Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Komandi aðalfundur
This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2009 at 22:42 #204337
Jæja eru ekki allir búnir að fá fundarboðið fyrir aðalfundinn? hvernig lýst ykkur á nýju lögin?
kv Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.05.2009 at 22:56 #646992
Lagabreytinganefnd var falið á Landsfundi í Kerlingafjöllum að endurskoða lög félagsins með tilliti til einföldunar og hreinsunar. Lögin þóttu of flókin. Önnur rök fyrir breytingatillögunum er ekki fyrir hendi Benedikt. Þetta var okkar framlag í vinnuna og verður lagt fram á fundinum. Verði þau ekki samþykkt þá verður svo að vera. Þá er annað hvort að skipa nýja nefnd eða hafa lögin óbreytt. Annars væri gaman að sjá og heyra lögfræðiálit annarra því lögfræðin er jú loðin og teygjanleg.
04.05.2009 at 22:59 #646994Og svo ég svari aftur Benedikt, þá er eðli máls lögfræðileg rök.
04.05.2009 at 23:18 #646996Ég er að mörgu leiti sammála Ægi að það væri eðlilegt að fresta því að breyta lögunum skv. þessum breytingatillögum, vinna þau betur í sátt við félagsmenn og leggja fram aftur að ári.
Þetta er ágætis grunnur, en ýmislegt sem þarf að vinna betur. Það er í raun ekki eðlilegt að vera að leggja fram tillögu að nýjum lögum sem eru þannig úr garði gerð, að margra mati, að það þarf að byrja á mörgum breytingatillögum.
kv. Óli
05.05.2009 at 11:34 #646998Ég vil benda fólki á að kynna sér greinargerð með breytingatillögunum að lögunum, greinargerðina er að finna á fundarboðinu á forsíðunni. Það ætti að skýra a.m.k. þá hugsun sem liggur að baki einstökum breytingum.
–
Það hefur verið reglan fram að þessu að lagabreytingar hafi tekið gildi á þeim aðalfundi sem þær eru samþykktar á. Höfum við a.m.k. tvö fordæmi nú í seinni tíð um það að kosið hafi verið eftir nýjum lögum strax eftir að lagabreyting hefur náð fram að ganga. Var það gert bæði þegar litla nefndin var lögfest og eins þegar vefnefnd var lögfest, þá var kosið í þær nefndir strax á þeim aðalfundi sem lagabreyting var samþykkt.
–
Það var fengið álit lögfræðings á því hvort lagabreytingin tæki gildi á aðalfundinum og því kosið eftir nýjum lögum ef þau yrðu samþykkt. Var það niðurstaðan að ekki þyrfti að boða til annars aðalfundar til að kjósa eftir nýjum lögum. Lagabreytingartillagan fylgir auk þess fundarboði og félagsmönnum ætti því að vera ljóst að breytingar gætu orðið á fundinum.
–
Ég vil jafnframt benda á að þetta eru vissulega aðeins tillögur að breytingum á lögum, koma má með breytingatillögu við þær á aðalfundinum og félagsmenn kjósa að sjálfsögðu um þá tillögu sem þeim hugnast best eða vísa breytingum frá. Það kallast víst lýðræði.
–
Lög eru í eðli sínu þannig að þau eiga að vera nokkuð stöðug og eiga ekki að breytast bara breytinganna vegna. Hefur mér sýnst, og nú er það bara mín skoðun, að þar sem liðurinn lagabreytingar hafi verið á fundarboðinu hafi margir álitið að það þurfi að gera breytingar á lögum á hverjum aðalfundi. Man ég varla eftir aðalfundi í þessu félagi þar sem lagabreytingar hafi ekki legið fyrir. Afleiðingin er sú að við erum nú með lög sem eru að margra mati óljós þar sem lagaákvæði stangast á og orðalag loðið. En þessi tillaga laganefndar er til þess gerð að skýra orðalag og innihald laganna. Vil ég benda félagsmönnum á það að horfa ekki framhjá lagabreytingartillögunum í heild sinni þó svo að tillaga um breytingar á nefndum sé vissulega rótæk. En vissulega er hægt að halda þeirri grein óbreyttri komi fram tillaga um það á aðalfundi. Lögin þarf engu að síður að gera skýrari.
–
Ég fagna þeirri umræðu sem komin er fram um lagabreytingarnar, ekki síst þeirri naflaskoðun um tilgang og hlutverk ýmissa nefnda sem nú stendur yfir. Með málefnalegri umræðu og skoðanaskiptum stöndum við örugglega uppi með sterkari klúbb og betri lög en nú gilda.Kveðja
Ella
Laganefnd
05.05.2009 at 11:43 #647000Það segir allt sem segja þarf um hugarfar ákveðins hóps í þessum félagsskap, að vera að snúa einföldun á lagaramma félagsins, upp í lögfræðileg álitamál.
Þar með er ég ekki að taka afstöðu um hvort lagabreytingarnar sjálfar séu góðar eða slæmar. Fólk ætti að kynna sér þær til hlítar, og mynda sér skoðun á hvort þær verði til góðs eða ekki, í starfsemi klúbbsins.
Ef breytingarnar eru hins vegar samþykktar undir lið 8 á aðalfundi, þá finnst mér bara sjálfsagt að kosning í nefndir, sem er undir lið 9, séu samkvæmt þeim.
Að fara að búa til deilumál um þetta finnst mér bara alveg út í hött.
05.05.2009 at 12:34 #647002Sæl öll
Er það ekki örugglega rétt skilið hjá mér að þessi nýju lög verði löggð fram sem ein heild?
Þ.e. það verði ekki kosið um einstaka breytingu, heldur allt eða ekkrt?Emil Borg
05.05.2009 at 12:41 #647004kv
AKS
05.05.2009 at 12:51 #647006Skrítið Agnes, því það kom til mín fyrir helgina. Er ekki líklegt að Íslandspóstur sé eitthvað að klikka?
Ég heyrði einmitt í morgun dæmi um að þeir sendu ekki frá sér aðalfundarboð í öðru félagi, sem kom til þeirra tímanlega.Fyrir fáum árum kom upp sú staða hjá okkur að fundarboðið barst ekki öllum snemma. þá var miðað við dagsetningu kvittunar sem pósturinn gaf út við móttöku, en sú dagsetning var innan þess ramma sem lögin kváðu um.
Emil
05.05.2009 at 13:40 #647008Nýju lögin eru auglýst í aðalfundarboði sem lagabreyting og þá myndi ég skilja það þannig að það er hver grein borin upp til samþykktar ?
hvað segið þið lögfræðingar um það ?
annað mér er sagt að ef nýju lögin verða samþykkt þá séu þeir sem voru kosnir til 2 ára á síðasta aðalfundi sætislausir ? þó svo að nefndin starfi áfram sem fastanefnd ? lögfræði álit á því takk fyrir
kv Lella
05.05.2009 at 13:54 #647010Þær nefndir sem ekki verður kosið sérstaklega um áfram geta óskað eftir skipun frá stjórn eftir gildistöku laganna. það er þá undir þeim sem starfa í nefndinni komið hvort þeir vilja halda áfram.
Nefndinni var falið að leggja fram heildarendurskoðun á lögunum og verða því tillagan lögð fram sem heild.
05.05.2009 at 14:00 #647012Skil þig ekki Ólafur.
tökum sem dæmi skálanefnd sem er fastanefnd í nýju lögunum, þar eiga 2 í dag 1 ár eftir ????
verða þeir sætislausir ? Hefur þetta verið kynnt fyrir nefndarmönnum ? Held ekki.
Hefði þá ekki átt að auglýsa þetta sem NÝ lög klúbbsins en ekki sem lagabreytingu ?
Kv Lella sem skilur ekki eitt né neitt lengur 😉
05.05.2009 at 14:01 #647014Varðandi póstsendingar þá verður að segjast eins og er að póstdreifing er í dag með þeim hætti að ekki er hægt að stóla á hana. Þekki það í mínu starfi að við fáum iðulega til baka sendingar með miða um að heimilisfang sé rangt en svo við eftirgrennslan kemur hið gagnstæða í ljós. ´
Kv – Skúli
05.05.2009 at 14:09 #647016Það var að berast í póstkassann hjá mér núna áðan.
Kv.
Heiðar
ps
Benni, ég og Rúnar eigum 1 ár eftir í Tækninefndinni, þarf þá ekki að kjósa í Tækninefnd eða hvað??
05.05.2009 at 14:10 #647018Eftir að ég fann breytingatillögurnar að lögum Klúbbsins vildi ég helst heyra hvers vegna breyta þarf lögunum svo mikið.
Hvert er vandamálið, hvers vegna þarf að setja í gang nefnd til að breyta lögunum, hver er hvatinn að svona dramatískum breytingum.
Í staðinn fyrir 12 nefndir eiga þær að vera 4 og staðinn fyrir 60 kosna fulltrúa í þessar nefndir eiga að vera 12, rest á stjórn að handvelja. Þeir aðilar sem eru handvaldir mega vinna en ekki hafa áhrif eða ábyrgð. Hver verður tildæmis ábyrgð þeirra handvöldu aðila í vefnefnd, eiga þeir að halda uppi aga á vefnum, mega þeir loka á þursa eða eiga þeir að sitja undir súð og forrita fyrir stjórn. Ég nefni Vefnefnd þar sem í greinargerðinni er hún ekki talin gegna ‘meginhlutverki í Klúbbnum, þó að ástæða flestra sem ganga í Klúbbinn sé vegna heimasíðunnar. Á stjórn að ákveða það svona eftir hendinni ‘með sérstöku skipunarbréfi’ eða ætla menn setja hliðarlög, einhvers konar reglur eða bara einhvern vegin.
Ég skynja alveg hvert vandamálið er og hef einnig heyrt það undir súð. Ef nefndarmenn eða stjórnaraðilar ráða ekki við bastarða sem kosnir hafa verið í nefndir, sem standa svo í vegi fyrir framförum í nefndarstörfum má ekki hlaupa upp til handa og fóta og breyta lögum klúbbsins svoleiðis að hinn frjálsi félagsmaður nenni ekki að vera vinnudýr fárra stjórnarmanna.
Það má setja úrræði í lögin sem gerir stjórn og nefndarmönum kleift að leysa svona vandamál þegar í nefndir hafa valist menn sem standa nefndarstarfinu fyrir þrifum.
–
Tillaga:
Ef meirihluti nefndar getur ekki unnið með nefnd eða telja að nefndaraðilar standi nefndarstörfum fyrir þrifum geta þeir lagt fyrir stjórn kvörtun og tillögu að brotvikningu viðkomandi úr nefndinni. Stjórnin skal kynna viðkomandi aðila hvert umkvörtunarefnið er og gefa honum/henni möguleika á andsvörum. Kalla skal saman stjórn og formenn annarra nefnda, þessum aðilum skal kynna málsatvik og að því loknu fer fram atkvæðagreiðsla og mun 2/3 atkvæða ráða úrslitum um hvort viðkomandi verði vikið frá störfum eða ekki.
–
Svo má útvíkka þetta þannig að stjórn getur lagt fyrir tillögu að brotvikningu heillar nefndar en hefur þá ekki atkvæðarétt.
Þessi tillaga er úræði sem gæti komið í staðin fyrir að kollvarpa lögunum og gera klúbbinn að sósíalískri samkunda þar sem fáir stjórna og að hinn venjulegi félagi í ferðaklúbbnum verði ekki að bíða í eitt ár til að hafa áhrif.
Nú veit ég ekki hvort að almenn lög um frjáls félagasamtök leifi svona gjörning þar sem nefndarmenn eru kjörnir í almennri kosningu á aðalfundi en tel að á það skuli láta reyna.
Kv. vals.
05.05.2009 at 14:34 #647020Ég sé að ég hef notað rangt orðalag í fyrri pósti. Auðvitað er ekki verið að leggja nefnd niður þó ekki sé kosið í hana á aðalfundi.
En Vals, ef þú varst á landsfundinum í Kerlingafjöllum og á síðasta aðalfundi þá ætti þér að vera ljós ástæða lagabreytinganna.
Annars er ég nú hættur að svara fyrir þetta enda við búnir að leggja þetta fyrir stjórn. Get þó svarað fyrir þann kafla sem snýr að landsbyggðadeildum þar sem ég samdi hann í grunninn.
05.05.2009 at 14:39 #647022Benni fékk sitt fundarboð á fimmtudaginn í síðustuviku og er í móðurfélgi.
Ég er í suðurnesjadeild og ekkert komið til mín, þannig að það er það sem ég var að spá í hvort landsbyggðadeildirnar hafi fengið þetta sennt seinna.
kv
Agnes Karenp.s Valur ég gæti ekki verið meira sammála pislinum þínum.
05.05.2009 at 14:42 #647024Heiðar eins og ég skildi þetta þá er það þannig ef ný lög verða samþykkt þá á enginn sæti í nefndinni.
Það er að segja þeir sem voru kosnir til 2 ára í fyrra detti út þar sem búið er að stofna nýja nefnd.
ég spurði að þessu hér ofar og hef ekki fengið svar.
kv Lella
05.05.2009 at 15:09 #647026Nei Ólafur, ég var ekki í neinni nefnd eða stjórn þar með á ég ekki rétt á sæti þar. Ég minnist ekki að hafa séð fundargerð frá aðalfundinum þó gæti alveg verið að hún hafi legið einhverstaðar fyrir.
Ef þessi lög verða að veruleika á undan kostningu í nefndir, verða öll framboð ógild og aðilar verða að endurnýja framboð sitt og þeir nefndaraðilar sem ætluðu í nefndir sem ekki gegna meginhlutverki í störfum Klúbbsins en langar samt, verða að brosa breytt til stjórnar.
Ég er í Reykjavíkurdeildinni en hef samt ekki fengið aðalfundarboðið en ég ætla ekki að kenna neinum um og tel að ástæðan sé íslandspóstur, eða það vona ég. Ég ætla allavega ekki að gera veður út af því.
kv. vals.
05.05.2009 at 16:41 #647028Ég var á landsfundi, mig rekur ekki minni til þess að þar hafi verð boðað að það ætti að leggja niður kjörnar nefndir, í stórum stíl eða smáum. Slíkar tillögur hafa hinsvegar dúkkað upp á aðalfundum en alltaf verið kolfelldar. Sú verður væntanlega raunin enn og aftur.
-Einar
05.05.2009 at 17:27 #647030Ella og Ólafur Takk fyrir svörin. Það var nákvæmlega þetta sem ég var að leita eftir, hvernig ætti að gera þetta núna til að ekki komi upp hvimleið og illleysanleg umræða um það hvort þetta tekur gildi núna eða seinna… Ef að það eru fordæmi um að lög hafi tekið gildi samstundis á aðalfundum klúbbsins þá hlítur slíkt að verða líka núna. Þó svo að mér finnist það óeðlilegt og að það hafi þótt það í öðrum félögum þá er allavega á hreinu að svo er ekki í 4×4.
Elín bendir á að það hafi verið fengið lögfræðiálit á þessu fyrir klúbbinn – það mun þá væntanlega liggja frami á aðalfundinum – jafnvel væri áhugavert að fá að sjá það hér á þessum spjallþræði.
Það er algerlega nauðsynlegt að hafa þetta á hreinu, eins líka það að þá eru væntanlega allir nefndarmenn sem kosnir voru skv. eldri lögum lausir ef að ný lög verða samþykkt, ekki rétt ?
Það þarf að líka að hafa á hreinu hvaða aðilar draga framboð sín til baka í nefndir ef af lagabreitngum verður svo að ekki þurfi að eyða tíma í að finna út úr því á fundinum – eða á bara að kjósa á milli manna og efstu þrír verða kjörnir og hinir fá að starfa með ef þeir vilja ?
Þetta væri gott að vita svo að núverandi nefndarmenn og frambjóðendur viti hvernig þessu er ætlað að vera og geti verið undirbúnir. Mér þykir í það minnsta líklegt að breyting verði á framboðum í tækninefnd ef að kjósa á þrjá í nefndina og alla upp á nýtt.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.