Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Könnunin
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.06.2005 at 00:02 #196052
Mér finnst þetta merkilega há prósenta sem eru með því að byggður sé hálendisvegur gegnum ísland, og þá sérstaklega á þessari síðu! Eru menn ekki að gera sér grein fyrir því að þetta myndi stóreyðileggja skemmtunina við að fara á fjöll ef maður þarf að keyra meirihlutann á malbiki?
Nei bara að forvitnast hvaða liggur fyrir hjá þessum 34,4prósentum sem svöruðu játandi?
kv, Geirinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.06.2005 at 00:07 #524344
M.v. að það er bara 61 búinn að kjósa þegar þetta er ritað þá er nú voða lítið að marka þetta, reyndar svona vefkannanir yfirhöfuð sbr. eurivision ofl.
-haffi
21.06.2005 at 01:31 #524346Ekki gera lítið úr áhrifum skoðanakannana á vefnum. Könnun sem þáverandi vefstjóri setti á old.f4x4.is fyfir réttu ári síðan, mun hafa orðið til þess að berseksgangur rann á stjórnina, og hún linnti ekki látum fyrr vefurinn hafði verið lagður í rúst.
Verst að ég er búinn að gleyma því um hvað þessi könnun snérist en það er nokkuð víst að þáttakendur voru fleiri en 61!. Er einhver sem getur frætt mig um þetta?-Einar
21.06.2005 at 09:24 #524348Ég man reyndar ekki hvað það er sem Eik er að tala um, en endilega ef einhver man veit hvað verður til þess að ég gangi bersekjagang þá væri fróðlegt að vita. Líklega samt verið að tala um eitthvað annað en einhverja sveppi.
En með núverandi könnun þá var nákvæmlega sama spurning á Ísland í dag fyrir nokkrum dögum og þá voru hlutföllin nokkurn vegin akkúrat öfugt við það sem hér er. En auðvitað er það alveg rétt að 64 svör er ekki markækt úrtak skv. ströngustu kröfum og netkannanir aldrei nein vísindi. Símakönnun á Ísland í dag er það ekki heldur, en þetta gefur samt örugglega einhverja vísbendingu.
Kv – Skúli
22.06.2005 at 07:58 #524350Það er nú ekkert óeðlilegt að spurt sé að þessu hvað liggi að baki þessum 34%. En frá mínum bæjardyrum séð þá skiptir það máli hvort það tekur mig 8 tíma eða 10 að skreppa til Reykjavíkur fram og til baka. Þegar maður þarf alltaf öðru hvoru að fara suður þá mundi það sparar tíma og peninga. En þetta skilja Reykvíkingar ekki, en við landsbyggðarmennirnir skiljum þetta. Það er nefninlega stór hluti 4×4 meðlima sem býr á landsbyggðinni, þar liggja væntanlega þessi 34%. Við förum ekki bara á fjöll til þess að burra og skemmta okkur, við mundum nýta svona háfjallaveg hiklaust.
Kv ice
22.06.2005 at 09:08 #524352Stendur það einhverstaðar, að það sé bara fólk af höfuðborgarsvæðinu sem sé á móti þessum vegi, og gólk utan af landi sé með honum ??? Maður heldur nú bara, að minnimáttarkendin sé að gera útaf við suma.
Góðar stundir
ps: Ef farið verður í Siglufjarðargöng, mæli ég með að Stulli verði settur í fangelsi.
22.06.2005 at 10:23 #524354Djöfull er ég sammála þér Hlynur – spurning um að við tökum okkur saman og keyrum yfir hann ef af þessum göngum verður og hann verður ekki lokaður inni – ég skal meira að segja draga þig ef þú ert ekki viss um að drífa yfir kallinn
En annars er ég algerlega á móti þessum hálendisvegi – ég skil vel rökin með þessu en mér finns hins vegar að það sé búið að eyðileggja hálendið nóg með virkjunum, raflínum og vegum þeim tengdum – að menn fari ekki að bæta hraðbraut við.
Svo er bara löngu kominn tími til að fara að eyða eitthvað af þessum peningum sem fara í göng og önnur gæluverkefni á landsbyggðinni í vegagerð hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég ber fulla virðingu fyrir landsbyggðinni og þeim sem kjósa að búa þar en menn verða bara einfaldlega að horfa á staðreyndir – og staðreyndin er sú að hér SV-lands búa flestir og hér eru flestir bílar og mest umferð – og vegakerfið hér löngu sprungið – Ég hef í gegnum tíðina starfað mikið með Gunnari Birgissyni og nánast alltaf verið ósammála honum – en ég tók ofan húfuna fyrir kallinum um daginn þegar hann lagði fram sína vegaáætlun – ég var meira að segja það ánægður með kallinn að ég hefði jafnvel hugsað um að kjósa hann í næstu kosningum ef við værum í sama kjördaæmi…..
Benni
22.06.2005 at 11:21 #524356sælir
Það er hreinlega algjör vitleysa að vegakerfið í Reykjavík sé sprungið, langt frá því raunverulega. Þótt að menn þurfi að bíða í 10 mín í mikilli umferð á háannatíma dagsins á einum gatnamótum í Reykjavík (Miklabr/Kringlum.braut) þá er vegakerfi Reykjavíkur ekki sprungið.
Menn verða að horfa heildstætt á umferðina í Reykjavík og meta umferð allan sólahringinn og velja sér hvar þarf að auka rýmdina og hvar ekki. Einhvers staðar verður að setja mörkin og ef allar hönnunarforsendur gengju út frá hámarks álagspunktum þá þyrftu við að vera á fljúgandi bílum. Skv því sem ég best veit þá gefa allir álagsútreikningar þá niðurstöðu að umferðarkerfi borgarinnar er langt frá því að vera sprungið.
Ég er þó sammála því að bæta þarf vegakerfið heilmikið á höfuðborgarsvæðinu og mér finnst margar mjög nauðsynlegar framkvæmdir vera í gangi nú þegar til að auka umferðarrýmd. Flestar eru þær í úthverfunum og nágrannabæjum (t.d. eins og tvöföldun Vesturlandsvegar upp í Mos og Reykjanesbrautar) en aðal verkefnið sem mér finnst að Vegargerðin eigi að einbeita sér að er þjóðvegur nr.1. Ég er ekki tilbúin til að skrifa lengur undir fleiri dauðaslys á þjóðvegum landsins út af einbreiðum brúm og vegköflum sem bera ekki leyfðan hámarkshraða !
kveðja
Agnar
22.06.2005 at 11:58 #524358Þarna verð ég að vera ósammála Agnari,ef við tökum dæmi um umferðahnúta á Reykjavíkursvæðinu.
Þá má nefna Hringbraut,Í og úr Grafarvogi,Í og úr hafnafirði einnig Kópavog og svo fleiri staði innan um Höfuðborgarsvæðið.
Einnig má nefna það að ég var fljótari frá Grindavík inní Hafnafjörð á morgnanna en sá kafli er ca 34 kílómetrar,en frá hafnafirði inní Reykjavík.
Þannig að frá mínu sjónarhorni er þetta vegakerfi innan höfuðborgarsvæðið löngu sprungið og í raun og veru skömm fyrir að það taki næstum jafn langan tíma að komast í vinnu á álagstímum og það tekur að keyra 34-50 km,td hef ég verið 40 mínutur að keyra 12,5 km um miðjan dag í umferð í reykjavík,en það tekur mig sama tíma ef ég er að aka í bústaðinn á Þingvöllum á hægri ferð.
kv
JÞJ
22.06.2005 at 12:28 #524360Fjáraustur í þjóðveg 1 stuðlar ekki að fækkun dauðaslysa, þvert á móti. Eftir því sem vegirnir verða betri, þá eykust umferðarhraðinn og það dregur úr athygli ökumanna. Það má lesa i skýrslum [url=http://www.rnu.is/:1c9xnsgl]rannsóknanefndar umferðarslysa[/url:1c9xnsgl] að meirihluti dauðaslysa í umferðinni á Ísleandi verða verða vegna útafaksturs utan þéttbýlis, þegar aðstæður eru eins og best verður á kosið.
Gott dæmi um þetta er að undanfarnar vikur hafa fjórir látist í utanverðum Öxnadal, á vegarkafla sem er einn sá besti á hringveginum.
Vissulega verða slys við einbreiðar brýr, en þær stuðla að betri athygli ökumanna og draga úr hraða, því hefur banaslysum á þjóðvegunum fjölgað eftir því sem einbreiðu brúnum fækkar.
-Einar
22.06.2005 at 12:38 #524362Ljósin á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru leiðingjörn og þekki ég það af eigin reynslu þar sem ég bý upp í Grafarvogi. En er það þess virði að eyða nokkrum milljörðum í mislæg gatnamót þar til að ökumenn sleppi við biðtíma í 5-10 mín milli kl. 17 og 18?
Varðandi Þingvalla samanburðinn þá finnst mér hann fullkomlega eðlilegur. 50 km til Þingvalla með 90 km/klst hámarkshraða og engin umferð og engin ljós á móti 12,5 km með 50-70 km/klst hámarkshraða í höfuðborginni, fullt af ljósum, hringtorgum og massív umferð á háannatíma.
Við búum í borg og verðum bara að sætta okkur við það
kveðja
Agnar
22.06.2005 at 12:42 #524364Mér finnst engan vegin gott að aka með fjölskyldu og vini á Þjóðvegi 1 og sumir vegakaflar eru fáránlegir vægast sagt. Ég stend við mína skoðun.
Ef menn vilja ferðast hraðar um höfuborgina verður að leita annarra leiða en að byggja fleiri umferðarmannvirki undir bíla. Aldrei þessu vant er ég sammála R-listanum ……
kv
AB
22.06.2005 at 13:04 #524366Skoðun Einars hér fyrir ofan er frekar skrýtin. Þetta er eins og að stinga hausnum í moldu og moka yfir. Vonast til að vandinn hverfi ef maður gerir ekkert í honum. Það þjónar ekki bættu umferðaöryggi að fjölga beygjum og halda í einbreiðar brýr.
Aukinn hraði á þjóðvegum er hins vegar vandamál og það má leysa með bættum umferðamannvirkjum, aukinni fræðslu og auknu eftirliti.
Skoðun fólks um miklar tafir á umferð í Reykjavík finnst mér líka furðuleg. Hefur þetta fólk einhverntíman farið til útlanda? Í venjulegri borg í útlöndum eru miklu mun meiri tafir en hér í Reykjavík. Umferðin í Reykjavík gengur almennt mjög vel en auðvitað má alltaf bæta umferðamannvirkin.
Hvað varðar landsbyggðina vs. höfðuborgarsvæðið er ég mjög ósáttur við vegastefnu stjórnvalda. Tveir þriðju landsmanna búa á höfðuborgarsvæðinu og ættu peningar til vegamála að skiptast í svipuðu hlutfalli. Þótt vegakerfið sé ekki sprungið þá mál alltaf bæta það.
22.06.2005 at 13:33 #524368Ég er ekki á móti því að gerðir séu góðir vegir og þeim haldið við. En það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar menn leggjast svo lágt að nota alvarleg slys til að rökstyðja fjáraustur í óarðbærar framkvæmdir. Verktakarnir gerðu þetta þegar þeir voru að fá peninga til að tvöfalda Keflavíkurveginn, og það er stutt síðan samgögnuráðherra notað þetta sem rök fyrir hagsmunum sjöppueiganda í hans kjördæmi. Samgönguráðherra er nefnilega á mót vegi um Stórasand vegna þess að sá vegur myndi væntanlega draga úr viðskiptum hjá sjoppueigendum í norðvestur kjördæmi.
Ég hef búið erlendis í rúman áratug, í samanburði við þá staði sem ég var á, þá er lítið um tafir í umferðinni í Reykjavík. Ég vinn í gamla miðbænum en bý í 6 km fjarlægð. Það er sjaldgæft að ég lendi í umferðartöfum á leið í eða úr vinnu.
-Einar
22.06.2005 at 13:42 #524370Skemmtileg og klassísk umræða. Ég verð eiginlega að taka undir með Agnari og Nökkva að nokkru leiti. Auðvitað er hundleiðinlegt að bíða á ljósum og komast ekki yfir fyrr en á þriðju ljósum, en það er bara eitt af ótal mörgu sem er leiðinlegt við að búa í borg. Menn geta sætt sig við það eða losnað við það með því að flytja t.d. til Akureyrar þar sem umferðin gengur jafnan betur en þurfa þá að sætta sig við að það taki 5 en ekki 4 tíma að keyra til Reykjavíkur. Alveg væri ég til í það ef aðstæður hjá mér leyfðu slíka búferlaflutninga og það myndi ekki breyta skoðun minni á hálendisvegum. Það eru náttúrulega ýmis vandamál sem fylgir því að vera til og margskonar lausnir, en þá er þetta alltaf spurning um fórnarkostnað. Viljum við eyða milljörðum í að spara okkur 10 mín á leiðinni úr og í vinnu og viljum við fórna stórum sneiðum af hálendinu í að spara okkur klukkutíma milli landshluta. Kannski eðlilegt að þeir sem geta labbað í vinnu og þurfa ekki að hanga í röð upp á Höfða svari fyrri spurningunni neitandi og þeir sem aldrei hafa komið á hálendið og finnst það ekkert merkilegt svari seinni spurningunni játandi. Þess vegna er munur á könnuninni hér og á Bylgjunni. En t.d. hálendisvegur yfir Kjöl myndi raunar setja mark sitt á allt svæðið þar á milli jökla þar sem það er tiltölulega þröngt á milli. Vegur yfir Stórasand myndi skera í tvennt það svæði sem hefur hingað til fengið að vera hvað mest í friði fyrir ‘siðmenningu’. Þannig að þó það megi alveg taka undir að ávinningurinn af hálendisvegi sé allnokkur, þá er fórnarkostnaðurinn verulegur í óafturkræfum verðmætum. Það hafa verið færðar margar stórar fórnir á hálendinu á undanförnum áratugum og það er orðið tímabært að við spáum í það hvar eða yfirhöfuð hvort við ætlum að stoppa einhvers staðar á þeirri braut eða leyfa þessu öllu hægt og bítandi að verða mannvirkjagerð að bráð.
Kv – Skúli
22.06.2005 at 13:59 #524372ég held þú vitir það jafnvel og ég að ég er ekki að tala með einhverju sjoppuafleggjurum eða ´fjáraustur í óarðbærar framkvæmdir´ heldur um vegakafla eins og í Norðurárdal o.fl. Vinsamlegast ekki heimfæra þessar skoðanir upp á minn málflutning.
Annars hafði ég ekki kynnt mér þessar tölur sem koma fram í skýrslum rannsóknarnefndar umferðarslysa en þær sýna svart á hvítu fram á það sem Einar segir. Orsök dauðaslysa skv skýrslunni er yfirleitt ´mannleg mistök´, s.s. engin bílbelti, ölvun, hraðakstur, sofnar við akstur en þó eru nokkur tilvik um útafakstur og framanákeyrslur sem eru ekki skýrð með þessum atriðum. Kannski er maður að kenna vegunum um hluti sem við berum sjálf ábyrgð á en samt sem áður hljótum við að vilja aka á aðalþjóðvegum landsins við sæmilegar aðstæður er það ekki ?
kv
AB
22.06.2005 at 14:22 #524374Ég get verið sammála flestu hérna og einnig ósammála. Það er alveg ljóst að vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu er sprungið og verður gaman að sjá í haust hvernig til hefur tekist með þær framkvæmdir sem nú eru í gangi. Hvað landsbyggðaveginn varðar þá er allt annað upp á teningunum, það er ekki nóg að mæla gæði hans á lengd malbyggs eða fjölda mis breiðra brúa. Mér skilst að nú sé í gangi áhættugreining á þjóðvegum landsins þar sem vegakaflar fá einkunn fyrir gæði eða, hvað skal kalla, áhættustig. Þessi greining ætti að vera kominn fyrir löngu. Viða erlendis eru vegir breiðar og í köntum og milli akreina er ‘þvottabretti’ sem vekja ökumenn ef þeir dotta !!.
Það er staðreynd að bíla verða betri og vegirnir einnig en vandamálið er að gæði bíla eykst hraðar en vegakerfi Íslands, þess vegna er hraðinn orðinn meiri en vegakerfið þolir/leyfir. Ég hef heyrt að Halldór B. sé höfundurinn að Héðinsfjarðargöngunum, hann hefur reynt að reisa sér minnisvarða. Fyrst með hálendisveg yfir Arnarvatnsheiði svo að friða vini sína endurnar þegar það tekst ekki snýr hann sér að götum og hefur komið einu fyrir á norðan verðum Tröllaskaga. Þessir kallar ættu að líta fram á veginn til að reyna að sjá hvað það er sem skiptir máli í umferðaöryggi vegfarenda og leggja gangafé í að bæta öryggi okkar frekar en að opna flóttaleiðir úr lokuðum smábyggðum. Halldór B. er eflaust ágætasti karl en mér hefur bara fundið loða við hann þessi löngun að reisa sér minnisvarða áður en hverfur af braut.
kv. vals.
22.06.2005 at 14:33 #524376Sælir
Ég veit ekki hvernig menn fara að því að bera saman umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem búa um 200.000 manns við milljónaborgir úti í heimi. Ég hef sjálfur búið erlendis og keyrt mjög víða um Evrópu og satt best að segja þá fannst mér umferðin í miðborg Rómar ganga betur fyrir sig en umferðin í Reykjavík. Ef maður svo ber saman smábæi á borð við Reykjavík saman við aðra viðlíka í t.d. Noregi, Þýskalandi, Danmörku þá sér það hver sem hefur áhuga á að umferðin hér og þau mannvirki sem eiga að bera hana eru alls ekki boðleg.
Svo verða menn að hugsa um arðsemi mannvirkjana – það að stytta tíma 50.000 bíla á dag um 5 mínútur að morgni í Reykjavík er mun arðbærara en að stytta ferð 3 – 400 bíla um klukkutíma um einhver arfavitlaus göng sem kosta fleiri milljarða.
Ég er alveg sammála því að góðir þjóðvegir um landið eru bara hið besta mál – en ég fer ekki ofan af því, og reyndar eru fjölmargir sérfróðir menn sammála mér í því, að gatnakerfið á höfuðborgarsvæðisins er fyrir löngu sprungið og þarfnast mun frekar úrbóta við heldur en þjóðvegir landsins. Að ekki sé talað um fjáraustur í gæluverkefni á borð við Héðinsfjarðargöng og Hálendisveg.
Það er mín skoðun að það þurfi að einbeita sér að gatnagerð inna höfuðborgarsvæðisins á næstu árum, þar eru brýnustu verkefni að klára þreföldun Miklubrautar, Mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut, Göng undir Háaleitisbraut, Mislæg gatnamót við Gensásveg, Sundabraut, og svo verður að skoða tengingu frá miðborginni út á Alftanes – menn verða að átta sig á því að þegar Háskólinn í Reykjavík tekur til starfa þá bætast við 10 – 15.000 manns sem koma í og úr vinna á miðborgarsvæðið á hverjum degi og þrátt fyrir nýlegar lagfæringar þá duga þær ekki.
Allar þessar framkvæmdir eru vafalítið arðbærari en framkvæmdir á borð við Héðinsfjarðargöng.
Svo mega menn ekki gleyma því að þrátt fyrir að alvarlegustu slysin verði oftast úti á þjóðvegunum þá verður mesta eignatjónið hér í borginni og það mætti minnka verulega með almennilegu gatnakerfi hér.
Annar er ég í svipaðri stöðu og Einar – ég bý og starfa á svæði 101 og það tekur mig 5 mínútur að komast í vinnu á slæmum degi, annars ekki nema ca 3 mín og því hef ég persónulega ekki yfir neinu að kvarta.
Ég væri hins vegar í slæmum málum líkt of flestir aðrir Vestan Kringlumýrarbrautar ef að þyrfti að yfirgefa borgina, t.d. vegna Eldgoss eða annarra náttúruhamfara – Það tæki marga daga að koma öllum í burtu með þessu Gatnakerfi sem við búum við í dag.
Benni
22.06.2005 at 14:45 #524378Ég hef nú aldrei skilið þessa umræðu um þessi blessuðu gatnamót, og hina rosalega fínu töfralausn sem fellst í því að búa til mislæg gatnamót þarna (og flytja vandamálið aðeins vestar í bæinn).
Ég skil heldur ekki af hverju það er ekki fyrir löngu síðan (svona áratug eða tveimur) búið að fjarlæga stórann hluta af umferðaþunganum á þessum gatnamótum með því að gera veg undir Öskjuhlíðinni (Hliðarfótinn).
Með mislægum gatnamótum í botni Fossvogsins og vegi undir Öskjuhlíðinni væri stæðsti hluti umferðarinnar fluttur frá gatnamótunum og beint þangað sem hann er að fara, að Landspítalanum og Háskólanum.Svo mætti þess vegna bara banna vinstri beygjuna frá Kringlumýrarbraut yfir á Miklubraut.
Annars er Miklabrautin orðin það mikil gata að það ættu ekki að vera ein einustu tvívíðu gatnamót á henni.
kv
Rúnar.
22.06.2005 at 14:52 #524380Mislæg gatnamót á þessum stað eru fyrst og fremst til þess að fækka umferðaróhöppum þarna – enda eru þetta hættulegustu gatnamót í borginni og þá væntanlega á landinu þar sem að þarna verða flest umferðaróhöpp og mesta eignatjónið á einum stað. Það er því alveg ljóst að vegna þess eins þarf að bæta ástandið.
Hitt er svo annað mál að hvað tíma varðar þá þarf að sjálfsögðu að lyfta öllum gatnamótum á Miklubraut – Hringbraut og ef vel ætti að vera þyrfti þessi gata að vera þannig að þú getir ekið án þess að koma að ljósum frá Suðurgötu og út úr bænum og ef einhver framsýni væri í þeim sem vinna að skipulagi gatnakerfisins hér þá væri þetta gert. Og helst ætti þessi gata að vera í göngum frá Landspítala og austur fyrir Háaleiti.
Benni
22.06.2005 at 16:20 #524382Jaeja thad er ekki oll dellan eins, ad halda thvi fram ad gatnakerfi Reykjaskers se sprungid er afar barnalegt…. umferd thar haegir a ser 2x a dag annars gengur hun jafngreidlega fyrisig og i hverri annari Sudavik a Islandi.
Tad sem faer folk til ad yminda ser ad thessar tafir kallist sprungid gatna kerfi er nattulega bara vegna thess ad i sveitini hafa menn getad ekid um allar koppagrundir an thess ad svo mikid sem haegja a ser.
En svo er thad nattulega frjalst val allra hvort madur vill bua vid thessi oskop, thad er nog plass um allt Island. Og sem betur fer hafa ekki allir thurft ad flyja i flottamannbudirnarVid skulum endilega legja veg thvert yfir Island, hann ma vera yfirbyggdur a verstu koflunum. Thad er nefnilega thannig ad thad er fullt af folki sem a erindi til Reykjavikur jafnt sumar sem vetur.
Kvedja.
SBA
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.