Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Kortlagning á jökulsprungum
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.08.2010 at 15:30 #214081
Góðan dag,
ég heyrði um daginn orðróm um að það væru aðilar, sumir allavega tengdir klúbbnum, sem hafa farið í flugferðir til að skoða og kortleggja sprungur á helstu ferðaleiðum okkar á einhverjumjöklum. Mér hefur samt ekki tekist að draga fram meiri upplýsingar um þetta, né hef ég fundið hér neina umræðu um þetta hér.
Því spyr ég – er einhver sem veit meira um þetta – og er von á að þetta verði gert að einhverju leyti opinbert fyrir okkur aulana sem sitja bara og bíða eftir að einhverjir aðrir geri hlutina fyrir þá ?
Arnór lati og sprunguhræddi…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.02.2011 at 15:56 #700634
Sæll Baldvin,
Það er fengur í athugunum ykkar og þær eru aðeins til þess að bæta sprungukortin. Þar sem ég er ekki fastagestur á umræðuvefnum ykkar þá þætti mér samt gott að ábendingar bærust einnig beint til mín svo ég geti brugðist við. Hvet ég þá sem lesa þetta eindregið að hika ekki við að tala við mig eða senda skeyti (snaevarr@mmedia.is), og endilega látið þetta berast til annarra. Það er okkur öllum í hag að hægt sé að uppfæra kortin og aðvara ef viðsjárverðar sprungur eða sprungusvæði eru farin að sjást.
Það er einmitt sem við má búast.Skilgreiningar á hættustigi eru rúmar en sprungusvæði geta verið mjög misjöfn, sum hver afar sprungin, jafnvel þau gulu líka. Gát skal höfð á að vanmeta ekki gulusvæðin í ljósi þess að rautt svæði séu hættulegust. Satt best að segja er afar mikilvægt að vanmeta þau ekki. Það eina sem skilur á milli gulu svæðanna og rauðu er að fært er yfir þau gulu árstíðabundið en þau rauðu eru alltaf ófær, í það minnsta ætíð hættuleg.
Reynum næst að skoða sprungurnar sem þú vísar til í ljósi þessa: Þar sem þið hafið ekið yfir svæðið og hana (tilgreinda sprungu), þrátt fyrir augljósa hættu, má álykta að setja yrði það í gulan flokk einfaldlega vegna þess að það var fært yfir, á vissum árstímum a.m.k. Ég get mér til um að þið hafið farið yfir sprunguna þar sem fært var og hún fær að hluta til en annars staðar stórhættuleg.
Ef ykkur finnst ástæða til þess að aðvara aðra um þessa sprungu er minnsta mál að setja rautt á hana. En til þess þarf ég frekari upplýsingar. Það sem þarf að gera er að skrá og senda mér stöðuhnit sprungunnar svo að ég geti lagt yfir kortin og metið. Ekki er síðra í að fá mat á sprungu, t.d.
breidd þeirra og áætluð lengd. Sendið mynd eða vísið mér á mynd til þess að sjá og átta sig á aðstæðum. Það er mikilvægur hluti í þessu að upplýsingar séu að berast til að betrumbæta eða uppfæra kortin.Bestu kveðjur,
Snævarr
15.04.2011 at 20:10 #700636Sælir félagar. Nú er hægt að nálgast sprungukort af Vatnajökli og eru þau nú aðgengileg bæði fyrir Pc og Mac . Endileg skoðið og komið með athugasemdir ef þið sjáið eitthvað sem betur má fara eða einhverjar hættur sem þið þekkið og eru ekki þarna inni.
Þessi kort þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og allar ábendingar vel þegnar.http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivi … Joklakort/
kveðja Ágúst
19.04.2011 at 17:58 #700638Getur einhver sagt mér hvernig á að koma þessu yfir í gps tækið? Ég er búinn að hlaða kortinu niður í tölvuna en það kemur einhver villa þegar ég reyni að keyra það upp. Hvað á að velja í möppunni "Joklar_20110310" ?
20.04.2011 at 01:23 #700640Félagar,
á meðan við bíðum fullir eftirvæntingar þess að hægt verði að hlaða sprungukortunum inn í algengustu bílatækin, -þ.e. bátatækin, þá langar mig að benda á loftmyndir af Eyjafjallajökli teknar sl. sumar inni á ja.is undir kortagrunnur og loftmyndir, þarna er hægt að súmma inn og hægri smella til að fá hnit ofl. Alveg frábært til að velja sér leið eftir loftmynd, hvort sem farið er að sumri eða vetri.
http://ja.is/kort/#x=500000&y=500000&z=0&type=aerial
Með því að summa í botn sér maður hjólför eftir jeppana og getur því áætlað breidd sprungna eftir því. Fann þarna slóð eftir mig frá 17. júní 2010 og m.a.s.skóförin mín upp að öskjubarminum.
Þetta er svo flott að helst mætti halda að rússarnir hefðu tekið loftmyndina. Er þá hvergi hægt að fara huldu höfði lengur???Ingi
21.04.2011 at 23:30 #700642Hörður spurði að því hér hvernig ætti að koma þessu sprungukorti inn í GPS-tækið.
Mér tókst þetta fyrir nokkrum vikum og hér á eftir ferð aðferðin sem ég notaði.Rétt að taka fram að ég er með Garmin 476 tæki – sem er það sama og 276-tækið, nema bara með innbyggðu amerísku vegakorti í stað evrópukorts í 276.
Ég nota svo líka MapSource 6.16.3 (og já – fyrir þá sem hafa uppfært áður og bakkað tilbaka af því að öll hlutföll í kortinu voru vitlaus – það er búið að laga það í þessari útgáfu)1. Setja inn pakkann (keyra setup) sem er náð í af safetravel inná vél sem er þegar með Mapsource og íslandskortið uppsett.
1,5 : Ath, að það er ekki hægt að skoða bæði íslandskortið og sprungukortið á sama tíma í Mapsource, það er s.s. ekki hægt að "overlaya" sprungukortinu yfir íslandskortið – ég leitaði töluvert á netinu en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara ekki í boði Endilega leiðréttið mig ef þið þekkið leið til að gera þetta ?
2. Opna Mapsource og velja "Maps"-flipann vinstra meginn
3. Velja íslandskortið og zooma út þannig að allt landið sjáist á skjánum
4. Velja í menu Tools->Map
5. Draga ferhyrning um allt landið á kortinu – nú ættu öll kortin í Íslandskortinu að koma í lista vinstra megin undir "maps"-flipanum.
6. Fara í kassan efst vinstra megin og velja þar "Jöklar 2011_03" í stað "Iceland GPS Kort 3.5" (nöfnin geta verið eitthvað aðeins öðruvísi eftir þvi hvaða útgáfu þið eruð með)
7. Gera nú það sama og í lið 5, draga ferhyrning um þau kort sem sjást – þau ættu að bætast við í listann vinstra megin.
8. Tengja GPS-tækið við tölvuna.
9. Fara í menu og velja "Transfer"-> "Send to Device"
10. Velja tækið ykkar úr dropdown-listanum og haka við "Maps" og velja svo Send.Þetta er pínu óþægilegt vegna þess að þetta yfirskrifar það kort sem er fyrir á minniskubbinum í tækinu (íslandskortið), en það er í góðu lagi ef þú ert bara með íslandskortið inni.
Ef þú ert með önnur kort inni, þá verðurðu fyrst að ná þeim af tækinu inn á tölvuna – og bæta þeim svo inn í pakkan sem þú sendir yfir í tækið eins og gert er í lið 5 og 7 hér að ofan. Ég hef ekki reynslu af þessu – þannig að vertu viss um hvað þú ert að gera þarna svo það tapist nú ekkert. (ATH, það er ekki hreyft við innbyggðu Ameríku eða Evrópukortunum á 476 og 276, þau eru á öðru innbyggðu minniskorti – það þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim)Gangi ykkur vel – þetta er ótrúlega flókin og leiðinleg aðferð við þetta og ég auglýsi eftir auðveldari leið – kannski er ég að fara einhverja ógurlega fjallabaksleið að þessu ??
Arnór
22.04.2011 at 07:18 #700644Takk Arnór, ég prófa þetta við tækifæri.
18.10.2011 at 21:28 #700646Þar sem vetur konungur er að halda innreið sína á íslenska náttúru vil ég vekja athygli á Jöklakortum sem búið er að gera af miklum myndarskap. Þar er eins og flestir vita myndræn útsetning á jökulsprungum með áhættugreiningu til yfirferðar. Ég vissi að [url:1mewbotm]http://www.safetravel.is[/url:1mewbotm] hýsir gögnin um [url:1mewbotm]http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivist/Joklaferdir/Joklakort/[/url:1mewbotm] Því fór ég að leita á vefsíðunni eftir Jöklakortunum. Við þá leit lá við að ég gæfist upp en fann að lokum. Þá spyr ég eru kortin falin svona að yfirlögðu ráði svo sem fæstir finni þau? Hvernig er með það ferðafólk sem veit ekkert um tilvist þeirra eða er búið að gleima þeim? Þessi kortagrunnur var gerður til að koma í veg fyrir slys og vinamissi. Beinn tengill á Jöklakortin eiga að sjálfsögðu að vera frá forsíðu. Þar sem ég er í vefnefnd F4x4 ætla ég að mæla með á næsta fundi að tengill beint á kortin verði settur á forsíðuna hjá okkur. Annað er ekki forsvaranlegt svo þessi vitneskja sé öllum sýnileg. Ég vil taka það fram að ferðir á jöklum fer að sjálfsögðu eftir snjóalögum og færð. Einnig er ákveðin árstími hentugastur.
Kv. SBS. R2060.
19.10.2011 at 00:18 #700648Sæl öll
Ég er með Garmin 178 C (bátatæki). Er kominn lausn til að koma spungukortunum inn á það???
Kv. Freyr
19.10.2011 at 18:40 #700650Kominn er tengill á forsíðu, undir GPS grunnur sem vísar á sprungukortin góðu.
19.10.2011 at 18:42 #700652Frábært framtak hjá ykkur, vefnefndin rokkar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.