This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Oddur Örvar Magnússon 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
7. apríl 2005 – 08:54
Ég kom inná þessa nýju vefsíðu okkar um leið og hún var opnuð. Þá voru menn strax byrjaðir að kjósa um hvernig síðan er. Ég er ekki búinn að kjósa um það hvernig mér finnst síðan, en eftir því sem dagarnir líða og ég kemst meira inní efnið á henni og fer að skilja hvernig hún er uppbyggð þá finnst mér hún vinna á. Og það er first núna sem mér finnst ég geta farið að dæma um það hvernig mér finnst hún og kjósa. Ég mundi segja fyrir mig að síðan væri kannski ekki súper en ég er að verða bísna ánægður með hana. Myndaalbúmið þarf að bæta þannig að menn sjái síðustu uppfærslur í því og eins nafnalistann eins og var á þeirri gömlu. Ef þetta kæmi inn þá væri þetta bara orðið ja meira en vel viðunandi. Við þessir spjallverjar höfum mikið gaman af myndaalbúminu þannig að það þarf að vera gott og vel aðgengilegt öllum sem líta inn í myndaalbúmið. Já bara bísna lofandi………..ég er bara dálítið hissa hvað menn eru neikvæðir…
Kv ice
Breyta
You must be logged in to reply to this topic.