Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kolsýra á kút
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 20 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.01.2004 at 14:54 #193577
Sælir félagar.
Hvernig er það þegar maður notar kolsýru í dekk, hvað er svona 7kg kútur að duga og fylgja þessu einhver vandamál??
Ég heyrði einhvern halda því fram að kolsýran skemdi dekkinn ef hún væri mikið notuð, er eitthvað til í því??
Væri gaman að heyra frá ykkur um þetta mál.
kv
Austmann -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2004 at 15:11 #486018
Sæll
Já þetta er mjög sniðugt og mjög fljótleg leið til að pumpa í dekk allaveg hef ég notað þetta aðeins og er mjög ánægður.
Passaðu bara að hafa kútinn uppréttan því annars færðu fljótandi kolsýru í dekkin og þú getur kannski ímyndað þér hvernig dekkin verða.
En ég hef heyrt suma segja að þetta skemmi þau og aðra segja að þetta sé allt í góðu, ég veit ekki hverjum ég á að trúa þannig að ég nota þetta þangað til þetta verður sannað.
kv, Ásgeir
26.01.2004 at 15:20 #486020Ég hef það frá traustum mönnum að kolsýra skemmi ekki dekk. En eins og fram kom þá verður að passa upp á að það fari ekkert fljótandi í dekkin.
Kv. Davíð
26.01.2004 at 16:04 #486022Hef heyrt tvennt um fljótandi kolsýru:
1. þegar kolsýran kemur fljótandi í dekkið á efnið eftir að þenjast út og breytast í gas, þe. skipta um fasa og við það getr myndast mikill þrýstingur sem hugsanlega er of mikill fyrir dekkið.
2. Sértu svo heppinn að kolsýran sprengi ekki dekkið þá getur kolsýran einhverra hluta vegna kælt dekkið svo mikið þannig að það fjósi fast við jörðina. Þetta á t.d. við í tilfellum þegar ventillinn snýr niður og kolsýran kemur fljótandi inní dekkið og fer beint í botninn á dekkinu og dekkið stendur á blautu undirlagi. Dekkið frýs fast við undirlagið og getur skemmst þegar ekið er af stað.Sel þetta ekki dýrar en ég keypti það en ég lýg þessu satt
Elvar
26.01.2004 at 16:39 #486024Ef þrýstingur er lækkaður snögglega á fljótandi kolsýru, t.d. þegar hleypt er kolsýrukút sem er á hvolfi, þá þá gufar hluti af henni upp en afgangurinn verður að þurr-ís sem er við 78.5°C frost. Ísinn gufar smán saman upp. Ef ísinn nær að snerta gúmíið í dekkinu eitthverja stund kólnar það mjög mikið, vegna kólnunarinnar getur gúmíð orðið svo stökkt að það verður brothætt. Eins og Elvar nefnir, þá er líka hugsanlegt að það dekkið frjósi fast við undirlagið, ef það er blautt.
Ég notað kolsýru i dekk í nokkur ár, varð aldrei var við að það skaðaði dekkin.
-Einar
26.01.2004 at 16:57 #486026Hvað dugar fullur 7kg kútur lengi? Td ef maður væri á 35" og færi niður í ca. 2p hvað getur maður pumpað aft upp í svona ca12p??
kv
Austmann
26.01.2004 at 17:17 #486028Ef ég man rétt, þá dugði kúturinn til að punpa í 4 35" dekki milli 5 og 10 sinnum. Hvert kg af kolsýru er um 500 lítrar við þrýsting andrúmslofts (14 psi), hvert dekk tekur á annað hundrað lítra.
-Einar
26.01.2004 at 18:15 #486030Hef fyrir satt að kolsýra sé mikið notuð af herjum hinna ýmsu landa í hjólbarða herbíla, einkum þegar þeir þurfa að starfa við miklar variationir í hæð yfir sjávarmáli og/eða hitasveiflur. Sömu heimildir sögðu mér að kolsýra skemmdi alls ekki dekk, nema sömu fyrirvarar voru gerðir og hér að ofan með að frysta ekki dekkin (eða slöngur, þar sem þær eru notaðar). Kolsýran en miklu stabílla efni en andrúmsloftið, en mér er líka sagt að það "fjaðri" minna. Þetta hljómaði a.m.k. mjög trúlega í eyrum þegar viðkomandi maður var að segja mér þetta. Einar Kjartansson á nú að vita þetta, jafn sprenglærður og hann er í eðlis- og efnafræði, þannig að ég trúi því sem hann skrifar hér að ofan fyrst hann segir það!
26.01.2004 at 20:26 #486032Smá viðbót til gamans.
Flugvéladekk (og einnig dekk í Formula 1) hafa í gegnum tíðina verið fyllt köfnunarefni (frumefnið Nitrogen=Nitur=N). Þegar þotur fara uppí 10-15 km. hæð er loftið orðið mjög þunnt og venjuleg loftfyllt dekk (21% súrefni) myndu þenjast út og springa. Það væri talið frekar óheppilegt og því sett köfnunarefni í dekkin.Þar sem í því er ekkert súrefni er heldur engin oxun og tilraunir sem gerðar hafa verið á trukkum í langkeyrslu sýna fram á það að með því að losna við súrefni úr dekkjunum eykst endingin til muna, dekkin fúna ekki innanfrá og halda fullum styrk í hliðum allan líftíma mynstursins.Ef við settum þetta í dekkin okkar héldist rétt pressa þótt við klifruðum upp í hærri hæðir og ekki þyrfti að pumpa reglulega í á niðurleið.
Kv,
Lalli.
27.01.2004 at 10:22 #486034Andrúmsloftið er að mestu köfnunarefni (79%) og súrefni (21%). Það er óverulegur munur fjöðrunareginleikum þessara lofttegunda og kolsýru (CO2), eða hvernig rúmál breytist með hita og þrýstingi, en súrefni er efnafræðilega virkara en hinar tegundirnar. Þess vegna er betra að vera bara með köfnunarefni heldur en blöndu af súrefni og köfnunarefni í dekkjum. Þar sem kolsýran er efnæfræðilega stöðugri en súrefni er líklegt að það sé betra fyrir dekkin að vera með kolsýru en súrefni.
-Einar
27.01.2004 at 11:50 #486036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Getur einhver sagt mér hvar er hægt að fá tóma kolsýrukúta? Keypta þá eða gefins??? ekki til leigu!
Takk fyrir Nonni
27.01.2004 at 15:10 #486038Ég notaði kolsýrukút á 38" dekkin mín í rúm 4 ár, og þau voru ennþá í góðu lagi eftir það, þannig að ég hef litla trú á að þetta skemmi dekkin nokkuð.
Ef ég man rétt, þá treysti ég ekki á að nota kútinn í meira en 3-4 ferðir, vandinn er náttúrulega að maður getur ekki alveg tæmt kútinn, maður vill alltaf hafa eitthvað uppá að hlaupa. Þetta fór þó að sjálfsögðu eftir hvers konar ferðum maður var í, en yfirleitt fól hver ferð í sér eina pumpun úr 3-4 pundum upp í 16-20.
Leiga á kút er náttúrulega hjá Ísaga, og finnst mér ekki ólíklegt að þeir selji þér kútinn líka ef þú biður um það.
27.01.2004 at 15:23 #486040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Forvitnaðist hjá Ísaga um kúta.
Kútaleigan hjá Ísaga er milli 8 & 9 þúsund á ári, áfyllingin einhversstaðar innan við 2 þúsund minnir mig.
Svo er hægt að leigja kúta á svokallaðri dagleigu, þá er greitt ca 900 kr. stofngjald og svo 34 kr. á dag. Það getur verið hagstætt fyrir menn ef þeir eru að nota kútana í stuttan tíma og er hagstæðara en ársleigan í allt að ca hálft ár.
kveðja,
ohr
27.01.2004 at 15:47 #486042Ég held ég hafi séð að Ólafur Gíslason og co í sundaborg voru að selja svona kolsýrukúta með slöngum, tilbúnir til notkunar.
Krossi
27.01.2004 at 16:01 #486044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ólafur Gíslason er að selja kút með 2 kg. fyllingu með slöngum, ventli og hlíf yfir krana á kr. 15.411,-
Heildarþyngd ca. 7 kg.kv, ohr
27.01.2004 at 16:37 #486046eru menn & konur sátt við þessa verðlagningu á áfyllingu
kolsýruhylkis ??? hér er ekki allt í lagi ? ekki frekar en
áðurþekkt verðlagning hjá "olíuumboðum"kv
Jon
27.01.2004 at 18:57 #486048
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kolsýruhleðslan í Kópavogi selur kúta líka.
þeir eru reyndar farnir þrýstiprófa notaða kúta, eins og Ísaga gerir. Kostnaðurinn við þrýstiprófun + áfylling fór í 8000 kr. og varð til þess að ég hætti að nota kolsýru og verslaði þessa frábæru Fini loftdælu.
Kv,
Jón Sig.
27.01.2004 at 22:15 #486050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Hafið prófað að tala við þá hjá JAK sem auglýsa hérna á forsíðunni suðuvélar með eignarkútum, kannski er hægt að fá kútana sér.
Annars keyptu ég og vinur minn sem leigjum saman húsnæði suðuvél frá þeim og notum kolsýrukútinn bæði við suðu og svo er hann tekin með í ferðalög til að pumpa í, svo fyllum við á hann hjá Kolsýruhleðslunni í Kópavogi.Það er ekki að ræða það að versla við þessa okurbúllu Ísaga.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
27.01.2004 at 23:39 #486052Hvað kostar áfyllingin þarna í Kolsýruhleðslunni ?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.