FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Kolefnisjöfnunaræði gripið um sig?

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Kolefnisjöfnunaræði gripið um sig?

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Logi Már Einarsson Logi Már Einarsson 17 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.06.2007 at 11:34 #200476
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Mér liggur við að segja að loksins koma efasemdarraddir fram um alla þessa kolefnisjöfnun, sbr. þetta sjónarmið forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Hugmyndin á bak við Kolvið er kannski ágæt í sjálfu sér. Núna á hins vegar að kolefnisjafna allan bílaflotann (og keyra þá með góðri samvisku eða hvað), kolefnisjafna flugferðina til útlanda sem væntanlega mun skila þokkalegum summum í skógræktarsjóði miðað við hvað þessar þotur menga og svo jafnvel reisa stóriðjur umfram mengunarkvóta einfaldlega með því að planta milljónum trjáa til að jafna út. Það er kannski eins gott að jöklarnir bráðni svo pláss verði fyrir öll þessi tré.
    Skógrækt eins og hún hefur verið stunduð hér á landi er ágæt og mörg skemmtileg svæði afrakstur myndarlegs starfs skógræktarfélaga og Skógræktar ríkisins. Allt gott um það að segja og mörg jákvæð verkefni fyrirhuguð svosem Hekluskógaverkefnið þar sem verið er að binda jarðveg á svæði þar sem jarðvegsfok hefur verið vandamál í áratugi. Aukning á fjármagni í skógrækt er gott mál. Það er hins vegar ekkert sem segir að rétt sé að pota niður trjáplöntum hvar sem er. Eitt af því sem gerir Íslenska náttúru svona flotta er fjölbreytnin, allt frá gróðurþekjum yfir í eyðisanda. Ég veit að það er langt í það að hér verði ekki hægt að sjá skóginn fyrir trjánnum, en ef allir færu að kolefnisjafna allan sinn akstur, flugferðir og stóriðjur taki stór flæmi undir skógrækt til að jafna á móti sinni mengun, þá getur ásýnd landsins breyst hressilega með tímanum. Eins og Jón Gunnar bendir á felur skógrækt í sér stórfellda breytingu á lífríkinu sem er ekkert sjálfsagt mál hvar sem er og er í raun í andstöðu við verndun þess.
    Ein pæling. Ef ég kolefnisjafna minn akstur þá tekur það væntanlega minna af mengunarkvóta Íslands. Það minnkar hins vegar ekki endilega mengun því kvótinn sem ég hefði notað fer þá alveg örugglega í annað. Mengunarkvótinn verður nýttur engu að síður. Útkoman af allri þessari kolefnisjöfnun almennings er því bara meira svigrúm fyrir mengandi iðnað og svo kannski betri samviska sem menn fá með kaupum á svona aflátsbréfum.
    Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af mengun og áhrifum hennar og hvort loftslagsbreytingar séu af manna völdum, sem er kannski ekkert endilega sjálfgefið þrátt fyrir að hátt sé haft um það. Það var athyglisverður þáttur á dögunum í sjónvarpinu sem hélt öðru sjónarmiði á loft. Punkturinn sem ég vildi eiginlega koma fram með hérna er að endalaus plöntun á trjám er ekki nein patentlausn og þessum stóru vandamálum. Ég vil samt árétta að skógrækt sem stunduð er af einhverri skynsemi er besta mál og margt gott verið unnið í því.
    Kv. – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 28.06.2007 at 12:05 #592976
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Mikið ofboðslega er ég sammála þér núna Skúli. Það er nefnilega þannig að allar mannana framkvæmdir í náttúrinni eru til þess fallnar að hafa á hana áhrif og það á líka við um gróðurrækt.

    Þó svo að öræfin séu víða ekkert annað en sandar og grjót – þá myndi ég telja það skemmdarverk af verstu gerð að græða þá upp og eyðileggja með því sérstöðu svæðanna.

    Eins hefur skógrækt á tíðum haft neikvæð áhrif á lífríkið sbr. ræktun grenitrjá í nágrenni stöðuvatna t.d. á Þingvöllum.

    Þannig ætti stórfelld skógrækt ekki að vera undanþegin umhverfismati – eins og Jón Gunnar bendir réttilega á.

    Ég er mjög hrifinn af íslenskum frumskógum – þ.e. birkikjarri og finnst lítið gaman að uppröðuðum víðiafbrigðum og grenitrjám sem standa í beinum línum í hlíðum hóla og hæða – líkt og t.d. í þjórsárdal… Skógrækt af skynsemi er það sem innleiða þarf.

    Og svo með blessuð Aflátsbréfin – þá hefur mér þótt þessi hugmynd góð og skil ekki af hverju ég fékk hana ekki – flott leið til að græða á landanum og gefa stórfyrirtækjum möguleika á að menga meira….

    Benni





    28.06.2007 at 13:02 #592978
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Þetta á ákveðið sjónarmið. Það má örugglega gera einhverja skóga en við megum ekki sleppa okkur í því, og aukning mengandi stóryðju þessvegna hlýtur að teljast mjög neikvætt.
    –
    Þegar ég heyrði fyrst um kolefnisjöfnun þá leyst mér vel á hugmyndina. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki Landgræðslan eða Skógræktin heldur yrði stofnuð ný stofnun með framkvæmdastjóra og öllu sem að því fylgir þá hætti mér að lítast á blikuna. Hver ætli stjórnunarkostnaður sé hjá þessu batteríi, 10%? 20%? 30%. Ég held ég gróðursetji mín tré sjálfur (sem hefur ekki áhrif á mengunarkvóta)!





    28.06.2007 at 14:34 #592980
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Einhvern megin hef ég á tilfinningunni að þessi svokallaða kolvetnisjöfnum geti engan vegin staðist sem raunhæfur möguleiki hér á landi. Þó ekki sé nema út af erfiðum vaxtarskilyrðum trjáa og stuttu tímabili sem tré eru laufguð. Því miður er ég farin að taka flestar skoðarnir og kenningar frá svokölluðum "umhverfisverndarsinnum" með miklum fyrirvara ekki síst eftir allt það fár og öfgar sem hefur gengið yfir þjóðina frá slíku fólki t.d. um Kárahnjúkavirkjun.





    28.06.2007 at 16:55 #592982
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Mér leist vel á þetta í byrjun, Ég er á móti þessari mengandi stóriðju sem ráðamenn halda að bjargi öllu. En þeir gleyma þeiri mengun sem kemur frá þessum virkjunum. Með því að kolefnisjafna alla bíla og allt sem mengar finnst mér við vera farinn að ganga of langt í belkinugu. Ekki er möguleiki að gróðursetja tré til að sporna við þeiri mengun sem hver bíll og hver virkjun mengar. Ef stjórnvöld vilja sjá einhvern árangrur í umhverfismálum afhhverju lækka þeir þá ekki verð á disel oliu og gera um leið disel bíla raunhæfan kost þar sem þeir menga minna. Ef disel væri mun ódýrara en bensín þá mun það hvetja menn til að aka á disel bílum





    29.06.2007 at 00:29 #592984
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn ég er fyllilega sammála, mér fannst hugmyndin barasta góð en svo fór ég að hugsa ætla þessir andskotar ekki bara að nýta sér skógræktina til Stóriðju framkvæmda. Fá aukið rými í Kíótó bókun og halda svo áfram eiðileggingarstefnu sinni.
    Annars vona ég að fröken Ingibjörg Sólrún standi í hárinu á Harde.
    Kveðja Hjörtur S Steinason.





    29.06.2007 at 10:14 #592986
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Eftir að hafa reiknað út sk. kolefniskvóta minni heimilisbílsins og fengið út 24 tré! miðað við 5000 km á ári fannst mér það AFAR undarlegt.
    Ég vil taka það fram að ég er fagmaður í þessum geira (skógfræðingur) og setti mig í samband við nýja batteríið Kolvið.
    Þeir segja að þessi 24 tré verði búin að jafna útblásturinn eftir þetta eina ár þegar þau eru fullvaxin, eða eftir 90 ár! Og þarna gefa þeir sér 100% árangur á gróðursetningunum!
    Hekluskógar eru á þannig landsvæði (sandi) að það er AFAR ólíklegt að ná 60% árangri, hvað þá 100% og þetta get ég sagt af því að ég hef unnið við að fara yfir gróðursetningar á Íslandi.
    Þessi aflátsbréf eru sem sagt svipað og að labba inn til bankastjóra og biðja um lán sem þú munt greiða ÁN VAXTA eftir 90 ár.
    Hinsvegar vil ég benda á það að skógrækt í stórum stíl á að fara í umhverfismat.
    Ef umrætt svæði er yfir 200 hektarar (2 ferkílómetrar) á það að fara í umhverfismat skv. lögum.





    29.06.2007 at 21:02 #592988
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    [url=http://www.youtube.com/watch?v=8f8v5du5_ag:3fhcwomc]Global Warming Swindle[/url:3fhcwomc]





    30.06.2007 at 00:35 #592990
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    er kannski bara the great global swindle swindle ???
    Sjá [url=http://http://www.vedur.is/um-vi/frettir/2007/nr/984:tlc5b1xq][b:tlc5b1xq]hér nánar[/b:tlc5b1xq][/url:tlc5b1xq]





    30.06.2007 at 08:50 #592992
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 705

    [i:373d3wlg]… efasemdir um staðreyndir sem heimildarmyndin kemur á kreik eru hins vegar alvörumál og geta haft neikvæð áhrif á umræðu um þetta mikilvæga mál algerlega að tilefnislausu.[/i:373d3wlg]

    Ég vil þó taka fram að á heimildarmyndina set ég alla fyrirvara :-)

    Er þó sammála tvennu sem að ofan hefur komið, annars vegar að þetta er skemmtileg hugmynd og mun ef til vill (í hófi vitaskuld – hluti af stórkostuleika landsins er öll þessi "eymd" eins og margir nefna það – ógrónar víðáttur (á t.d. að rækta upp Sprengisand?)) og að stofnanaumsýslan í þessu verkefni er fáránleg.

    kv. Siggi





    01.07.2007 at 10:05 #592994
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Eiginleg má segja að allir þeir vísindamenn sem að þessu koma og taka afstöðu með eða á móti kenningunni séu trúboðar en ekki vísindamenn. Hlýnun jarðar af manna völdum er kenning sem á fullan rétt á sér og kenningin sem slík er als ekki svindl. Viðskiptahugmyndir eins og kolviður eða hvað þetta heitir sem byggja á að þessi kenning sé ófrávíkjanlega rétt eru hinsvegar vera svindl.
    Mér finnst líka of mikið orðið af trjám á íslandi.
    guðmundur





    01.07.2007 at 16:09 #592996
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Áður en menn fara að rækta skóga í stórum stíl hér á landi, jafnvel meðfram öllum þjóðvegum þá væri kannski gott að þeir færu og ækju erlendis inni í þeim "græna vegg" sem maður ekur víða inn í og spyrja sjálfa sig, "er þetta það sem ég vil hér á landi"? Hluti af sjarma og karakter þessa lands er einmitt víðsýnið sem ekki bara ferðamenn heillast af heldur á það líka við um mig og marga fleiri. Var um helgina uppi við Langasjó og ók niður með Skaftá til byggða, hefði ekki viljað skifta á grænum skógarvegg og víðsýninu þar enda guðdómlega fallegt að horfa þar yfir og reyndar á öllu því svæði. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það alveg ljóst að menn ættu ekki að fara út í stórfellda skógrækt nema að vel athuguðu máli og þá hvaða svæði er best að taka til ræktunar og taka þá inn í þann reikning það lífríki sem fyrir er. En það er svona með allar þessar dellur sem Íslendingar fá, hringja fótanuddtæki og fondúpottar einhvejum bjöllum?





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.