Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Komandi aðalfundur
This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2009 at 22:42 #204337
Jæja eru ekki allir búnir að fá fundarboðið fyrir aðalfundinn? hvernig lýst ykkur á nýju lögin?
kv Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.05.2009 at 18:26 #647032
Álit eru nú ekki alltaf skrifleg. En það að lögin taki gildi um leið og um þau hafi verið kosið má alveg rökstyðja lagalega sé litið til bæði eðli máls og fordæma í sögu klúbbsins.
–
En ef menn skoða tillögurnar betur þá er ekki endilega verið að fækka í nefndum, má líka fjölga. Að minnsta kosti 3 menn þýðir að þeir geta verið, ef vilji aðalfundar stendur til þess og nógu margir bjóða sig fram, verið fleiri. Þeir geta líka allir boðið sig fram til eins árs. Hugsanlega mætti setja fram breytingatillögu á þessari grein og setja þak þannig að það verði t.d. ekki fleiri en 7 í nefnd. Þ.e. lágmark 3, hámark 7 og eins setja hámark á það hve lengi menn sitji í nefnd. Það hafa komið upp tilvik í þannig árferði hjá klúbbnum að ekki hafi tekist að manna nefndir 5 mönnum. Eins er hægt að hugsa sér að þegar öflugt starf er í gangi og stór verkefni framundan sé það kostur að geta haft fleiri í nefndinni, t.d. skálanefnd. Var þessi breytingatillaga því allt eins hugsuð til að efla nefndir ef menn vilja horfa opið og jákvætt á málin.
–
Eins má ekki gleyma því að það má alveg koma með þá breytingatillögu að nefndum verði ekki fækkað.
–
Það hefur verið spurt af hverju þurfi svona miklar breytingar á lögunum. Ég held ég hafi útskýrt það dálítið í fyrri pósti mínum. Það var einfaldlega búið að breyta lögunum fram og aftur ár eftir ár og afleiðingin var að margra mati sú að þau voru orðin óskýr og mótsagnir í þeim, voru ekki eins skýr og hnitmiðuð og lög þurfa að vera. Það var því álit stjórnar og laganefndar að betra væri að fara yfir lögin í heild sinni og skrifa ný í stað þess að breyta og bæta hverja grein fyrir sig og leggja það fyrir aðalfund. Hættan var ennfremur talin sú að einhverjar greinar yrðu þá samþykktar og aðrar felldar og við sætum uppi með enn meiri mótsagnir í lögunum þar sem greinar hanga oft saman og hafa stuðning hvor af annarri. Hvort fleiri eða færri eru í nefndum, hvort nefndirnar eru fleiri eða færri er svo aðalfundar að ákveða. Það eru þá bara gerðar athugasemdir og breytingatillögur á þær greinar sem lúta að kjöri nefndarmanna og fjölda nefnda.
–
Eins hefur það verið nefnt sem hætta að "klíkur" leggi undir sig klúbbinn ef nefndir verða of margar stjórnskipaðar. Við skulum ekki gleyma því að stjórn er kjörin á aðalfundi og starfar í umboði félagsmanna sem mæta á aðalfund. Ef aðalfundur kýs eina "klíku" eins og hún leggur sig í stjórn má þá ekki allt eins gera ráð fyrir því að "klíkan" hafi það fylgi á aðalfundinum að þeir geti fengið fundinn til að kjósa þá sem þeim hugnast í nefndir? ?
–
Við skulum reyna að tapa okkur ekki í samsæriskenningum og of miklum vangaveltum um hver mögulega tapi sæti sínu í nefnd ef lögin verða samþykkt eða hvort ein klíka geti lagt undir sig klúbbinn. Það er vissulega hægt hvort heldur sem er í núgildandi lögum eða þeim tillögum sem nú liggja fyrir. Í núgildandi lögum væri meira að segja auðvelt að leggja klúbbinn niður með litlum tilkostnaði og ánafna sjálfum sér allar eigur hans, fyrir þetta er girt í lagabreytingatillögunum. –
–
Reynum nú að sameinast í því að horfa á tillögurnar í heild sinni og hugleiðum hvað klúbbnum er til heilla til framtíðar litið. Einfaldasta mál er að leiðrétta fjölda nefnda, fjölda nefndarmanna og slíkt á aðalfundi þannig að sem flestir séu sáttir.
–
Eðli málsins samkvæmt þá er illmögulegt að leggja fram lagabreytingatillögur sem fullkomin sátt ríkir um en með heilbrigðum skoðanaskiptum, breytingatillögum og umræðum má örugglega lenda málum svo flestum líki.
–
Kveðja
Ella
Laganefnd
05.05.2009 at 19:05 #647034Eins og Ella bendir réttilega á er ekkert í eðli þessara lagabreytinga sem krefst þess að nefndum fækki heldur er verið að gefa klúbbnum meiri sveigjanleika til að mæta a) þörf um nýjar nefndir og b) því þegar framboð í nefndir er ekki nægjanlegt. Fjöldatölur fastanefnda eru einnig lágmarkstölur um fjölda.
Einnig ber að nefna að í heildarendurskoðun laganna var þessi hætta á klíkuyfirtöku höfð í huga og voru til að mæta þessu endurskoðuð ákvæði um rétt félagsmanna til að boða til auka-aðalfundar en áður voru ekki nægjanlega skýr ákvæði um það í lögum félagsins (sjá 4. gr.). Áður gat eingöngu stjórn boðað slíkan fund (félagsmenn gátu boðað aukafélagsfund) en nú er slíkt úrræði til staðar fyrir félagsmenn og er stjórn skylt að boða slíkan fund innan 10 daga.
Af umræðunni hér að dæma sýnist mér það helst vera innihald greinar 9. sem er umdeilt. Væri mjög eðlilegt að aðalfundur gæti kosið á milli mismunandi útgáfa af þeirri grein og yrði sú útgáfa sem yrði ofan á hluti af þeim lögum sem aðalfundur samþykkir.
Hvort þessi breyting tæki gildi á aðalfundinum eða ekki þarf ekki að skipta höfuðmáli því m.v. nýju útgáfu laganna er bæði hægt að hafa fleiri í fastanefndunum og bæta við nefndum samkv. tilnefningu aðalfundar. Svo útkoman gæti innan ramma laganna (bæði nýju og gömlu) orðið sú sama.
Kveðja
Tryggvi R. Jónsson, A-898
Laganefnd
06.05.2009 at 10:13 #647036Þar sem nýju lögin eru lögð fram í heild sinni, er þá hægt að koma með breytingartillögur að einstökum greinum ? Hefði ekki þurft að auglýsa að ný lög væru borin undir atkvæði ? í aðalfundarboði er þetta auglýst sem tillaga að lagabreytingum. Ég skil fundarboðið þannig að hver grein sé borin upp sér og að ég geti sagt já við grein 1 og nei við grein 9.
Get ekki skilið hversvega þeir sem voru kosnir til 2 ára í fyrra missa sæti sitt, þegar/ef nýju lögin verða samþykkt ? útskýringu á því, takk fyrir.
Gildir þá ekki það sama um stjórn ?
kv Lella
06.05.2009 at 10:28 #647038Venjan er að lagabreytingar séu ekki afturvirkar (a.m.k. í raunveruleikanum) þannig að það má alveg halda því fram að menn missi ekki sæti sín. Má samt örugglega halda hinu gagnstæða fram með einhverjum hætti.
Þó þetta sé heild þá er ekkert óeðlilegt að það sé hægt að leggja fram ákveðnar breytingar á vissum greinum og kjósa þær inn (eða út) og svo kjósa um breytinguna með … áorðnum breytingum í restina í heild sinni. Ég persónulega held að þetta sé skýrasta, lýðræðislegasta og auðveldasta leiðin en auðvitað er þetta undir fundarstjóra aðalfundar komið hvernig þetta verður svo útfært á laugardaginn.
06.05.2009 at 10:32 #647040Takk fyrir það Tryggvi, en þetta er eitthvað sem þarf að liggja klárt fyrir fyrir fund, finnst mér allavega og þá númer 1,2 og 3 er hægt að leggja fram breytingartillögur við einstaka greinar í nýju lögunum VERÐI þau samþykkt ?
Breytingartillaga þarf 1/2 atkvæða ? er það ekki rétt skilið hjá mér ? á meðan lagabreytingin þarf 2/3 ?
kv Lella
06.05.2009 at 10:49 #647042Allar þær greinar sem er breytt á einhvern hátt frá fyrri lögum, í þessum nýju tillögum, eru opnar fyrir breytingatillögum. Þ.e.a.s. það má hver sem er koma með skriflega breytingatillögu á aðalfundi. Þær breytingatillögur sem ganga lengst þarf að ræða fyrst og bera upp til samþykktar og svo koll af kolli. Ef engar breytingatillögur eru samþykktar þá stendur aðaltillagan eftir og þá þarf að bera hana upp til samþykktar. En það er einnig hægt að bera þessar lagabreytingar upp í heild sinni til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þetta verður að sjálfsögðu ekki leist nema á aðalfundi og ég mæli með að góður fundarstjóri verði fenginn til að stýra þessum fundi. En aftur á móti tel ég að sé búið að vinna nokkuð vel í þessum lögum og ætti ekki að þurfa að koma til mikilla breytinga til að gera þau enn betri.
Vona að fundurinn verði málefnalegur.Halli Gulli
06.05.2009 at 11:14 #647044Jú ég sé ekki betur en þetta sé rétt þ.e. breyting á "breytingatillögu" þurfi einfaldan meirihluta en það þurfi svo 2/3 í að uppfæra lögin sjálf.
En jú ég er alveg sammála þetta þarf að vera skýrt fyrir fund og best að þeir sem stjórni fundi svari endanlega fyrir þetta. Held samt að besti undirbúningurinn fyrir fund sé að eiga breytingatillögur sem tekur mið af því sem var auglýst í fundarboði, það má þá hafa það sem backup plan að leggja það fram sem sjálfstæða tillögu ef hin leiðin er farin.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.