This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nýja kortabókin
Ég leit aðeins inn í bókaverslun í dag og leit á nýju kortabókina frá Eddu, svona af forvitni. Reyndar hafði ég ekki mikinn tíma til skoðunar. En kortin voru falleg og mikil dýpt í kortunum þannig að, það er rétt sem segir í auglýsingunum. Að það er einsog flogið sé yfir landið. Síðan kíkti ég að sjálfsögðu fyrst á hálendið og jökla og þar kom ýmislegt á óvart bæði gott og slæmt. Hefði ég vilja hafa slóðakerfið betur úr garði gert. En hvað um það, þá var ég ánægður að sjá örnefni einsog Skapafell og svo sá ég nafnið Flosajökul ofl. ofl bara gott mál. Einnig voru kortin af jöklum landsins flott, en þó sérstaklega af Vatnajökli. Legg til að menn skoði bókina, maður þarf að vísu nokkra daga í það ef vel á að vera. Reyndar vantar mig aðstoð, ég hef verið að leita að nafni á tind sem stendur upp úr Þjórsárjökli 1246 m.y.s og sést vel á 1:50000 g.p.s 6445720-1814546. Endilega leggið mér lið ef þið þekkið nafnið í tindinum. Kv Ofsi
You must be logged in to reply to this topic.