This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Oddur Örvar Magnússon 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.04.2005 at 10:35 #195803
7. apríl 2005 – 08:54
Ég kom inná þessa nýju vefsíðu okkar um leið og hún var opnuð. Þá voru menn strax byrjaðir að kjósa um hvernig síðan er. Ég er ekki búinn að kjósa um það hvernig mér finnst síðan, en eftir því sem dagarnir líða og ég kemst meira inní efnið á henni og fer að skilja hvernig hún er uppbyggð þá finnst mér hún vinna á. Og það er first núna sem mér finnst ég geta farið að dæma um það hvernig mér finnst hún og kjósa. Ég mundi segja fyrir mig að síðan væri kannski ekki súper en ég er að verða bísna ánægður með hana. Myndaalbúmið þarf að bæta þannig að menn sjái síðustu uppfærslur í því og eins nafnalistann eins og var á þeirri gömlu. Ef þetta kæmi inn þá væri þetta bara orðið ja meira en vel viðunandi. Við þessir spjallverjar höfum mikið gaman af myndaalbúminu þannig að það þarf að vera gott og vel aðgengilegt öllum sem líta inn í myndaalbúmið. Já bara bísna lofandi………..ég er bara dálítið hissa hvað menn eru neikvæðir…
Kv ice
Breyta
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.04.2005 at 12:14 #520680
Mitt mat er að ef það tekur mann langan tíma að finna út hvernig hlutirnir virki á svona síðu þá sé það vegna þess að hún er lélega uppbyggð. Ég verð bara að vona að mikið eigi eftir að breytast á þessari síðu þannig gaman verði að skoða hana. Eins og hún er í dag er maður algerlega tíndur, kemst ekkert áfram, finnur ekkert og koll af kolli. Tók mig tvo daga og símtal til að geta tekið þátt í kosningunni.
Vonandi móðga ég enga með þessum athugasemdum.
Kveðja Theodór.
07.04.2005 at 13:04 #520682Ég get ekki annað en tekið undir með honum Tedda í þessu sambandi.
Það er mjög undarlegt að það þurfi marga daga að venjast síðunni þetta á bara að vera allt aðgengilegt strax án þess að þurfa að lesa einhverjar ´leiðbeiningar sem eru vítt og breytt á spjallþráðunum.
hvað með þá sem ekki eru nú að skoða þetta mjög oft eða slysast inn á í síðuna?
Það ætti kannski að vera viðvörunn á forsíðunni:ATH það gæti tekið nokkra daga að skoða síðuna og venjast henni. stjórnin.
þar fyrir utan eru allar mínar upplýsingar dottnar út á minni síðu þ.e.a.s allir spjallþræðirnir,auglýsingarnar og myndaalbúmið mitt og ég finn ekkert af þessu nema að leita í leitarvél og fletta í gegnum tugi linka út um alla síðu. Ég reyndi að senda ath.semd í gegnum "hafa samband" linkinn uppi í horninu og var búinn að skrifa töluvert,og þega ég ýtti á senda þá kom melding um að ég hefði ekki heimild til að senda þetta og það sem ég skrifaði tapaðist.
ég vona líka að ég sé ekki að móðga neinn en svona blasir þetta við mér og maður á ekki að þurfa að sækja námskeið hvernig á að skoða heimasíðu.
Kveðja,
Glanni
07.04.2005 at 14:10 #520684Það fer að verða spurning hvort það sé ekki hægt að fá Hann Tryggva til að kippa þessu í liðinn með hörku.
07.04.2005 at 22:19 #520686Mér fannst nú til þess að gera fljótlegt að verða heimavanur á síðunni, enda ekkert ósvipað system og á mörgum öðrum síðum.
En það er annað sem ég vildi nefna. Mér finnst skemmtileg hugmynd með random myndina á forsíðunni úr myndasafninu og hef nokkuð oft farið inn á myndasafnið sem kemur upp. En þetta gerir alveg óþolandi þessar óviðkomandi og/eða auglýsingamyndir inn á myndasafninu. Þegar undir textanum "Áhugaverðar myndir" kemur mynd af gamalli Mözdu eða ryðgaðri felgu!!! Og núna þegar ég opnaði vefinn var þetta áhugaverða myndin:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/3296Ég legg því til að væntanleg vefnefnd fá vald til að eyða af eigin geðþótta myndum útúr myndaalbúmum og hreinsi svolítið til þarna.
Kv – Skúli
07.04.2005 at 22:44 #520688Ég tek undir það með Skúla, að það þarf að taka verulega til í myndaalbúminu. Það þarf að koma öllum auglýsingamyndum og öðru viðlíka rusli (sérstaklega myndir af ílla breyttum Toyotum) á haugana sem fyrst, svo það verði meira pláss fyrir fallegar myndir af drifgóðum Patroljeppum.
Góðar stundir
08.04.2005 at 06:32 #520690Vefnefndin, fyrir hönd klubbsins, á að sjálfsögðu að sjá um vefsíðuna frá DNS skráningu og upp úr. En ég held að ritskoðun af hálfu klúbbsins ætti að vera í algeru lágmarki. En það er ekkert sem segir að það eigi allar myndir að vera með í safninu sem forsíðumynin er valin úr. Ein aðferð er að notendur síðunnar gæfi myndun einkunn, sem síðan stjórnar því m.a. hvort myndin kemst á forsíðuna.
-Einar
08.04.2005 at 06:47 #520692Væri það nú ekki þvælið Einar. Vefnefndin ætti nú að geta eitt út fólksbíla auglýsingamyndunum, felgu og dekkjar myndunum. Það myndi fækka rusl myndunum til muna.
08.04.2005 at 09:01 #520694Ef uppbygging kerfisins gerir ráð fyrir þessu þá er þetta ekki snúnara en hver annar fídus. Ég hef séð mjög líka fídusa í sumum af þeim ókeypis vefkerfum sem ég hef skoðað. Gallinn við handvirka ritskoðun er að það er mjög erfitt að draga mörkin.
Ein af mörgum röngum beygjum sem klúbburinn hefur tekið í vefmálum, var að fara í að smíða kerfi frá grunni, og síðan ráða til verksins aðila sem ekki hefur burði til þess.
Annars hefur það komið mér ánægjulega á óvart hvað síðan hefur batnað frá því sem fyrst sást, ég hef reyndar rökstuddan grun að þar eigi vefnefndin mikinn hlut að máli. Að mínu mati vantar ekki mikið upp á spjallið geti verið vel nothæft.. En það er langt frá því að síðan uppfylli útboðslýsinguna að öðru leiti og það hefði alls ekki átt að taka hana í notkun í því ástandi sem hún er.
-Einar
08.04.2005 at 09:54 #520696tjáir eik sig um þessa síðu, það væri gaman að sjá hvað þig langaði til að verði gert til þess að þú verðir ánægður. Hvernig finnst þér gop síðan, þetta er nú allt í vinnslu og er ég personulega mjög ánægður með síðuna þó svo að það séu nokkrir hnökrar á henni en kalda vatnið rennur ennþá hérna í hafnarfirði eins og er. Með leiðinlegar myndir í auglysingunum þá held ég að þær eigi að detta út eftir einhvern ákveðinn tíma eins og allar auglýsingarmyndir.
08.04.2005 at 11:13 #520698Vefurinn er sæmilegur ennþá, nema að mér finnst þessi grái litur í bakgrunni alveg hræðilega ljótur og niðurdrepandi. Áður voru litir hér og þar, hvítt eða gult í bakgrunn (man það ekki) en þessi grái litur er ótrúlega fráhrindandi. Þetta hefur gert það að verkum að ég er smátt og smátt að verða fráhverfur síðunni sem er þó nokkuð góð eftir allt saman að bakgrunnslitnum undanskildum. Svona litur verkar ferkar neikvætt á flesta.
Kveðja E.Harðar
08.04.2005 at 11:20 #520700Ég minnist þess reyndar ekki að hafa séð eik jafn jákvæðan í garð vefjarins lengi, ef þá nokkurn tímann!
Hins vegar var ég hissa á að vefurinn skuli ekki hafa verið í betra standi en raun bar vitni miðað við tveggja sólarhringa flutningstíma og ég var reyndar að vonast til að það þyrfti ekki að nýta allan þann tíma sem var tekinn frá til þess, en það getur að vísu alltaf komið eitthvað uppá og gott að tíminn sem tekinn var frá var rúmur.
Mig langar líka til að taka undir beiðni um að bakgrunnurinn verði gerður ljósari. Meira að segja fólk með þokkalega sjón nýtur þess ef texti er gerður eins læsilegur og kostur er á.
kv.
ÞÞ
08.04.2005 at 15:10 #520702Ég held að þessi vefsíða verði dúndurgóð þegar búið er að sníða af henni þá vankanta sem komið hafa í ljós með notkun hennar.
Ég tek undir þær athugasemdir sem hafa komið fram varðandi myndaalbúmið en að öðru leiti finnst mér síðan mjög flott og að mörgu leiti aðgengilegri en sú gamla – um leið og maður er búinn að venjast viðmótinu.
En svona til gamans verð ég að sýna ykkur hvað kom upp á skjáinn þegar ég valdi "smáauglýsingar" núna rétt áðan:
"System.ArgumentOutOfRangeException: Count must be positive and count must refer to a location within the string/array/collection.
Parameter name: count
at System.String.IndexOf(Char value, Int32 startIndex, Int32 count)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.GetAdList(AdCollection Ads, Int32 Limit, Int32 Offset, AdCategory Category, Boolean SimpleList, Page Page)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
"Þetta ætti að vera eitthvað fyrir nostalgíufólkið – örugglega sér fídus sem Emil & Co. hafa sett inn bara til að viðbrigðin yrðu ekki eins rosaleg með nýja vefnum
Kv.
Einar Elí
08.04.2005 at 20:11 #520704Gamanið heldur áfram:
System.ArgumentOutOfRangeException: Count must be positive and count must refer to a location within the string/array/collection.
Parameter name: count
at System.String.IndexOf(Char valueInt32 startIndex, Int32 count)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.GetAdList(AdCollection Ads, Int32 Limit, Int32 Offset, AdCategory Category, Boolean SimpleList, Page Page)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
08.04.2005 at 21:30 #520706Þetta er alveg einstaklega skemmtileg síða.
System.NullReferenceException: Object reference not set to an instance of an object.at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.GetAdList(AdCollection Ads, Int32 Limit, Int32 Offset, AdCategory Category, Boolean SimpleList, Page Page)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Profile.GetAdsList()
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Profile.GetRightSidebar()
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Profile.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
08.04.2005 at 21:46 #520708Með þetta apparat er ekkert að virka eftir allan þennan tíma,kannski það hefði verið betra að eyða lengri tíma í þessa þvælu.
Ég á ekki til ORÐ.
08.04.2005 at 21:46 #520710Mér finnst myndaalbúmið eiga LANGT í að vera eins gott og það gamla var. Mér fannst gamla albúmið vera rosalega gott og finnst vera mikill missir að missa það. Því miður..
08.04.2005 at 22:01 #520712Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi með þessa síðu?? Ég held að þetta versni bara eftir því sem lengra dregur………Núna koma bar einverhjar endalausar villumeldingar eða síðurna eru ekki til eða………????
kv ice……..mar höktir bera í gegnum þetta. Hvar er gamla síðan……..Er eitthvert vit í því að halda þessu áfram? Spyr sá sem ekki veit…
08.04.2005 at 22:28 #520714Legg til að gamla síðan verði tekin í notkunn
aftur. Þetta er ekkert sniðugt og virkar enganveginn.
08.04.2005 at 22:46 #520716Þið verðið að skilja það að síðan er EKKI tilbúinn og Castor getur tekið sér tíma fram í júní til þess að klára hana. Sjálfur hef ég oft misst þolinmæðina en það hjálpar bara ekkert. Þessi síða verður vafalaust flott þegar henni er lokið og ýmisleg nýtt á henni sem gæti orðið skemmtilegt t.d Atburðardagatalið, en þar verður hægt að fletta milli mánaða og skoða hvað er í gangi í útivistar og motorsportmálum dag fyrir dag. Spjallið þarf að laga og fixa hitt og þetta auk þess getum við sett inn myndir með auglýsingum.
Könnunin er að verða helvíti skemmtileg verst að það vanta teljara á hana, þá væri hún enn fróðlegri fyrir Castor
08.04.2005 at 23:40 #520718Jón, þú þarft ekki að bíða fram í júní. Samkvæmt tilboði Castor lofuðu þeir að skila fullbúinni síðu fyrir jafndægri. Næstu þrír mánuðir áttu að vera til að laga agnúa sem kæmu upp við noktkun síðunnar, ekki til að forrita virkni sem ekki var til staðar.
Í síðuna, eins og hún er núna, vantar nothæft myndaalbúm og það vantar algerlega aðgangsstýringar kerfi fyrir umsjónarmenn síðna deilda og nefnda. Því hefur Castor klárlega fallið á tíma, ekki aðeins samkvæmt útboðslýsingu (það gerðist fyrir áramót), heldur líka samkvæmt eigin tilboði. Það er því hreinn óþarfi að halda þessum skrípaleik áfram.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.