Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › KN-sía v.s. loftflæðiskynjari
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by is 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.03.2008 at 19:24 #202132
Hvernig er það hafa menn einhverja reynslu á því að notkun á kn-síu valdi því að loftflæðiskinjarinn eyðileggist?????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.03.2008 at 20:13 #617992
Ég hef heyrt þetta og lesið um það. Var með KN síu í Patrol 2001, keyrði 50þús km og ekki bilaði loftflæðiskynjarinn hjá mér! Það fór bara mótorinn he he. Nei grín, það var ekki vegna KN.
Án gríns þá var þetta í góðu lagi.Kveðja:
Erlingur Harðar
18.03.2008 at 21:07 #617994Sæll
Ég var með Hilux bensín með KN og keyrði hann rúmlega 100 þús km og allt í lagi með skynjarann.
kveðja
Hjörtur Óli
18.03.2008 at 22:54 #617996Já ljómandi að heyra. Var að fá mér í 2,7tdi terrano2 vonandi reynist hún vel.
19.03.2008 at 14:19 #617998Það er eitt sem gæti mælt gegn þessu að mínu mati.
.
Vinur minn setti K&N í jeppann hjá sér og eftir það fór hann að taka eftir ryki sem settist í olíusmitið í lofthreinsaranum og soggreininni, setti aftur orginal pappasíu í og þá hætti rykið að komast inn á vél = sían er full opinn og hleypir frekar í gegnum sig ryki heldur en pappasíur.Þetta var vissulega bara ein tilraun á einum bíl, fróðlegt að vita hvort fleiri hafi lent í sambærilegu við notkunn á olíubornum "high flow" síum eins og K&N og Green Air?????
Freyr
19.03.2008 at 14:38 #618000Ég setti svona í nissan doublecab sem ég átti og á einhverjum 40-50 þús km þá voru blöðin í túrbínunni orðin vel sandblásin. Þessar síur gætu því verið full grófar fyrir sumarnotkun, fínar á veturna.
19.03.2008 at 15:05 #618002Það þarf auðvitað enga stjarneðlisfræðinga til að skilja að aukið loftflæði sem fylgir þessum þvottasíum stafar af því að þær eru opnari en orginal síurnar. Því fylgir þá vitaskuld að þær hleypa stærri ögnum í gegnum sig. Og stærri agnir valda meira sliti á vélinni, soggrein, ventlum, strokkum og hringjum. Til að vinna gegn agna (sandkorna) flæðinu eru síurnar olíubornar og olían sogast með tímanum inn í soggreinina og sest á það sem þar er, t.a.m. loftflæðiskynjara, og truflar boðin sem frá þeim berast auk þess að skítur sest í olíuna sem þar er.
Vilji menn prófa hvort svona síur geri gagn gætu þeir valið lognrigningardag, tekið loftsíuna úr bílnum, ryksogið síuhúsið vandlega og spyrnt svo. Því að ef opin sía er betri en þétt hlýtur engin sía að auka aflið enn meira. Ef þessi tilraun gefur ekki meiri kraft en þvottasía er kraftaukning frá henni komin út fyrir mörk eðlisfræðinnar og þá þarf miðil eða prest til að skýra meintan mun.
19.03.2008 at 18:03 #618004Ég er sammála Þorvaldi. Ég nefndi auðvitað ekki að ég tók KN síuna úr á sumrin og setti venjulega síu í. Annars varð ég ekki var við neinn mun svo að heitið geti, ja kanski bara alls ekki! Setti þessa síu í svona meira af því að hinir voru með þetta og dótastuðulinn hækkaði.
Kveðja:
Erlingur
19.03.2008 at 18:55 #618006Aðeins fyrir utan efnið.
Ég var einusinni staddur í ákveðinni búð að kaupa eitthvað jeppadót. Þar var ungur maður við hliðina á mér, að velta fyrir sér hvað hann gæti gert til að auka aflið í bílnum sínum, en vildi auðvita ekki borga neitt að ráði. Sölumaðurinn dregur upp "kraftsíu" og segið við drengin "það munar gír í Kömbunum ef maður er með svona síu". Ekki að ég vildi skemma söluna, en ég spurði sölumanni hvort hann væri fáviti. Það varð eitthvað lítið um svör. Maður fær líka fullt af auka hestöflum með því að setja krómhring á pústið.
Góðar stundir
19.03.2008 at 19:57 #618008það fór loftflæðiskynjari hjá mér í pattanum eftir að ég byrjaði með k&n í honum og ég skipti um skynjara og setti orginal nissan síu í hann og hef gert síðan. Fékk þær upplýsingar uppí Friðrik ólafssyni að nissaninn væri frekar viðkvæmur fyrir öðrum síum en orginalnum og sérstaklega varað við K&N síum og svokölluðum bensínstöðvasíum (sem maður fær á smurstöðvum) en þær kölluðu þeir félagar Sandkassasíur… ekki traustvekjandi.
kv. Axel Sig…
20.03.2008 at 09:05 #618010það vantar alltaf meiri kraft.
:)…….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.