FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Könnunin

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Könnunin

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Steinsson Einar Steinsson 19 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.11.2005 at 21:40 #196624
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Smá pæling varðandi könnina sem nú er í gangi. Það eru að vísu aðeins 117 svör komin þegar þetta er skrifað sem er auðvitað ekki stórt úrtak, en samt gaman að spá í þetta.

    Aðeins 0,8% (sem er þá 1 svar) segir að aðgangur að skálunum hafi ráðið mestu um að ganga í klúbbinn en 9,4% (11 svör) velja afslættina sem áhrifamesta þáttinn.

    2,5% meta baráttuna í umhverfismálum mest en 23% (varnar)baráttuna fyrir jeppabreytingum. Kemur reyndar ekkert á óvart að breytingamálin skori hátt, það er mál sem snertir menn persónulega með afgerandi hætti. Ef klúbburinn hefði aldrei gert neitt í þeim málum væri ekkert til hér á landi sem heitir löglegur 38 tommu jeppi, hvað þá meir og ef klúbburinn myndi hætta að halda vöku í þeim efnum væri bara spurning um hversu mörg ár liðu þar til lög og reglugerðir yrðu með þeim hætti að enginn nennti að standa í því að koma breyttum jeppa löglega á götuna. Ef við uppfræðum stjórnsýsluna ekki um raunveruleikann í þeim málum gerir það enginn fyrir okkur, en villukenningar sem oft hljóma sannfærandi en eru bara rangar yrðu einu viðmiðin sem yfirvöld hefðu til að vinna með.

    Svo er einn sem velur fundina og einn sem velur félagsritið. Það fyrra kemur mér svosem ekkert á óvart þannig séð, en frekar hið síðara. Umræður um Setrið á síðasta aðalfundi og hér á vefnum eitthvað áður bendir ótvírætt til þess að fyrir marga skipti miklu máli að fá það sent mánaðarlega.

    Svo er um fimmti hver sem gekk í klúbbinn aðallega vegna félagsskaparins. Veit ekki hvort maður eigi að túlka það sem gott eða slæmt, en mætti svosem alveg skora hærra.

    Eik spurði einhvers staðar hvers vegna aðgangur að VHF rásunum væri ekki valkostur hérna og það er alveg réttmæt ábending. Sérstaklega í seinni tíð er örugglega nokkuð um það að menn ganga í klúbbinn vegna þeirra. Ég reikna með að það hafi bara gleymst þegar könnunin var sett inn, en valmöguleikarnir þarna eru 10 og mega tæpast vera mikið fleiri upp á dreifingu á svörum. Það eru þarna þrír liðir með aðeins eitt svar sem segir eiginlega að svarmöguleikar eru of margir. Þegar svona fá svör eru á bak við hvern svarmöguleika er raunar mjög lítið hægt að túlka svörin af einhverri alvöru, þó auðvitað sé í lagi að skemmta sér við það. Þessi túlkun mín hér er því kannski lítið merkilegri en stjörnuspá dagblaðanna, en gefur þó kannski einhverja hugmynd. Allavega hvað varðar þá liði sem skora hæst.

    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 12.11.2005 at 21:49 #532200
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    Hygg að þessi könnun hefði verið marktækari ef menn fengju að velja fleiri en einn kost – t.d. 1-3 sæti.

    Afslættir (aldeilis búinn að fá mitt félagsgjald til baka), félagsskapur, aðgengi að skálum, breyttir jeppar, ferðir – úps þarna er ég kominn yfir 3 sæti. En að nefna eitt atriði ofar öðrum er erfitt.

    Siggi





    12.11.2005 at 21:57 #532202
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það gæti líka verið kostur að þurfa að gera upp á milli og finna út hver var aðal ástæða þess að maður gekk í klúbbinn, því það hlítur alltaf að vera eitthvað sem vegur þyngst. Skil þig samt vel, ég átti í mesta basli við að velja, sem getur líka gert þetta áhugaverðara. allavega eru fleiri sem taka þátt í þessu en undanfarið. En endilega komið með nýjar hugmyndir um kannanir





    13.11.2005 at 11:38 #532204
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    –verður alltaf marklaus og þjónar bara hagsmunum eða hugmyndum þess sem semur svörin. Menn fara í langskólanám til að læra að búa til svona kannanir en árangurinn virðis vera enginn eða mjög lítill. Vandamálið í þessu er að Spyrjandinn veit ekki svörin.(ef hann vissi svörin þá þyrfti hann kannski ekki að spyrja). Til að gera marktækari könnun á þessu væri miklu nær að stofna spjallþráð sem héti einfaldlega AF HVERJU GEKKST ÞÚ Í KLÚBBINN. En þar sem ég hef mjög takmarkaðan áhuga á marklausum skoðanakönnunum þá læt ég það öðrum eftir.
    kv Guðmundur





    13.11.2005 at 14:27 #532206
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég held þú gerir nú kannski heldur lítið úr marktækni kannana Guðmundur, það sem fræðingarnir eru að læra í langskólanáminu er hvernig sé hægt að gera kannanir þannig að það sé eitthvað að marka þær. Við sjáum t.d. oft að kosningakannanir sem eru almennilega unnar verða oft býsna nærri úrslitum. Þessar vefkannanir hérna brjóta hins vegar örugglega flestar reglur og eru því engin vísindi, en það gerir ósköp lítið til. Stærsta atriðið þar er að það er mjög lítil áhrif hægt að hafa á það hverjir svara og það er bara lítill hluti félagsmanna sem liggur á netinu. Sá hópur er örugglega ekki neitt þversnið af félagsmönnum.
    Með þetta sem Siggi og Ofsi eru að velta fyrir sér held ég að það sé svolítið til í því hjá Ofsa að það er ágætt að ‘neyða’ fram eina ástæðu, þannig að menn verði að velja það sem réði mestu.
    Kv – Skúli





    13.11.2005 at 20:49 #532208
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Allavega er tæplega helmingur þeirra sem taka þátt í könnuninni að velja baráttuna fyrir jeppabreytingum og ferðafrelsi sem er einmitt þeir tveir þættir sem að voru grunnurinn að þessum klúbbi þegar hann var stofnaður.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.