Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Kolrangur hugsunarháttur
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Tryggvason 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
17.12.2007 at 00:20 #201398
Það er ekki oft sem mér finnst ástæða að rífa kjaft en núna fauk virkilega í mig.
Á visir.is var frétt um að einn virtasti vegaverkfræðingur landsins taldi það algerann óþarfa að leggja 2+2 veg á Selfoss og upp í Borgarnes. Þessi ágæti maður er nýhættur hjá Vegagerðinni eftir 40 ára starf.
Það virðist mjög líklegt að þessi maður sé hugsuðurinn að baki byggingu einbreiðra brúa, einbreiðs malbiks og yfirhöfuð breidd á íslenskum vegum.
Hefur þessi maður ekki keyrt á Selfoss og til Keflvíkur? Veit hann ekki að þegar komið er á tvíbreiðu kaflana verður umferðin hröð og greið en svo þegar vegurinn þrengist er allur gróðinn af breikkunninni fokinn út í buskan? Hvað er eginlega verið að spá?
Hér er linkurinn: http://visir.is/article/20071216/FRETTIR01/71216053/-1/trailerKompas.jpg
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.12.2007 at 02:00 #607070
Ekki ætla ég nú að fullyrða hvort tvöfaldur vegur eða 2+1 sé betri kostur en einhversstaðar heyrði ég að ef að umferð er ekki nógu mikil getur tvöfaldur vegur verið hættulegri. Þ.e. vegna þess að þá dreifist umferðin á fleiri akreinar og hún nær síður að halda veginum auðum.
Svo er það að fyrir sömu fjárhæð er hægt að leggja talsvert fleiri kílómetra af 2+1 vegi en tvöföldum. Því er líka spurning hvort er betra fyrir heildarumferðaröryggi að leggja fáa kílómetra af mjög öruggum vegi eða fleiri af aðeins minna öruggum vegi.
17.12.2007 at 02:32 #607072Þetta er sjónarmið sem með réttu rataði í fjölmiðla. Það er alveg víst. Alveg jafn víst og það að ég styð ekki þetta sjónarmið.
Ég ek daglega ,,hraðbrautina" milli Voga á Vatnsleysuströnd og stór-Reykjavíkursvæðisins, og hef gert undanfarin ríflega fjögur ár.
Það sem virkilega breyttist við að breikka Reykjanesbrautina (svo langt sem það nær í dag) var ekki beinlínis að hraðinn yrði meiri, eða að maður yrði fljótari milli staða. Það var bara eins og allt yrði rólegra. Þeir sem þurfa endilega að bruna framúr flutningabíl eða gömlum Galant, bruna bara framúr á 110-120, fá framúrakstursþörfinni fullnægt við lágmarks áhættu, og aka svo á SAMA hraða örlítið framar. Þetta er það sem ég sé dag eftir dag.
Mesta hættan skapast við þrengingar niður í einfaldar akreinar, sem eru einmitt einkenni 2+1 vega.
Sem innlegg í þessa umræðu langar mig að nefna lífsreynslu sem ég varð fyrir nýlega. Ég þurfti að komast frá Washington til Baltimore daginn fyrir "thanksgiving" í USA, akandi. Það var búið að vara mig við umferðarteppu af versta tagi, svo að ég fór í fyrra fallinu. Þetta var EKKERT mál. Vegirnir alveg fullir, hraðinn 110-120 og fílingurinn ekki ósvipaður Ártúnsbrekkunni. Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta gekk svona smurt, sé einfaldlega sú að það eru ekki óþarfa þrengingar á þessari leið. Kerfið er hreinlega HANNAÐ, ekki uppsoðningur úr einhverjum sem varla fer út á veg, nokkurntímann.kv
Grímur
17.12.2007 at 08:31 #607074Það sem ég las út úr þessu hjá blessuðum manninum var að ef aurarnir sem notaðir voru í 2+2 brautina, svo langt sem það nær, til Keflavíkur, hefðu verið notaðir í 2+1 veg þá væri kominn 2+1 vegur frá Reykjavík til Selfoss, Borgarnes og Keflavíkur. Þetta er að hans mati besta nýtingin á fjármagni. Ég bjó í Danmörk í nokkur ár þar sem töluvert var um 2+1 veg, ég var alltaf með lífið í lúkunum þegar ég var að nota þessa aukarein til framúrakstur enda er nánast allstaðar búið að breyta þessum 2+1 vegum í 2+2. Enda sýndi það sig að slysin sem urðu þegar einhver gleymdi sér aðeins voru svakaleg, þá fóru menn beint framan á hvorn annan á 100+100=200k.
Ég skil því sjónarmið verkfræðingsins en er algjörlega á móti þessari tegund af vegum.
kv. vals.
17.12.2007 at 09:25 #607076Akrein á móti er aðgreind með víragrinddinni (eggjaskera). Mér hefur skilist að það sé til að halda bílum réttu megin. Þyngri bílar og ásetningur fara nú líklega yfir.
100 + 100 = 200 Þetta er bæði rétt og rangt.
hundrað plús hundrað eru jú tvöhundruð. EN álagið sem verður á ökutækin skiptist jafnt á milli þeirra þannig að hraðinn skiptist 100 á einn bíl og 100 á annan bíl.Það er svo bara spurning um tölfræðilegar líkur á því hvort þú hittir á ökutæki af svipaðri þyngd og eða hittir beint framaná.
Góðar stundir
Elvar
17.12.2007 at 09:56 #607078það er mín reynsla að á 2+1 vegum myndast meiri hraði og meira stress en á 2+2 vegum. þetta gerist vegna þess að menn hafa takmarkaðan tíma til framúraksturs útaf því að aukaakreinin endar. einnig tefla menn á tæpsta vað í framúrakstri og sneiða milli akreina á síðustu stundu á langt yfir leifilegum hámarkshraða með tilheyrandi stressandi áhrifum á sjálfa sig og aðra.
2+2 er eini raunhæfi kosturinn að mínu mati og þó kostnaðurinn sé hærri er ávinningurinn margfaldur. ég ek líka borgarfjörðin og bröttubrekku reglulega þar sem að nýlega var lagaður vegurinn með breiðara malbiki, færri begjum og færri blindhæðum, og umferðaröryggi þar stórjókst í kjölfarið. maður er miklu rólegri við akstur og líður betur þegar komið er á áfangastað. þar er þó bara 1+1 vegur, bara breiðari og betri. 2+1 vegir eru vanalega bara skítamix á 1+1 vegi sem gerir það að verkum að akreinar eru mjórri sem að skapar sama óöryggi og á gamla veginum upp borgarfjörðin og yfir bröttubrekku.
góðar stundir
siggi
17.12.2007 at 10:01 #607080Skrapp til Canada í haust. Þar keyrði ég svona 2+1 veg. Verð nú að viðukenna að mér fannst sá vegur nú barasta fínasti vegur. En sennilega er þó engin sparnaður fyrir okkur að byggja svoleiðis veg, því breiddin á honum var það mikil að á Íslandi væru hiklaust settar á hann 4-5 akreinar…!
17.12.2007 at 10:40 #607082Eggjaskerinn á milli akreina er viðbót við 2+1 veg, þar sem ég kynntist þessu fyrst voru bara þrjár akreinar og skilti sem á stóð “nú mátt þú“ og “nú má hinn“.
Hvað 100+100=200km. varðar þá eru breyturnar svo margar að þessu fullyrðing er eins rétt og allar hinar. Þetta á við t.d. ef þú ert á 200km. og keyrir á kyrrstæðan bíl en þessi fullyrðing á ekki við ef annar er á 102km. enda engin tvö tilvik eins. En samt sem áður þegar hraðinn er orðin svona mikill þá er þetta bara ljótt.
kv. vals.
17.12.2007 at 11:55 #607084Persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að keyra 2+2 en eftir að ræða þessi mál við ungan umferðaverkfræðing (frá Svíþjóð) þá varð ég að kaupa hans rök með 2+1.
.
Það fæst nánast sama öryggi með 2+1 (með aðskildum akstursstefnum) og með 2+2.
.
2+1 kostar yfirleitt um 1/3 af 2+2, það er því hægt að leggja þrisvar sinnum lengri vegalengd af 2+1 en 2+2 (og því hægt að auka umferðaröryggi meira fyrir sömu fjárhæð).
.
Hönnunartími og framkvæmdatími miklu styttri, því förum við fyrr að njóta hagræðis og aukins umferðaöryggis.
.
2+1 á miðað við spálíkön að anna margallt þeirri umferð sem fyrirsjáanleg er næstu áratugi (minnir að það hafi verið talað um 30-35 ár á leiðinni til Hveragerðis).
.
Eins og bent var á áður, það er auðvelldara að halda 2+1 auðum.
.
Svo voru einhver fleiri rök sem mæltu með 2+1 sem ég man ekki í svipinn.
.
Ég varð að viðurkenna að þó mig langi miklu meira í 2+2 þá vigta þessi rök ansi mikið.
.
JHG
17.12.2007 at 12:04 #607086Ég bjó í Danmörku í tæp tíu ár og þegar ég fór að vinna eftir nám þá þurfti ég á tímabili að keyra mikið, ca 70-90 þús km á ári, aðallega á Jótlandi og Fjóni. Og mín reynsla af 2+1 vegum er nákvæmlega sú sama og kom hér fram fyrr, nefnilega að ef að það er mikil umferð þá snýst þetta upp í hreinan kappakstur. Það eru allir að reyna að nota tvíbreiða kaflann til að komast fram úr alveg fram á síðustu stundu og kaflinn þar sem vegurinn mjókkar aftur í eina akrein nánast eins og fyrsta beygjan í formúlunni. Það kostar meira að leggja 2+2, en við þykjumst vera ríkasta þjóð í heimi svo það er engin afsökun. 2+2 veg strax og málið er úr sögunni, allir komast á jöfnum hraða í báðar áttir og ekkert heyrist um vegarkaflann í fréttum, málið dautt en fólkið lifir.
Svo er það þetta með víravirkið á milli akreina. Ég skil ekki hvar vegagerðin hefur fengið sínar upplýsingar. Danirnir voru í óða önn að rífa þetta niður hjá sér og setja alvöru vegrið því það var altalað hvað þetta var hættulegt. Ég sá mörg dæmi þess þar sem fllutningabílar keyrðu niður röð af staurum, vírinn fór undir bílana og þeir keyrðu yfir. Líka dæmi þar sem vírinn virkaði eins og teygja og skaut bílum til baka gegnum umferðina og á fleygiferð útaf hinu megin. Eitt dæmi sá ég þar sem vírinn sviptist undir bíl og skaut honum á hvolf með látum fyrir umferðina á móti.
Þetta fyrir utan hvað þessir ostaskerar og vírahaldarar fóru illa með bílana, tættu þá upp, kræktust í þá og hentu þeim til.
Í samanburði gerðist nánast ekkert þegar keyrt var utan í alvöru vegrið.
17.12.2007 at 12:54 #607088Sjóvá hefur nú sýnt fram á það að kostnaðarmunurinn við 2+2 vs 2+1 þarf ekkert að vera eins mikill og sagt er. Kostnaðarmunurinn er aðalega vegna þess hvað það eru settar miklar kröfur á 2+2 veginn hvað varðar bil á milli akreina og fjölda mislægra gatnamóta. Með því að hafa vegrið á milli aksturstefna og fækka verulega mislægum gatnamótum má ná kostnaðinum verulega mikið niður með nánast sömu niðurstöðu.
Má eiginlega hugsa svoleiðis veg sem 2+1 veg með aukaakrein (2+1+1 ?
17.12.2007 at 20:19 #607090Hefur ekki líka verið bent á að þetta víradrasl er dauðagildra fyrir mótorhjólafólk.
17.12.2007 at 20:25 #607092Frábært að JHG minntist á reiknilíkön. Ef það er eitthvað sem Íslenskir vegaverkfræðingar kunna ekki er það að vinna reiknilíkön, Íslensk umferðarmenning brýtur öll slík líkön margfallt. Þegar Hvalfjarðargöngin voru gerð áttu þau nú aldeilis að anna öllum bílaflota landsmanna á sama deginum, núna á að bæta við öðrum göngum.
En myndu Hvalfjarðargöngin duga ef þau væru 2+2? Þessi pæling með að 2+1 vegir séu betri því þeir séu ódýrari er í mínum huga bull, afhverju að eiða 5 miljörðum núna og svo öðrum tíu eftir nokkur ár þegar fjöldi banaslysa hefur sýnt að 2+1 er of lítið, af hverju ekki að eiða 15 miljörðum strax og málið dautt?! Fyrir utan þá staðreind að það er ódýrara að hanna einn veg en tvo.
17.12.2007 at 20:26 #607094Frábært að JHG minntist á reiknilíkön. Ef það er eitthvað sem Íslenskir vegaverkfræðingar kunna ekki er það að vinna reiknilíkön, Íslensk umferðarmenning brýtur öll slík líkön margfallt. Þegar Hvalfjarðargöngin voru gerð áttu þau nú aldeilis að anna öllum bílaflota landsmanna á sama deginum, núna á að bæta við öðrum göngum.
En myndu Hvalfjarðargöngin duga ef þau væru 2+2? Þessi pæling með að 2+1 vegir séu betri því þeir séu ódýrari er í mínum huga bull, afhverju að eiða 5 miljörðum núna og svo öðrum tíu eftir nokkur ár þegar fjöldi banaslysa hefur sýnt að 2+1 er of lítið, af hverju ekki að eiða 15 miljörðum strax og málið dautt?! Fyrir utan þá staðreind að það er ódýrara að hanna einn veg en tvo.
17.12.2007 at 21:08 #607096Hvalfjarðargöngin hefðu aldrei verið gerð ef þau hefðu strax átt að ráða við þá umferð sem hugsanlega væri eftir 15-20 ár. Þá hefði of mikið fjármagn legið í framkvæmdinni til að hún gæti verið arðsöm. Miðað við hve framkvæmdin var umdeild á framkvæmdastigi þá var erfitt að gera ráð fyrir að það tæki þó þetta stuttan tíma að fá þetta góða nýtingu. Hvalfjarðargöngir eru því ekki gott dæmi.
.
Fjármagn er ekki ókeypis, að liggja með milljarða í óþarfa fjárfestingu er sóun. Ef við segjum að 30-35 ár séu rangt mat, við getum stytt þann tíma um helming þá munar samt 15-17 árum. Hvort sem að þeir peningar yrðu teknir af afgangi á ríkissjóð eða að láni þá kostar þetta fé og kostnaður við fleiri milljarða í 15 ár er all mikill (í dag fæst nokkuð örugg 15% ávöxtun á ári). Það borgar því sig yfirleitt að fara ekki alltof langt framúr sér.
.
En þetta er bara hluti af ástæðunum (eins og sést ef menn skoða innlegg mitt). Eins og ég sagði áður þá finnst mér miklu skemmtilegra að keyra 2+2 og var harður á þeim kost en þegar ég fór yfir rökin þá finnst mér ekki hægt að hunsa þau af því að 2+2 er miklu skemmtilegra.
17.12.2007 at 22:53 #607098Já sæll JHG, nenni ekki einu sinni að ræða kostnað og annað varðandi 2+1 eða 2+2 en ræðum það að 2+1 eigi að vera mikið meira en nóg næstu 30 – 35 árin. SÆLL. Fórst þú aldrei yfir á suðurlandið frá Reykjavík um helgar síðasta sumar??? þegar ég var lengst á milli þá var ég um tvo klukkutíma yfir á selfoss, umferðin var svo mikil. Ég ætla nú ekki að fara að fullyrða að ég hefði verið helmingi fljótari með 2+2 vegi en ég efast samt ekki um mikinn tímasparnað. ég veit að það er bara á hluta leiðarinnar sem við höfum 2+1 veg þarna austureftir en það er samt töluvert stór hluti og ekki gat ég séð annað en að það skapaðist mikið öngþveiti einmitt við þrengingarnar. Ég kýs 2+2 alltaf framyfir 2+1, ég er kominn með leið á umferðarmannvirkjum á íslandi sem eru gerð fyrir milljarða og duga í 3ár og þá eru þau sprungin.
kv. Axel Sig…
17.12.2007 at 23:24 #607100Ef vegurinn verður 2+1 að þá verður flutningsgetan varla meiri en á einbreiðum vegi. Hámarks flutningsgetan getur aldrei orðið meiri en þar sem hún er minnst á vegkaflanum. Ef 100 bílar keyra á mínútu x kafla á tvöföldum vegi að þá komast aldrei nema 50 af þeim þennan x kafla á einföldum þannig að flutningsgetan eykst ekki neitt.
Þeir sem keyra þarna á milli um helgar vita ósköp vel að aukin flutningsgeta er stór ávinningur. En vegagerðin tekur heildar umferðina alla vikuna og deilir henni jafnt niður á dagana og fá þá út að þetta séu ekki "nema" um 8500 bílar á dag þótt að frá föstudegi til sunnudags séu þetta sennilega yfir 20000 bílar á dag, svo ég tali nú ekki um toppana sem myndast oft á sumrin. Mig minnir að einbreiður vegur eigi að bera með góðu móti um 12000 bíla á dag og því fá þeir þessa vitleysu út að 2+1 sé nóg.
Þetta er móðgun við almenning að væla yfir kostnaði. Það er drjúgur hluti borgarbúa og landbyggðarfólks sem keyrir þessa leið reglulega, og það er bara óþolandi að farin verði einhver millivegur í þessum málum í okkar skattpínda ríkasta landi heims.
2+2 vegur, byggður skv. 130 km/h staðli, annað er gjörsamlega óásættanlegt!!!
17.12.2007 at 23:27 #607102Fer þetta ekki að vera þannig að fólk fer spyrja eftir spes áhættutryggingum áður en það leggur af stað til vinnu eða skóla,nú eða þ.e.a.s áður en að það fer í sumarfrí innanlands.
Hef aldrei skilið að þetta vegakerfi hér á landi,hvort sem það í Reykjavík eða á þjóðvegi 1,gott dæmi um hversu vitlaust þetta plássleysi er á götum hér er uppá kletthálsi við Landsbankann og bílasölukjarnann þar,en þar er búið að þrengja götuna svo að nú er fólk varað við þessari þrengingu með blikkljósum sem er ekki nokkra metra í burtu frá þessu,nei heldur eru þau bara á þessari slysagildru.Nú fer maður að setja veltibúr í bílinn og körfustóla með 5 punkta öryggisbelti og svo sem staðalbúnað nokkra góða hjálma með,held bara að það veiti ekkert af þessu á þessum slysa eða dauða gildrum sem þjóðin þarf að aka á nú til dags,sem á að kallast vegir.
18.12.2007 at 13:25 #607104Ég held að það sé nauðsynlegt að hlusta á þegar þeir sem að hafa meiri þekkingu og rannsóknir á bakvið sig reyna að miðla þeim upplýsingum. Það er ekki af mannvonsku sem að umferðaverkfræðingar (allavegana þeir sem ég hef heyrt í), Vegagerðin og Umferðaráð mælir með 2+1.
.
Persónulega var ég andvígur 2+1 þangað til að ég sá rökin fyrir því og kostina borna saman.
.
Ég hallast frekar að því að taka ákvörðun eftir að menn skoði alla kosti og að sú ákvörðun sé tekin af skynsamlegum ástæðum en ekki útfrá tilfinningum.
.
Sem dæmi þá á 2+1 að anna ca. 20 þúsund bílum á sólarhring (varfærið mat, til hærra mat). Um Hellisheiði fara um 6.500 bílar á sólarhring (mesta umferð á kafla á Suðurlandsvegi er um 9.000 bílar á sólarhring).
.
Aukið umferðaöryggi með að nýta fjármagnið betur því það er hægt að laga miklu fleiri staði í vegakerfinu og styttri framkvæmdatími myndi spara mannslíf. Ég var búinn að benda á aðra kosti áður.En ég viðurkenni að 2+2 er miklu skemmtilegri og ,,flottari" kostur en eins og menn hafa verið að benda á undanfarna daga þá erum við kannski að greiða fyrir þann kost með mannslífum.
18.12.2007 at 21:36 #6071061+2 vegur hefur ótvíræða kosti vegna þess að vinstriakreinarjálkarnir færast sjálfkrafa á hægri akrein.
… En auðvitað munu hinir stórhuga Íslendingar velja 2+2 hið minnsta og tvöfalda hraðlestarteina samsíða, enda verður mannvirkið ekki tilbúið fyrr en eftir 20 ár þegar umferðarþunginn verður fjórfaldur á við það sem nú er.Wolf
18.12.2007 at 21:46 #607108Reiknilíkön og tölur endurspegla í þessu tilfelli ekki raunveruleikan og það sjá allir sem bera saman Reykjanesbrautina og Suðurlandsveg. Það þarf ekki að fara lengra en uppfyrir kaffistofuna til að sjá þennan geðveika kappakstur sem fylgir 2+1 rétt áður en vegurinn þrengist eftir tvöföldun sem er til háborinar skammar jafnvel í vanþróaðri löndum. Allt staðið í botni flautandi og blikkandi ljósum á vinstri akrein og svo speglarnir nánast slegnir af þegar vegurin þrengist.
Ef að það verður farin 2+1 leið austur fyrir fjall þá verður það pottþétt svona ræksni eins og upp Svínahraunið, enn eitt Íslenskt meistarastykkið í veglagningu með 50cm ómalbikaðri vegöxl.
2+2 alla leið og ekki hlusta á einhverja útlæga sænska atvinnuvitleysinga og baunateljara.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.