Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Kort – forrit.
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Arnþórsson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.09.2005 at 09:32 #196249
Fyrir umþb. mánuði sá ég auglýst ( R.Sigm.), ný kort, forrit, fyrir GPStæki og tölvur , skildist á auglýsingunni að þetta væri íslensk framleiðsla.
Nú væri forvitnilegt að vita hvort einhverjir hafi prufað kortin, forritið.
Og hvort það komi þá algerlega í stað þeirra forrita sem hafa verið notuð í PC vélar hingað til svo sem Nobeltec og fl.
Mbk.
Óli Hall. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.09.2005 at 09:50 #526748
sælir
Minn skilningur er sá að einungis sé um að ræða nýjan kortagrunn í Garmin tækin. Að auki bjóða þeir upp á götukort af höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að keyra bæði í Garmin og í PC tölvu.
Skv þessu kemur þetta alls ekki í staðinn fyrir þau kortaforrit sem verið er að nota í dag. Aftur á móti langar mig til að vita hvort hægt er að koma þessum kortum í notkun með þessum forritum ?
kveðja
Agnar
14.09.2005 at 12:22 #526750Sælir félagar
ég er aðeins búinn að fikta með þessi nýju kort og forrit. Reyndar hef ég mest verið bara á vegi en aðeins utanvega þó (á slóðum)
Þessi kort virðast vera nokkuð námkvæm sérstaklega vegir og hæðarlýnur og árfarvegir koma ágætlega út líka.
Það sem er einna ónákvæmast eru örnefnin en það vandamál er ekki alveg óþekkt í Nobeltech heldur.
Enn svona heilt yfir þá sýnist mér að þetta sé vel nothæft, bæði að sumri og vetri.
kv
Austman.
14.09.2005 at 12:36 #526752Þessi nýi kortagrunnur er að mínu mati alveg frábær. Hann byggir á gögnum úr 1:50.000 kortum og eru 20 m. á milli hæðarlína (allt landið). Í honum eru um 40.000 örnefni og nöfn á áhugaverðum stöðum. Ítarlegt götukort af höfuðborgarsvæðinu með nýjustu hverfunum ss. Kórahverfi í Kópavogi. Allir vegir á landinu og flestir slóðar á hálendinu eru inni, plottaðir með GPS. Hægt er að nota kortið í GPSinum eða í tölvunni eins og Navtrack eða Maxsea. Ég hef notað þetta talsvert undanfarið en notaði Maxsea og Navtrack áður. Mér finnst þetta bara flott og mun nota þetta í framtíðinni.
Kv. – Kjartan
14.09.2005 at 12:51 #526754Kjartan,
bara svo ég fái þetta á hreint, er hægt að nota kortin í Ozi og Navtrek í staðin fyrir gömlu skönnuðu kortin ?
kveðja
Agnar
14.09.2005 at 13:31 #526756Þú notar MapSource forritið. Einnig fylgir á diskinum forrit sem heitir nRoute og er navigation forrit.
Nýjasta útgáfa af MapSource, ver. 6,7 hefur ekki navigations möguleika.
Kortin eru á vektor formi.
Ekki er hægt að nota þau í MaxSea eða Navtrack forritunum.Kv. – Kjartan
14.09.2005 at 13:44 #526758Ég gleymdi…
Þegar kortadiskurinn er keyptur, fylgir með leyfi til að setja kortin í 2 Garmin GPS tæki. Þegar kortin eru sett inn verður að fá kóða á vefnum til að hægt sé að aflæsa þeim. Kortin virka ekki til að keyra eftir í tölvunni nema hún sé tengd við Garmin GPS tæki með kortum í.
Þó er hægt að skoða kortin í tölvunni þó hún sé ekki tengd GPS.Kv. – Kjartan
14.09.2005 at 16:35 #526760Sæll
Gæturu sett "screenshot" af því á netið hverning kortinn líta út. Veistu hvort þetta virkar með því að nota lófatölvu með Windows Mobile 2003 og serial tengt Garmin Etrex tæki?
Kveðja
Helgi
14.09.2005 at 17:05 #526762tekið af heimasíðu RSigmundssonar
.
[img:tfbdznmz]http://www.rs.is/auglysingar/island_03.jpg[/img:tfbdznmz]
og meira
[img:tfbdznmz]http://www.rs.is/auglysingar/island_02.jpg[/img:tfbdznmz]
14.09.2005 at 17:18 #526764Á hulstrinu utan um diskinn stendur: "Til notkunar í Garmin GPS, PC heimilistölvu eða Windows Mobile handtölvu".
Ég veit ekki með GPS tækið sem þú nefndir.
Talaðu við Rikka í R. Sigmundsson og hann segir þér allt um þetta.
Kv. – Kjartan
14.09.2005 at 18:36 #526766
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kortamyndirnar hér fyrir ofan er af eldri kortunum fyrir Garmin tækin. Nýju kortin eru með 20 metra milli hæðarlína, gömlu eru með 100 metra á milli hæðarlína.
Ég hafði tækifæri um daginn að bera saman gamla kortapakkan fyrir Garmin og þann nýja og er sá nýji töluvert mikið betri. Enda er hann tífalt stærri í bætum en sá gamli að ég held.Svona eru nýju kortin (af http://www.hnit.is), kortið stækkar ef smellt er á það.
[url=http://www.hnit.is/uploads/pics/snaefellsnes.jpg:2tynpmdh][img:2tynpmdh]http://www.hnit.is/uploads/pics/snaefellsnes.jpg[/img:2tynpmdh][/url:2tynpmdh]
ÓE
20.09.2005 at 22:14 #526768Takk fyrir svörin.
Austurlandsdeild fékk Austmann til að koma á síðastafélagsfund og sína okkur kort og forrit. Virðist stór sniðugt.
Óli Hall.
20.09.2005 at 23:13 #526770Já Kjartan skrifaði:
Ég gleymdi…
Þegar kortadiskurinn er keyptur, fylgir með leyfi til að setja kortin í 2 Garmin GPS tæki. Þegar kortin eru sett inn verður að fá kóða á vefnum til að hægt sé að aflæsa þeim. Kortin virka ekki til að keyra eftir í tölvunni nema hún sé tengd við Garmin GPS tæki með kortum í.
Þó er hægt að skoða kortin í tölvunni þó hún sé ekki tengd GPS.
Kv. – KjartanÉg nota þessi kort til að keyra í hér í bænum á fartölvu og það virkar ótrúlega vel en ég er með Garmin 72 svarthvítan án korta möguleika en þetta virkar samt allt vel.
Þannig að það þarf ekki að vera kort í tækninu nóg að hafa það á tölvunni.
kveða gundur
21.09.2005 at 00:23 #5267722 unlock kóðar fylgja með og þá skráir forritið eitthvað id númer í tækinu og þá er bara hægt að keyra eftir því tæki. Ef svo menn fá sér annað tæki þá þarf nýjan unlock code. Kortin þurfa ekki að vera í tækinu því þá þarf maður kortatæki og það gerir fartölvuna frekar gagnslausa ekki satt.
21.09.2005 at 09:22 #526774Sælt veri fólkið en hvað er verðið á kortapakkanum það væri gaman að fá þær upplýsingar er sjálfur með Navtrekinn frá Nobeltec, hann hefur virkað vel hjá mér í gegnum árin. Er með gamlann Garmin 65 en nota Navtrekinn í fartölvunni.
Kveðja.
Reddarinn
21.09.2005 at 14:00 #526776Til að aflæsa kortunum þarf m.a. að sækja svokallað Unit ID úr GPS tækinu.
Því miður eru ekki öll Garmin tæki með þetta Unit ID í sér og því ganga þessi tæki ekki með kortunum. Dæmi um þetta er t.d. Garmin Gps 12XL göngutækið.
Þetta er verulega svekkjandi, því Unit ID hefur ekkert að gera með samskiptin milli PC og GPS, eru líklegast eingöngu notuð til að verja höfundarréttinn á kortunum.
En kortin sjálf eru það besta sem ég hef séð til þessa.
12.10.2005 at 08:36 #526778Hefur einhver rekist á trackback möguleika í annaðhvort mapsource eða nroute ?
(það er að maður geti tekið upp leiðina eitthvert, síðan á leiðarenda snúið trakkinu við og keyrt eftir því tilbaka ?)
Þetta er ein mest notaði fídusinn í gps tækinu hjá mér, en ég finn þetta í hvorugu forritinu.
Verð ég að fara að brassa við það í hvert sinn að búa til rútu úr trakkinu og keyra eftir henni ?
12.10.2005 at 08:53 #526780Sæll Hjörtur
Hvað segir þú um þetta.
Velja ferilinn (verður gulur)
Hægri smella á hann
Route Properties (neðst)
Via Points
InvertOg málið er dautt?
kveðja gundur
12.10.2005 at 13:23 #526782Það er fínt, ef ég er búinn að búa til rútuna.
En ef ég tek upp track frá a til b og síðan vil ég geta fylgt trackinu til baka frá b til a.
Ég á enga rútu af þessarri leið bara track.
Í valmyndinni á gps tækinu hjá mér get ég einfaldlega valið trackback og tækið rekur sig þá til baka á þann punkt sem ég vel eftir trackinu. Þá sé ég slóðina mun nákvæmar heldur en ef ég bý til rútu eftir trackinu.
(fyrir utan það að ég er mun fljótari að því.)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.