Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Kolsýra í dekk
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.08.2006 at 10:47 #198313
Það var einhverntíma fyrir langalöngu umræða hér um mismun þess að hafa kolsýru í dekkjum í staðinn fyrir venjulegt loft. Mig minnir að það hafa verið talið að kolsýran væri stabilli en þetta venjulega. Er einhver fróður til í að rifja þessi vísindi upp fyrir okkur hinum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.08.2006 at 13:50 #557280
Menn voru eitthvað að viðra það að hafa köfnunarefni í staðin fyrir loft, sögðu að það brygðist ekki eins illa við hæðarmun eins og venjulegt súrefni. Svo voru aðrir sem héldu því statt og stöðugt fram að kolsýra eyðilegði dekkin að innan, voru með þá flugu í hausnum að þetta virkaði eins og sýra á gúmíið.
03.08.2006 at 14:48 #557282Jamm og já og þakka þér fyrir Stefán. Nú er ég illa að mér í efnafræði, en er köfnunarefni (Nitrogen – N) það sama og kolsýra (Carbon monoxide)? Kann vel að vera, ég er illa að mér í þessum fræðum. En einhversstaðar las ég að í herbílum sem notaðir eru við erfið skilyrði, svo sem í eyðimörkum Íraks og víðar, væri notað eitthvert svona gas í dekkin í staðinn fyrir loft, því það væri til muna stöðugra við mismunandi hitastig. Ef það er rétt, er varla hætta á að þetta skemmi dekk. Datt þetta í hug vegna þess að ég hef heyrt að menn séu að fá áfyllingu hjá slökkvitækjafyrirtækjum á svona þrýstikúta, sem menn hafa með sér á fjöll.
03.08.2006 at 16:17 #557284
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nú ekki vel að mér í þessum fræðum en þykist þó vita að þarna er ekki um sama efnið að ræða.
Köfnunarefni (Nitrogen) er stærsta einstakla loftegundin sem myndar andrúmsloft jarðar eða 78, 084% af rúmmáli eða 75,5% af þyngd.
Kolsýra sem menn eru að setja í dekkin heitir Carbon Dioxide (CO2) og er allt annað en köfnunarefni, mundi ég halda. Í CO2 slökkvi kerfum eru flösku-bankarnir gjarnan tengdir við lagnakerfið með þrýstislöngum. Ekki veit ég til að neinar sérstakar kröfur séu gerðar til gúmmísins í þeim slöngum, en sjálfsagt er einhver munur á gúmmíi í dekkjum og þrýstislöngum. Þegar fólk er að mehöndla sýru er það gjarnan í uppháum gúmmí-vetlingum. Ég hef ekki notað kolsýru í dekk að staðaldri en væri óhræddur við það ef svo bæri undir, allavega gagnvart gúmmí skemmdum á dekkinu.
Carbon Monoxide (CO) sem þú nefnir er held ég ekki kolsýra heldur eitruð lofttegund sem er talin með gróðurhúsalofttegundunum margfrægu, eftir því sem ég "Googlaði" mig til um.
ÓE
03.08.2006 at 16:52 #557286Eftir því sem ég best veit (eða réttara sagt man) þá er nota Nitrogen í flugvéladekk, þar sem það er akkúrat svona tiltölulega óháð loftþrýstingi.
Ef venjulegt loft væri notað kæmi voðalega fljótt svona voðalega stórt BÚMM eftir flugtak.
kv
Rúnar.
03.08.2006 at 17:12 #557288Nitrogen er notað í dekk flugvéla, var að spurja flugvirkja hjá Icelandair og sagði hann mér nitrogen fari betur með dekk heldur en andrúmsloftið, einnig hefur það þann eiginleika að þú getur haft 4 pund í dekki við sjávarmálið og farið með það svo upp í 2000 metra hæð án þess að það verði mælanleg breiting á þrystingi í dekkinu, en gallin er bara sá að þú verður að byrja á því að lofttæma dekkið áður en þú setur nitrugen í það
Addi Ö-1435
03.08.2006 at 17:34 #557290Almennt segir eðlisfræðin manni að það skiptir litlu máli hvaða gastegund er inní dekkinu fyrir þetta lítin þrýsting. Eins gagnvart flugvélum þá ef þýstingurinn í dekki er 4 bar absalut eða 4 loftþyngdir þá er hann hærri sem samsvara þrýstiminnkun umhverfisins með hækkun eða allt uppí 5 bara þegar komið er uppí geyminn sem fæstar flugvélar fara og engin dekk sprengir.
Trúlega nota menn köfnunarefni N2 í dekkinn þar sem það hvarfast ekki við gúmmíið en því er ekki að treysta með súrefnið sem er um 20% af andrúsloftinu en 80% er köfnunarefni eins og áður hefur komið fram.
Kolsýra ætti almennt ekki að vera hvarfgjörn við gúmmí, en þar sem hún þéttist (verður að vökva) innan við -80°C hentar hún trúlega ekki vel í dekk flugvéla sem kólnar allavega niður fyrir -60°C.
Trúlega leita menn að gasi í dekk flugvéla sem hvarfast ekki við gúmmí og hefur sem lægst suðuhitastig þannig að ekki komi til þéttingar (og þar með mikilli rúmmálsminnkunar) í dekkjunm í háloftunum sem gæti þá komið affelgað niður.
03.08.2006 at 17:41 #557292til er talsverður fróðleikur um nitrogen á wiki:
[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Nitrogen:2rb5e5dg][b:2rb5e5dg]Wikipedia um Nitrogen[/b:2rb5e5dg][/url:2rb5e5dg]
03.08.2006 at 20:03 #557294# Number of tires on the Space Shuttle:
4 – main landing gear tires 44.5×16.0-21, 34 ply, 263 mph
2 – nose landing gear tires 32×8.8, 20 ply, 250 mph# The space shuttle tires are filled with nitrogen (as are most aircraft tires) due to its stability at different altitudes and temperatures. Due to the extremely heavy loads these bias ply tires are inflated to 340 psi (main gear) and 300 psi (nose gear).
Reyndar áhugaverðast hér að skutlan er á 44" dekkjum
Meira frá svipuðum slóðum:
Michelin recommends the use of nitrogen when inflating all aircraft tires. Nitrogen provides a stable, inert inflation gas while eliminating the introduction of moisture into the tire cavity.
Og enn meira, af http://www.physlink.com/Education/askexperts/ae192.cfm
[b:7ihpox21]Question[/b:7ihpox21]The tires of airplanes (at least the big ones) are inflated by nitrogen (instead of air). Why is this done?
Asked by: Fernand Zwickl
[b:7ihpox21]Answer[/b:7ihpox21]
Air has a certain moisture content and it is generally very hard to remove this moisture. If an airplane tires were filled with air, at the flight altitude ice would form inside the tires since the temp up there is about -30 degrees F. Landing with a chunk of ice in the tire would make it out of balance and change the tire pressure. Tires would probably burst.
On the other hand, nitrogen doesn’t form a liquid till -173C and pure nitrogen has almost no moisture.
In addition, consider if the brakes overheat and cause a fire. The nitrogen will not burn, but air has oxygen which will feed the fire. Jet airline tires are fused. When the fuse is heated it deflates the tire so they don’t explode.
Answered by: Scott Grasmick, B.A., Health Physicist, Bremerton, WA
The huge tires on aircraft are expensive, and difficult to mount and dismount. They are also subjected to tremendous forces on landing when they must accelerate very quickly. The friction on touch-down creates great heat within the tires and produces very high stresses in the walls of the carcass.
Therefore, every effort is made to reduce or eliminate the deterioration caused over time by oxidation.
Since normal atmospheric air is approximately 20% oxygen, the tires are inflated with 100% nitrogen – a relatively inert gas.
Answered by: Dick Brill, B.S.
og hananú.
kv
Rúnar.
03.08.2006 at 20:15 #557296Sælir félagar, mín reynsla er sú að ég hætti alfarið að nota kolsýru sökum þess að hún þennst mun meira út við hitnun en t.d. súrefni. Þ.e.a.s. þegar ég notaði kolsýru á fjöllum og keyrði svo glaður um hálendi og jökla landsins hitnaði dekkið og kolsýran þanndist út. Þá vildi maður að sjálfsögðu hleypa aðeins meira úr og vandinn við það var síðan sá að þegar var áð einhversstaðar í nokkrar mínútur eða lengra kólnaði kolsýran aftur og öll dekk bílsins stóðu orðið ansi flatt.
Skv. minni reynslu er kolsýra sú lofttegund sem virðist sveiflast hvað mest og ég mæli alls ekki með henni. Varð held ég fyrst og fremst svona vinsæl af því að það var svo auðvelt að komast yfir kúta hér áður, þ.e.a.s. ódýrt.
Kv. Baddi Blái
04.08.2006 at 09:37 #557298Svo er loft líka gott.
Ég er alltaf með kolsýrukút með mér til að setja dekk á felgu ef loftið á loftkútnum hjá mér dugar ekki til þess.
Einnig ef einhvað kemur fyrir loft dótið hjá mér þá er fínnt að vera með vara.
Þar sem við erum yfirleitt að keyra með heit dekk sé ég ekki að þetta skipti máli.
Þegar ég skipti síðast um dekk hélt ég að þau yrðu rök að innan og olíuborin eftir að nota loftkælidælu(e: aircondition) til að pumpa í dekkin (sem ég gerði mjög fot) en fann engann raka og ekki neitt. Þannig að ég held að þessar umræður um raka og þess hátar í dekkjum eigi bara við okkur þegar við erum búnir að affelga og erum með fullt dekk af snjó.
Ef þú vilt nota Nitrogen þá segji ég bara góða skemmtun við að lofttæma dekkið / eða loft skifta því. Ég held að þetta sé ekki vesenisins virði en samt væri ég alveg til í að einhver prófaði þetta svo maður geti fengið að vita á jeppa hvort þetta skipti máli.
Svona fyrst ég er ekki á patról held ég að ég sé ekki í mikilli hættu að ná ferðinni sem þarf til að þau springi vegna hita og álags við að ná 100km hraða á innann við sek.
Kveðja Fastur á Wrangler lús
04.08.2006 at 11:55 #557300flugvéladekk eru nú nær því að ná 0-250 km/h við lendingu á innan við sek, þar sem það er nokkuð algengur lendingarhraði á þotu…
05.08.2006 at 20:07 #557302Rosalega erum við heppin hér á Íslandi að fjöllin séu ekki hærri en 2110 metrar, annars gæti þetta orðið svolítið flókið.
07.08.2006 at 03:14 #557304Nei nei við eru ekkert heppnir, við getum hlaupið út og losað loft. Það geta flugmenn ekki….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.