This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Nú styttist í aðalfund klúbbsins og koma hér upplýsingar um stöðuna hjá Litlunefnd. Á síðasta aðalfundi voru allir nefndarmenn kosnir nýjir í nefndina. Einn nefndarmaður lét af störfum á tímabilinu og í stað hans var fenginn nýr aðili og er hann því ekki verið kosinn á aðalfundi.
Eftirfarandi voru kosnir til 2 ára og eiga því ár eftir:
– Guðmundur G. Kristinsson
– Ólafur Magnússon
– Sigurlaugur ÞorsteinssonTil eins árs var eftirfarandi aðili kosinn og þarf því að kjósa hann aftur, en hann óskar eftir endurnýjaðri kosningu:
– Kristján KristjánssonEinn hefur ekki verið kosinn en hann kom inn að beiðni nefndarmanna. Hann óskar eftir kosningu:
– Einar Berg GunnarssonÞað má því kjósa um 2 ný sæti í Litlunefnd og þó að félagsmönnum sé frjálst að bjóða sig fram í þessi sæti, hvet ég til þess að að staðið verði á bakvið þá sem nú sitja. Þetta er góður samhentur hópur sem hefur unnið vel í vetur og hefur mikinn áhuga á að halda því áfram.
Þeir sem vilja koma að starfi nefndarinnar auk ofangreindra eru hvattir til að gefa sig fram t.d. sem fararstjórar í ferðir, en það er alltaf gott að eiga góða fararstjóra að.
Fróðlegt er að fá sambærilegar upplýsingar frá öðrum nefndum. Einnig ef einhver hefur hugsað sér að bjóða sig fram, væri forvitnilegt að það kæmi fram.
Kv. Óli, formaður Litlunefndar
You must be logged in to reply to this topic.