Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Kort Landmælinga
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 11 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2013 at 09:07 #225435
Stafræn kort frá Landmælingum án endurgjalds:
http://visir.is/kort-af-islandi-fyrir-alla/article/2013701239981http://www.lmi.is/stafraen-gogn/
Umhverfisráðherra er allavega að gera eitthvað rétt 😉
Bjarni G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2013 at 09:50 #762941
Það er kosningaár Bjarni. Hún verður nú að gera amk eitt sem gæti verið vinsælt.
kv. Óli
23.01.2013 at 13:11 #762943Það er áhugavert að skoða þessi kort og slóðakerfið sem er inn á því. Eru allir þessi slóðar inn á Garmin tækjunum ?
Hafa menn einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta þessi kort öðurvísi en að skoða á netinu ? Ég væri til dæmis alveg til í að vera með þessi kort inn í einhverjum hugbúnaði í tölvunni hjá mér og keyra eftir þessu á sumrin !
23.01.2013 at 19:17 #762945Ræddi við einn innabúðar og hann sagði mér að Garmin á Íslandi gæti nú tekið af vef LMÍ og uppfært sitt safn. Þeir mættu rukka fyrir það en vona samt sem áður að þeir hafi það gegn vægu gjaldi.
24.01.2013 at 11:20 #762947Ég hlóð .shp útgáfunni af þessum kortum inn í [url=http://www.qgis.org:2g3d3mpt]Quantum GIS[/url:2g3d3mpt]. Það á að vera hægt að tengja GPS við það. Þetta er ferlega þungt í keyrslu, allavega á 5 ára gamalli fartölvu, hún réði illa við þetta. Hæðarlínurnar eru stærsti parturinn af þessu eða tæp 500mb, vélin réði þokkalega við gögnin ef maður sleppti þeim en kortin eru auðvitað frekar gagnslaus þannig.
Eru menn að nota einhver önnur forrit með þessum kortum með betri árangri?
Bjarni G.
24.01.2013 at 11:57 #762949Já það væri gaman að heyra frá mönnum hvort það eru til einhver forrit sem ráða betur við þetta.
Ég skoðaði Documentation fyrir Quantum GIS og þótt það ráði við að sýna stöðuna þína og setja inn trökk og geyma þá er það samt eins og að fara á 54" Dodge upp í sumarbústað í júlí með fjölskylduna, allt of þunglamalegt og auðvitað ætlað sem GIS forrit en ekki tracking forrit.
Hvað með til dæmis eitthvað svona forrit !
[url:38d9ippy]http://www.eye4software.com/products/gpsmapping/[/url:38d9ippy]Svo er hérna forrit sem getur convertað GIS kortum yfir í annað hvort Image file eða GPS kort. Þarf að skoða þetta nánar ….
[url:38d9ippy]http://www.mapwel.net/[/url:38d9ippy]
24.01.2013 at 12:34 #762951Þessi MAPWELL hugbúnaður til að converta kortum virðist vera nokkkuð öflugur. Hann á að geta convertað SHP vektor kortum yfir á format sem hægt er að nota í Garmin GPS tækjum og líka að búa til myndir til að nota í hugbúnaði eins og OziExplorer.
Einnig ætti að vera hægt með honum að hlaða kortum úr Ozi inn í Garmin GPS tæki. Það þýðir að hægt væri að hlaða gömlu Landmælingakortunum inn í Garmin bátatækin !!!
[url:2p09q8tl]http://www.mapwel.net/manual/0400esri.htm[/url:2p09q8tl]
Það væri nú alveg sultufínt að prófa þetta
24.01.2013 at 13:06 #762953En nú er hægt að hlaða þessum vektor kortum niður á GDB format-i. Er ekki hægt að hlaða því bara beint inn á Garmin GPS tækin, hvað segið þið Garmin bátatækjasérfræðingarnir ?
24.01.2013 at 14:15 #762955[quote="Ýktur":2rghyiq0]Ég hlóð .shp útgáfunni af þessum kortum inn í [url=http://www.qgis.org:2rghyiq0]Quantum GIS[/url:2rghyiq0]. Það á að vera hægt að tengja GPS við það. Þetta er ferlega þungt í keyrslu, allavega á 5 ára gamalli fartölvu, hún réði illa við þetta. Hæðarlínurnar eru stærsti parturinn af þessu eða tæp 500mb, vélin réði þokkalega við gögnin ef maður sleppti þeim en kortin eru auðvitað frekar gagnslaus þannig.
Eru menn að nota einhver önnur forrit með þessum kortum með betri árangri?
Bjarni G.[/quote:2rghyiq0]
Ég hef verið að fikta töluvert með Quantum-GIS, og forritið getur meðal annars vistað gögn í gpx-exchange formati.
Hinsvegar verða menn að hafa á hreinu hvað þeir eru að gera, þekkja hugtök eins og kortvörpun, ellipsoid, coordinate reference system, o.s.frv.
En ef maður er að keyra heilt íslandskort eins og ISN50V í tölvu þá þarf maður fjölkjarna örgjörva, og "hálfan annann helv. helling" af minni.
24.01.2013 at 19:05 #762957Væri ekki upplagt að fá einhverja kynningu á félagsfundi á því hvernig hægt er að nýta sér þessi ókeypis kort?
Ég hlóð niður ókeypis ArcGIS forriti frá [url:9z2roce9]http://www.esri.com[/url:9z2roce9], en veit ekkert hvernig hvernig ég á að láta það vinna með kortunum.
Það væri líka spennandi að vita hvort hægt sé að hlaða einhverjum af þessum kortum inn í GPS tæki.Kv. Sigurbjörn.
24.01.2013 at 21:06 #762959En fer þetta ekki bara beint inn í MapSource / nRoute eins og það kemur frá LMÍ ? Það er boðið upp á niðurhal á .gdb formi en er það ekki kortaformat-ið sem Garmin notar ? Ég hef aldrei notað MapSource og þekki þetta því ekki.
Ef þið eruð með einhvern GIS hugbúnað sem getur birt þessi gögn þannig að þau líti vel út, getið þið þá spýtt út ljósmynd af gögnunum á .jpg formi eða .png, til dæmis á mesta zoom ?
kv / Agnar
25.01.2013 at 17:50 #762961Var að prófa að downloada GDB fælum og þetta er eitthvað sem MapSource skilur ekki. Þessar GDB skrár virðast vera möppur sem innihalda margar skrár, í einhverjum tilfellum sá ég 59 skrár og öðrum 103 skrár.
Ég næ allavega ekki að nota MapSource með þessum skrám.Kveðja
Snjókallinn
25.01.2013 at 19:42 #762963það þarf bara einhver að taka það að sér að malla svona gdb skrá úr þessu sem mapsource skilur
eitthvað sem getur replace’að okur kortið frá samsýnef maður ætlar að vera með kort frá þeim í lappanum og tengja við hann gps pung, og vera svo með kort í tækinu líka þá kostar það bara 2×18þ krónur..
25.01.2013 at 21:35 #762965Ég er nú enginn sérfræðingur í þessum GIS kortum en það eru örugglega til fullt af forritum sem geta gert þetta og eru örugglega í almennri notkun hér heima.
Stutt leit á netinu og ég fann þetta [url:34gjy0m2]http://www.mapwel.net/[/url:34gjy0m2] en þetta forrit getum einmitt convertað .shp skrám yfir á form sem Garmin skilur eða yfir á *.IMG. Það kostar 90 dollara og hérna er fín lýsing á því hvernig þetta er gert [url:34gjy0m2]http://www.mapwel.net/manual/0400esri.htm[/url:34gjy0m2].
Splæsir ekki bara F4x4 í þetta forrit og svo getur örugglega einhver F4x4 félagi klárað sig af þessu ! Þetta er fullkomlega löglegt og því ekkert að því að klúbburinn komi að þessu.
27.01.2013 at 01:25 #762967GDB hjá Garmin = Garmin DataBase
GDB hjá LMÍ = GeoDataBaseÞetta eru algjörlega sitt hvort formatið á kortum, garmin dótið er tja, dót.
Til eru mörg góð frí tól fyrir linux til að converta þessu á milli og vinna með GIS data. Þekki ekki alveg hvernig þetta er á windows.
En að ætla sér að replacea kortin frá Hnit/Samsýn, það gæti kostað annsi mikinn tíma.
Betra væri þá að reyna að koma þessum upplýsingum inná OSM eða ámóta og búa svo til mynd af íslandi fyrir garmin tækin, það myndi allavegana nýtast fleirum…
Eða nota hreinlega gpsmap.is kortið, það er ágætt. (ég verð sennilega brenndur á báli fyrir að auglýsa þetta….)(edit)
Ég gleymdi alveg að minnast á það að garmin database skrár geyma bara punkta, ferla, rútur eða POI.
kortin sjálf eru geymd sem *.img (image) skrár. Það eru til ágætis converterar til að færa raster eða vector myndir yfir í img skrár.
27.01.2013 at 18:10 #762969[quote="Ulfr":3c1gy9h1]
Ég gleymdi alveg að minnast á það að garmin database skrár geyma bara punkta, ferla, rútur eða POI.
kortin sjálf eru geymd sem *.img (image) skrár. Það eru til ágætis converterar til að færa raster eða vector myndir yfir í img skrár.[/quote:3c1gy9h1]Ég hefið talsverðan áhuga á að fá bara "mynd" á .jpg eða.png formi til að geta notað í OziExplorer. Alltaf gaman að bæta góðum kortum í safnið.
Er einhver sem á svona converter og kann að gera þetta ?
28.01.2013 at 09:01 #762971[quote="AgnarBen":cxjf2huu]
Ég hefið talsverðan áhuga á að fá bara "mynd" á .jpg eða.png formi til að geta notað í OziExplorer. Alltaf gaman að bæta góðum kortum í safnið.Er einhver sem á svona converter og kann að gera þetta ?[/quote:cxjf2huu]
Kannski veist þú þegar af því, en Loftmyndir ehf eru með nokkuð gott íslandskort á GEO-TIF skráarformi;
[url:cxjf2huu]http://3w.loftmyndir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=172&Itemid=60[/url:cxjf2huu]
Ég býst við að OziExplorer lesi það.
Hinsvegar er kortið með ÍSNET-93 kortvörpun, ég þekki ekki OziExplorer það vel að ég geti fullyrt að sú vörpun sé skilgreind fyrir forritið.
28.01.2013 at 14:23 #762973[quote="jong":d9x6ynov]Kannski veist þú þegar af því, en Loftmyndir ehf eru með nokkuð gott íslandskort á GEO-TIF skráarformi;
[url:d9x6ynov]http://3w.loftmyndir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=172&Itemid=60[/url:d9x6ynov]
Ég býst við að OziExplorer lesi það.
Hinsvegar er kortið með ÍSNET-93 kortvörpun, ég þekki ekki OziExplorer það vel að ég geti fullyrt að sú vörpun sé skilgreind fyrir forritið.[/quote:d9x6ynov]Já þetta er flott kort en bætir svo sem engu við þau LMÍ kort sem ég er með nú þegar (1:250.000 þar á meðal).
Ég hefði áhuga á að eignast líka vektor kort í kvarðanum 1:50.000 sem sýnir bara hæðarlínur, vatnafar og helstu kennileiti eins og IS 50V kortið gerir.
29.01.2013 at 14:19 #762975Hver vill taka að sér að tala við LM og biðja þá um að setja fram kort á því formati sem við viljum hafa þau?
Er það ekki einfaldara en að við séum að breyta þeim hver í sínu horni?
Maður spyr sig…
30.01.2013 at 12:50 #762977[quote="Gormur":1t0szgqy]Hver vill taka að sér að tala við LM og biðja þá um að setja fram kort á því formati sem við viljum hafa þau?
Er það ekki einfaldara en að við séum að breyta þeim hver í sínu horni?
Maður spyr sig…[/quote:1t0szgqy]
Ég efast um að Landmælingar geti það út frá samkeppnissjónarmiðum.
Ef þeir fara að breyta kortunum fyrir Garmin þurfa þeir líka að breyta þeim fyrir Magellan, leiðsögukerfi allra bílaframleiðenda o.s.frv. Og þeir hafa hvorki peninga eða tíma (sem er líka peningar) til að standa í því
31.01.2013 at 10:10 #762979Sælir félagar. Ragnar Þórðarson heiti ég, er landfræðingur hjá Landmælingum Íslands og hef komið nokkuð að IS 50V gagnagrunninum. Ég fylgist reglulega með f4x4.is síðan ég fékk jeppadelluna fyrir mörgum árum, þó virkni mín á fjöllum hafi verið í dvala seinustu tvö, þrjú ár.
Okkur hjá LMÍ finnst frábært að sjá svona mikinn áhuga sýndan á gögnunum okkar, enda erum við mjög stolt af ávexti erfiðis okkar.
En varðandi gögn LMÍ þá er það algengur misskilningur að gögnin í grunninum séu kort, þetta eru svokallaðar landupplýsingar sem notaðar eru við gerð korta, ýmsar landfræðilegar greiningar og þess háttar og almennt ekki notuð óbreytt heima í stofu við undirbúning ferða. Til að nota þau þarf einhverja, ekki endilega mikla, þekkingu á landupplýsingakerfum (e. GIS) eins og QGIS (Quantum GIS) eða GRASS GIS sem eru gjaldfrjálsir pakkar eða ArcGIS frá ESRI sem greitt er fyrir.
Satt er það að við getum ekki farið að breyta gögnunum þannig að það henti mismunandi notendahópum en þar koma fyrirtæki og einstaklingar á einkamarkaðinum inn í myndina.
„Markmiðið með því að gera stafræn kort og landupplýsingar gjaldfrjáls er að almenningi á Íslandi sé tryggður greiður aðgangur að upplýsingum um umhverfi og náttúru landsins. Einnig er markmiðið að hvetja til aukinnar notkunnar, úrvinnslu og miðlunar þessara gagna t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og í menntakerfinu.“ Eins og segir í fréttatilkynningu frá LMÍ á heimasíðunni okkar, http://www.lmi.is/stafraen-kort-og-land … aldfrjals/.
Við hjá LMÍ notum ArcGIS hugbúnaðinn, því eru gögnin á ShapeFile (SHP) og File Geodatabase (GDB) forsniði, en einnig á DWG sem svokölluð CAD hönnunarforrit styðja. Flest gjaldfrjálsu forritin eins og QGIS lesa SHP skrárnar vandræðalaust og má finna ítarlegar leiðbeiningar um vinnslu gagna milli forsniða á heimasíðum forritana. Algengast fyrir ykkar notkun er verið að breyta úr SHP í GPX forsnið, en þar sem gögnin þekja allt landið getur það tekið óratíma og er mælt með því að „skera“ landið í svæði sem hentar í hvert skiptið. Því miður get ég ekki farið í tæknilegri skýringar en vonandi kemur þetta ykkur á sporið.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi gögn LMÍ, hafið þá samband við mig á ragnar (hjá) lmi.is og ég mun sjá til þess að ykkur verði svarað eins flótt og auðið er.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.