Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Kortlagning á jökulsprungum
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.08.2010 at 15:30 #214081
Góðan dag,
ég heyrði um daginn orðróm um að það væru aðilar, sumir allavega tengdir klúbbnum, sem hafa farið í flugferðir til að skoða og kortleggja sprungur á helstu ferðaleiðum okkar á einhverjumjöklum. Mér hefur samt ekki tekist að draga fram meiri upplýsingar um þetta, né hef ég fundið hér neina umræðu um þetta hér.
Því spyr ég – er einhver sem veit meira um þetta – og er von á að þetta verði gert að einhverju leyti opinbert fyrir okkur aulana sem sitja bara og bíða eftir að einhverjir aðrir geri hlutina fyrir þá ?
Arnór lati og sprunguhræddi…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.08.2010 at 01:40 #700594
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gagnlegt innlegg.
Ég gæti samt vel skilið að menn væru tregir til að dreifa upplýsingum af þessum toga. Ég er ekki að fullyrða að svo sé, en ég get vel skilið það.
Þegar upplýsingar af þessu tagi komast í umferð gætu margir ályktað sem svo að þar sem ekki er sérstklega varað við sprungum sé um "örugg" svæði að ræða.
Auðvitað þarf að meta aðstæður í hverri ferð og fara með gát, menn eru samt með mis mikla reynslu á bakinu, og meira að segja reyndustu ferðalangar hafa upplifað óhugnað sem orð fá ekki lýst varðandi sprungur.Ég ætla ekki að hefja einhvern hræðsluáróður hérna varðandi sprungur og opin umræða er vanalega af hinu góða, ekki síst þegar um öryggi fólks er að ræða. Það þarf bara að vera á hreinu hvernig gögn af þessu tagi urðu til, hvenær og hvaða takmarkanir þau kunna að hafa.
kkv
Grímur
20.08.2010 at 09:54 #700596Það er rétt að þessi vinna er í gangi og er hluti af verkefni sem gengur út á að gera það sem hægt er til að auka öryggi í jöklaferðum. Verkefnið var sett af stað af vinum og ferðafélögum Halldóru Benediktsdóttur sem lést í hörmulegu slysi á Langjökli núna í byrjun árs en þátttakendur í því er m.a. Landsbjörg, 4×4, Útivist, Garmin á Íslandi og Jöklarannsóknafélagið (leiðréttið mig ef upptalningin er ekki rétt). Einn þátturinn í þessu og líklega sá erfiðasti er að kortleggja hættulegustu svæði jöklanna. Það eru ákveðin svæði á jöklum sem er alltaf best að halda sig fjarri og það gera menn ekki nema þeir hafi upplýsingar um þau. Klárlega er með þessu ekki verið að segja að annars staðar geti menn þvælst um án þess að spá neitt í málin, heldur verið að reyna að stuðla að því að menn geti ferðast á meðvitaðan hátt um jöklana. Strákarnir sem störtuðu þessu fóru í að safna fé í verkefnið og það gekk allavega nógu vel til þess að hægt var að byrja á þessu í sumar. Jarðvísindastofnun (Magnús Tumi sem jafnframt er formaður Jöklarannsóknafélagsins) skaffar aðstöðu og sá um að finna starfsmann í verkefnið. Það sem ég hef heyrt af þessu lofar góðu. Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir þeim varnöglum sem þarf að hafa á svona gögnum, en klárlega er betra að menn hafi upplýsingar um jöklana jafnvel þó það kalli á smá hugsun við að lesa úr þeim. Á sama hátt og það er betra að sjá veðurspá fyrir ferðir og það losar mann ekkert undan því að vera vel búinn til að mæta hverju sem er.
Aðrir þættir í þessu verkefni snúa að fræðslu og auka þekkingu manna á eðli jökla og hvernig sé best að bera sig að við ferðalög á þeim. Löngu tímabært að taka saman eitthvað slíkt.
Kv – Skúli
24.08.2010 at 21:47 #700598Frábært að heyra, takk fyrir þetta Skúli.
Ég á von á að núna sé besti tíminn til að skoða ástand jöklanna, þannig að vinna er vonandi í fullum gangi.
Ég hlakka til að heyra meira af þessu.Arnór
26.08.2010 at 10:04 #700600Komið þið sæl öll.
Ég þakka Skúla fyrir góðan pistil hér að ofan. Ég get staðfest fyrir hönd þeirra sem að þessu standa, að verkefnið er vel á veg komið. Því er ekki síst að þakka ötulu starfi Snævarrs Guðmundssonar, starfsmanns verkefnisins, sem auk þess að nema landfræði við HÍ, með jarðfræðikortagerð að sérsviði (áhersla á jöklakort) er þekkingarbrunnur og mikill reynslubolti í fjallamennsku.
Við Snævarr hittum á góðviðriskafla um daginn og flugum yfir Langjökul fyrsta daginn, Hofsjökul þann næsta og Vatnajökul síðast. Snævarr hefur byggt kortlagningu sprungusvæðanna meðal annars á gerfihnattamyndum ásamt gögnum frá raunvísindastofnun háskólans, og síðan lagst í mikla vinnu við myndatöku til þess að hafa sem gleggsta mynd af aðstæðum eins og þær eru nú.
Skemmst er frá því að segja að sprungukort fyrir Langjökul eru nánast tilbúin, einnig kort af Snæfellsjökli. Vatnajökulskort eru vel á veg komin. Sjálfur hef ég ekki mikið komið að þessu nema fluginu.
Hugsunin bak við þessi kort er sú að þetta séu viðbótarupplýsingar fyrir ferðalanga. Þau ein og sér geta aldrei komið í stað hyggjuvits og varkárni. Hins vegar er það trú okkar sem komum að þessu, og það er býsna stór hópur fagfólks og áhugafólks með mikla þekkingu á ýmsum aðskiljanlegum sviðum, að nota megi upplýsingar sem koma á sprungukortum sem viðmiðun við leiðaval. Förin sjálf er og verður alltaf á ábyrgð ferðalangsins, en því meiri upplýsingar sem við fáum við undirbúninginn, því öruggara ætti ferðalagið vonandi að geta orðið.
Ég var í hópnum sem var á Langjökli, 30. janúar sl. Mikið er vinnandi til að koma sem frekast er unnt í veg fyrir að fleiri þurfi að standa í slíkum sporum. Hugmynd að þessu verkefni fæddist ekki löngu eftir slysið, og er mikið ánægjuefni hve vel á veg það er komið.Hér eru tenglar inná myndbönd sem ég tók í flugferðunum yfir jöklana. Best er að velja 720p eða hærri upplausn, en vert að geta þess að öllu betri myndir eru notaðar við kortagerðina. Þetta er bara hliðarafurð mín.
[url:2qm9d3o5]http://www.youtube.com/watch?v=T8Gw8CSmVH0[/url:2qm9d3o5]
[url:2qm9d3o5]http://www.youtube.com/watch?v=L1IljT0yluc[/url:2qm9d3o5]
[url:2qm9d3o5]http://www.youtube.com/watch?v=EhGwnmn0HrA[/url:2qm9d3o5]
Kv,
Lalli.
26.08.2010 at 14:34 #700602Lalli flottur, mikið and… er þetta flott hjá ykkur, tilhamingju.
Það verður mjög fróðlegt að sjá afurðina af þessari vinnu. En fluttar myndir hjá þér Lalli.
kv. vals.
26.08.2010 at 20:30 #700604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er unun að sjá fallegar og vel gerðar myndir af hrikalegri fegurð Íslands. Svona myndbrot snertir okkur öll. Nú er ég sennilega að stela þessum þræði. Hverjir fá að sjá þessa dýrð og dásemd í komandi frammtíð? Eru það þeir einir sem eiga flugvélar og beltabíla? Eru það þeir sem leggja líf sitt í hættu og fara fótgangandi um vægðarlausa náttúru landsins. Eru stjórnvöld hverju sinni samansafn af mestu rugludöllum sem fyrirfinnast hjá þjóðinni?
Kveðja SBS heillaður en alveg gáttaður.
29.08.2010 at 18:40 #700606Það er frábærlega gaman að sjá þessi videó En ekki síður er það mikið stórvirki að ráðast í kortlagningu á sprungusvæðum. Þetta er þarft verk sem margir eiga vonandi eftir að njóta.
03.10.2010 at 15:32 #700608Annaðkvöld verður Snævarr Guðmundsson með kynningu á sprungukortaverkefninu, í höfuðstöðvum 4X4. ´
Hvet fólk til að mæta og kynna sér verkefnið.
03.10.2010 at 22:10 #700610Snævarr verður á fundi f4x4 í mörkinni annað kvöld. Ekki í höfuðstöðvum f4x4.
03.10.2010 at 23:02 #700612Mikið rétt, fundurinn er í Mörkinni 6 hjá Ferðafélagi Íslands.
17.02.2011 at 11:55 #700614Sælir félagar.
Veit einhver hver staðan er á sprungukorta verkefninu? Er einhvers staðar hægt að nálgast þetta kort?
Kv. Júnni
R-268
17.02.2011 at 13:12 #700616Prufaðu þetta. Sævarr, starfsmaður verkefnisins, sagði á fundi hjá okkur fyrr í mánuðinum að mjög stutt væri í kort af Vatnajökli
http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivi … Joklakort/
17.02.2011 at 20:41 #700618Sæll
Það er smà böggur í linknum, sem verið er að laga. Það kemur tilkynning um leið og þetta er komið í lag.
Á að vera komið í lag á morgun. Það verður bein tenging frá f4x4 á þessa síðu.
Fh vinnuhópsins
Ágúst og Þorsteinn
17.02.2011 at 22:47 #700620Það eru mjög góðar fréttir að þetta skuli loks vera komið. En hvað er málið með bátatækin, hvað vantar uppá þar? Er vitað hvenær verður búið að leysa það?
Kv. Óli
17.02.2011 at 23:05 #700622Það er unnið að því að leysa það og verður tilkynnt strax og það gengur upp. Prófið á meðan í þeim tækjum sem virka.
18.02.2011 at 00:40 #700624Þetta er afskaplega áhugavert verkefni og ég er mjög ánægður með hvernig kortin hafa verið unnin í "handbókinni", mjög skýr og litanotkunin góð útfærsla. Frábært framtak !
Ég nota að vísu ekki gps bíltæki, bara göngutæki með tölvu, þannig að ég get ekki nýtt mér kortagrunninn en ég hlóð niður handbókinni á PDF í fínni upplausn og gat ég vistað skjámyndaklippur af kortunum þaðan niður sem .jpeg myndir í góðir upplausn. Er búinn að calibrera þetta inn í Ozi og þetta kemur vel út.
Er þetta ekki örugglega WGS84 Datum sem þið notið ?
Hér er td gamalt track frá Skálpanesi sem ég lagði ofan á sprungukortið af langjökli. Mjög áhugavert að skoða þetta og fín viðbót við þá vitneskju sem maður hefur af jöklinum nú þegar.
[attachment=0:sotu8z5o]track á Langjökli.jpg[/attachment:sotu8z5o]
kv / Agnar
18.02.2011 at 12:20 #700626Það er hægt að hlaða niður kortum núna.
Beinn linkur á síðuna er:
http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivist/Joklaferdir/
velja þar jöklakort.Gangi ykkur vel og sendið endilega inn athugsemdir sem skipta máli til batnaðar á Snæavarr og Jónas.
kveðja
Águst og Þorsteinn
18.02.2011 at 12:51 #700628[quote="Þorsteinn V":3egxbte0]Það er hægt að hlaða niður kortum núna.
Beinn linkur á síðuna er:
http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivist/Joklaferdir/
velja þar jöklakort.Gangi ykkur vel og sendið endilega inn athugsemdir sem skipta máli til batnaðar á Snæavarr og Jónas.
kveðja
Águst og Þorsteinn[/quote:3egxbte0]sælir
Ertu með email hjá Snævarri og Jónasi, vantar upplýsingar um Datum kortanna ?
kveðja
Agnar
agb@applicon.is
18.02.2011 at 13:02 #70063021.02.2011 at 10:38 #700632[quote="AgnarBen":jr6pk12r]
[attachment=0:jr6pk12r]track á Langjökli.jpg[/attachment:jr6pk12r]
kv / Agnar[/quote:jr6pk12r]
Agnar, ég hef einmitt ítrekað horft upp á hópa af jeppum aka beint yfir "stálið" eins og við köllum það vestur af Skriðufellinu.
Ef að menn keyrðu það að sumri til myndi þeim ekki detta í hug að fara þar yfir að vetri. Eru margar alvöru sprungur þar.
Í raun er ég á því að rauði liturinn ætti að hluta að ná alveg yfir á Skriðufellið. Það er ein nokkuð stór sprunga sem nær alveg yfir, þó að hún tæki ekki jeppann í heilu lagi, æti hún samt góðan hluta af honum ef að maður færi þar niður. Hún er líklega ekki nógu víð til að ná skilgreiningunni hans Snævars.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.