanna af tveggja áratuga starfsemi Ferðaklubbsins 4×4. Þar á ég bæði við þá vinnu sem farið hefur í að fá heimild til að breyta og aka breyttum jeppum, svo og heimild til að aka á snjó. Þetta kann mönnum að finnast sjálfsagt í dag, en það hefur kostað mikla vinnu, blóð, svita og tár að verja þennan rétt okkar.
Annars ert þú að sjálfsögðu í fullum rétti að borga ekki félagsgjaldið og halda áfram að borða brauðið þótt þú takir ekki þátt í að sá fræjunum… Og ég hvet þig og aðra til að vera áfram virkir á spjallinu!
Ferðakveðja,
BÞV
02.06.2002 at 13:08 #461416Kæri Hlynur
Þú ættir að lesa betur það sem skrifað er á spjallið áður en þú ferð að sproksetja fólk. Óli sagði ekki orð um rútuslys, það var Páll (Páll Arnarson utanfélagsmaður?) sem minntist á þau í framhjáhlaupi.
Það er helst á pistli þínum að skilja að þú vitir eitthvað meira um þessi mál, viltu þá ekki ausa af brunni visku þinnar og upplýsa okkur fáfróða og gleymna félaga þína.
02.06.2002 at 22:02 #461418"og halda áfram að borða brauðið þótt þú takir ekki þátt í að sá fræjunum… " Eru einhver sérstök ofskynjunarlyf sem ýta undir svona orðalag?
Núna hvet ég þig BÞV að senda öllum sem eiga jeppa á íslandi og eru ekki félagsmenn reikning fyrir góðverkunum og brauðinu. Þú tókst nú einu sinni þátt í bakstrinum.
…….og hvað er það með að tengja þessa síðu alltaf við þroska?
02.06.2002 at 22:36 #461420…var að mig minnir í kvennaferðinni og stóð sig vel. Gott ef hún var ekki nema rétt 18.
Hvaða máli skiptir það hvort það er 19 ára stelpa eða strákur að keyra 38" Patrol? Ef það á að fara að draga í dilka, þá má benda á að strákarnir eru mun hættulegri í umferðinni, sbr. tíðni slysa.
Bara smá innskot…
Soffía
p.s. ætti ekki frekar að leggja áherslu á akstur breyttra jeppa í almennu ökukennslunni heldur en að setja meirapróf sem skilyrði? Breyttir jeppar eru sjálfsagður hluti af bílaflórunni í dag og það væri öllum gott að læra að umgangast þá. Og svona fyrst ég er byrjuð, þá má nefna það að það er ekkert minnst á breytta jeppa í meiraprófskennslunni í dag, þó svo að tímarnir sem fara í þá kennslu (vörubílapróf og leigubílapróf) eru milli 100 og 200, en rétt um 50 fyrir almenna prófið.
03.06.2002 at 10:40 #461422Gaman að sjá að umræðan hér að ná gæðastöðlum fyrir umræður á hugi.is. Fer eiginlega að vera spurning um það hvenær menn fara að hafa með sér skítagafla í staðin fyrir skóflur í ferðir…
Segjum nú svo að það sé ákveðið að búa til námsefni fyrir þetta hugsanlega jeppameirapróf (hvort og hvernig það yrði svo sem kennt).
Hvað ætti að standa í þessu námsefni? Hvað á að kenna?Einn forvitinn, sem er ekki alveg búinn að fatta rökin fyrir þessari meiraprófsumræðu.
Rúnar.
R2018.
03.06.2002 at 11:26 #461424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hmm…. ég var að lesa stöðuna á kosningunni á síðunni…
Vilja meirapróf 23%
Hlutlausir 2%
Á móti 73%Hvar eru 2% ??????
Kalli
03.06.2002 at 12:51 #461426Kæri GGI. Eru mín orð einhvað minni eða öðruvísi þó svo ég væri utanfélags maður ?? Bara spyr sko. En svona fyrir þig þá er ég félgasmaður og er ákaflega ánægður með það. Þetta er ( yfirleitt ) skemtilegur félagskapur og félagsmenn, allavega þeir sem ég þekki, tilbúnir að leiðbeina manni og aðstoða á allan hátt. Og takk fyrir að árétta þetta með tútuslysin, það var í frammhjáhlaupi. En þessar umræður eru orðnar annsi líflegar og er það gott Vonandi fer slysum að fækka. Það er óneitanlega staðreind að banaslys eru alltof mörg, hverju sem er þar um að kenna. Las í gær að þau eru orðin 11 í umferðini, og júni rétt að byrja. Hvað um það, gleðilegt ferða sumar öllsömul.
Hinn bensíndraugurinn
05.06.2002 at 11:38 #461428Sælir drengir
Eitt með þessa umræðu um breytta bíla finnst mér asnalegt að tala bara um muninn á 35" og 38".
Sjálfur ek ég um á 38" wrangler 4.0L sem mér finnst auðvelt að keyra í bænum og finn ekki svo mikin mun á og þegar hann var á orginal dekkjum.
En að keyra hilux double cap er eins og að keyra rútu eða langferða bifreið. Hvort sem hann er á 33" 35" 36" eða 38" eru þetta alltaf langir og íll meðfærilegir bílar.Þegar maður er á smá bíl finnst manni náttúrlega verra ef maður lýtur til hliðar sér dekk og drifskaft en ekki aðra manneskju. ( Lennti sem farðþegi í fólksbíl við hliðina á wranglernum mínum).
Kveðja Fastur
ps. hvort sem það er strákur eða stelpa sem keyrir er áræðnin og aksturlagið einstaklings bundið.
pps. Hvaða eyðslu þarf maður að hafa á hundraði til að verða bensín draugur?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.