This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Mér liggur við að segja að loksins koma efasemdarraddir fram um alla þessa kolefnisjöfnun, sbr. þetta sjónarmið forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Hugmyndin á bak við Kolvið er kannski ágæt í sjálfu sér. Núna á hins vegar að kolefnisjafna allan bílaflotann (og keyra þá með góðri samvisku eða hvað), kolefnisjafna flugferðina til útlanda sem væntanlega mun skila þokkalegum summum í skógræktarsjóði miðað við hvað þessar þotur menga og svo jafnvel reisa stóriðjur umfram mengunarkvóta einfaldlega með því að planta milljónum trjáa til að jafna út. Það er kannski eins gott að jöklarnir bráðni svo pláss verði fyrir öll þessi tré.
Skógrækt eins og hún hefur verið stunduð hér á landi er ágæt og mörg skemmtileg svæði afrakstur myndarlegs starfs skógræktarfélaga og Skógræktar ríkisins. Allt gott um það að segja og mörg jákvæð verkefni fyrirhuguð svosem Hekluskógaverkefnið þar sem verið er að binda jarðveg á svæði þar sem jarðvegsfok hefur verið vandamál í áratugi. Aukning á fjármagni í skógrækt er gott mál. Það er hins vegar ekkert sem segir að rétt sé að pota niður trjáplöntum hvar sem er. Eitt af því sem gerir Íslenska náttúru svona flotta er fjölbreytnin, allt frá gróðurþekjum yfir í eyðisanda. Ég veit að það er langt í það að hér verði ekki hægt að sjá skóginn fyrir trjánnum, en ef allir færu að kolefnisjafna allan sinn akstur, flugferðir og stóriðjur taki stór flæmi undir skógrækt til að jafna á móti sinni mengun, þá getur ásýnd landsins breyst hressilega með tímanum. Eins og Jón Gunnar bendir á felur skógrækt í sér stórfellda breytingu á lífríkinu sem er ekkert sjálfsagt mál hvar sem er og er í raun í andstöðu við verndun þess.
Ein pæling. Ef ég kolefnisjafna minn akstur þá tekur það væntanlega minna af mengunarkvóta Íslands. Það minnkar hins vegar ekki endilega mengun því kvótinn sem ég hefði notað fer þá alveg örugglega í annað. Mengunarkvótinn verður nýttur engu að síður. Útkoman af allri þessari kolefnisjöfnun almennings er því bara meira svigrúm fyrir mengandi iðnað og svo kannski betri samviska sem menn fá með kaupum á svona aflátsbréfum.
Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af mengun og áhrifum hennar og hvort loftslagsbreytingar séu af manna völdum, sem er kannski ekkert endilega sjálfgefið þrátt fyrir að hátt sé haft um það. Það var athyglisverður þáttur á dögunum í sjónvarpinu sem hélt öðru sjónarmiði á loft. Punkturinn sem ég vildi eiginlega koma fram með hérna er að endalaus plöntun á trjám er ekki nein patentlausn og þessum stóru vandamálum. Ég vil samt árétta að skógrækt sem stunduð er af einhverri skynsemi er besta mál og margt gott verið unnið í því.
Kv. – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.