FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

könnun á síðu

by Halldór Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › könnun á síðu

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Þorri Viktorsson Björn Þorri Viktorsson 21 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.11.2003 at 00:27 #193214
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant

    Hún er nokkuð athyglisverð könnuninn á síðuni núna eða öllu heldur niðurstaða könunarinnar.
    valið er á milli lægri hlutfalla og lógírs og það er 50/50 % ég held að þeir sem velji lægri hlutföll í drifin hjá sér hafi hreinlega ekki kynnst töfrum lógírsins.
    Eða hvað……hver eru rökin fyrir því hjá mönnum að að velja hlutföllin fram yfir lóló?
    Ég er reyndar bæði með lægstu fánleg hlutföll í drifunum hjá mér og lógír en ef ég þyrfti að henda öðru hvoru úr þá er ekki nokkur spurning að lógírinn fengi að vera á sínum stað.

    Kveðja,
    Glanni.

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 23.11.2003 at 03:50 #481230
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    er menn ekki líka að spá að eins í aurinn með
    kosningu sinni,það er yfirleitt ódýrara að lækka
    hlutföll heldur en að fá sér lóló
    kv Heiðar





    23.11.2003 at 07:36 #481232
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér finnst það villandi framsetning að gefa í skin að skriðgír komi í stað hlutfalla, eða öfugt.

    Þegar sett eru stærri hjól er hægt að halda nær óbreyttum aksturseginleikum innanbæjar og á vegum uti, með því að lækkka drifhlutföll í hlutfalli við stækkun á þvermáli hjóla. Með þessu móti helst hraðamælir einnig óbreyttur.

    Það er breytilegt eftir bílum og því hvernig þeir eru notaðir, hvor niðurgírun í lægsta gír er fullnægjandi þegar búið er að breyta hlutföllum. Algengast er að munur á gírun í háa og lága drifinu sé á bilinu frá 1:1,9 (MMC Pajero) til 1:2,72 (Jeep). Nissan og Isuzu eru lítið skárri en MMC að þessu leiti. Samkvæmt minni reynslu þarf niðurgírun í lægsta gír (skriðhlutfall) að vera nærri 1:40, til að þeir virki vel í þungu færi. Ef niðurgírun er verulega minni, þá er mun erfiðara að varst að spóla undan hjólum og álag á kúplingu eykst.

    Ég hef takmarkaða reynslu af sjálfskiptum bílum í snjó, en ég held að niðurgírun þurfi að vera svipuð á sjálfskiptum bílum og beinskiptum, þrátt fyrir að viðbótar átakið sem vökva kúplingin (torque converter) gefur. Annars er hætta á að skiptingin ofhitni, bílnum er hættara við að spóla sig niður og elsneytiseyðsla eykst.

    Meiri niðurgírun er 1:40 getur komið sér vel við sérstakar aðstæður, t.d. í mjög blautum snjó og krapa. eða til að komast áfram í miklum nýföllnum snjó eða lausamjöll.

    -Einar





    23.11.2003 at 11:17 #481234
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Ég skildi spurninguna þannig að ég væri á orginal hlutföllum á stærri dekkjum (Væntanlega stærri dekk).
    Þá er ekki spurning um að maður taki hlutföll framyfir lolo. Maður keirir töluvert meyra á götunum heldur en í lolo og þá er rétt að hugsa um eiðslu kúpplíngu o.fl.

    Kv. Davíð





    23.11.2003 at 12:35 #481236
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,
    ekki spurning um hlutföll, svo þegar maður er kominn með þau þá getur maður farið að safna fyrir lolo. Bílarnir verða hálf ókeyrandi án hlutfalla. En það er hægt að rífast yfir þessu eins og öllu öðru hér :)
    Jónas





    23.11.2003 at 14:32 #481238
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    ja, ekki eru allir bílar á stærri blöðrum ókeyrandi með orginal hlutföll og því alveg spurning fyrir þá bíleigendur að fara bara beint í lolo ef þeir vilja halda í góða eiginleika bílsins í langkeyrslu. Þessi spurning er því að mínu áliti að missa marks þar sem forsendurnar eru ekki alveg ljósar…..

    kv
    AB





    23.11.2003 at 21:53 #481240
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Tek undir það sem fram kom hjá eik hér að framan, hlutföll eru auðvitað lógískari kostur ef menn hafa ekkert gert í því að færa niður drifhlutfallið, þar sem þau nýtast alla daga hvar sem er og án tillits til þeirra nota sem bíllinn er í.

    Á hinn bóginn játa ég að ég velti þessu talsvert fyrir mér með Dömuna, þar sem mér þótti bíllinn fara ótrúlega vel með alla venjulega notkun í bænum og á þjóðvegakeyrslu, þrátt fyrir hátt drifhlutfall (1:3,9). M.ö.o. var ég að velta því alvarlega fyrir mér að prófa að sleppa drifhlutföllum og fara beint í lógír. Svona ók ég bílnum um hálfs árs skeið og fílaði bara vel. Að lokum fór ég nú samt á ný (lægri hlutföll -1:4,88) en játa jafnframt að ég er enn að paufast með þetta í hausnum. Mér fannst ég jafnvel sumpart finna betur togið í þessari fínu vél á origingal hlutföllunum hversu skringilega sem það kann nú að hljóma.

    Annars verður sjálfsagt alltaf best að hafa bara hvorttveggja… a.m.k. fyrir menn eins og okkur Heiðar sem erum bara á jepplingum :<)

    Ferðakveðja,

    BÞV





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.