Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Koni demparar
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.10.2003 at 19:53 #193052
Getur einhver sagt mér hvaða týpu af Koni dempurum hafa menn að vera nota með loftpúðum, þ.e þeim dempurum sem er breytt til að fá bara sundurslagsvirknina í hann.
Kveðja
Krossi #3039
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.10.2003 at 20:29 #478376
Eg er með koni undir hjá mer með loftpóðum eg veit ekkert hvað þeir heita mer en þeir eru stífir í sundur og linir saman og eg fekk þá í bílanusti í borgártúni ef eg man rett og hann heitir Bjön eða Bjarni sem er mikill sérfræðingur í koni og hann veit alveg hvernig dempara þú þarft ef þú nefnir koni og loftpúði…..
22.10.2003 at 20:50 #478378
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú getur fengið Koni dempara sem að þarf ekki að breyta
og það eru örugglega dempararnir sem er verið að tala um
en númerið á þeim er 841119SP2, þeir eru með eitthvað um
25cm vinnslusvið og eru með auga að ofan og neðanBaldur H.
22.10.2003 at 23:45 #478380Hann heitir Björn hjá Bílanaust, veit allt um Koni.
23.10.2003 at 01:02 #478382Góðan daginn,
ég á nýja Koni dempara sem ég var með loftpúðum undir JAKANUM. Man ekki hvað þeir heita en ég get grenslast fyrir um það á morgun, þetta eru demparar sem að Kjartan á GK bílaverkstæðinu upp í Mosfellssveit ráðlagði mér að kaupa.
Kveðja Hjörtur og JAKINN s – 8951961.
23.10.2003 at 13:59 #478384Ég átta mig ekki á því hversvegna þörf er á sérsmíðuðum dempurum fyrir loftpúðafjöðrun ?. Ég setti loftpúða undir bílinn minn að aftann síðasta vetur og er með "orginal" demparana. Eftir þeysireið á Vatnajökli í vor sagði "koarinn" minn, bíllinn er alveg ævintýralega mjúkur.
Það sem menn eru að lenda í, að ég held, er að fjöðrunin er að slá samann með þeim afleiðingum að högg koma í bílinn þegar keyrt er t.d. yfir hraðahindrun. Ef fjöðrunin er rétt stillt þarf enga sérsmíðaða dempara og menn geta þar með sparað sér þann kostnað.kv. vals
23.10.2003 at 18:38 #478386Eg er sammála Val, mín skoðun er að sú kenning að það þurfi öðruvísi dempara með loftpúðum en annari fjöðrun, sé einfaldlega ein af mörgum þjóðsögum sem menn éta hver upp eftir öðrum. Munurinn á virkni loftpúða og stáls liggur fyrst og fremst í því að það er aðvelt að stilla loftpúðana eftir hleðslu, sem aftur gefur kost á að hafa fjöðrunina mýkri.
-Einar
28.10.2003 at 23:30 #478388
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki málið með þessa koni dempara að þeir eru sterkari heldur en flestir þessara dempara..(er með loft og koni) þurfa þeir ekki að geta haldið hásingunni jafnvel þó að hún hangi í þeim..oft eru loftpúðarnir ekki "festir" að ofan og neðan og þá verðu eitthvað að stoppa hásinguna af..ekki einsog flatjárnin sem halda öllu.. á sínum stað..:-)
29.10.2003 at 09:34 #478390
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta gildir náttúrulega líka með gorma, þá eru það raunar bara stífurnar sem halda hásingunni á sínum stað og gormarnir stoppa ekki sundurslagið. Það er örugglega ekki hollt fyrir neina dempara ef sundurslagið stoppar á þeim, en má vera að Koni þoli það betur en margir aðrir. En ég held að þegar menn fara í það að setja loftpúða geri þeir kröfur um að það skili góðri fjöðrun og spá því vel í hvaða demparar tryggi það best.
Kv – Skúli
29.10.2003 at 11:01 #478392Ég er ekki alveg sammála Einari með jafngildi gorma og lotpúða, loftpúðar eru nefninlega þeim merka eiginleika væddir að því HRAÐAR sem þeim er ýtt saman, þeim mun MEIRA GAGNTAK gefa þeir. Þetta er vegna þess að í augnablik hitnar loftið inni í púðanum og myndar meiri mótþrýsting heldur en ef púðanum er ýtt ,,hægt" saman og loftið nær að kólna jafnóðum.
Þar af leiðandi vinnur loftpúði að hluta eins og dempari með dempun á samslaginu, sem gerir slíka dempara jafnframt óþarfa(ri) fyrir loftpúðavædda bíla.Kveðja
Grímur Jónsson, R-3167
29.10.2003 at 15:18 #478394svo e bara að muna að hafa strapp bönd í hásinguna fyrir sundursláttinn svo að höggið komi ekki á demparann….
Ef þú atlar að setja loftpúða þar af segja.
29.10.2003 at 17:16 #478396
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Ef fjöðrunin er rétt stillt þarf enga sérsmíðaða dempara og menn geta þar með sparað sér þann kostnað."
Af hverju ætli það séu þá til mismunandi demparar?
Afhverju eru þá ekki bara til ein ákveðin tegund af
dempurum í mismunandi lengdum?Loftpúði og gormur er ekki það sama og virkar ekki eins.
Þegar er verið að tala um sérstaka dempara fyrir
loftpúða er verið að tala um dempara sem eru dauðir
saman og stífir í sundur.
Þannig að þegar að bíllin lendir á ójöfnu þá fjaðri
loftpúðin saman á þess að demparin hindri hann, en
demparinn heldur síðan við púðann þegar hann þrýstist
í sundur.Baldur
29.10.2003 at 18:05 #478398Grímur bendir á skemmtilegan punkt. Reyndar tekur það of langan tíma fyrir loftið í púðanum að ná hitajafnvægi við umhverfið, til að þetta valdi dempun sem eitthvað munar um. (sjá [url=http://sepwww.stanford.edu/theses/sep23/:3hx86k13]5. kafla[/url:3hx86k13]
Ef demparinn vinnur aðeins á móti hreyfingu í aðra áttina t.d. dauður saman, þá pressast bíllinn niður á þvottabrettum eða holóttum vegum. Þetta getur varla verið eftirsóknarvert.
Dempari þarf að vera nægilega stífur til að koma í veg fyrir að bíllinn vaggi. Það fer bæði eftir þyngd bílsins og stífleika fjaðra (fjaðurstuðli) hversu stífa dempara þarf. En það skiptir ekki máli hvort fjöðrunin notar loftpúða, gorma eða blaðfjaðrir ef fjaðurstuðullinn (spring rate) er sá sami.
-Einar
29.10.2003 at 22:20 #478400Hahahahaha……þetta er alveg frábært!!
Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að bera saman bylgjufræði í jarðskorpunni og loftpúða?Jájá, það er alveg rétt Einar, að loftpúðinn breytir ekki hreyfiorku bílsins í varma á næstum sama hátt og demparar, það sem ég átti frekar við að ef kraftkúrfa loftpúðans er mæld statískt, eins og auðveldast er að gera, þá kemur töluvert önnur niðurstaða heldur en ef púðanum er skellt saman snöggt.
Heildarniðurstaðan er sennilega sú að demparinn þarf að vera þeim mun stífari á sundurslaginu sem loftpúðinn gengur styttra saman við ,,mikið" högg heldur en gormur…….eða hvað? (þetta er að þróast út í verulega skemmtilegar pælingar, kannski finnum við einhverja samsvörun í líffræðinni næst….)
kveðja
Grímur Jónsson, R-3167
30.10.2003 at 04:08 #478402Eðlisfræðin sem útskýrir deyfingu á hljóðbylgjum í föstu efni og dempun á sveiflum í fjöðrunarkefi bíls, er næstum því sú sama. Það er rétt hjá Grími að dínamískur fjaðurstuðull loftpúða er 30-40% hærri en statískur, vegna hitabreytinga í loftinu. Þetta hefur áhrif á bæði sundurslagið og samslagið. Við val dempurum er það dínamíski stuðullinn sem taka þarf tillit til. En ég þekki engin eðlisfræðileg rök fyrir því að hafa aðra dempun á sundurslaginu en samslaginu.
-Einar
30.10.2003 at 08:40 #478404
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Krossi, þú getur allavega ekki sagt annað en að þú fáir svar við spurningu þinni og hlýtur að vera alveg kominn með það á hreint hvaða Koni dempara þú átt að fá þér ;o)
Annars er gaman að þessu (þó þetta sé komið langt út fyrir mitt þekkingarsvið), það verður ekki sagt annað en jeppabreytingar á Íslandi séu mikil vísindi.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.